Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. 33 Sviðsljós Ruth segir föður sinn vera fyrirmynd Wexfords. hetju Simenons. En eftir því sem hún skrifaði íleiri sögur þróaöist persón- an og varð sjálfstæðari og vinstri- sinnaðri því Rendell mótar hans skoðanir á mörgum mikilvægum málum eftir sínum eigin. Þannig hefur Rendell í gegnum Wexford lýst andstöðu sinni við byggingu kjarnorkuvera, sýnt áhuga sinn á umhverfísmálum og Wexford er afar andvígur dauðarefsingum. „Ég vissi ekkert hverj um hann líkt- ist fyrr og taldi hann mína eigin upp- finningu en sonur minn benti mér á að í raun væri ég að lýsa fóður mín- um og ég býst við að það sé rétt,“ segir Rendell sem er mjög ánægð með val á leikurum í hlutverk þeirra Wexfords og Burden. „Mér finnst George Baker dásam- legur sem Wexford og Christopher Ravenscroft er líkari Burden en Burden sjálfur." Rendell fær að ráða taisvert miklu um gerö sjónvarpsþáttanna.'Hún les yfir uppkast að handriti og ennfrem- ur lokagerð þess. Hún mætir á töku- staði og leggur á ráðin um búninga og tökustaði. Auk bókanna um Wexford hefur Ruth Rendell gefið út fjölda skáld- sagna þar sem hann kemur hvergi við sögu. Þær sögur ritar hún undir eigin nafni en einnig undir dulnefn- inu Barbara Vine. Hún þykir skrifa af mikilli list um fólk sem lendir í kreppu í lífinu þegar það sér fram á að leyndarmál sem það býr yfir muni upplýsast. Barbara Vine á sér fjölda aðdáenda og í síðasta þætti um Wex- ford í íslenska sjónvarpinu sást kappinn einmitt niðursokkinn í bók eftir þann mæta höfund. „Því er þannig farið að 90% af lífi fólks eru blekkingar. Mér finnst áhugavert hvernig fólk hafnar raun- veruleikanum og heldur dauðahcddi í blekkingarnar. Þetta fólk skil ég,“ segir Rendell um söguhetjur sínar. -Pá Tölvupappír llll FORMPRENT Hverfisgotu 78. simar 25960 25566 Endurski í skam AT-tilboð Copam og Amstrad 286 og 386 SX Kynningarafsl. 10-15% Laugav. 116 v/Hlemm Wexford er sniðinn eftir föður mínum - segir höfundurinn, Ruth Rendell „Fólk er alltaf aö spyrja mig hvort hann deyi ekki við skyldustörf. Að sjálfsögðu hef ég ekki í hyggju að láta það gerast. Það væri eins og að slátra gæsinni sem verpir gulleggj- unum,“ segir Ruth Rendell rithöf- undur. Rendell er vel þekktur höfundur sakamálasagna bæði innan og utan Bretlands og hefur jafnvel verið köll- uð „besti höfundur morðgátna í hin- um enskumælandi heimi“. Ein fræg- asta söguhetja hennar er lögreglu- foringinn Reginald Wexford sem er glúrinn við að leysa flóknustu morð- gátur. Nokkrar þáttaraöir fyrir sjón- varp hafa verið gerðar um afrek Wexfords og aðstoðarmanns hans, Burden, og nú er verið að sýna eina þeirra í íslenska sjónvarpinu á þriðjudögum. Sú er gerö eftir sög- unni Sleeping Life og fjailar, eins og flestar þeirra, um morð á konu nokk- urri og virðist við fyrstu sýn vera óleysanleg gáta. Það kemur óneitanlega nokkuð á óvart að Rendell segist vera hálfgert í nöp við Wexford, afsprengi sitt. Þq hann hafi fært henni frægð og fram§ og viðurkenningu sem rithöfundur þá kemur tilvist hans jafnframt í veg fyrir aö hún geti einbeitt sér að meg- in áhugamáli sínu en það er að skrifa sálfræðispennusögur. Þaö er enginn tími til slíks því aðdáendur Wexfords heimta nýja bók um kappann á hverju ári. „Mér finnst að mörgu leyti leiðin- legt að skrifa lögreglusögur. Allar þessar yfirheyrslur og vandlega lagð- ar vísbendingar fyrir lesandann. Þetta er óttalega leiðigjarnt. Ég er viss um að Wexford þykir það ekki síður en mér. Hann leysir málin fyrst og fremst með rökhugsun en ekki tækni,“ segir Rendell. * Hún skrifaöi fyrstu söguna um Wexford fyrir meira en 20 árum án þess að ætla að gefa hana út heldur sem hvíld frá annars konar skáldsög- um. Þegar útgefandi, sem krafðist endurskriftar á einni bóka hennar, heimtaði endurskrift á handritinu sendi hún honum söguna um Wex- ford til gamans. „Það sem skiptir máli er að sagan sé læsileg," segir Ruth. „Ég hafði, þegar ég skrifaði fyrstu söguna um Wexford, lesið talsvert af slíkum sög- um mér til gamans og vissi vel hvað mér fannst gott og hvað ekki. Það skiptir ekki máh hvað persónurnar eru vandlega skapaðar eða plottið vel undirbúiö. Ef lesandinn á auðvelt með að leggja bókina frá sér er allt unnið fyrir gýg.“ Hún viðurkennir að fyrst í stað hafi Wexford veriö blanda af mörg- um þekktum kollegum hans þó eink- um hinum franska Maigret, sögu- Sími 621122 Kantarnir brjótast um buxnabrúnina og varna leka 1. Látiö breiöu hliðarnar 2. Brjótið hlífarnar um snúa fram í buxunum buxnakantinn og festiö að 3. Libresse plus veröur hluti af buxunum. LIBRESSE PLUS MEÐ HLÍFUM GAGNVART LEKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.