Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990.
Fréttir
Lífeyrisfrumvarp-
ið líklega svæft
Mikiö verður örugglega deilt um
frumvarpið um lífeyri, sem er að
koma frá heilbrigðisráðherra, eftir
að drög hggja fyrir frá nefnd. Þar er
sem kunngt er gert ráð fyrir, að elh-
lífeyrir og annar lífeyrir verði tekju-
tengdur, lífeyririnn skerðist við tekj-
ur umfram 62.500 krónur hjá ein-
staklingi og fahi niður við tekjur
umfram 99.770 krónur á mánuði. (Sjá
meðfylgjandi mynd.) Upphæð, sem
veitt er tU elliUfeyrisþega í heUd,
skerðist mikið, en upphæð til ör-
orkulífeyrisþega hækkar. Þetta
frumvarp mun skipta miklu, en hvað
verður um það? Ætlun ráðherra mun
vera aö koma þessu frumvarpi gegn
um þing fyrir áramótin, svo að það
taki þá gUdi. En DV kannaði í gær,
hvernig horfurnar væru. í ljós kom,
að þingmenn telja líklegt, að frum-
varpið verði svæft.
Margir efast um, að stefnan í frum-
varpinu sé rétt og gera eigi þessa
kerfisbreytingu. Meðal þeirra, sem
mótmælt hafa frumvarpinu, eru full-
trúar Alþýðusambandsins og Vinnu-
veitendasambandsins í þeirri nefnd,
sem frumvarpsdrögin komu frá. í
mótmælunum kemur auðvitað fram,
að gamla fóUcið eigi réttinn á sínum
lífeyri, af því að það hafi greitt tíl
hins opinbera með það fyrir augum
að fá lífeyrinn. En fleira kemur til.
Ætlunin er að endurskoða lífeyris-
sjóðakerfið og munu margir, ef ekki
flestir, vUja, aö kérfisbreyting heU-
brigðisráðherra bíði endurskoðunar
lífeyrissjóðakerfisins. Frumvarp
ráðherra, Guðmundar Bjarnasonar,
mundi beinlínis koUvarpa lífeyris-
sjóðum, verði það að lögum. Enn
Sjónarhomið
Haukur Helgason
fleira kemur til, sem bendir til þess,
að ekki fáist allir stjórnarþingmenn
til að samþykkja frumvarp Guð-
mundar í einu vetfangi.
Skerðing við 100 þúsund?
Mönnum mun yfirleitt þykja, að
nú eigi að skerða Ufeyri við tekju-
mörk, sem engan veginn geti talizt
há. Hvérjum finnst sem 62.500 króna
mánaðartekjur hjá einstaklingi séu
himinhá upphæð? Miðað við kostnað
þjóðfélagsins nú virðist engan veg-
inn rétt að fara að skerða lífeyri viö
þau mörk, eftir að fólk hefur þar að
auki unnið sér rétt til fulls lífeyris,
eins og menn hljóta að viðurkenna,
að rétt sé. Því er líklegt við meðferð
málsins, að margir muni vilja hækka
slík tekjumörk - að minnsta kosti.
Hvað um mörk við 100 þúsund krón-
ur á mánuði fyrir 'einstakling? En
slíkar breytingartiUögur eru Uklegar
«
til að valda, að frumvarpið sofni.
Frekar ólíklegt veröur að telja, að
frumvarpið komist í gegn fyrir ára-
mótin. Þá valda slíkar tafir vafa-
laust, að eins gott yrði að sleppa
þessu frumvarpi. Við fáum kannski
nýja stjóm eftir kosningar, og Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur aðra skoðun
en núverandi heUbrigðisráðherra.
Kerfisbreyting frumvarpsins er
slæm að mati þess, sem þetta skrifar.
En til eru vissulega þeir, sem telja
þess konar kerfisbreytingu af hinu
góða.
Slíkir menn, meðal annars meiri-
hluti nefndarinnar, sem samdi frum-
varpsdrögin, benda auðvitað á,
hversu mjög greiðslur úr trygging-
unum eru nú þegar tekjutengdar.
MikUl hluti greiðslna kemur nú þeg-
ar til fólks sem tekjutrygging, heimil-
isupþbót og fleira. Sem sé fjárhæðir,
sem eru bundnar viö, hve miklar
tekjur fólk hefur yfirleitt á mánuði.
Þvi segja þessir menn, að engin
grundvallarbreyting yrði að tekju-
tengja lífeyrinn frekar.
