Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. 9 Utlönd ísraelskur hermaður sýnir foreldrum hvernig verjast megi efnavopna- árás íraka. Dreifing á gasgrímum til allra ísraela er nú hafin. Simamynd Reuter Yitzhak Shamir: Af hendum ekki herteknu svæðin - þrátt fyrir lausn Persaflóadeilunnar Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, hefur hafnað vanga- veltum vestrænna leiðtoga um að lausn Persaflóadeilunnar gæti greitt fyrir lausn deilunnar milli Israela og araba. Leiðtogar Frakk- lands, Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og Bretlands hafa nýlega lagt áherslu á nauðsyn þess að leysa vandamál Palestínumanna um leið og írakar hefðu dregið herliö sitt til baka frá Kúvæt. Shamir sagði, um leið og hafin var dreifmg á gasgrímum til allra ísraela í gær, að ísrael myndi aldr- ei verða fórnarlamb erlends sam- særis. Þeir hefðu hingað til neitað að fara frá herteknu svæðunum og myndu halda því áfram. Saddam Hussein íraksforseti hef- ur nokkrum sinnum hótað að ráð- ast á ísrael með efnavopnum. Hann hefur tengt hernám ísraela á vest- urbakkanum og Gazasvæðinu og nærveru sýrlensk hers í Líbanon lausn Persaflóadeilunnar. Hann hefur hins vegar aldrei boðist til að fara frá Kúvæt. Vestrænir leið- togar hafa ekki beint tengt þessi mál og krafist þess að írakar fari fyrst skilyrðislaust frá Kúvæt. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsríkjanna eru sammála um að ekki sé hægt að gera neitt málamiðlunarsamkomulag við ír- aka um ályktanir Sameinuðu þjóð- anna gegn þeim. Ráðherrarnir funduðu nálægt Feneyjum um helgina. Soldáninn af Oman tjáöi Kaifu, forsætisráðherra Japans, í gær að flest arabaríki væru orðin vonlítil um að írakar drægju herlið sitt til baka frá Kúvæt og væru þau farin að íhuga hemaðaraðgerðir. Kaifu kom til Oman frá Jeddah í Saudi- Arabíu í gær. Yfir hundrað sovéskir tækni- fræðingar og verkfræðingar fóra frá Bagdad í írak í gær til Moskvu. Sendimaður sovéskra yfirvalda hafði verið á ferð í írak og fariö þess á leit við yfirvöld þar að Sovét- menn fengju fararleyfi. Var honum gefið loforð um að fjöldi sovéskra þegna fengi bráðlega að fara heim. Heimferð mannanna í gær er þó ekki sögð tengjast heimsókn sendi- mannsins. Um fimm þúsund Sovét- menn eru nú í írak. Samkvæmt frásögn bresks stjórnarerindreka í Kúvæt eru Bretar í landinu nú í felum hjá Kúvætmönnum þrátt fyrir hótanir íraka um aftöku þeirra sem feli útlendinga. Tveir breskir stjórnar- erindrekar komu til Bagdad í gær og er nú aðeins breski sendiherr- ann ásamt einum starfsmanna sinna eftir í sendiráði Bretlands. Yfirvöld í Egyptalandi hafa varað Saudi-Arabíu og önnur arabaríki við því að stuðningsmenn palest- ínska hryðjuverkamannsins Abu Nidals ráðgeri árásir í löndum sín- um. Egypsk fréttastofa hefur greint frá handtökum stuðningsmanna Nidals en honum hefur verið lýst af Bandaríkjunum sem hættuleg- asta hryðjuverkamanni heims. Voru stuöningsmennirnir sagðir hafa haft vopn og sprengiefni í fór- um sínum. í Dubai syrgja nú þegnarnir þjóð- arleiðtoga sinn, sjeikinn Rashid bin Said al-Maktoum, sem lést í gær. í morgun var ekki vitað um dánaror- sök en hann hefur áður fengið hjartaáföll.' Reuter HELGARFERÐIR - VERSLUNARFERÐIR HÓTEL í MIÐBORG AMSTERDAM í miðborg Amsterdam með morgunverði. Flug vallarskattur ekkl Innlfallnn. Verð míðað vlð verðskrá 1.10.90 og hðtel 1.11.90. BROTTFÖR ALLA ÁÆTLUNARDAGA FLUGLEIÐA TIL AMSTERDAM KANARÍEYJAÁÆTLUN OG VERÐ Á SKRIFSTOFUNNI Ferðaskrifstofan Alís býður upp á aðstoð við skipulagningu viðskiptaferða og útvegar góð hótel og bílaleigusamninga. Helgarferðir á áfangastaði Flugleiða, t.d. Glasgow, London, Lúxemborg (Trier), Kaupmanna- höfn og New York svo eitthvað sé nefnt. Hafið samband - Sjáumst Bæjarhrauni 10 ferðaskrifstofa í samvinnu við FLUGLEIÐIR Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.