Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990. íþróttir l.deildkvenna Fyrsti sigur Selfoss í 1. deild Tveir leikir fóru fram í gær- kvöldi í 1. deild kvenna í hand- knattleik Stjarnan sigraði Víking 14-11 og Selfoss vann sinn fyrsta sigur í deildinni, 14-18, gegn Val. Stjaman-Víkingur Stjaman og Víkingur áttust við í Garðabænum og var þetta leikur mistakanna, bæði líðin áttu í erf- iðleikum með að spila góðan handknattleik. Staðan í hálfleik var 8-S. Síðari hálfleikur var ekki betri, Víkingur náði aðeins að skora þrjú mörk á móti sex mörk- um Stjömunnar. Þegar 20 mínút- ur vora til leiksloka var staðan 14-10 en á lokaminútunum skor- aði Inga Lára úr víti fyrir Víking og lokatöiur urðu 14-11. • Mörk Stjömunnar: Margrét Theodórsdóttir 5/2, Guðný Gunn- steinsdóttir 5, Erla Rafnsdóttir 2, Ásta Kristjánsdóttir l, Herdís Sig- urbergsdóttir 1. • Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 4/3, Halla Helgadóttir 3, Heiða Erlingsdóttir 2, Andrea Atladóttir 1, Svava Sigurðardótt- ir 1. Valur-Selfoss Selfossstúlkumar geröu góða ferö að Hlíðarenda þar sem þær unnu Val með fjórum mörkum, 18-14, eftir að hafa haft yfir í hálf- leik 10-7. Fyrri hálfleikur var jafn og liðin skiptust á að skora en annað var upp á teningnum í síð- ari hálfleik. A 9. mínútu var jaftit 11-11, en Selfoss náði að skora næstu 7 mörk og breyta stöðunni í 18-11 þegar aðeins tvær minútur voru til leiksloka en Valur náði að minnka muninn niður í fjögur mörk. Selfoss náði upp góðu línuspili og vora þær stöllur Hulda B. og Hulda H. atkvæöamestar en einn- ig var Krisljana með góðar línu- sendingar. Valsliöið var hvorki fugl né íiskur i þessum leik og mikil mistök voru gerð. • Mörk Vals: Berglind Ómars- dóttir 6/3, Katrin Friðriksen 3, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 3, Una Steinsdóttir 1„ Ama Garðars- dóttir 1. • Mörk Selfoss: Hulda Her- mannsdóttir 5, Hulda Bjamadótt- ir 5, Kristjana Aradóttir 3, Auður Hermannsdóttir 3, Inga Tryggva- dóttir2. -ABS Ótrúleg spenna - þegar Valur sigraði Hauka, 21-22,1 Haínarfirði í gærkvöldi Valur sigraði Hauka, 21-22, í ótrú- lega spennandi leik í íslandsmótinu 1. deild karla í íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi. Leikur lið- anna var vel leikinn og skemmtileg- ur og bauð upp á hörku, hraða og reyfarakennda spennu í lokin. Valdi- mar Grímsson skoraði sigurmark Vals er 18 sekúndur voru til leíksloka og kórónaði þar með stórleik sinn, en hann var án efa besti maður vall- arins í leiknum. Valsmenn höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik, en Haukar voru þó aldrei langt undan. Staðan var 11-12, Valsmönnum í vil, í leikhlé. í síðari hálfleik var hart barist á báða bóga. Valsmenn náðu yfirhöndinni, 20-17, en með ótrúlegri baráttu og góðum leik tókst Haukum aö jafna, 21-21, en lengra komust þeir ekki þrátt fyr- ir örvæntingarullar tilraunir síðustu sekúndur leiksins. 700 áhorfendur fylgdust með viðureign Uðanna og var stemning í Srandgötuhúsinu eins og hún gerist best. Haukar léku án efa sinn besta leik í vetur. Sóknarleikur liðsins var vel útfærður, leikkerfi og einstaklings- framtak eins og best gerist, en reynsluleysi varð liðinu að falh loka- kafla leiksins. Petr Bamruk var enn sem fyrr áberandi í liði Hauka, leikur vel bæði í vöm og sókn og er án efa besti leikmaður hðsins. Haukar léku 5/1 vöm gegn Val og virtust Vals- menn kunna iha við sig gegn vel út- færðri vöm Uðsins. Steinar Birgisson lék vel í vöm Hauka og hreif aðra leikmenn með sér. Hraðaupphlaup og línusph era veikir þættir hjá Uð- inu, hlutur sem þarf að laga ætU Uð- ið sér á topinn. Valsmenn léku sinn besta leik í langan tíma og unnu sætan sigur. Sóknarleikur Uðsins var oft glæsileg- ur í leiknum og frábærir homamenn Uðsins fóra á kostum. Leikmenn héldu ró sinni aUan leikinn og sam- vinna þeirra var til fyrirmyndar. Valsmenn léku vöm sína óvenju framariega í leiknum og áttu í vand- ræðum, sérstaklega var miðjan aftur opin. Hraðaupphlaup Uðsins vora vel útfærð að vanda, en línuspil er slakt. Haldi Valsmenn upptekinmi hætti tapar Uðið ekki mörgum stigum í mótinu. Bestu leikmenn Vals vora Jakob Sigurðsson og Valdimar Grímsson. Góður Stjörnusigur - á KR-ingum, 27-30,1 kaflaskiptum leik Stjaman sigraði KR, 27-30, í ótrú- lega kaflaskiptum leik á íslandsmót- inu í handknattleik í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. I hálfleik haföi Stjarnan yfirburðaforystu, 9-17. Um