Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Side 9
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990. Ihaldsflokkurinn tapar í aukakosningum í einu höfuðvígi sínu: Ósigurinn áfall fyrir Thatcher - Frjálslyndir sigruðu en Verkamannaflokkurinn galt afhroð íhaldsflökkur Margrétar Thatcher tapaöi í mikilvægum aukakosning- um í kjördæminu Eastbourne í gær. íhaldsmenn hafa til þessa haft undir- tökin í kjördæminu en nú kenna þeir versnandi efnahag um hvemig fór. Þaö var David Bellotti, frambjóð- andi Fijálslynda flokksins, sem fór með sigur af hólmi. Þegar talningu lauk reyndist atkvæðamunurinn mikill og íhaldsmenn áttu aldrei möguleika á að halda þingsætinu. Þetta þykir ekki síður merkiiegt vegna þess að síðasti þingmaður íhaldsmanna í Eastboume var Ian Gow, einn nánasti samverkamaður Thatchers. Hann lét lífiö í sprengju- tilræði írska lýðveldishersins í sum- ar. Vegna þessara aðstæðna var búist við að kjósendur myndu ekki refsa íhaldsmönnum fyrir laka efnahags- sljórn. í kosningabaráttunni hömmðu íhaldsmenn á því að stuðningur við aðra en frambjóðanda þeirra væri viðurkenning á ofbeldisverkum IRA. Mörgum þótti þetta óheiðarlegur áróður en þegar til kom reyndist hann ekki duga til að koma fram- bjóðanda íhaldsmanna á þing. Hinn nýkjörni þingmaður Fijáls- lynda flokksins sagði að sigurinn markaði upphaíið aö endalokunum á ferli Margrétar Thatchers. Það vakti líka athygh að frambjóðandi Verka- mannaflokksins fékk hraklega útreið og aðeins rúmlega tvö þúsund at- kvæði í kjördæmi þar sem um 50 þúsund manns eru á kjörskrá. Úrshtin í Eastbourne þykja eitt- hvert versta áfall sem Thatcher hef- ur orðið fyrir á ferli sínum. Hún náði að beina athyglinni frá vaxandi verðbólgu og hækkandi vöxtum þeg- ar flokksþing íhaldsmanna var hald- ið og gerði hún mikið úr því að hagur Breta færi mjög batnandi. Kíósendur í Eastbourne virðast ekki hafa tekið orð hennar trúanleg og nú er eins víst að hún hugsi sig tvisvar um áður en hún ákveður að leggja út í næstu aðalkosningar. Orðrómur hefur verið uppi um að hún hyggist efna til kosninga á næsta ári þegar eitt ár verður eftir af kjör- tímabihnu. Eftir kosningamar í Eastboume er sá möguleiki útilokað- ur af flestum nema vinsældir stjórn- arinnar fari vaxandi á ný. Reuter Margrét Thatcher verður að bita i það súra epli að tapa í einu sterkasta vígi sínu. Talið er að hún hætti nú við að flýta aðalkosningum. Símamynd Reuter Honecker vissi allt um hryðjuverk Líbýumanna Erich Honecker, fyrrum flokks- formaður og leiðtogi í Austur-Þýska- landi, vissi með nokkurra mánaða fyrirvara um sprengjutilræði Líbýu- manna á diskóteki í Vestur-Berlín vorið 1986. Þá létu þrír bandarískir hermenn lífið í einu umtalaðasta hryðjuverki síðari ára. Um 200 menn særðust. Bandaríkjamenn brugðust þá við með loftárásum á Líbýu. Upplýsingamar um vitneskju Honeckers koma fram í skjölum sem fundist hafa í höfuðstöðvum austur- þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Þar kemur fram að bæði hann og Erich Mielke, yfirmaður Stasi, voru á móti því að diskótekið yrði sprengt og reyndu að koma í veg fyrir það. Jafn- framt kemur fram að þeir ákváðu að vara Bandaríkjamenn ekki við til- ræðinu. Tilræðið var skipulagt