Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Side 2
Fréttir
cta«ciCTBCizæaras^æ.d3i3Bfi=x:E't=:
Sýknað í ríkisvlxlamálinu:
Málið allsherjardella
frá upphaf i til enda
segir Öm Clausen sem var verjandi ákærðu hjónanna
„Allur þessi málatilbúnaöur var
aUsheijar della frá upphafi til enda.
Fyrsta vitleysan var hjá lögfræði-
deild íslandsbanka. Þeir kærðu sjö
dögum eftir að þetta gerðist. Það var
engin auðgunartilgangur, enginn
varð fyrir tjóni en þeir ákveða að
kæra eftir á. Þetta var óhapp og það
var búið að vinda ofan af þessu. Samt
láta þeir sig hafa það að kæra til
Rannsóknarlögreglu ríkisins sjö dög-
um síðar. Tékkinn var aldrei stimpl-
aður innstæðulaus og reikningurinn
ekki heldur. Þrátt fyrir að þetta lægi
fyrir var ákært, það er ein vitleysan
enn,“ sagði Öm Clausen hæstarétt-
arlögmaður en hann var veijandi
hjóna sem voru ákærð fyrir að kaupa
ríkisvíxla fyrir rúmar 32 milljónir
og greiða fyrir meö ávísun sem að-
eins var 600 króna innstæða fyrir.
Hónin voru sýknuð í Sakadómi
Reykjavíkur í gær.
Upphaf málsins var að maður fór
í Seðlabankann og keypti þar ríkis-
víxla fyrir 32.076.625 krónur. Hann
var með ávísun af reikningi eigin-
konu sinnar. Aðeins voru 600 krónur
á tékkareikningnum sem var við
gamla Útvegsbankann.
Við yfirheyrslur í Sakadómi
Reykjavíkur kom fram að hringt
hafði veriö í eiginkonu mannsins og
þau beðin um, af manni á Norður-
landi, að annast kaup á ríkisvíxlum
gegn 100 þúsund króna þóknun.
Hjónin hafa bæði neitaö að segja
hver maðurinn er sem bað þau um
að kaupa víxlana. Norðlendingnum
og konunni talaðist svo til að lagt
yrði inn á reikninginn sama dag og
kaupin yrðu gerð.
Eiginmaður konunnar fór í Seðla-
bankann skömmu fyrir lokun mánu-
daginn 3. júh 1989. Þar afhenti hann
ávísunina sem kona hans hafði und-
irritað. Athugasemdalaust segist
maðurinn hafa fengið ríkisvíxlana
afhenta. Hann fór við svo búið heim
til sín. Þegar heim var komið fékk
maðurinn skilaboð frá Norðlend-
ingnum um að ekkert gæti orðið af
kaupunum og því yrði ekki lagt inn
á reikninginn. Það var of seint þar
sem maðurinn var með víxlana.
Að kvöldi sama dags tókst hjónun-
um aö ná sambandi við gjaddkera
Seðlabankans og skýra honum frá
hvernig málum var komið. Sá sagði
að ekkert yrði hægt að gera fyrr en
að morgni næsta dags.
Um morguninn mætti maðurinn
með víxlana í Seðlabankann. Meðan
starfsmenn bankans unnu úr málinu
fór maðurinn í Útvegsbankann óg
setti sig í samband við yfirmann í
ávísanadeild. Þar skýrði hann frá
hvernig í öllu lá. Þegar maöurinn
kom aftur í Seðlabankann var ákveð-
ið að hann afhenti ríkisvíxlana, sem
hann og geröi. í stað víxlanna fékk
hann í hendur ávísun frá Seðlabank-
anum upp á sömu fjárhæð, eða
32.076.625 krónur. Maðurinn fór með
ávísunina í Útvegsbankann og lagði
inn á ávísanareikning konu sinnar.
Eftir að það var gert var gamla
ávísunin bókfærð. Hún var því aldrei
bókfærö sem innstæðulaus. Lög-
fræöideild íslandsbanka kæröi hjón-
in til rannsóknarlögreglu ríkisins.
Guðjón St. Marteinsson sakadóm-
ari kvað upp dóminn.
-sme
Þeir voru hressir með regnbogasilunginn sinn, strákarnir við Grafarhoitslækinn í gærkveldi. En síðustu daga
hefur töluvert veiðst af fiski þarna og ennþá fleiri sést í sjónum. Þetta er regnbogasilungur sem slapp úr Faxalaxi
og eru flestir fiskarnir kringum þrjú pundin. Þegar mest var í gærkveldi voru á milli 30 og 40 veiðimenn.
DV-mynd G.Bender
GATT tillögur landbúnaðarráöherra:
Allur innflutningur
er skotinn í kaf
- niðurgreiðslurbeinttilbænda
Eins og komið hefur fram í DV
hefur utanríkisráðherra ekki fengist
til að leggja fyrir GATT tillögur land-
búnaðarráðherra um breytingu á
markaði meö landbúnaðarvörur.
