Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1990. Afmæli Oktavía Jóhannesdóttir Amdal Oktavía Jóhannesdóttir Arndal, Gunnarsbraut 28, Reykjavík, er níu- tíuáraídag. Oktavía er fædd í Ketlavík og ólst þar upp. Hún fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og var í hússtjórnarnámi hjá frú Hallgrímsson í Rvík. Oktavía var verslunarmaöur í vefnaðar- vöruverslun Hansen á Laugavegin- um í Rvík áður en hún giftist. Fjölskylda Oktavía giftist 10. desember 1927 Kristínusi Arndal, f. 12. október 1897, d. 1. apríl 1973, forstjóra Vinnu- miðlunarskrifstofu Rvíkur. For- eldrar Kristínusar voru: Finnbogi Arndal, forstjóri i Hafnarfirði, og kona hans, Jónína Árnadóttir. Börn Oktavíu og Kristínusar voru: Guð- björg, f. 28. apríl 1930, fulltrúi hjá Pósti og síma, gift Jóhannesi Jóns- syni, d. 1990, vélstjóra í Rvík; Stefán, f. 24. ágúst 1931, stöðvarstjóri i Gufu- nesi, kvæntur Rósu Steingrímsdótt- ur skrifstofumanni, og Finnbogi, f. 9. nóvember 1932, frjótæknir á Hvanneyri, kvæntur Guönýju Hall- dórsdóttur rannsóknarmanni. Stjúpdætur Oktavíu eru: Elísabet, f. 26. desember 1917, fyrrv. starfs- maður Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, gift Ottó Jónassyni, fyrrv. brunaverði, og Katrín, f. 15. febrúar 1919, hjúkrunarfræðingur á ísafirði, ekkja eftir Júlíus Helgason rafvirkja. Bróðir Oktavíu var Stef- án, f. 1895, d. 1930, sjómaður í Kefla- vík, kvæntur Þórdísi Torfadóttur. Systir Oktavíu sammæðra var Jó- hanna, f. 17. desember 1889, d. 20. janúar 1949. Ætt Foreldrar Oktavíu voru Jóhannes Árnason, f. 19. janúar 1869, d. 25. ágúst 1951, verkamaður í Keflavík, og kona hans, Guðný Jóhannsdóttir, f. í apríl 1860, d. 23. desember 1950. Jóhannes var sonur Árna, b. á Vatnsnesi í Keflavík, Nikulássonar.' Guðný var dóttir Jóhanns, b. á Val- strýtu í Fljótshlíð, Jónssonar, b. á Heylæk í Fljótshlíð, Tómassonar, b. á Teigi í Fljótshlíð, Jónssonar, b. á Heylæk, Ólafssonar, b. og hrepp- stjóra á Heylæk, Arngrímssonar, prests á Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um, Péturssonar. Móðir Tómasar var Þorbjörg, systir Jóns, prests og skálds á Bægisá. Þorbjörg var dóttir Þorláks, sýslumanns í Teigi, Guð- mundssonar og konu hans, Guðrún- ar Tómasdóttur, b. í Krossdal, Jóns- sonar, eins Sellátrabræðra. Móðir Jóns Tómassonar var Guðbjörg Nikulásdóttir, b. á Rauðnefsstöðum, Eyvindssonar, duggusmiðs og klausturhaldara, Jónssonar. Móðir Jóhanns var Guðný Árnadóttir, skálds og sáttasemjara í Dufþekju í Hvolhreppi, Egilssonar, prests á Útskálum, Eldjárnssonar, prests á Stóru-Brekku, Jónssonar. Móðir Eldjárns var Snjólaug Þorsteins- dóttir, b. á Frostastöðum, Jónssonar og konu hans, Guðríðar Pétursdótt- ur, systur Hallgríms skálds. Móðir Guðnýjar Jóhannsdóttur var Guðrún Stefánsdóttir, prests í Valstrýtu, Hanssonar, bróður Ög- mundar á Hlemmiskeiði, langafa Þorsteins Ö. Stephensens leikara. Móðir Guðrúnar var Guðrún Helga- dóttir, b. í Heysholti á Landi, Er- lendssonar, b. á Hæringsstöðum í Gaul verj abæj arhreppi, Helgasonar, b. í Vindási, Erlendssonar, b. á Bakka í Melasveit, Þorlákssonar iönaðarmanns Gunnlaugssonar, prests í Saurbæ í Eyjafirði, Sigurðs- sonar. Oktavía Jóhannesdóttir Arndal. Oktavía tekur á móti gestum á laugardaginn 13. á Hótel Holti kl. 15-18. Ásta Þóra Valdimarsdóttir Ásta Þóra Valdimarsdóttir hús- móðir, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Ásta fæddist á Seyðisfirði og ólst upp þar og í Keflavík. Hún var próf- astsfrú á Kirkjubæjarklaustri á árunum 1938-63 og starfaði síðar á Flókadeild Kleppsspítalans í nokk- urár. Fjölskylda Ásta giftist 30.7.1938 Gísla Brynj- ólfssyni, prófasti á Kirkjubæjar- klaustri og deildarstjóra í land- búnaðarráðuneytinu, f. 23.10: 1909, d. 4.6. 