Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Page 15
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990. 15 Góðverk á kostn- að gamla fólksins Ríkisstjómin ráögerir nú um- fangsmiMar breytingar á lögum um almannatryggingar. Að þessu hefur verið unnið í sérstakri stjórn- skipaðri nefnd er nýlega skilaði af sér drögum að frumvarpi um breyt- ingar á almannatryggingalögum. Meirihluti nefndarinnar leggur til að almennar elhlífeyrisgreiðslur skerðist eftir tekjum og falli niður með öllu fari tekjur elhlífeyrisþega yfir tiltekin mörk. Félagshyggjan og eldra fólk Mál þetta vekur upp spurningar um afstöðu ríkisstjórnar jafnréttis og félagshyggju til eldra fólks í landinu. Rikisstjómin, sem sá sér- staka ástæðu til að skattpína ekkj- ur og ekkla, ráðgerir nú að svipta sama fólk ellilífeyrinum. Almannatryggingalögin veita öll- um ellilífeyrisþegum 67 ára og eldri rétt á að fá greiddan ellilífeyri. Þessi lífeyrir, svonefndur grunnlíf- eyrir, grfeiðist án tilhts til annarra tekha, t.d. úr lífeyrissjóði. Þeir sem hafa lágar eða engar lífeyristekjur fá viðbótargreiðslur, svonefnda tekjutryggingu, sem miðast við tekjur einstakhngs. Þessi réttindi eldra fólks hafa smátt og smátt komist í fastar skorður. Kynslóðin, sem nálgast eftirlaunaaldur, hefur hagað spamaði sínum til elliára með hhð- sjón af grunnlífeyrinum. Þetta hef- Kjallarinn Ólafur ísleifsson hagfræðingur ur fólkiö gert í trausti þess að þessi réttur væri fyrir hendi og yrði virt- ur af stjórnvöldum þegar til kæmi. Fólk hefur eðlilega litið svo á aö með því að fram til 1971 greiddu flestir þeirra, sem nú eru að kom- ast á ehihfeyrisaldur, - sérstakt tryggingaiðgjald væri rétturinn til gmnnlífeyris greiddur fullu verði. Ennfremur hefur fólk htið svo á að skattgreiðslur á starfsævinni tryggðu því grunnlífeyri úr al- mannatryggingum. AUir vita að almannatryggingakerfið er fjár- magnað með sköttum. Á að eyðileggja lífeyrissjóðina? Á síðastá þingi var lagt fram frumvarp til laga um lífeyrissjóði. Þetta fmmvarp var á annan áratug í smíðum og er ætlað að marka líf- eyrissjóðunum traustan lagagrunn tU að starfa á. í því er lagt til grund- vallar að almannatryggingar ann- ist grunntryggingar í lífeyriskerf- inu og greiði áfram elh- og örorku- lífeyri óháðan tekjum á starfs- ævinni. „Þaö er ótækt að ríkisstjórn félags- hyggjunnar slái sig til riddara með góð- verkum sem gamla fólkið á svo að borga með lífeyrinum.“ „Gegn þessari tillögu um svonefnda tekjutengingu ellilífeyris verður að snúast umsvifalaust. Það nær engri átt að félagshyggjuöflin komi svona fram við eldra fólk ...“ segir hér m.a. Fmmvarpið gerir ráö fyrir að til viðbótar starfi lífeyrissjóöir, sem veiti elh- og örorkulífeyri, sem er háður iðgjaldagreiðslum og þar með tekjum á starfsævinni. Nú á að vega að lífeyrissjóðunum, því að verði tillagan um tekjuteng- ingu grunnlífeyris að lögum missir fólk rétt fyrir það eitt að taka’þátt í skyldusparnaði til lífeyrissjóðs. Fólki yrði refsað fyrir þennan sparnað með því að skerða réttinn sem það annars ætti í almanna- tryggingakerfipu. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa réttilega bent á að í þessu felist stefnumörkun um að leggja lífeyr- issjóðina niður. Nóg er skattafáriö, þótt lífeyriskerfið verði ekki gert að skattakerfi. Gamla fólkið borgi góðverkin Ráðagerðirnar um að svipta gamla fólkið lífeyrinum eru rétt- lættar með því að peningunum eigi að verja í önnur þörf mál, Það er gott og blessað að hugsa fyrir þörf- um fleiri en ellilífeyrisþega. En það er ófækt að ríkisstjórn félagshyggj- unnar slái sig til riddara með góð- verkum sem gamía fólkið á svo að borga með lífeyrinum. Gegn þessari tillögu um svo- nefnda tekjutengingu ellilífeyris verður að snúast umsvifalaust. Það nær engri átt að félagshyggjuöflin komi svona fram við eldra fólk í landinu. Stundum er sagt að besti mæli- kvarðinn á þjóðfélagið sé hvernig það reynist yngstu og elstu borgur- unum. Nái tillagan um tekjuteng- ingu grunnlífeyris fram að ganga hafa ráðherrar félagshyggjunnar enn einu sinni gengið á gefin fyrir- heit, í þetta sinn gagnvart þeim sem eru að skila af sér löngu dagsverki. Ólafur ísleifsson Af vanef ndum „Var ekki þingflokkur Alþýðufl. með 1 því að koma fyrirgreiðslusjóðum Stef- áns Valgeirssonar á legg? Hver gerði Samvinnubankann að ríkisbanka og hver jók hlut ríkisins í íslenskum aðal- verktökum.. ?