Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990. Utlönd Enginn forsætisráðherra f innst á Indlandi Hinn aldni forseti Indlands leitar nú að hugsanlegum arftaka Pratap Singh í embætti forsætisráðherra. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að hann eigi engra góðra kosta völ því að allar fylkingar á indverska þinginu eru margklofnar og eins víst að upp úr sjóði í landinu ef einum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Ramaswamy Venkataraman for- seti er áttræður og hafði treyst á að Pratap Singh endist lengur í embætti en eitt ár. Forsetinn getur illa fellt sig við Chandra Shekhar sem klauf Janatabandalagið, flokk Singh, og segist nú hafa stuðning meirihluta þingsins til að mynda stjórn. Fylgismenn Shekhars á þingi eru aðeins 56 en á þinginu sitja alls 545 menn. Hann hefur hins vegar fengið loforð um hlutleysi frá Rajiv Gandhi og Kongressflokknum og nær með því móti meirihluta á þingi. Það þyk- ir hins vegar ekki fýsilegur kostur að leiða leiðtoga fámenns flokksbrots til æðstu valda. Stjórnmálamenn á Indlandi segja það fáránlegt að gera Shekhar að forsætisráöherra en þeir vilja heldur ekki efna til kosninga því að þær gætu leitt af sér víðtæk átök í landinu. Reuter ScRGmÁLx^BERGmÁL Aðra hverja viku ALLT A EINUM STAÐ SJONVARP • UTVARP Lögreglan handtók skotmanninn á Rauða torginu þegar í stað. Sagt er að hann sé geðveikur. Simamynd Reuter Byltingarafmælid: Sennilega það síðasta Mótmæli almennings og tvö skot út í loftið settu mestan svip á bylting- arafmælið í Sovétríkjunum í gær. Til þessa hefur afmælisins verið minnst með þrautskipulagðri skrautsýningu en nú var allt á riii og stúi. Herflokkarnir sem stóöu að her- sýningu dagsins komust þó Rauða torgið á enda en leiðtogarnir undu ekki lengi á þaki grafhýsis Leníns og gengu með mannfjöldanum í lok sýningarinnar. Það vakti mesta athygli að óþekkt- ur maður skaut tveimur skotum upp í loftið ekki fjarri leiðtoganum Gor- batsjov. Ekkert bendir þó til að skot- in hafi verið ætluð Gorbatsjov og enginn særðist. Það er hald margra að ekki verði haldið upp á byltingarafmæhð oftar. Mikill styrr stóð um hátíðahöldin nú og jafnvel borgarstjórinn í Moskvu vildi fella þau niður til að spara pen- ing. Reuter Þýskaland - Pólland: Enn deilt um landamærin Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, ætlar að hundsa kröfur Pólverja um að undirritaður verði sáttmáh um landamæri ríkjanna. Kohl á í dag fund með Tadeusz Masowiecki þar sem samskipti landanna verða rædd. Nú ér ár liðið frá því Kohl lenti fyrst í vanda vegna landamæranna við Póhand en hann hefur ekki viljað styggja marga flokksmenn sína með því að viðurkenna þau landamæri sem ákveðin voru að lokinni síðari heimsstyrjöld. Hann hefur þó aldrei beinhnis hafnað hugmyndinni en er augljós- lega þess lítt fýsandi að festa landa- mæri við svokahaða Oder-Neisse línu. Heima sætir Kohl gagnrýni manna sem vilja að gamhr draugar frá síðustu styrjöld verði endanlega kveðnir niður og Þjóðverjar viður- kenni þau landamæri við Pólland. Reuter finnst í Svíþjóð Sjö beinagrindur frá víkingatíman- um hafa fundist í Krákberg í Mora í Dölunum í Svíþjóö. Nokkrar beina- grindanna eru með skartgripi á sér. Fomleifafræðingar segja að um fjöl- skyldugröf sé aö ræða og líklegast hafi fjölskyldan veriö kristin þar sem fæturnir snúi í austur og höfuðin í vestur. Ef um heiðingja hefði verið að ræða hefðu líkin verið brennd fyrir greftr- un. Hins vegar eru kristnir ekki van- ir að hafa skartgripi með sér þannig aö líklegast er tahð að gröfin sé frá tíma siðaskipta um eitt þúsund. Á víkingatímanum voru margir bæir þar sem nú er Mora. Stunduðu íbúarnir viðskipti með járn. tt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.