Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 15
MÁNUDA'ÖUR 8. OKTÓBER 1990. 15* Nú er frjálshyggjan f ín „Sölu veiðiheimilda milli skipa undir núverandi kringumstæðum ætti að stöðva", segir Kristinn m.a. í grein sinni. Hrossakaupa núverandi stjórn- arliða um lög um stjórn fiskveiða og umhverfisráðuneyti verður minnst í íslandssögunni sem há- marks hrossakaupaferils Fram- sóknarflokksins. Geðþóttaákvarðanir og hrossa- kaup um ráðherrastóla og ríkis- stjómarsetu yoru tekin fram yfir langtímahagsmuni og vönduð vinnubrögð. Dómur sögunnar verður varla fallegur. Fmmskylda alþingismanna við lagasetningu er að gæta þess að jafnréttisregla stjómarskrárinnar og stjómar- skráin öll sé í heiðri höfð. Það var ekki gert við lagasmíðina um stjórnun fiskveiða. Leikreglurnar eru síður en svo jafnar. Dæmi: 1. Sumarútgerðirogsjómennsæta lágmarksverði verðlagsráðs. 2. Sumir fá að flytja út fisk í gámum eftir geðþóttaákvörðun „Afla- miðlunar" sem starfar ekki eftir neinum lögum! 3. Sumir landa á fiskmörkuðum. 4. Sumir vinna aflann um borð. Hver heiðarlegur íslendingur hlýtur að sjá að leikreglur útgerða og sjómanna verða ekki jafnar mið- að viö ofangreinda upptalningu. Millifærsla veiðikvóta undir þess- um leikreglum er algjört ábyrgðar- leysi. Ríkisstjóm Jafnréttis og fé- lagshyggju" beitir nú frjálshyggj- unni í byggðagrisjun. Nú er frjáls- hyggjan fín! Umboðsmaður Alþingis Sýnt er að auka þarf fjárframlög til umboðsmanns Alþingis. Verk- efni umboðsmanns Alþingis er ógnarstórt í sambandi við stjórnun fiskveiða. í áliti Lagastofnunar Háskóla íslands, sem 9 nefndar- menn í sjávarútvegsnefndum Al- þingis óskuðu eftir og barst rétt fyrir þingslit, er eftirfarandi setn- ingu að finna í niðurlagi, í sam- KjaUarinn Kristinn Pétursson alþingismaður bandi við fiskveiðistjórnun: „Lög- gjafanum er heimilt að setja þeim almenn takmörk, enda sé jafnræðis gætt“. (Leturbreyting undirritaðs.) Alit Lagastofnunar var aldrei tekið til faglegrar umfjöllunar í sjávarút- vegsnefndum. Neðri dejld Alþingis fékk einn sólarhring til þess að fjalla um máhð. í neðri deild sitja 42 þing- menn. Sjávarútvegsnefnd neðri deildar var látin halda mála- myndafund í klukkutíma og máhð hrifsað úr nefndinni og afgreitt með hrossakaupum. Ljóst var að mörg grundvallarat- riði voru þverbrotin með þessum hrossakaupum. Borgarar landsins eiga þann kost að leita til umboðs- manns Alþingis og dómstóla lands- ins. Undirritaður myndi með ánægju vitna fyrir dómstóli um þessa valdníðslu og hroðvirkni hafi einhver áhuga. Skyldur alþingismanna Alþingismenn eru kjörnir leið- togar þjóðarinnar. Allir alþingis- menn undirrita drengskaparheit að stjórnarskrá landsins og eru því skyldugir til þess að virða grund- vallaratriði eins og jafnréttisreglu stjórnarskrárinnar. Við verðum að virða stjórnarskrá landsins við lagasetningu um jafnvíðtæka tak- mörkun á atvinnufrelsi og löggjöfin er um stjórn fiskveiða. Stundum er talað um virðingu Alþingis. Ekki er von til þess að virðing Alþingis aukist við svona vinnubrögð. Virðing er nokkuð sem menn ávinna sér með fram- ferði sínu. Byggðastefna „félagshyggjunnar“ Sölu veiðiheimilda milli skipa undir núverandi kringumstæðum ætti að stöðva. Auövitað verða þeir sem fá lægsta fiskverðið undir í slagnum. Svona birtist byggða- stefna „félagshyggjunnar". Þetta voðaverk er á ábyrgð stjórnmálamanna sem úthrópuðu sjálfstæðismenn fyrir „nýfrjáls- hyggju" „peningafrjálshyggju“ og ýmislegt