1987, en hann var sonur Brynjólfs Gíslasonar, bónda í Skildinganesi, og Guðnýjar Jóns- dóttur húsfreyju. Börn Ástu og Gísla eru Brynjólf- ur Gíslason, f. 26.12.1938, prestur í Stafholti í Mýrasýslu, kvæntur Áslaugu Pálsdóttur og eiga þau þrjár dætur; Valdimar Gíslason, f. 18.10. 1940, smiður í Álftaveri, kvæntur Sigríði Tómasdóttur og eiga þau þrjú börn; Sverrir Gísla- son, f. 14.11.1949, rafvirki í Reykja- vík, en sambýliskona hans er Sigr- ún María Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn. Langafabörn Ástu eru nú fjögur talsins. Alsystir Ástu var Unnur Valdi- marsdóttir, f. 24.11. 1914, d. 25.2. 1918. Hálfsystkini Ástu, samfeðra: Oddný, húsmóðir í Keflavík, gift Jóni Arinbjarnarsyni og eiga þau tvær dætur, og Þorsteinn er bjó á Eyrarbakka en er nú látinn. Hálfsystkini Ástu, sammæðra: Hörður, búsettur í Reykjavík og á hann þrjú börn; Unnur, húsmóðir í Reykjavík, gift Þórði Kristjáns- syni og eiga þau fimm börn; Þuríð- ur, húsmóðir á Siglufirði, gift Bjarna Sigurðssyni og eiga þau fimm börn; Ágústa, húsmóöir í Hafnarfirði, gift Árna Guðmunds- syni og eiga þau tvö börn; Gunn- laugur, búsettur á Siglufirði, kvæntur Önnu Vignisdóttur og eiga þau þrjú börn; Lorelei, hús- móðir í Reykjavík, gift Sigþóri Lár- ussyni og eiga þau eitt barn, og Herdís, búsett í Kópavogi og á hún tvö börn. Jón Guðmundsson Jón Guðmundsson, fyrrv. bílstjóri, Þinghólsbraut 19, Kópavogi, er sjö- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón er fæddur á Siglufirði en ólst upp á Fossseli í Hrútafirði. Hann var í námi í Reykjaskóla í Hrúta- firði en að því loknu var hann að bústörfum heima á Fossseli. Jón fluttist suður til Reykjavíkur 1939 og vann ýmis störf fyrir breska her- inn. Hann tók meirapróf 1942 og var leigubílstjóri í tiu ár. Jón vann hjá Strætisvögnum Reykjavíkur í fimm ár og keyrði hjá Strætisvögnum Kópavogs í sextán ár. Hann vann hjá Áhaldahúsi Kópavogs í fjögur ár. Jón var varaformaður Starfs- mannafélags Kópavogs í mörg ár og lengi í samninganefnd félagsins. Fjölskylda Jón kvæntist 26. júlí 1943 Guðrúnu Karlsdóttur, f. 7. febrúar 1924. For- eldrar Guðrúnar eru: Karl Jónsson, bankaritari á Eskifirði, og kona hans, Jörgína Margrét Guðjóns- dóttir. Börn Jóns og Guðrúnar eru: Karl, f. 3. október 1943, útibússtjóri íslandsbanka í Breiðholti, börn hans eru: Guðrún Ásta, f. 22. nóv- ember 1963, dóttir hennar er Fanný Norðfiörð, f. 15. desember 1985, Karl Andrés, f. 25. júní 1966, og Pétur, f. 23. ágúst 1973; Stefán Rúnar, f. 20. september 1945, stýrimaður á Eski- firði, kvæntur Sjöfn Þorvarðardótt- ir, börn þeirra eru: Vignir, f. 18. mars 1966, og Anna Lilja, f. 3. febrú- ar 1976; Jörgína Elínbjörg, f. 25. sept- ember 1956, afgreiðslustjóri á Tálknafirði, gift Torfa E. Andrés- syni, sérleyfishafa, dætur þéirra eru: Eva Lind, f. 28. júlí 1977, og Ninja Dögg, f. 1. september 1983. Bræður Jóns samfeðra eru: Krist- mann rithöfundur, Kristinn, starfs- maður Bíóhússins á Siglufirði, og Jónas Thorvald, verkapiaður í Rvík. Systkini Jóns sammæðra eru: Bööv- ar Daníelsson, fyrrv. b. á Fossseli í Hrútafirði, og Oddný Daníelsdóttir, húsmóöiríRvík. Ætt Foreldrar Jóns voru: Guðmundur Jónsson, smiöur og skytta á Helgu- stöðum, og Elínbjörg, dóttir Jóns, b. á Fossseli í Hrútafirði, og