Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990. 15 Óeðlileg vinnubrögð forsætisráðherra Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra. - „Gagnrýni forsætisráðherra virðist því koma úr hörðustu átt þegar ummæli Jóns Baldvins eru höfð i huga,“ segir Sigurður m.a. í greininni. Það verður vart sagt að forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermanns- son, fjalli um málefni líðandi stundar af hógværð og sanngimi. Kemur þetta stundum augljóslega fram en oft tekst honum að villa mönnum sýn og er á því sviði snill- ingur. 110. tbl. Framsýnar, blaði Fram- sóknarfélaganna í Kópavogi, frá okt. sl., er grein eftir hann sem ber heitið „Tryggjum áframhaldandi stöðugleika“ og kennir þar margra grasa. Steingrímur rekur þar við- skilnað ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Hann segir síðan orö- rétt: „Þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hrökklaðist frá í sept- ember 1988 blasti við hrun.“ Hann rekur síðan meint úrræðaleysi Þorsteins og við atvinnuvegum þjóðarinnar hafi blasað algjört hrun. Öllum er kynna sér þessa sögu má vera ljóst að kveikjan að stjórn- arslitum var þegar lokatillaga Þor- steins Pálssonar forsætisráðherra var lögð til lausnar efnahagsvand- anum. Lagði hann þá til verulega uppstokkun fjármála og að hinn umdeildi matarskattur yrði lagður niður. En Jón Baldvin Hannibals- son, form. Alþýöuflokksins, og Steingrímur Hermannsson, form. Framsóknarflokksins, en þeir voru jafnframt ráðherrar í ríkisstjórn Þorsteins, höfnuðu tillögunum í beinni sjónvarpssendingu. Þar brutu þeir og þá viðurkenndu leikreglu að þeir réðust að Þor- steini að honum fjarstöddum og án þess að hann fengi tækifæri að veija sig. En það sem þó var öllu verra að útilokað var að þeir hefðu getaö kynnt sér málin nægjanlega KjaUaiinn Sigurður Heigason viðskipta- og lögfræðingur. Frambjóðandi sjálfstæðismanna í prófkjöri í Reykjaneskjördæmi fyrir þennan sögulega sjónvarps- þátt. Hvor segir ósatt, Jón Baldvin eða Steingrímur? Steingrímur ræðir síðan um úr- ræði Þorsteins í efnahagsmálum í dag og gagnrýni stjórnarandstöð- unnar og segir um það orðrétt. „Þetta var mjög gagnrýnt af stjóm- arandstöðunni, en ekki bentu þeir á aðrar leiðir, nema þá helst stór- fellda gengisfellingu án frekari af- skipta stjórnvalda þ.e.a.s. frjáls- hyggjuna." Þessi ummæh forsætisráöherra voru kveikjan að því að ég fór að kynna mér skrif nokkurra stjórn- málamanna frá þessum tíma. í Morgunblaöinu þann 2. okt. 1988 birtist svar Jóns Baldvins Hanni- balssonar við grein Þorsteins Páls- sonar sem bar heitið „Urðum fyrir djúpum vonbrigðum með Sjálf- stæðisflokkinn". Þar segir hann m.a. orðrétt. „Við lentum alhr ein- faldlega í óstjórnlegu tímahraki svarta miðvikudaginn eftir þing- slit, þegar ríkisbankarnir skipu- lögðu gengisfelhngu með áhlaupi á gjaldeyrisvarasjóðinn. Ég hef aldr- ei álaSað sjálfstæðismönnum fyrir þetta, þótt stjórn væri á ábyrgð for- sætisráðherra. Við skorumst held- ur ekki undan ábyrgð, þótt vitað hafi verið alla tíð að Alþýðuflokk- urinn lagðist hart gegn gengisfell- ingarkröfum sem þá voru hvað harðastar af hálfu framsóknar- manna." Gagnrýni forsætisráöherra virð- ist því koma úr hörðustu átt þegar