fleira þegar framsóknar- maddömunni þótti íhaldið ekki nægilega hpurt í hrossakaupunum og seðlaprentun! Hverju hafa þessir herrar svo sem breytt í sambandi við „pen- ingafrjálshyggju"? Raunvextir hafa aldrei verið jafnháir og nú! Hvernig ætlar stuðningsfólk „fé- lagshyggju" að snúa sér í málinu? Ríkisstjórn .jafnréttis og félags- hyggju" bætti gráu ofan á svart og ákvað að nota „frjálshyggjuna“ til að grisja byggð í landinu og fækka veiðiskipum með kvótakerflnu og láta kaupa upp þá sem hafa lægsta fiskverðið sem er á landsbyggðinni. Auðvitað átti fyrst að markaös- tengja fiskverð alls staðar á landinu og sjá til þess að meira jafnvægi kæmist á milli framboðs og eftirspumar á fiski. Þetta er vel hægt. Rússar ætla að markaðs- væða hjá sér á 500 dögum, en nú- verandi ríkisstjórn Islands vill bara rússnesku „handstýrðu“ geð- þóttaaðferðina í fiskverði á lands- byggðinni - en frjálshyggjuna í byggðagrisjun! Fólkið á landsbyggðinni á svo að koma eins og þurfalingar betla kvóta úr „hagræðingarsjóði" og hneigja sig fyrir þessum háu herr- um. Eiginiega er maður orðlaus, en ennþá er hér prentfrelsi og mun undirritaður notfæra sér það, þar sem bráðabirgðalögum hefur enn ekki verið beitt þannig að bannað sé að segja sannleikann um þá herramenn og frúr sem standa að núverandi ríkisstjórn. Kristinn Pétursson „Rússar ætla að markaðsvæða hjá sér á 500 dögum, en núverandi ríkisstjórn Islands vill bara rússnesku „hand- stýrðu“ geðþóttaaðferðina í fiskverði á landsbyggðinni - en frjálshyggjuna 1 byggðagrisjun!“ Börn og unglingar: Spegill samfélagsins „Börnin eru í raun spegih þjóð- félagsins og með því að skoða ástand bama og unghnga getum við séð ástand þess,“ sagði Helga Hannesdóttir barnageðlæknir á fréttamannafundi um daginn. Geðræn vandamál Hvernig er ástand barnanna á íslandi? Slysatíðni ungbama er sú hæsta í Evrópu, sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 15-24 ára er þriöja hæsta í Evrópu og reikna má með að það séu um tíu þúsund og sex hundruð hörn og unglingar með geðræn vandamál í samfélag- inu en einungis eitt þúsund þeirra fær aðstoð eða meðferð. Að mati Helgu stafar þetta meðal annars af því að það er ekki skiln- ingur meðal ráðamanna á geð- verndarmálum bama og hún telur að það þurfi að breyta forgangsröð í verkefnavali þjóðfélagsins. Aukið ofbeldi Umræðan um böm og unglinga hefur verið mikil aö undanfórnu. DV spurði Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing um orsakir aukins of- beldis meðal unglinga. Hún taldi að skýringanna væri meðal annars að leita til upplausnarástands í þjóðfélaginu og þar á meðal í upp- eldinu. „Foreldrar, margir hverjir, hafa ekki getu eöa aðstöðu til að sinna börnum sínum og ala þau upp,“ sagði Sólveig „og manni sýnist að þeim hömum fjölgi sem eru sködd- uð af einhverjum ástæðum.” Hún tengdi þetta fjárhagsþreng- ingum fólks og taldi að mikil vinna foreldra skaðaði börn. Samveran með börnunum er af skornum skammti og mörg þeirra þurfa að Kjallarinn Hallgrímur Hróðmarsson kennari í MH treysta á sjálf sig í ríkum mæli. Leiðir til úrbóta Við verðum að koma í veg fyrir þessa óheihaþróun. Það er stórt verkefni og við verðum að ætla okkur hæfilegan tíma í það. Við afnemum ekki í einu vetfangi vinnuþrælkunina og lágu launin sem við búum við. En mikilvægt er að við áttum okkur á því strax í byrjun að átta stunda vinna á dag skilar í flestum tilfellum jafnmikl- um og jafnvel betri afköstum en 10-12 stunda