Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreiflng: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990. i i i Góðurloðnuafli: Vertíðin er haf in Þetta er fyrsta alvöruloðnan. Hún er stór og falleg, sannkölluð alvöru- loðna,“ sagði Hilmar Þór Hilmars- son, verksmiðjustjóri á Þórshöfn. Síðdegis í dag kemur Þórshamar GK til Þórshafnar með um 500 tonn af loðnu. Afli Þórshamar er sá mesti sem fengist hefur á þessari vertíð. Hilmar Þór sagði að Þórshamar GK hafi fengið loðnuna 30 til 50 sjómílur norðaustur af Langanesi. Hilmar Þór sagði að Þórshamar hefði áður land- að slatta á Þórshöfn. Hann sagðist hafa heyrt frá áhöfninni að loðnan sé mjög stór og góð. Hafþór heim Útht er fyrir að ríkistogarinn Haf- þór fari aftur til ísafjarðar. Togarafé- lag ísafjarðar hf. fær hklega hanka- ábyrgð fyrir 50 milljónum króna og þar með ætti málið að vera í höfn. Félagið átti 5. hæsta tilboðið í togar- ann og bauð 200 milljónir. 50 mihjón- ir sem staðgreiðslu, ráðuneytið veitir 100 milljón króna veð í togaranum sjálfum þannig að þetta 50 milljóna króna bankaveð var nauðsynlegt. -SMJ Nýrflokkur Nýr stjómmálaflokkur, Heima- stjórnarsamtökin, hefur tilkynnt fyrirætlun um framboð í öllum kjör- dæmum við næstu þingkosningar. Samtökin stefna að því að halda landsfund íljótlega th að ákveða heildarstefnuskrá. Að flokknum standa menn úr Sam- tökum um jafnrétti og félagshyggju, Borgaraflokknum og Þjóðarflokkn- ♦um. -SMJ SVR: Fargjöld hækka Frá og með deginum í dag hækka fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur. Nemur hækkunin að meðaltali 8,2%. Fargjald fyrir fullorðna verður 60 kr. og fyrir börn 17 kr. Farmiðaspjöld með 6 miðum fyrir fullorðna kostar 300 kr. og með 24 miðum 1.000 kr. Farmiðaspjöld fyrir böm með 26 miðum kostar 300 kr. og farmiða- spjöld aldraöra og öryrkja með 24 miðum kostar nú 500 kr. -HK LOKI Hvað eru þessirsalt- fisksalaraðsífra? * A • >1» Hæstiréttur stadfesti úr skurð fógeta j • ■ • i ♦♦ Urskurður var kveðinn upp í Hæstarétti í gær vegna kæru Stef- áns Guðbjartssonar á hendur borg- arfógeta i Reykjavík. Úrskurður Hæstaréttar hefur ekki verið birtur málsaðilum. Samkvæmt heimild- um DV staðfesti Hæstiréttur úr- skurð fógeta. Fógeti hafði í úrskurði frá 4. okt- óber hafnað kröfu Stefáns um að innsetningargerð yrði reynd á ný vegna níu ára dóttur hans kröfu hans um að barnið yrði tekið úr umráðum móður sinnar var þá hafnað. Áður hafði Hæshréttur vís- að frá kæru Stefáns vegna réttar- neitunar að hálfu fógeta. í úrskurði Valtýs Sigurðssonar frá 4. október, sem Hæstiréttur hefur nú staðfest, kemur fram að afstaöa hans í málinu væri th kom- in vegna atvika sem urðu þegar innsetningargerð var reynd laug- ardaginn 8. september síðasthðmn og lýtur að túlkun lögreglunnar á starfssviði fógeta. Eins og fram hefur komið fór innsetningargerð- in þá ekki fram. Lögregla og fógeti hurfu þá af vettvangi. í framhald- inu var deilt um þaö hvort taka ætti bamið nauðugt með valdi. í niöurlagi úrskurðar borgarfóg- eta segir: „Það er grundvaharfor- senda við innsetningargerö sem þessa að lögregluyfirvöld veiti fóg- eta alla þá aðstoð sem hann óskar. Nú er ljóst að lögreglustjórinn í Reykjavík mun ekki liðsinna fógeta við gerðina nema með þeim fyrir- vörum og með þeim hætti sem frara koma í bréfl hans frá 12, september til dómsmálaráðuneytisins. Við þessar aðstæður og þar sem gera má ráð fyrír aö komið geti til vald- beitingar á vettvangi telur fógeti gerðina óiramkvæmanlega . . .