í tiUögum landbúnaöarráðherra
kennir margra grasa en ljóst er að
þar er fátt róttækt á ferðinni. Þar er
lagt til að útflutningsbætur lækki um
35 til 45% til 1996 og er þá miðað við
árið 1988. Þegar fram kominn sam-
dráttur mundi þá vega þarna þungt.
Þá er gert ráð fyrir að heildar-
stuðningur við landbúnað lækki um
15 til 20% á sama tímabiii. Það getur
varla tahst rausnarlegt tilboð þegar
til dæmis Evrópubandalagið sér sig
nánast knúiö til að bjóða aö minnsta
kosti 30%.
í tillögum landbúnaðarráðherra
felast einnig hugmyndir um að niö-
urgreiðslum verði breytt yfir í beinar
greiðslur til bænda. Sömuleiðis er
lagt til að lækka virðisaukaskatt á
matvæh og auka framieiðni innan
landbúnaðarins.
Með þessum tillögum fylgja drög
landbúnaðarráðuneytisins að grein-
argerð. Þar má finna flest þau rök
sem ráöuneytið hefur hingað til not-
að til að koma í veg fyrir innflutn-
ing. Er til dæmis rætt um að örygg-
is- og sjálfsþurftarsjónarmið séu
mjög mikilvæg hér á landi vegna
þess að ísland sé eyja í úthafinu og
því landfræðilega einangrað land.
Einnig er því haldið fram að mikil-
vægt sé að hafa „tryggt“ framboð af
innlendri ferskri vöru. Er þá rætt um
vöru sem ekki hefur verið með-
höndluö með aukið geymsluþol fyrir
augum vegna þess að eftirlit með
„gæðum og heilbrigði" innfluttrar
vöru sé dýrt í framkvæmd.
Þá er rakið í tillögunum að vegna
„fjarlægðar og einangrunar lands-
ins“ sé ekki hægt að sætta sig viö
innflutning á mjólkurvörum neins
konar og eru þar á meðal taldir ostar
sem oft hafa verið nefndir sem byrj-
unarmöguieiki í innflutningi.
-SMJ
Útflutmngsbætur áætlaöar 2.078 milljómr 1991:
50% hækkun frá
síðasta fjárlaga-
frumvarpi
- 160miUjómríútflutmngmjólkurafurða
Framlag til uppbóta á útfluttar
landbúnaðarafurðir hækkar um 50%
á milli fjárlagafrumvarpa. í frum-
varpinu fyrir árið 1990 var ráðgert
að verja fll þess 1381 mflljón króna
en í Qárlagafrumvarpi 1991 er gert
ráö fyrir 2078 miUjónum.
Tii útflutnings á kindakjöti á að
veija 880 milljónum króna en í ár var
ætlunin að verja tíl hans 418 mflljón-
um.
Til útflutnings á mjólkurafurðum
á að verja 160 milljónum miðað við
120 milijónir í ár. Þessi upphæð er
athyghsverð, sérstaklega í Ijósi yfir-
lýsinga um að hætta sé á skorti á
mjólkurvörum þó aö það sé fyrst og
fremst árstíðabundið.
Þá veröa greiðslur fyrir ónotaðan
fuUvirðisrétt 70 mUljónir en greiðsl-
ur fyrir leigu á fuUvirðisrétti 40 mUlj-
ónir.
Þá eru inni á þessu 277 miUjónir
tU greiðslu á afborgun af láni sem
Framleiðnisjóður tók 1988. í ár voru
ætlaðar 140 miUjónir til þess.
Þá er framlag tU Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins áætlað 651 miUjón
en í ár voru ætlaðar 614 mUljónir tíl
þess. Þessi upphæð er talin með tíl
útflutningsbóta.
Þessi hækkun er langt umfram
verðbótahækkanir en útiit er fyrir
að hækkun framfærslukostnaðar
verði 7% á árinu.
Skýringar á þessari núklu hækkun
eru nokkrar. Ber þar fyrst til að taka
að á þessu ári var að beiðni útflytj-
enda heimilaöur útflutningur á 550
tonnum af kindakjötí umfram for-
sendur flárlaga. Varð það þá að sam-
komulagi að greiðsla uppbóta úr rík-
issjóöi kæmi á næsta ári. Einnig er
þarna gert ráð fyrir kostnaðinum
vegna sendingar á kjöti til Rúmeníu.
Þrátt fyrir fuUyrðingar um að ekki
sé ætlunin aö auka það magn sem
flutt er út hlýtur þessi aukning að
vera athygUsverð í ijósi GATT við-
ræðnanna sem nú standa yfir. Þeim
var beinlínis stefnt gegn útflutnings-
bótum. -SMJ
Mikið fjölmenni var við minningarathöfn um Val Arnþórsson, bankastjóra
Landsbanka íslands og fyrrverandi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga,
sem fram fór í Akureyrarkirkju i gær. Sr. Birgir Snæbjörnsson, prófastur á
Akureyri, annaðist athöfnina. Útför Vals Arnþórssonar verður gerð frá
Dómkirkjunni f Reykjavík i dag. DV-mynd gk