Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Síða 9
FIMMTUÖAGÚR 11. 'ÓKTÓBÉR:Í99Ó. 9 Utlönd Sovétmenn grunaðir um að koma fyrir „moldvörpum“ í sameinuðu Þýskalandi: KGB reyndi að endurráða gamla njósnara frá Stasi - njósnarinn Klaus Kuron gaf sig fram í Þýskalandi eftir tilboð frá KGB Einn þeirra, sem grunaður er um aö hafa njósnað í Vestur-Þýska- landi fyrir Austur-Þjóðverja, segist hafa fengið tilboð frá KGB um að halda áfram njósnum sínum í sam- einuðu Þýskalandi. Hann neitaði og gaf sig fram við þýsk yfirvöld. Þetta er haft eftir einum af sak- sóknurunum í njósnamálunum sem valdið hafa miklu uppnámi í Þýskalandi síðustu daga. Alexander von Stahl saksóknari sagði að maðurinn hefði unnið fyr- ir austur-þýsku leyniþjónustuna Stasi í átta ár en neitaði að halda verkum sínum áfram fyrir Sovét- menn eftir að þýsku ríkin samein- uðust í síðustu viku. „KGB fór þess á leit við manninn að hann ynni eftirleiðis fyrir þá. Þetta vildi hann ekki og gaf sig fram við yfirmenn gagnnjósna- deildarinnar hjá okkur þar sem hann vann,“ sagði von Stahl í við- tali í gær. Maður þessi er 54 ára gamall og hefur opinberlega verið kallaður Klaus K. í Þýskalandi hafafjölmiðl- ar þó fullyrt að maðurinn heiti fullu nafni Klaus Kuron. Hann hef- ur verið handtekinn ásamt átta öðrum austur-þýskum njósnurum sem allir unnu fyrir Stasi hjá gagnnjósnadeildinni í Vestur- Þýskalandi. Formlegar ákærur hafa ekki ver- ið gefnar út á hendur þeim en hjá emhætti saksóknara er fullyrt að í öllum tilvikunum sé um að ræða „alvarleg dæmi um landráð". Fullyrðingar um að KGB hafi reynt að fá Klaus Kuron á sitt vald eru sérlega vandræðalegar fyrir Sovétmenn á sama tíma og þeir reyna allt til að bæta sambúðina við Þýskaland. Njósnamálin eru einhver þau alvarlegustu í Þýska- landi í flölda ára og yfirvöld hafa sagt að því fari fjarri að öll kurl séu komin til grafar. Von er á Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna, til Þýskalands í næsta mánuði. Erindi hans er að undir- rita samvinnusáttmála við Þjóð- verja. Allt er nú óvíst um framhald þess máls, enda er búist við að Helmut Kohl kanslari sitji næstu vikur undir þungum ásökunum um andvaraleysi gagnvart njósn- um Austur-Þjóðverja. Um síðustu helgi skoraði einn af náunstu samstarfsmönnum Kohls á Gorbatsjov að hætta öllum til- raunum til að ráða gamla njósnara, sem áður unnu fyrir Stasi, í vinnu fyrir Sovétmenn. Þessu var ekki veitt sérstök athygli þá en nú er alvara málsins orðin ljós og upp- ljóstranir nú gætu haft mjög slæm áhrifásambúðríkjanna. Reutér KGB ætlaði að myrða ír- anskeisara Eftir því sem gamall KGB- njósnari segir þá varð klaufa- skapur eins félaga hans til þess að bjarga lífi íranskeisara árið 1962 þegar Nikita Krutsjov, leið- togi Sovétríkjanna, halði ákveðið að ryöja keisaranum úr vegi. Þetta kemur fi’am í bók eftir Vladimir Kuzichin, sem á unga- aldri fór í leiðangur til írans þeirra erinda að stytta keisaran- um aldur. Hann var þá i þjónustu KGB en hefur nú flúið til Vestur- landa og skrifað bók um veru sína í herbúðum leyniþjónustu Sovét- ríkjana. Það var keisaranum til bjargar að fyrir klaufaskap tókst ekki að sprengia fjarstýrða bílasprengju. Þeir KGB-menn höfðu fyllt Fóiksvagen „bjöllu“ af sprengi- efni og lagt henni þar sem von var á að keisarinn færi um á leið til þings. Kuzichin segir að Krutsjov hafi viljað láta myrða keisarann af ótta við að hann leyfði Banda- ríkjamönniun að fara um íran til árásar á Sovétrikin. Reuter Þjófagengi pólsku leyni- þjónustunnar Leiðtogar Samstöðu í Póllandi saka Jaruzelski, forseta landsins, um aö hylma yfir með þjófagengi sem pólska leyniþjónustan á að hafa gert út til skarígripaþjófh- aða á