umrnæh Jóns Baldvins ery höfð í huga. Hér þarf forsætisráðherra að gefa viðhhtandi skýringar, annars verður vart komist hjá því að skoða ummæh Jóns Baldvins sem rétta lýsingu á atburðarásinni hvað snertir harðan gengisfellingará- huga Framsóknarflokksins á þess- um tíma. Kjarasamningarnir fram- lengdu líf ríkisstjórnarinnar Steingrímur ræðir síðan ítarlega ágæti núverandi stjórnvalda og gott samkomulag stjórnvalda við aðha vinnumarkaðarins og bænd- ur. Hér verður vart sagt að rétt sé skýrt frá atburðarásinni. Það voru aðilar vinnumarkaöarins sem lögðu til samstilltar aðgerðir til þess að halda verðbólgunni í skefj- um og leiðir til úrbóta í þeim efn- um. Samþykktar voru litlar kaup- hækkanir til þess aö þessu mark- miði væri náð. Tilburðir Stein- gríms að eigna sér þessar tillögur eru því markleysa ein. En þar er aftur umhugsunarefni hvort áframhaldandi lífdagar núverandi ríkisstjórnar teljist heillaspor, ef til lengri tíma er litið. í dag blasir við að þjóðarfram- leiöslan vex ekki og aukning á út- flutningstekjum er í engu samræmi við þróunina hjá öðrum vestræn- um þjóðum og við blasir að við sé- um þar að dragast aftur úr. Nýj- ustu upplýsingar sýna að við erum í dag í 16. sæti miðað við meðaltekj- ur OECD ríkja en vorum í 10. sæti áöur en núverandi ríkisstjórn tók viö völdum. Þjóðin þarf því að fella núverandi stjórnvöld í næstu alþingiskosh- ingum ef okkur á að takast að efla lífskjörin aö nýju. Höfum í huga að lýðræðið er best tryggt með ör- uggum efnahag. Sigurður Helgason „Það er aftur umhugsunarefni hvort áframhaldandi lífdagar núverandi rík- isstjórnar teljist heillaspor ef til lengri tíma er litið.“ íbúðin ísland „Miðhálendinu verður að halda sem heild, friðlýsa það og setja undir eina stjórn,“ segir m.a. í greininni. Þegar ég tala við börn um nátt- úruvemd hef ég stundum beðið þau að hugsa um íbúðina sem þau búa í. íbúðum er skipt í herbergi, forstofur og þvottahús, eldhús og ganga, svefnherbergi og stofur. Krakkarnir vita auðvitað hvað er við hæfl aö gera í hverju herbergi og hvað ekki. En ef við hugsum okkur að landið sé eins og íbúð og íbúar þess ein fjölskylda, hvernig er þá herbergja- skipan þeirrar fjölskyldu? Jú, það reynist ekki erfitt. Flugvelhr og hafnir em eins og forstofur. Verk- smiöjur, bóndabæir og þjónustu- stofnanir eins og eldhús og þvotta- hús. Einstök hús og íbúðir eins og svefnherbergi. En stofur? Em einhverjar stofur í landinu? Stofur þar sem enginn má ganga um á drullugum skónum. Þar sem ekki má ærslast til þess að fella ekki eða mölva skraut- muni. Stofur þangað sem gestum er boðið. Stofur þar sem allir finna til samábyrgðar að ganga vel um. Jú, krakkarnir eru venjulega ekki í vandræðum að benda á stofur landsins, staði skreytta fossum og fjöllum, klettum og hverum, blóm- um og dýrum. í framhaldi af því er auðvelt að kynna stofur lands- ins, þjóðgarða og önnur friðuð svæði og hve mikilvægt er að vernda þá sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Hálfkarað hús Þegar ég fyrir skömmu rakst á gamla minnispunkta um þetta efni varð mér ljóst aö ég hefði gleymt þeim börnum á íslandi sem búa í ófúllgerðu húsnæði. Margir sem KjaUaiinn Sigrún Helgadóttir kennari, umhverfisfræðingur og