Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. 5 Fréttir Lögreglan á Egilsstöðum upplýsti byssumál frá fyrri helgi: Olvaður maður gekk ber- serksgang með haglabyssu Rúmlega þrítugur maður hefur ját- að að hafa skotið með haglabyssu á útihurð og innanstokksmuni á bæn- um Fellsseli sem er skammt fýrir norðan Egilsstaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa verið ölvaöur - háld lagt á tvær haglabyssur og 300 skot þegar byssuæðið greip hann. Fellssel fór í eyði fyrir nokkrum árum. Eigandinn kom að býlinu um fyrri helgi. Var þá greinilegt að ein- hver hafði komið nýlega með hagla- byssu, skotið upp lás á hurðinni og þannig komist inn. Skotið hafði verið á skáp sem er við huröina. Þar fyrir innan er rafmagnsinntak og skemmdi haglabyssuskothríðin raf- lagnirnar. Lögreglan á Egilsstöðum rannsak- aði málið í síðustu viku. Á fostudags- kvöld var áðurnefndur maður tekinn til yfirheyrslu. Játaði hann síðan að hafa farið ölvaður að Fellsseli þar sem hann skaut úr haglabyssu. Lög- reglan lagði hald á tvær haglabyss- ur, sem hann haföi í fórum sínum, og um þrjú hundruð skot. Maðurinn hafði ekki byssuleyfi. Það er litið mjög alvarlegum augum þegar ölv- aðir menn eru á ferð með skotvopn. -ÓTT Skotveiðimenn: Friðsamlegt á Öxnadalsheiði Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Ekki dró til neinna tíðinda á Öxna- dalsheiði um helgina en allt eins hafði verið reiknað með að þar myndi slá í brýnu á milli skotveiði- manna frá Akureyri og Skagfirðinga. Akrahreppur í Skagafirði og Skot- veiðifélag Akrahrepps gerðu með sér samning í síðustu viku sem heimilaði Skotveiðifélaginu að skipuleggja veiði á heiðinni og selja leyfi til veið- anna. Skotveiðimenn á Akureyri lýstu því strax yflr að þeir myndu eftir sem áður halda til veiða á heið- inni og fagna því ef þeir yrðu kærðir. Menn héldu þó að sér höndum um helgina en heyrst hefur að um næstu helgi ætli Ákureyringar að fjöl- menna á Öxnadalsheiði með byssur sínar og ganga til ijúpna hvað sem hver segir. Gæti þá dregiö til tíðinda og komið til þess að skotveiðimenn úr Akrahreppi kærðu Akureyring- ana til yfirvalda. Vilja rannsókn á virðisaukaskatts- svikum og svartri atvinnustarfsemi Alþingismennimir Guðni Ágústsson og Stefán Guðmundsson hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um að fram fari rannsókn á virðisaukaskattsvikum og svartri atvinnustarfsemi. Þeir benda á aö árin 1984 til 1986 hafl starfshópur unnið að rannsóknum á söluskatts- svikum. Þá hafi komið í ljós að umfang dulinnar starfsemi hér á landi hafi numið 5 til 7 prósent af vergri atvinnustarfsemi. Tap hins opinbera hafi numið 2,5 til 3 mill- jörðum króna árið 1985 vegna þessa. Þeir telja fulla þörf á að gera aðra könnun nú eftir hinar miklu kerfis- breytingar á innheimtu skatta sem átt hafa sér stað. Virðisaukaskattur hafi tekið við af söluskatti og stað- greiðsla skatta tekið við af eftirár- greiðslu. Þeir benda á að víða verði þess vart að boðin séu nótulaus við- skipti og því full ástæða að láta kanna þetta mál til hlítar. -S.dór Leikendur i Uti eru ævintýri á Selfossi. DV-mynd Kristján Barnakabarett á Selfossi Stórhýsi íþóttabandalags Reykjavíkur í móaholtinu í Grímsnesi. DV-mynd Kristján Stórhýsi útigangshrossa Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Rétt við Brúará í Grímsnesi stend- ur 1800 m2 steinsteypt hús sem gapir tómum gluggatóftunum yfir-ána til höfuðstólsins Skálholts. Fyrir um það bil 10 árum réðst íþróttabanda- iag Reykjavíkur í