vinna á dag. Og við verðum að endurvekja kröfuna um mannsæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku. En það er fleira sem þarf að koma til. Að sjálfsögðu þarf að auka fjár- magn til barnageðverndar, bæði til að fást við þann vanda sem er til staðar og ekki síöur í forvarnar- starf. Einnig þarf að búa betur að bömum og unghngum í skólum og á dagvistarheimilum. Böm í dagvist ■ Dagvistarheimili og leikskólar eru mjög mismunandi. Sum heim- ilin hrfa fyrirmyndaraðstöðu og marga uppeldismenntaða starfs- menn. Önnur eru verr búin og dæmi eru um þónokkur heimili í Reykjavík þar sem forstöðumaður- inn er eini starfsmaðurinn með til- skilda menntun. Foreldrar gera sér sífellt betur grein fyrir því hve mikill munur er á góöri pössun og barnaheimili er stendur undir nafni sem uppeldisstofnun. Undanfarna daga hefur talsvert vérið rætt um starfsmannaeklu á barnaheimilum í Reykjavík. Anna K. Jónsdóttir, formaður Dagvistar barna, gerir htið úr málinu. Hún fullyrðir í Mogganum 23. sept. sl. að eklan sé um þaö bil aö leysast. Hún veit þó fullvel að það er ein- ungis á sumrin að hægt er að manna allar stöður á dagvistar- heimilunum og að það er gert með ófaglærðu fólki. Að vetrinum eru margar deildir undirmannaðar og mikil skipti á starfsfólki en þaö bitnar illilega á starfseminni. Vitanlega ætti að stefna að því að á hverri deild dag- vistarheimila væri að minnsta kosti einn uppeldismenntaður starfsmaður og að launakjörin væru svo góð að fólk gæti hugsað sér að starfa þar um lengri tíma. Skólinn Ástandið í skólunum er einnig mjög mismunandi. Auðveldara er að fá réttindakennara í Reykjavík og nágrenni en út á land. Það er til háborinnar skammar hve okkur hefur miðað skammt í að öll hörn á landinu búi við sömu þjónustu hvað þetta varðar. En það eru fleiri atriði sem bæta þarf úr. Margar bekkjardeildir eru allt of stórar, kennarinn hefur því minni tök á að sinna hverjum einstökum nemanda. Margir nemendur þurfa svo á sérkennslu að halda vegna einhverra erfiðleika og því fyrr sem þeir fá slíka hjálp því betur gengur þeim bæði í skólanum og líka utan skólans. Og að lokum vil ég nefna að kenn- arar eru oft með mjög mikla yfir- vinnu til að vega upp léleg laun og kemur það niður á þjónustu þeirra við nemendur. Afstaða núverandi ráðamanna í mennta- og fjármálum þjóðarinnar kemur vel fram í orðum sem höfð voru eftir aðstoðarmanni íjármála- ráðherra, Svanfríði Jónasdóttur, við undirritun samninga ríkisins og kennara í KÍ á dögunum. Hún taldi sjálfsagt að halda áfram viðræðum um það sem kennarar leggja áherslu á vegna breyttra aðstæðna, svo sem „skilgreiningu kennarastarfsins og skólastjórn- un“. En svo bætti hún við: „Þau atriði verða rædd áfram en koma ekki til með að leiða til neinna launabreytinga". Breytt forgangsröö verkefna Verkefnin sem bíða okkar eru því mörg. Viö verðum að búa börnum okkar og unghngum manneskju- legra umhverfi. í dag eru málefni þeirra mjög aftarlega í forgangsröð verkefnanna hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Því þarf að breyta. Við skulum staldra við og hta í spegil samfélagsins: Hvernig er ástandið hjá börnum og unglingum á íslandi? Sá spegih segir okkur hvað bæta þarf í samfélaginu. Hallgrímur Hróðmarsson „Við skulum staldra við og líta 1 spegil samfélagsins: Hvernig er ástandið hjá börnum og unglingum á íslandi? Sá spegill segir okkur hvað bæta þarf í samfélaginu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.