“ „Hverjir tryggðu Bifreiðaskoðun Islands einokunaraðstöðu?" spyr grein- arhöfundur m.a. Daginn fyrir misviðrasamt flokksþing Alþýðuflokksins birtist hér í DV kjallaragrein eftir Stefán Friðfinnsson, aðstoðarm. utanrík- isráðherra. Þar fór hann nokkrum orðum um grein mina sem birtist í DV 5. okt'. en í henni gerði ég nokkrar athugasemdir við efndir Aiþýðufl. á stefnuskrá sinni fyrir síðustu aiþingiskosningar. Ég benti t.d. á að flokkurinn hefði heitið því að „álagning í skattakerf- inu yrði réttlát". Við það hnýtti ég að með samþykki ráðherra og þing- flokks Alþýðufl. hefði virðisauka- skattur verið lagður á matvæli og reyndar aðrar nauðsynjavörur en ekki klámblöð og laxveiðileyfi. Einnig benti ég á að stefnuskráin krefðist þess „að sérstaklega þyrfti aö tryggja aö skattaafsláttur færð- ist að fullu milli hjóna“, en það hefur ekki verið gert. Þessum efnisatriðum kýs S.F. að svara ekki. í stað þess mærir hann fjármálaráðherratíð Jóns Hanni- balssonar út og suður fyrir verk, sem höfðu verið unnin fyrir hans tíð, en' tóku gildi þegar hann sat. Einnig hæhr hann Jóni fyrir að hafa hrint tillögum „skattsvika- nefndar" i framkvæmd. Því vísaði Jóhanna Sigurðardóttir á bug í ræðu á flokksþinginu misviðra- sama. Hyerjum um að kenna? Ég benti einnig á aö í stefnu- skránni hefði verið hamrað á nauð- syn þess aö styrkja húsnæðiskerfið frá 1986 því að tekjustofnar þess væru veikir. Nú er þetta kerfi gjaidþrota. S.F. telur hins vegar „að það sé vægast sagt ósvifið aö kenna helsta andstæðingi þessa kerfis, Jóhönnu Sigurðardóttur, um hvernig komiö er“. Að vissu leyti er þetta rétt hjá Stefáni, því að auðvitað bera aörir ráðherrar og þingmenn flokksins Kjallariim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ einnig ábyrgð á þessum vanefnd- um. Frjálslynd stefna í efnahags- málum? í grein minni rifjaði ég einnig upp nokkur orð úr stefnuskránni um að hætta bæri „umfangsmiklum afskiptum ríkisvaidsins og póh- tískri stýringu fjármagns gegnum banka og sjóðakerfi“. Einnig þetta: „Þetta fyrirkomulag hefur í fór með sér óeðlilega pólitíska fyrir- greiðslu, opinber skömmtunar- kerfi, þjónkun við sérhagsmuni og einokun sem dregur úr allri fram- þróun. - Þetta fyrirkomulag til- heyrir löngu hðnu tímabili í sögu Vesturlanda og ber að afnema hið fyrsta." Ég fullyrti að ráðherrar og þing- menn Alþýðufl. hefðu svikið þessi fyrirheit með svívirðilegum hætti og stend ég við það. Var ekki þing- flokkur Alþýðufl. með í því að koma fyrirgreiðslusjóðum Stefáns Valgeirssonar á legg? Hver gerði Samvinnubankann að ríkisbanka og hver jók hlut ríkisins í íslenskum aðaiverktökum í stað þess að selja fyrirtækið og rjúfa einokun þess? Hverjir tryggðu Bif- reiðaskoðun íslands einokunarað- stöðu? Hveijir voru með í aö leggja stóraukna skatta á landsmenn? Hveijir hafa svikið og svínbeygt launþegasamtök með fornrúss- neskum aðferðum? Hverjir veita Alþýðublaðinu ölmusu á kostnað skattgreiðenda? Svaraöu þessu nú, Stefán minn (í síðasta lagi fyrir næsta flokksþing), í stað þess að tala út og suður um væntaniega „milhríkjasamninga" og væntan- lega „60 milljarða erlenda fjárfest- ingu í orkulindum okkar“. Ekki skaltu heldur böl bæta með því að benda á Sjálfstæðisflokkinn. - Nekt ykkar er engu minni, þó að aðrir séu ef til vih einnig með búxurnar á hælunum. S.F. segir mig hafa „skammað Alþýðufl. fyrir að vera í ríkisstjóm með Framsókn". Það er rangt. Ég rifjaði hins vegar upp gífuryrði Jóns Hannibalssonar um Fram- sókn og undraðist í því samhengi ást hans á henni. Jón sagði m.a. í kjallaragrein hér í DV: „Það hefur lengi verið vitað að Framsóknar- flokkurinn er pólitískt rekald, að hann virðist ekki eiga annað erindi í íslenska póhtík en að reka tryppi landbúnaðarkerfisins og gæta hagsmuna SÍS.“ Rétt til upplýsingar S.F. leggur í grein sinni hvað eft- ir annað lykkju á leið sína tfl að koma á framfæri glósum um undir- ritaðan. Hann segir mig hafa skrif- aö „níðgrein". Hann telur mig „trúa ómerkilegum áróöri" af því að ég láti „aðra hugsa fyrir“ mig. Hann segir mig „glæpast af áróðri ætluðum auðtrúa sálum“. Hann efast um þekkingu mína á „stjórn- málasögu síðustu ára“ og ráðlegg- ur mér að fá mér „leiðbeinanda". Mér er gjörsamlega hulið hvað þessar upþhrópanir koma vanefnd- um á stefnuskrá Alþýðuflokksins við - en til þess að Stefán hafi eitt- hvað að segja í næstu grein sinni upplýsi ég hann hér með um að ég hef rauðleitt hár. Glúmur Jón Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.