“ í ofangi-eindu bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „í aðfararlög- um er hvergi minnst á skyldu lög- reglu til að aðstoða við fógeta- gerð“. Síðan segir: „Fógeti hefur vald til að framfylgja úrskurðum sem hann kveður upp. Það vald sitt er hæpið að hann geti framselt til lögreglu með sama hætti og Val- týr ætlaðist til.. -ÓTT Forsetinn til Finnlands Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, fer th Finnlands í dag og tekur þátt í kynningu á íslenskri menningu í Tammerfors. Þá veitir forsetinn viðtöku heiðursdoktorsnafnbót við Tammerforsháskóla. í Helsingfors tekur Vigdís þátt í úmræðufundi um norræn málefni og hittir ennfremur Koivisto, forseta Finnlands, að máh. Frá Finnlandi fer Vigdís th Genfar í Sviss og verður þar í forsæti dóm- nefndar um besta sjónvarpsleikritið í samkeppni Evrópusamtaka út- varps-ogsjónvarpsstöðva. -JGH Jafntefli Fjórðu einvígisskák Kasparovs og Karpovs í New York um heimsmeist- aratitilinn lauk með jafntefh eins og búist hafði verið við. Urðu stórmeist- ararnir ásáttir um að tefla ekki bið- skákina. -HK Hansáttiskjölin Upplýst hefur verið um leyniskjöl- in sem fréttamaður Bylgjunnar rakst á í sorpgámi í fyrradag. Þau eru kom- in frá Hans G. Andersen, fyrrverandi sendiherra. Hann var fyrr í vikunni að grisja búslóð og farga persónuleg- um gögnum og slæddust með nokkr- ar fundargerðir vegna landhelgis- mála, 16 th 40 ára gamlar, sem merkt- ar voru trúnaðarmál á sínum tíma. -JGH ístel hf. gjaldþrota Fyrirtækið ístel hf. í Dugguvogi, sem selt hefur fjarskiptabúnað og mörg fyrirtæki eru með símkerfi frá, var úrskurðað gjaldþ'rota í síðustu viku. Fyrirtækið ísmar, þekkt fyrir sölu á fiskleitartækjum, keypti þrotabúið. ístel er áfram rekið undir sama nafni og það er með sama símanúm- er en starfsemin hefur flust í Síðu- múla 37. Fyrrum viðskiptavinir fyr- irtækisins missa hvorki þjónustu né ábyrgðir vegna gjaldþrotsins. ístel tapaði nánast þrefoldu hlutafé sínu í útistandandi kröfum vegna gjaldþrota annarra fyrirtækja á ár- unum 1987 og 1988 og náði sér aldrei á strik eftir það. -JGH \i i i i i i Undirskriftir hjá SÍF i Eldur varð laus i tjöru hjá Malbikunarstöð Reykjavíkur i morgun. Slökkvilið var kallað til og réð það niðurlögum eldsins á skömmum tíma. DV-mynd GVA Undirskriftasöfnun er hafin meðal félagsmanna SÍF þar sem skorað er á Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóra að hætta við uppsögn sína. Sem kunnugt er sagði hann upp í kjölfar félagsfundar sem samþykkti að leyfa útflutning á flöttum fersk- fiski á erlenda saltfiskmarkaði. Ekki náðist í þá framleiðendur sem að söfnuninni standa en að sögn Gunn- ars Haraldssonar aðstoðarfram- kvæmdastjóra skilst honum að und- irtektir séu einstaklega góðar. -kaa Veðrið á morgun: Hæg suðlægátt V ogmilt Á morgun verður hæg suðlæg átt og mht í veðri. Smáskúrir eða súld með suður- og vesturströnd- inni en þurrt og sums staðar bjart veður annars staðar. Hiti á bihnu 4-7 stig. 8S O KOMEKT Hcildsöludreifin" sírai: 91-41760 lh ^ , AIIMÓÐA LIFTRYGGINGARFELAGIÐ HF. LÁGMÚLI5 - RF.YKJAVlK simi681644 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.