Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. Útlönd Þrengir að Thatcher 1 stöðu leiðtoga íhaldsflokksins: Búist við að Heseltine reyni mótframboð - kosið um nýjan leiðtoga flokksins 20. nóvember Margrét Thatcher, forsætisráö- herra Breta, heitir því aö gefa hvergi eftir innan flokks síns þótt efnt verði til mótframboðs gegn henni. íhalds- menn kjósa sér nýjan leiðtoga 20. nóvember. Búist er við að Thatcher fái nú fyrsta alvarlega mótframboðið á eliefu ára ferli sínum. Thatcher lét þau orð falla í boði hjá borgarstjóranum í Lundúnum að hún myndi veija stöðu sína í flokkn- um með öllum ráðum og sagðist til- búin að mæta hveijum þeim sem vogaði sér að hrifsa til sín embættið. Staða Thatcher hefur ekki verið svo slæm innan flokksins áður. í fyrsta sinn nú á þeim tíma sem hún hefur leitt íhaldsmenn í Bretlandi sjá menn fyrir sér að hún gæti tapað kosningu. Hefð er fyrir því að leiðtogi flokks- ins gegni einnig embætti forsætis- ráðherra ráði flokkurinn stjórninni á annað borð. Þegar er farið að tala um Michael Heseltine, fyrrum varn- armálaráðherra, sem mótframbjóð- anda Thatcher við leiðtogakjörið. Stjómmálaskýrendur segja að Thatcher hafi beint orðum sínum sérstaklega að Heseltine í boði borg- arstjórnar. Hún notaði óspart lík- ingamál úr íþróttum og hét því að berjast um allan völl og láta ekkert færi ónotað. Heseltine hefur hvorki játað því né neitað að hann hafi hug á að fara í framboð gegn Thatcher. Hann er þó einn talinn koma til greina því að Sir Geoffrey Howe, fyrrum aðstoðar- ráðherra, er með öllu ófáanlegur til að etja kappi við járnfrúna. Heseltine á að halda ræðu á fundi um Evrópumál í Hamborg í dag. Búist er við að hann svari þar ræðu Thatcher. Hann verður að hafa gert upp hug sinn á fimmtudaginn því að þá rennur út fresturinn til að til- kynna framboð fyrir leiðtogakjörið. Afstaða Thatcher til Evrópumál- anna hefur orðið til að kveikja ófrið- arbálið innan breska íhaldsflokks- ins. Þó er ljóst að afstaðan til Evrópu- bandalagsins ræður ekki öllu um erflðleika hennar nú. Margir Bretar eru á sama máli og gætu þess vegna staðið með henni í afstöðunni til bandalagsins. Það veldur Thatcher miklu meiri erflðleikum að hún virðist vera að missa tökin á stjórn efnahagsmála. Verðbólga fer nú vaxandi á ný og Margrét Thatcher hét því að verja stöðu sína með öllum ráðum i ræðu sem hún hélt í boði hjá borgarstjóranum í Lundúnum. Augljóst þótti að hún beindi orðum sínum gegn Michael Heseltine. Simamynd Reuter sömuleiðis atvinnuleysið. Þetta hef- - um á stuttum tíma. Járnfrúin er ekki ur valdið því að íhaldsflokkurinn lengur sigursæl og þá vilja íhalds- hefur tapað í tveimur aukakosning- mennskiptaumforystu. Reuter Hiti 1 norskum trúarbrögðum: Trúmaður úr Veginum skaut þrjá vini sína Norðmaður á fertugsaldri, sem skaut þrjá vini sína í svefni í Ósló á síðasta ári, hefur veriö dæmdur til þyngstu refsingar sem norsk lög leyfa. Fékk hann fangelsisdóm upp á 21 ár. Morðinginn og vinir hans voru all- ir í trúfélaginu Veginum. Morðing- inn hefur þó sagt að ódæðisverkið snerti á engan hátt trúmál. Hann hefur hins vegar aldrei viljað segja hvers vegna hann skaut vini sína. Morðin voru framin í Slemdal, einu af betri úthverfum Óslóar. Morðing- inn segist hafa komið þar í einbýlis- hús um miðnætti og hafl vinir hans verið sofandi. Hann segist hafa náð í marghleypu og gengið inn í her- bergi þar sem kærustupar svaf sam- an í rúmi. Hann skaut þau bæði í höfuðið. Að því loknu gekk hann að rúmi þriðja mannsins og myrti hann líka. Eftir þetta segist hann hafa farið í sturtu, hringdi síðan í vinnufélaga sinn og sagði honum að hann kæmi ekki oftar til vinnu. Þá hringdi hann á lögregluna og gaf sig fram. Sálfræðingur hefur úrskurðað að maöurinn sé ekki geðveikur þótt hann hafi enga skýringu getað gefið á framferði sínu. Hann taldist því sakhæfur og var dæmdur í samræmi við það. Mjög fátítt er að svo þungir dómarfalliíNoregi. NTB -So VÉTRÍKI Kazakhstan rr yyj ma-Ma Avalvatn Kírgízía • Frum Issyk- Kul KÍNA Upptök jarðskjálftans voru við vatnið Issyk-Kul, hundrað kilómetra fyrir sunnan Alma-Ata. Öflugur jarðskjálfti í Kazakhstan Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kaz- akhstan í Sovétríkjunum nálægt kín- versku landamærunum í gær. Ekki hafa borist fregnir af skjálftasvæð- inu. Upptök skjálftans, sem mældist 6,3 stig á Richterskvarða, voru við vatnið Issyk-Kul sem er vinsæll sum- ardvalarstaður um hundrað kíló- metrum fyrir sunnan Alma-Ata, höf- uðborg Kazakhstans. í Kína mældist skjálftinn 6,7 stig á Richterskvarða. Sænskur jaröskjálftafræðingur sagði að upptök skjálftans virtust hafa orðið grunnt undir yfirborðinu og þar með væri meiri hætta á að hann hefði valdiö alvarlegu tjóni. Jarðskjálfti er einnig sagður hafa orðið í Tashkent, höfuðborg Úzbe- kistan í miðhluta Asíu, í gær. Reuter Táragasárás á Winnie Mandela Winnie Mandela, eiginkona blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, varð í gær fyrir táragasár- ás. Árásin var gerð þegar hún var að heimsækja fjölskyldur unglinga sem látist höföu í átökum við lög- reglu. Að sögn sjónarvotta lenti eitt á höfði Winnie Mandela. Winnie Mandela var á ferð í Att- eridgeville í Pretoríu þegar árásin var gerð. Þar höfðu orðiö róstur um helgina og tveir unglingar látist af völdum skotsára. Að sögn íbúanna skutu lögreglumenn á blökkumenn sem reyndu að setja á rafmagn í borgarhlutanum. Það hafði verið tekið af þar sem íbúarnir neituðu að greiða reikninga. Reuter Vinningstölur laugardaginn 10- nóv. 90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 2.512.241 r% puús (gMlÉ 4. 4af5^pí 1 435.900 3. 4af5 118 6.372 4. 3af5 3.37I i 516 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.452.373 kr. UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.