tíma í síðari hálfleik var staðan • Guðmundur Pálmason reynir markskot að Stjörnumarkinu í gærkvöldi. Hilmar Hjaltason er við öllu búinn en Guðmundur skoraði þrjú mörk í leikn- um. DV-mvnd Brvniar Gauti orðin 10-21 fyrir Stjörnuna og allt útiit fyrir stórsigur Uðsins, en það var öðra nær því þá fylgdi í kjölfarið mjög slæmur leikkafli Garðbæmga og skoruðu þeir ekki eitt einasta mark í eUefu minútu. KR-ingar skor- uðu hvert markið á fætur öðru og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Nær komust KR-ingar ekki og Stjarnan komst á nýjan leik í gang undir lokin. KR-liðið ansi brothætt KR-Uðið var ansi brothætt í þessum leik, ekkert skipulag var í sóknar- leiknum, vamarleikurinn var stóran hluta leiksins eitt gatasigti en hins vegar var markvarslan ágæt á köfl- um. Markagræðgi einskra leik- manna var mikil og kom það óneitan- lega niður á sóknarleiknum, sem stóð yfir í mjög skamma stund. Það var aðeins rétt í upphafi leiksins, sem KR-ingar léku af skynsemi, komust þá tveimur mörkum yfir en þá byij- aði óðagotið og leikur liðsins hrundi eins og sphaborg. Mest bar á Konráði Olavssyni í hjá KR-ingum en hann á þaö til að hugsa einum of mikið um sjálfan sig og bitnar þetta óneitanlega á sóknarleik iiösins. PáU Ólafsson er allur að koma tíl og er aUt annað aö sjá tíl hans núna en á sama tíma í fyrra. Leifur Dagfinnsson var sæmilegur í markinu. Þrátt fyrir að Stjaman missti Sig- urð Bjarnason af leikvelU snemma leiks, virtist það þjappa leikmönnum saman. Sigurður Bjarnason braut klaufalega af sér í stöðunni, 4-8, og fékk fyrir vikiö rauða spjaldið. Stór- an hlutaleiksins lék Uðið vel en mót- spyman var mátlaus og fengu Stjömumenn að leika að vUd. Patrek- ur Jóhannesson var bestur í liði Stjömunnar og ennfremur átti Magnús Sigurðsson ágæta spretti. Brynjar Kvaran markvörður varði mjög vel á köflum. Þaö fór á sömu lund fyrir Skúla Gunnsteinssyni og Sigurði Bjamasyni, Skúli fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks. • Dómarar vora Rögnvald Erl- ingsson og Stefán Amaldsson og komust þeir þokkalega frá sínu. • Mörk KR: Konráð Olavsson 10/1, Páll Ólafsson 9/2, Guömundur Pálmason 3, Sigurður Sveinsson 3, Bjarni Ólafsson 1, Willum Þórsson 1. • Mörk Stjömunnar: Magnús Sig- urðsson 10/5, Patrekur Jóhannesson 6, Axel Björnsson 4, Hafsteinn Braga- son 4, HUmar Hjaltason 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Sigurður Bjama- son 1. _jKg LeUdnn dæmdu Gunnar Kjartans- son og Ólafur Steingrímsson. Mörk Hauka: Petr Bamruk 4/1, Steinar Birgisson 4, Sigurjón Sig- urðsson 3, Jón Stefánsson 2, Óskar Sigurðsson 2, Sveinberg Gíslason 2, Sigurður Ámason 1, Snorri Leifsson 1, Einar Hjaltason 1, Pétur Ingi Arn- arsson 1. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 8, Jón Kristjánsson 5, Jakob Sigyrðsson 3, JúUus Gunnarsson 2, Dagur Sig- urðsson 2, Finnur Jóhannsson 1, Brynjar Harðarson 1. -GG • Valdimar Grimsson tryggði Vals- mönnum sigurinn í gærkvöldi. 1. deild karla KR-Stjaman.................27-30 Haukar-Valur...............21-22 Víkingur... 9 9 0 0 219-183 18 Valur........10 8 1 1 239-214 17 Stjarnan.... 10 7 0 3 241-229 14 FH...........10 5 2 3 232-223 12 Haukar....... 9 6 0 3 205-204 12 KR.........10 3 5 2 234-230 11 ÍBV....... 8 3 1 4 195A90 7 KA ........ 9 3 1 5 208-195 7 ÍR......... 9 2 1 6 199-214 5 Selfoss...10 1 2 7 198-234 4 Grótta.... 9 1 1 7 185-206 3 Fram...... 9 0 2 7 182-215 2 • Sex efstu lið leika til úrslíta um títilinn, tvöfalda umferð. Éfsta lið fer í þá keppni með 4 stig, annaö lið með 2 stíg, þriðja iið með 1 stig en hin þrjú án stiga. Efsta liöið fær jafhframt sæti í IHF-keppninni. • Sex neðstu Uö keppa um áfram- haldandi sæti í 1. deild og fara þangaö með stig á sama hátt og hin. Tvö þau neöstu í þeirri keppni falla í 2. deild. 1. deild kvenna Stjarnan-Víkingur.........14-11 Valur-Selfoss..................14-18 Stjarnan.... 11 9 0 2 231-176 18 FH.........10 7 0 3 183-175 14 Víkingur... 10 7 0 3 209-175 14 Fram....... 8 6 0 2 166-136 12 Valur......11 5 0 6 200-212 10 ÍBV.......10 2 1 7 194-225 5 Selfoss....11 1 1 9 201-268 3 Grótta..... 7 1 0 6 110-127 2 2. deild kvenna KR-Haukar..................18-11 ÍR-Ármann......................19-14 KR..........7 6 1 0 166-120 13 Keflavík....5 4 1 0 97-72 9 Haukar.....7 3 13 112-112 7 ÍR..........7 2 1 4 120-130 5 Ármann......6 2 0 4 107-108 4 Grindavik...6 0 0 6 90-150 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.