konu hans, Guðlaugar Jónsdóttur. Guð- mundur var sonur Jóns, steinsmiðs í Rvík, Jörundssonar, b. á Mófells- stööum í Skorradal, ísleifssonar, b. á Grjóteyri í Andakíl, Jónssonar, b. í Hvammi í Kjós, ísleifssonar, b. í Hvammi, Ólafssonar, b. í Hvammi, Ólafssonar, b. í Hvammi Jónssonar, lögréttumanns í Hvammi, Hannes- sonar. Móðir Jóns ísleifssonar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, Árnasonar og Jón Guðmundsson. konu hans, Margrétar Daðadóttur, prests í Steinsholti, Halldórssonar. Móðir Guðmundar var Gunnhild- ur Sigurðardóttur, b. í Káranesi í Kjós, Bjarnasonar, b. á Káranesi, Sigmundssonar, b. í Káraneskoti, Eyjólfssonar. Móðir Gunnhildar var Margrét Sigurðardóttir, b. á Korp- úlfsstöðum, Gunnarssonar, b. á Korpúlfstöðum, Þorkelssonar, b. í Miðdal í Mosfellssveit, Gissurarson- ar. Foreldrar Ástu voru Valdimar Kristmundsson, f. 7.5.1888, d. 17.8. 1964, skipstjóri á Akureyri, og Guðný Jónsdóttir, f. 21.7. 1894, d. 11.1. 1977, húsmóðir. Guðný giftist Haraldi Gunnlaugssyni fiskmats- manni árið 1920 og bjuggu þau á Siglufirði og í Kópavogi. Valdimar var sonur Kristmund- ar, b. á Mosastöðum í Flóa, Jóns- sonar og Jóhönnu Brandsdóttur, b. á Markhóli á Rangárvöllum, Brandssonar, b. í Galtarholti, Guð- mundssonar, b. í Galtarholti, Er- lendssonar, b. á Sperðli í Landeyj- um, bróður Andrésar, langafa Björns Halldórssonar í Laufási, íoður Þórhalls biskups, föður Tryggva forsætisráðherra. Erlend- ur var sonur Sigurðar, b. á Flanka- stööum á Miðnesi, Gíslasonar, prests á Krossi í Landeyjum, Bárð- arsonar. Móðir Jóhönnu var Val- gerður Sigurðardóttir, b. á Brekk- um í Hvolhreppi, Magnússonar, b. Ásta Þóra Valdimarsdóttir. á Núpi, Sigurðssonar. Móðir Sig- urðar var Anna Jónsdóttir, b. í Bolholti á Rangárvöllum, Þórarins- sonar, ættíoður Bolholtsættarinn- ar. Ásta dvelur á Mallorca á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 11. október 85 ára 50 ára Jóna Jóhannesdóttir, Ytra-Laugalandi, Öngulsstaða- hreppi. Guðmundur Erlendsson, Hringbraut 78, Reykjavík. Margrét Lýðsdóttir, Meistaravöllum 5, Reykjavík. Hrafnhildur Vilhelmsdóttir, Silungakvísl 6, Reykjavík. Dröfn Jónsdóttir, Furuvöllum 15, Egilsstöðum. Bragi Eyj ólfsson, Kringlunni 87, Reykjavik. 40 ára 80 ára Óli M. Eyjólfsson, Fífuseli 35, Reykjavík. Guðni Sigurður Óskarsson, Bárugötu 37, Reykjavík. Hafsteinn Júh'usson, Maríubakka 10, Reykjavík. Eðvarð Viggó Vilbogason, Strandaseli 6, Reykjavik. Hilmar Óskarsson, Guðmundur Þorsteinsson, Syðri-Grund, Svínavatnshreppi. Herdís Guðmundsdóttir, Hóli, Norðurárdalshreppi. 70ára Jón Bjarnason, Bergstaðastræti 44, Reykjavík. Guðmundur Eliníusson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í Gaflin- um, Dalshrauni 13, Hafnarfirði, laugardaginn 13. þ.m. kl. 14.00-18.00. Lækjarhvammi 5, Laxárdalshreppi. Sigurjón Rúnar Vikarsson, Bragavöllum 6, Keflavík. Halldór Sigurðsson, Ugluhólum 2, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælis- daginn. Bjarndís S. Jóhannsdóttir, Njarðvíkurbraut 46C, Njarövík. 60 ára Halldór Kristófersson, Engihjalla 11, Kópavogi. Maria Konráðsdóttir, Hólabraut 23, Höföahreppi. Bjarni Kristmundsson, Ytri-Melrakkadal, Þorkelshóls- hreppi. Svana I. Þórðardóttir, Seilugranda 8, Reykjavík. Gunnar Guðmundsson, Lækjarhvammi 19, Hafiiarfirði. Brynja Fríða Garðarsdóttir, Heiðvangi20, Hellu. Ólafur Grétar Egilsson, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Hannes Einarsson, Norðurási 6, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.