það stórvirki að láta byggja þetta hús og var tilgang- urinn að þarna á móaholtinu skyldi vönduö miðstöð fyrir íþróttafólk rísa. En eitthvað hafa menn misreiknað sig í áætlunargerðinni því húsið hef- ur staðið ónotað frá upphafi og eng- um til gagns nema útigangshrossum. Hundruð rúmmetra af steypu bíða þess í sveitasælunni að fá einhvern tilgang og hlutverk. Skattlagning bílafríðinda: Heimild til notkunar gildir „Við rituðum öllum atvinnurek- endum í Reykjavík bréf þar sem við báðum um greinargerð um afnot starfsmanna á bifreiðum viðkom- andi fyrirtækja. Flest fyrirtækin hafa svarað nú þegar og verið er að vinna úr svörunum," sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, í samtah við DV. í bréfinu var beðið um að skýrt væri frá hvort starfsmenn hafa ótak- markaða heimild til aö nota bifreiðar fyrirtækisins í eigin þágu, takmark- aða heimild eða hvort þeim eru afnot óheimil. „Þaö sem gilda mun við skattlagn- ingu bílafríðinda er hvort starfs- menn hafa heimildir til að nota bif- reiðar fyrirtækjanna,“ sagði Gestur. Hann sagði að sig ræki minni til að svör hefðu borist frá ráðuneytum varðandi afnot ráðherra af bifreið- um. Garðar Valdimarsson ríkisskatt- stjóri sagði fyrr á þessu ári að það væri sinn skilningur á skattalögun- um að skattleggja bæri afnot ráð- herra af ríkisbifreiðum. Hann sagði í samtali við DV að það væri síðan skattstjóranna í hverju umdæmi að ákveða það hvort ráðherramir yrðu skattlagðir vegna bifreiðanota. Það kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en á næsta ári. -S.dór Finnur Ingólfsson: Niðurstaðan góð fyrir flokkinn Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Leikfélag Selfoss sýnir um þessar mundir bamakabarettinn Úti eru ævintýri í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Framsýning var sl. föstu- dag. Húsfyllir var og móttökur leik- húsgesta frábærar. Þetta er 35. verkefni félagsins. Þar tekur Magnús J. Magnússon, gamal- kunnur áhugaleikari, saman nokkur þekkt leikrit og leikstýrir stórum hópi leikara úr völdum köflum úr hverju þeirra. Kaílarnir eru úr Dýr- unum í Hálsaskógi, Rauðhettu, Línu langsokk, Karíus og Baktus, Kardi- mommubænum og Öskubusku. Fjöldi barna og unglinga tekur þátt í sýningunni og tekst þeim ásamt þeim fullorðnu að gera skemmtilega hluti. Verkið var sýnt um helgina og á mánudag en fimmta sýningin verð- ur miðvikudaginn 14. nóv. kl. 20. „Ég er mjög ánægður með niður- stöðuna. Hún kom mér eilítið á óvart þar sem ég fékk töluvert meira fylgi en ég átti von á,“ sagði Finnur Ing- ólfsson í samtali við DV. Finnur varð í efsta sæti í skoðanakönnun full- trúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík um helgina. Finnur tjáði sig ekki um ummæh Guðmundar G. Þórarinssonar sem féll úr fyrsta sæti í annað. Til þessa hafa ekki orðið breytingar á framboðshstum Framsóknar- flokksins umhverfis landið. Vekur athygli að Reykjavík er eina kjör- dæmið þar sem nýtt andlit er í topp- sætinu. - Flokkurinn er tahnn eiga í vök að verjast í Reykjavík. Er það þess vegna sem nýtt andlit er í toppsæt- inu? „Flokkurinn á ekki í vök að veijast í Reykjavík. Hann er á uppleið í skoð- anakönnunum og staðan er sterk í höfuðborginni. Um helgina kom ein- faldlega fram vilji þess fólks, sem tekur ákvörðun um hvernig fram- boðshstinn skuh líta út, um að víxla efstu sætunum. Ég er sannfærður um að þessi niðurstaða skoðana- könnunarinnar er mjög góð fyrir flokkinn í Reykjavík." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.