í líbýska sendiráðinu í Austur-Þýskalandi. Þegar haustið 1985 vissi Honecker um fyrirætlanir Líbýumannanna. Sendiherra Líbýu var þó ekki kallað- ur fyrir í utanríkisráðuneytinu fyrr en eftir að spregjan var sprungin og þá var honum sagt að framferði manna hans gæti skaöað hagsmuni Austur-Þýskalands á alþjóðavett- vangi. Reuter Um leið og flett er ofan af verkum Erich Honeckers i Austur-þýskalandi er verið að hreinsa til í herbúðum hans. Meðal þess sem fer á haugana er mikið af ónotuðum myndum af leiðtoganum. Símamynd Reuter 9 Utlönd Guillermo Endara, forseti Panama. Simamynd Reuter Samsæri gegn Endara: Uppreisnarmanna leitað í Panama Lögreglan í Panama hefur nú hafið víðtæka leit í norðurhiuta landsins að aðilum sem grunaðir eru um að hafa ætlað að steypa stjórn Guill- ermo Endara forseta. Yfirvöld til- kynntu í gær að þau heföu komið upp um áætlunina og að fjórir lögreglu- foringjar hefðu verið handteknir. Samkvæmt yfirlýsingu, sem send var frá skrifstofu forsetans, átti upp- reisnin að hefjast í Chiriqui-héraði sem er í norðurhluta Panama. Hefur lögreglan undir höndum hsta með nöfnum þijátíu meintra samsæris- manna og er búist við að þeir náist fljótt. Yflrvöld sögðu að næstæðsti yfirmaður lögreglunnar í Chiriqui, Moreno, hefði játað á sig aðild að samsærinu. Hann er einnig sagður hafa viðurkennt að hafa skipað mönnum sínum að standa fyrir sprengjutilræðum gegn raforkuver- um. í yfirlýsingu yfirvalda sagði að Moreno hefði sagt fyrrum yfirmann lögreglu landsins, Eduardo Herrera, vera aðalmanninn á bak við áætlun- ina um valdarán. Herrera var vikið úr embætti í ágúst síðastliðnum. Meðal þeirra þrjátíu sem leitað er að eru nokkrir lögreglumenn sem voru hhðhollir Noriega hershöfð- ingja. Noriega var steypt við innrás Bandaríkjamanna í Panama í des- ember í fyrra. Stjórn Endara hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið vegna versn- andi efnahags og aukinna glæpa. Bandarískum hermönnum í Pan- ama var ekki skipað í viöbragðsstöðu vegna valdaránstilraunarinnar. Reuter Tékkóslóvakía: Tugir létust í námuslysi Að minnsta kosti tuttugu og einn námuverkamaður beiö bana í gær er sprenging varð í kolanámu í Tékkóslóvakíu skammt frá landa- mærum Póllands. Samkvæmt út- varpsfréttum frá Tékkóslóvakíu er óttast að þeir séu fleiri. í kjölfar sprengingarinnar, sem varð á 750 metra dýpi, kom upp eld- ur. Enn er ekki vitað um hvers vegna sprengingin varð. Greint var frá því að þetta væri eitt af verstu slysunum í Tékkóslóvakíu á undanfömum árum. Rannsóknarnefnd á vegum ríkisins er nú á leiöinni til slysstaðarins sem er nálægt iðnaðarsvæðinu Ostrava. Reuter Einstakt tækifæri Af sérstökum ástæöum verður mjög nýleg og fullkomin bilaþvottavélarsamstæöa seld á hálfvirði. Þessi bíla- þvottavél er sú elna á landinu sem getur þvegið allar stærðlr af bílum, t.d. flutningabila með aftanívagni, rút- ur, olíubíla, strætisvagna, sendlbila, jeppa og venjulega fólksbila. Þetta er frábært tækifæri fyrir 2-3 menn til að skapa sér rífandi tekjur. Verðið er svipað á vélinni og þokka- legum bíl. Þeir sem hafa áhuga hafi samb. við auglýs- ingad. DV, Þverholti 11, simi 27022, H-5268, fyrir 26. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.