Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1990. Utlönd Palestinsk kona grætur við börur sem ötuðust af blóði sonar hennar. Hann var skotinn af ísraelskum lögreglumönnum á mánudaginn. Simamynd Reuter DV SENDLAR ÓSKAST Á AFGREIÐSLU DV STRAX. UPPLÝSINGAR í SÍMA 27022. THOIMASI IDIMADAR RYKSUGAIM i\iú sama sían fyrir ryk og vatn 50% meiri kraftur Verð kr. 23.400 Thomas - 10 ár á íslandi Allir varahlutir og þjónusta ASTRA Austurströnd 8 - Sími 61-22-44 - Fax 61-10-90 Átök á herteknu svæðunum: 16 Palestínu menn særðir Á meöan fulltrúar í Öryggisráöi Sameinuðu þjóðanna deildu í gær um ályktun gegn ísrael vegna mann- drápanna í Jerúsalem á mánudaginn efndu arabar á herteknu svæöunum og í ísrael til mótmæla þriðja daginn í röö. Sjúkrahússstarfsmenn á Gaza- svæöinu sögðu ísraelska hermenn hafa skotið og sært sextán Palestínu- menn í gær. Heimildarmenn meöal Palestínumanna sögðu aö tíu ára drengur á vesturbakkanum heíöi verið skotinn í höfuðið. Til átaka kom einnig milli hermanna og araba í ísrael sem köstuöu grjóti, kveiktu í hjólböröum og settu upp vegatálma. Israelsk yflrvöld, sem segja íraka kynda undir óeiröum til aö beina athyghnni frá Persaflóadeilunni, skipuöu í gær þriggja manna nefnd sem rannsaka á aðgerðir lögreglunn- ar á Musterishæðinni í Jerúsalem þegar tuttugu og einn Palestínuarabi var skotinn til bana. Tass-fréttastofan sovéska sagöi í gær að atburðirnir í Jerúsalem hefðu aukið stríðshættuna við Persaflóa. írakar hafa tjáð ísraelum að morö- anna verði hefnt og hafa þeir ítrekað kröfur sínar um aö Sameinuðu þjóð- irnar semji ályktun gegn ísrael. Vestrænir stjórnarerindrekar voru í morgun bjartsýnir á að samkomu- lag næðist um ályktun um fordæm- ingu á ísrael en fulltrúar Kúbu, Malaysíu og Kólumbíu tjáðu frétta- mönnum að þeir hefðu þegar gefiö talsvert eftir og þyrftu að ræða málið frekar áður en þeir gengju leijgra. Sendiherra Kólumbíu sagði að óháðu ríkin hefðu látið af kröfu sinni um að Öryggisráðið sendi sendinefnd til herteknu svæðanna til að kanna ástandið þar. í staðinn hefðu þau samþykkt að láta framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna skipuleggja fór slíkrar nefndar. Óháðu ríkin vilja hins vegar að menn hans hafi umboð til að mæla með aðgerðum til að tryggja öryggi Palestínumanna. í til- lögu Bandaríkjamanna, sem þeir hafa samið þrátt fyrir harðorð mót- mæli bandarískra gyöinga, er ekki nákvæmlega skilgreint hvaða vald sendinefndin á að hafa heldur er framkvæmdastjórinn beðinn um að senda frá sér skýrslu um ástandiö Klerkar Hizbollah-samtakanna i Libanon með mynd af Shamir, forsætisráð- herra ísraels. Þeir hafa hótað að hefna þeirra sem ísraelskir lögreglumenn skutu til bana á Musterishæöinni í Jerúsalem á mánudaginn. Simamynd Reuter meðal bprgaranna á herteknu svæð- unum. Óháðu ríkin vildu í upphafi að nefnd á vegum Öryggisráðsins yrði send þar sem hún hefði betri möguleika á aö leggja fram tillögur til úrbóta og hrinda þeim í fram- kvæmd: Fordæming Bandaríkjanna á fram- ferði ísraelsstjórnar er ekki ein- göngu af tillitssemi við Palestínu- menn. Hingað til hafa Bandaríkin haldið verndarhendi yflr ísrael. Bush Bandaríkjaforseti er hins vegar háður stuðningi araba í tilraun sinni til að hrekja íraka frá Kúvæt. Hann þykir því líklegur til að fara fram á það við ísraela að þeir haldi aftur af sér til að kröfurnar.um alþjóðlega ráðstefnu um málefni Miðaustur- landa verði ekki háværari. Á slíkri ráðstefnu gæti Saddam Hussein ír- aksforseti fært sér í-nyt andúð araba á ísrael. Reuter SprengjutiJræði a Spáni í nótt: Sprengja sprakk í höndum ungrar konu - þrír létust og 40 eru slasaðir Þrír létust og í það minnsta 40 manns slösuðust þegar öflug sprengja sprakk á diskóteki í bæn- um Santiago de Compostela á Norövestur-Spáni um miðja sið- ustu nótt. Eftir þvi sem spænska útvarpið segir sprakk sprengjan um klukkam 3.30 á diskóteki sem kallast Clangor. Þegar eftir sprenginguna til- kynnti lögreglan að ein kona, tutt- ugu og flmma ára að aldri, hefði látist. Hún á að sögn lögreglunnar að hafa haldið á sprengjunni þegar hún sprakk í höndum hennar. Siö- ar var tilkynnt að tveir aörir heföu iátist. Þótt enn hafl enginn lýst tilræð- inu á hendur sér þykir fullvíst að eínhver samtök standi þar að baki. Böndin berast þegár að aðskilnað- arhreyfíngu Baska en frá tals- mönnum hennar haföi ekkert heyrst í morgun. Baskar hafa und- aníarið staðiö fyrir tilræðum á Spáni. Nú í morgun var búið að tilkynna um fjórar aðrar sprengingar í Galicíu á Norðvestur-Spáni. Yfirvöld í héraðinu segja aö lítt þekkt aðskilnaðarhreyflng Galiciu- manna hafi lýst þeim sprengingum á hendur sér en hreyfingin neitar að hafa sprengt upp diskótekið. Fólk þetta kaiiar sig skæruliðana' tii frelsunar Galicíu. Hreyfmg aöskilnaðarsinna í Galicíu kom fyrst fram á sjónar- sviðið árið 1987 þegar hún hóf sprengjuherferð gegn bönkum í héraðinu. Þáber hreyfingin ábyrgð á dauða manns úr þjóðvarðliði Spánur árið 1987 og særði þá ann- an. Fyrir utan þessi tilræði hefur lítið til hreyfingarinnar heyrst. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.