Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990. 11 Utlönd Forsetakosningar næstar á dagskrá 1 Bandaríkj unum: Vilja Cuomo í forsetaframboð - einl maðurinn sem gæti keppt við Georg Bush Eftir úrslit kosninganna í Banda- ríkjunum eygja demókratar nú möguleika á aö fella George Bush við næsta forsetakjör. Þeim tókst að reyta nokkrar skrautfjaðrir af fylgismönnum forsetans þótt valdahlutföllin milli demókrata og repúblikana breytist ekki svo að teljandi sé. Niðurstaðan var að þingmönnum demókrata fjölgar í allt um tíu og þeir ráða nú ríkjun- um Texas og Flórída. í Bandaríkjunum beina menn nú sjónum sínum að forsetakosning- unum sem haldnar verða 1992. Aðdragandi þeirra er langur og helstu kandídatar demókrata verða að fara að gera upp hug sinn því senn hvaö líður hefjast próf- kosningar í flokknum. Innan flokks demókrata er Mario Cuomo, ríkisstjóri í New York, ötvíræður sigurvegari. Hann vann afgerandi sigur í ríkinu og hlýtur nú að hyggja á forsetaframboð. John Silber, háskólarektor í Bos- ton, var talinn líklegastur til að keppa við Cuomo sem forsetafram- bjóðandi demókrata. Hann féll hins vegar í Massachusetts, ríki þar sem flokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna um langt árabil. Silber er þó ekki kennt um ófar- irnar heldur forvera. Sá er Mik Dukakis sem demókratar treystu ekki einu sinni til að reyna að ná endurkjöri sem ríkisstjóri í Massachusetts. Dukakis er nú end- anlega úr leik sem stjórnmálamað- ur í Bandaríkjunum eftir hrakfar- irnar í forsetakosningunum 1988. Reuter Kosningarnar í Bandaríkjunum: Græningjar kolféllu Nýliðar græningja eru einu stjórn- málamennirnir í Bandaríkjunum Fndurskin á bilhurðum eykur örvggi i umterðinni sem ekki reyna að túlka niðurstöður nýafstaðinna kosninga sér í hag. Þeir viðurkenna algeran ósigur, enda höfnuðu kjósendur öllum tillögum þeirra um aukna umhverfisvernd. Græningjar létu nú til sín taka í ríkjunum á vesturströndinni, eink- um þó í Kaliforníu. Þeir reyndu að fá stuðning við tillögu sem borin var fram undir slagorðinu „Big Green“ en í kosningum í Bandaríkjunum eru kjósendur spurðir álits á hinum ólík- ustu hugmyndum um leið og kosið er í helstu embætti. Kjósendur í þremur ríkjum á vest- urströndinni höfnuðu tillögunni en það var þó líkn með þraut að þeir höfnuðu líka öllum tillögum sem andstæðingar græningja báru fram. Andstæðingarnir báru fram tillögur um afnám reglna um umhverfis- vernd en kjósendur stóðu fast við íhaldssemi sína og vildu engu breyta. Græningjar ætla að fá inni með „Big Green“ hugmynd sína á ríkis- þinginu í Kaliforníu og vinna henni fylgi þar þrátt fyrir að 64% kjósenda hefði lýst sig andvíga tillögunni. „Við megum ekki gefast upp þrátt fyrir ósigur nú. Allir vilja vernda umhverfið og það kemur að því fyrr eða síðar að fólk fellst á einhverjar aðgerðir í þá veru,“ sagði Duane Pet- erson, talsmaður græningja. Sárast þótti græningjum þó að au- katillaga, sem þeir fluttu um vernd gamalla trjáa, féll með aðeins eins prósents mun. Skógarhöggsmenn börðust hart gegn þessari tillögu og vöröu miklum flármunum í áróður gegn henni - og höfðu betur. Reuter Nauðungaruppboð Eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl., v/hestamannafélagsins Fáks, fer fram uppboð á fola, merktum F8 á vinstri síðu., tal. eigandi Davið Viðars- son, fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl. 16.00 að Viðivöllum í Víðidal. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavik LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALOA ÞÉR SKAÐA! yUMFERÐAR RÁÐ fkAlternatorar & Startarar Ótal gerðir og tilheyrandi varahlutir. w Hagstætt verð. 12 mán.ábyrgð. HÁBER G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 -8 47 88 Sérstakar LIBERO bleiur fyrir stráka, sérstakar LIBERO bleiur fyrir stelpur. Strákableiurnar eru þykkastar að framan, stelpubleiurnar eru þykkastar í miðjunni, þar sem þörfin er mest. Nú er líka teygja að aftan, sem heldur bleiunni á réttum stað. Allar Libero bleiur eru óbleiktar og ofnæmisprðfaðar. Jólamatur og -kökur: SENDIÐ JÓLAUPPSKRIFTIR ann 28. nóvember mun DV gefa út aukablað um mat og kökur til jólanna. Að þessu sinni verður sérstaklega leitað til lesenda um upp- skriftir, enda vitað að fólk lumar á alls konar góðum og sniðugum uppskrift- um að jólamat og ekki síður kökum, sælgæti og öðru góðgæti sem tileyrir jólum. Einnig eru smáfrásagnir af til- urð uppskrifta, íslenskra og erlendra, og jólahaldi á íslandi og úti í heimi skemmtileg viðbót. Hér er ekki um verðlaunasamkeppni að ræða heldur verður dregið úr öllum innsendum bréfum. Hinir fimm heppnu fá senda nýja og glæsilega Matreiðslubók Iðunnar en hún kostar 7.400 krónur. Sendið uppskrift eða uppskriftir að alls konar jólamat til DV fyrir 11. nóvemb- er. Uppsetning þarf að vera skýr og engu má skeika með mál og vog. Best væri að fá uppskriftirnar vélritaðar en skýr rithönd getur gengið. Ef mikið efni berst verður að velja uppskriftir til birtingar en allir eiga jafna mögu- leika á matreiðslubók. Munið að skrifa undir með fullu nafn- i, heimilisfangi og síma. Merkið um- slagið: Dagblaðið-Vísir Matur og kökur Pósthólf 5380 125 Reykjavík 0UNN Brœðraborgarstúj 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.