varaþingmaður Kvenna- listans í Reykjavík lagt hafa út í hina séríslensku þegn- skylduvinnu að byggja sér hús yfir höfuðið, flytja inn í hús sín rétt til- búin undir tréverk. Þá er ekki enn búið að reisa milliveggi og ekki skörp skil á milli vinnuherbergja, sérherbergja og stofu. Þannig er í raun ástand landsins okkar. Hér ægir öllu saman, landbúnaði af ýmsum gerðum, skógrækt, beit, fiskeldi, virkjunum, ferða- mennsku, friðun, nánast eins og heima hjá fjöldkyldu sem býr í húsi rétt tilbúnu undir tréverk. Skipulag - land- nýtingaráætlun Ibúðir þarf að skipuleggja til þess að þær nýtist sem best, fólk geti bæði unnið og hvílt sig, notið lista og tekið á móti gestum. Eins þarf að skipuleggja landið, meta á grunni þekkingar og heildarsýnar hvar og hvernig heppilegast sé aö koma fyrir umsvifum landsbúa. í maí 1986 kom út skýrsla á veg- um landbúnaðarráðuneytisins: Landnýting á íslandi og forsendur fyrir landnýtingaráætlun. Nefndin, sem tók þessa skýrslu saman, lagði til aö Skipulagi ríkisins yrði falið að vinna að gerð landnýtingaráætl- unar, en það hefur ekki enn verið gert. Því er það að ég líki landi okkar við hús tilbúið undir tréverk. Reginmunur er þó þar á. Það skiptir ekki máli hvað húsið sjálft áhrærir, hve lengi fjölskyldan býr í því hálfgerðu. - Hvað landið snertir getur skipulagsleysi valdið spjöllum sem verða ekki bætt. Stofur - miðrými - mið- hálendi Nú þegar hafa nokkrar „stofur" verið teknar frá, þar sem íbúar þessa lands leita hvíldar, njóta feg- urðar og bjóða inn gestum. Mörg önnur svæði bíða þess að fylla flokk friðlýstra svæða með formlegum hætti. Stærsta og dýrmætasta svæðið í þeim flokki er miðhálendi landsins. Það er enn eins og stórt miðrými í ófullgerðri íbúð. Hingað til hefur mest verið litið á það sem almenning. Hvorki var hirt um að helga sér þar land í upphafi né reisa „milliveggi" eða hreppamörk í seinni tíð. Hins vegar bregöur nú svo við að sumir eru farnir að lielga sér stað í þessu stóra rými, farnir að draga þangað inn sínar persónu- legu eignir og koma sér upp auka- bælum hér og þar. Þeir sem telja sig fulltrúa húsráðenda eru þarna í stórframkvæmdum og leggja var- anlegar rafmagnssnúrur þvert yfir stofuna. Þetta hefur það í for með sér að það veröur engan veginn eins fýsilegt að fara þangað eða bjóða þangað gestum, hvorki í nú- tíð né framtíð. Til eru tillögur um að miðhálend- inu verði skipt á milli þeirra sveit- arfélaga, sem að því liggja, hkt og miðrými í húsi væri skipt á milli sérherbergja. íbúar þeirra sér- herbergja hafa án efa ólíkar skoð- anir og áherslur og hætt er við að heildarsýn skorti í skipulagi þessa miðrýmis. Miðhálendinu verður að halda sem heild, friðlýsa það og setja undir eina stjórn. Það á að vera sameiginlegur réttur allrar þjóðar- innar að fá að njóta þessa svæðis og öðlast þá lífsfyllingu sem það veitir. Það á líka að vera skylda allrar þjóðarinnar að standa vörð um að þar sé engu spillt. Rétt eins og um sé að ræða stofu í íbúð sam- heldinnar fjölskyldu. Sigrún Helgadóttir „Margir sem lagt hafa út í hina sérís- lensku þegnskylduvinnu aö byggja sér hús yfir höfuöið, flytja inn í hús sín rétt tilbúin undir tréverk.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.