Þá telja þessir menn kosti við frum-
varpið vera mjög marga, til dæmis
aukinn styrkur til öryrkja, sem rétt
er, og svonefndar umönnunarbætur
og fleira slíkt. Menn ganga jafnvel
svo langt að kalla frumvarpið tíma-
mótafrumvarp fyrir shkar sakir.
Máhð er umdeilt, en ekki skal
gráta, þótt frumvarpið sofni.
Á efra grafinu sést, hvernig tenging ellilífeyris og tekna einstaklings
verður, nái frumvarpið fram að ganga. Ellilífeyrir verður þá greiddur
óskertur til lífeyrisþega með allt að 62.500 króna mánaðartekjur, en elli-
lífeyririnn skerðist sem nemur 30 prósentum af tekjum umfram þá fjár-
hæð. Við tekjur umfram 99.770 krónur á mánuði fellur ellilífeyrir niður.
Tekjutrygging fellur svo niður við 66.230 krónur á mánuði. - Á neðra
grafinu sést samband lífeyrisgreiðslna og tekna hjóna, sem bæði eru
Ijfeyrisþegar. Myndin tekurtil lífeyris hvors hjóna og helmings sameigin-
legra tekna. Ellilífeyrir er þá greiddur óskertur til gifts einstaklings með
allt að 46.875 króna mánaðartekjur, en lífeyririnn skerðist um 30 pró-
sent við tekjur umfram þau mörk og fellur alveg niður við mánaðartekj-
ur umfram 84.145 krónur. Tekjutrygging greiðist giftum einstaklingi
með tekjur allt að 62.530 krónur á mánuði.
Ellilífeyrir og tekjutrygging einstaklinga
25
0 20 40 60 80 94
Tekjur á mánuði í þúsundum króna
20 40 60 80 100
Tekjur á mánuði í þúsundum króna
Ellilífeyrir og tekjutrygging hjóna
Stöðugt verð á erlendum fiskmörkuðum:
Verðið best á enska markaðnum
Gámasölur í Englandi 8. til 12. október 1990:
Sundurllðun eftirtegundum Selt magn kg Verðíerl.mynt Meðalverðpr. kg. Söluverð isl. kr. Kr. pr. kg
Þorskur 326.657,50 517.265,40 1,58 56.257.099,94 172,22
Ýsa 318 080,00 445.210,30 1,40 48.362.988,08 152,05
Ufsi . 39.815,00 26.022,60 0,65 2.827.317,03 71,01
Karfi 24.371,25 16.339,80 0,67 1.778.717,12 72,98
Koli 435.808,00 436.796,10 1,00 47.536.319,35 109,08
Grálúða 13.680,00 19.619,60 1,43 2.140.410,29 156,46
Blandað 155.193,75 193.814,50 L26 21.078.069,38 135,82
Samtals 1.313.605.50 1.655.068,30 1,26 179.980.921,19 137,01
Bv. Hegranes seldi í Bremerhaven íÞýskalandi 17.101990:
Sundurliðun eftirtegundum Seltmagnkg Verðíerl.mynt Meðalverð pr. kg Söluverð ísl. kr. Kr. pr. kg
Þorskur 2.670,00 8.930,00 3,34 322.905,23 120,94
Ýsa 130.00 700,00 5,38 25.311,72 194,71
Ufsi 4.983,00 12.712,80 2,55 459.689,76 92,25
Karfi 114.871,00 313.388,08 2,73 11.331.987,62 98,65
Grálúða 9.050,00 34.938,00 3,86 1.263.344,10 139,60
Blandað 15.764,00 19.332,82 1,23 699.067,04 44,35
Samtals 147.468,00 390.001,70 2,64 14.102.305,47 95,63
Vegna minnkandi afla í Norð-
ursjó og víðar hefur verð haldist
stöðugt og virðist ekkert lát á því.
Enski markaöurinn hefur tekið við
mestu magni og þar hefur verðið
verið best að jafnaði. Þýski mark-
aðurinn er einnig mikilsverður og
góður. Það er athygli vert að mest
af þeim fiski, sem seldur er á mörk-
uðum Þýskaiands, er selt með haus
og hala eins og sagt er. Franski
markaðurinn hefur ekki verið eins
árangursríkur hvað botnfiskinn
varðar, en ágætt verö hefur fengist
fyrir laxinn þar. Mikil eftirspurn
er þar eftir alls konar fiski og er
það vegna þess, eins og kom fram
hér að framan, að fiskigengd hefur
minnkað stórlega. Úthafsveiðamar
hafa einnig minnkað mikið og er
það vegna þess að flest lönd hafa
fært út fiskveiðilögsögu sína í 200
mílur eins og við.
Að undanförnu hefur verið mok-
veiði af rækju í ísaijarðardjúpi.