Vesturlöndum. Sagt er að þjófagengið haft starfað á árunum 1968-71 og stol- ið miklu af gulli og verðmætum skartgrípum. Menn Samstöðu segja aö ákvöröunin um að gera þjófana út til Qáröflunar hafl ver- iðtekináæðstustöðum. Reuter Þýska njósnahneykslið verður stöðugt umfangsmeira: Lögreglan hef ur náð tíu Stasi-mönnum á sitt vald - Kohl að lenda 1 sömu stöðu og Brant fyrir 16 árum Á síðustu tíu dögum hefur lögreglan í Þýskalandi handtekið tiu njósnara sem grunaðir eru um að hafa unnið fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna Stasi í Vestur-Þýskalandi allt fram undir það að ríkin voru sameinuð. Níu þessara manna voru mold- vörpur í vestur-þýsku gagnnjósna- deildinni og tíundi njósnarinn er kona sem vann við að taka saman minnispunkta frá leyniþjónustunni fyrir Helmut Kohl kanslara. Yfirvöld í Þýskalandi kalla hana Giselu G. en vilja ekki gefa upp fullt nafn hennar. „Þetta eru örugglega ekki síðustu handtökurnar og út þetta ár munum við einbeita okkur sérstaklega að rannsóknum á njósnum í landinu og öryggi ríkisins," segir Alexander von Stahl, einn saksóknara í njósnamál- unum. Njósnirnar virðast hafa beinst að fjölmörgum þáttum í þýsku þjóðhfi. Fyrir utan njósnir um Helmut Kohl sendu Stasi-mennirnir upplýsingar um hergagnaframleiðslu austur fyrir járntjald. Þeir vissu þar að auki allt sem vestur-þýska leyniþjónustan vissi um leyniþjónustur ríkja Aust- ur-Evrópu. Mál þetta þykir minna um margt á njósnahneykslið árið 1974 þegar Willy Brant, þáverandi kanslari, varð að hrökklast frá völdum. Þá varð Gunter Guillaume, einn af nán- ustu samstarfsmönnum kanslarans, uppvís að njósnum fyrir Austur- Þjóðverja. Brant dró sig í hlé frá stjórnmálum eftir hneykslið. Menn segja þó að njósnahneykslið nú sé öllu alvarlegra en hið fyrra. Helmut Kohl hefur ekkert látiö hafa eftir sér beinlínis um njósnirnar nú og segir aðeins að þeir sem gerst hafi sekir um glæpi verði sóttir til saka. Þá lét hann þau orð falla í gær að hann ætlaði sér ekki að láta „stalín- istastjórnina í Austur-Þýskalandi spilla fyrir í sameinuðu Þýskalandi nú þegar hún er dauð og grafin“. Yfirmaður rannsóknarinnar á skjalasafni Stasi í Berlín hefur látið hafa eftir sér að full ástæða sé til að rannsaka feril allra þeirra manna sem nú sitja á þingi Þýskalands vegna tengsla við Stasi. Kohl hefur vísað þessari hugmynd á bug og vill halda njósnahneykslinu nú utan við stjórnmál landins. Njósnaheykslið kemur mjög illa við marga Þjóðverja rétt þegar gleðivíman eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands er rétt að renna af mönnum. Það hefur að vísu legið í loftinu lengi að ýmislegt mis- jafnt kæmi upp á yfirborðiö þegar farið yrði að skoða feril Stasi niður í kjölinn. Það sem veldur mönnum mestum áhyggjum er hversu víðtækar njósn- irnar virðast hafa verið og þá sér- staklega að svo virðist sem mold- vörpur Stasi hafi grafiö um sig í stór- um stíl innan vestur-þýsku leyni- þjónustunnar. Þá er það áhyggjuefni margra að jafnvel æðsti valdamaður ríkisins, sjálfur kanslarinn, var ekki óhultur fyrir útsendurum Stasi. Svo virðist sem þessi athafnasama leyniþjón- usta hafi árum saman haft menn á sínum snærum við fótskör kanslar- ans. Reuter Willy Brant varð að hrökklast frá völdum árið 1974 eftir mikið njósna- hneyksli i Vestur-Þýskalandi. Nú kann Helmut Kohl kanslari að lenda i sömu sporum. Hér eru þeir við ræðuhöld vegna sameiningar Þýskalands. Símamynd Reuter Svartir rúskínnsskór, stærðir 31-38. Verð 3.980,- Kuldaskór, hvítír og bláir, stærðir 20-27. Verð 3.590,- Brúnír Ieðúrskór, stærðir 28-39. Verð frá 4.480,- Leðurkuldaskór, bláír m/grænu, stærðir 24-30. Verð 3.885,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.