Því miður hefur verð á rækju
verið miklu lægra en oft áður og
lækkun dollarans gerir það að
verkum að markaður þar er ekki
mjög áhugaverður. Verð á rækju á
Bandaríkjamarkaði hefur verið að
hækka, en fall dollarans er um 10%
frá þvi hann stóð sem hæst, svo
verðið verður að hækka vel ef sala
þangað á að verða áhugaverö.
Á sumum rækjuveiðisvæðum á
Bandaríkjamiðum hefur veiðin
brugðist, svo að allt hefur áhrif á
markaðinn.
í Bretlandi er ágætt verð á flest-
um tegundum fisks og virðist eftir-
spum ekki minnka þar. Nú þegar
hausta tekur berst minna'af fiski á
breska ferskfiskmarkaðinn og
verkar þá saman minni kvóti og
minna fiskirí. Gott útht er því með
verð á haustmánuðum þar.
England
Bv. Haukafell seldi í Hull 10.10.
1990 alls 560 lestir fyrir rúmar 8,4
millj. kr. Meðalverð 145,36 kr. kg.
Bv. Eldeyjar-Hjalti seldi sama dag
í Grimsby alls rúmar 48 lestir fyrir
7,7 millj. kr. Meðalverð 159 kr. kg.
Þýskaland
Bv. Ögri seldi í Bremerhaven 15.-
16.10. 1990 alls 237,8 lestir fyrir 23
millj. kr. Meöalverð 99,61 kr. kg.
Bv. Happasæll seldi sömu daga alls
tæp 84 tonn fyrir 7,9 millj. kr. Með-
alverð 94,71 kr. kg.
Fiskmarkaöur
Ingólfur Stefánsson
Filippseyjar:
Ofveiöi á öllum fiskistofnum
Fólksfjöldi, fátækt og samkeppni
við erlenda veiðimenn hefur leitt
til þéss að fiskimenn nota ólögleg
veiðarfæri sem talin eru valda því
hvað fiskistofnarnir eiga í vök að
veijast.
Reynt hefur verið að fá fiski-
mennina til að nota aðrar veiðiað-
ferðir, sem ekki eru eins skaðlegar
stofninum, en gengið illa að breyta
tilmeð veiðarnar. Forseti eyjanna,
Corazon Aquino, hefur sett á stofn
nefnd til að fá fiskimennina til að
hætta veiðum með cianid, sprengj-
um, trolli og muro-ami, sem er
gömul, japönsk veiðiaðferð sem er
í stórum dráttum þannig að böm
era send út á kóralrifin með járn-
klumpa og þau lemja þeim niður í
holumar í kóralinum og reka
þannig fiskinn upp að netum fiski-
manna. Með þessum veiðiaðferð-
um telja menn að fiskistofnarnir
veiðist mjög. Lifandi fiskur er send-
ur í miklum mæh til Hong Kong,
Taiwan, Singapore og Japan. Þessi
verslun fer að mestu framhjá eðU-
legum viðskiptaháttum, samkv.
upplýsingum fiskveiðistofnana eyj-
anna.
Rætt hefur verið um að fiskur
veiddur með cianid geti verið eitr-
aður.
Japan
Búist er við að á markaðinn í
Tsukiki komi 3000 tonn af fiski dag-
lega í framtíðinni og svo mun verða
allt til jóla. Chile-laxinn hefur tekið
forystu með vinsældir á markaðn-
um og er það aðaUega vegna þess
hversu faUega rauður fiskurinn er,
ennfremur er hann tahnn vel
ferskur og í glæsUegum umbúðum.
Norski laxinn verður að keppa við
þennan góða fisk um fyrsta sætið
en norski laxinn hefur verið sá
besti á markaðnum. Svo virðist
sem nú séu gerðar miklu harðari
kröfur um gæði fisksins en áður
og á það skal bent að ferskleiki
hefur geysimikið að segja. TaUð er
að þessi ágæti lax frá ChUe geti
gert frosna laxinum erfitt fyrir á
Japansmarkaðnum.
Boulogne-sur-Mer
Eins og áður er verðið gott á aUs
konar fiski og merkUegt hvað keUa,
langa og fleiri tegundir, sem varla
seljast á innlendum markaði, eru í
háu verði í Frakklandi. Eins og
áður hefur komið fram hér í þess-
um þáttum er talsvert dýrara að
senda fisk tU Frakklands en Eng-
lands. Að undanfömu hefur verð á
eftirtöldum tegundum verið sem
hér segir: mUliufsi 130 kr. kg, langa
120 kr. kg, keUa 115 kr. kg og stein-
bítur 165 kr. kg að meðaltaU.