Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990.
Utlönd
Ófriðarbálið magnast 1 Austur-Berlín þrátt fyrir aukna hörku lögreglunnar:
Unglingar reistu götuvígi
og kveiktu í bflum í nótt
í það minnsta eitt þúsund ungir
ólátaseggir reistu götuvígi í Austur-
Berlín i nótt, kveiktu í bílum og
rústuðu verslanir. Þetta eru einhver
alvarlegustu ólæti unglinga í þeim
hluta borgarinnar í langan tima.
Upphaf ólátaniia má rekja til þess
að lögreglan ákvað að rýma þrjár
byggingar sem hústakar höfðu lagt
undir sig. Brugðust þeir hart viö og
réðust gegn lögreglunni með bensín-
sprengjum, grjóti og bareflum. Eldur
var lagður í bifreiðar og götur rifnar
upp.
Vitni sögöu að ungniennin hefðu
sungið söngva gegn sameiningu
Þýskalands. Þar á meðal er einn sem
nýtur vaxandi vinsælda í Þýskalandi
og gengur undir nafninu „Aldrei aft-
ur Þýskaland“.
„Þeir vilja binda enda á lýöræöi í
okkar landshluta," sagði ung kona í
Austur-Berlín. Lögreglan telur aö
ekki sé um skipulagða andstöðu við
stjómvöld að ræða heldur uppþot
vegna óánægju með versnandi kjör.
Segir lögreglan að ólætin í nótt séu
af sömu rótum runnin og þegar fót-
boltabullur hafa á síðustu vikum far-
ið með skemmdarverkum um borgir
og bæi í austurhluta Þýskalands eftir
knattspymuleiki.
Lögreglan í Austur-Berlín er mjög
fáhðuð og varð að hörfa undan óláta-
- lögreglan er of fáliðuð og óreynd til að ráða við mannfjöldann
seggjunum. Fljótlega var gripiö til
þess að skjóta táragassprengjum að
mannfjöldanum. Háþrýstidælur
vora einnig notaðar. Aðeins tólf
menn voru handteknir og fjórtán
varð að flytja á sjúkrahús. Einn slas-
aðist alvarlega þegar hann fékk stein
í andUtið.
Rúður vora víða brotnar í verslun-
um og miklu stoUð af áfengi. Einnig
virtust ólátaseggirnir hafa mikinn
áhuga á hljómílutningstækjum en
mest var þó hugsað um að eyðUeggja.
Yfirvöld í Berlín hafa miklar
áhyggjur af vaxandi ólátum í borg-
inni. Haldi þessu áfram minnka lík-
umar á að borgin verði vaUn sem
stjórnaraðsetur en margir Þjóðverj-
ar vUja að BerUn verði í öllu tUliti
höfuðborg landsins. Enp situr stjóm
sameinaðs Þýskalands í Bonn en tU
stendur að ákveða fyrir áramót hvort
stjórn landsins færir sig um set.
Svo virðist sem nýnasistar njóti
hvergi meira fylgis en í Austur-
Berlín. Hafa þeir æst tíl ófriðar. Þá
sitja hústakar enn í um 100 bygging-
um í borginni og mótmæla miklum
skorti á íbúðarhúsnæði. Við þetta
bætist að vegna reynsluleysis hefur
lögreglan engin tök á ólátaseggjum
sem fjölmenna á fótboltaleiki.
Grímuklæddir ólátaseggir fóru með eldi um Austur-Berlín i nótt og kveiktu í fjöida bila og rústuðu verslanir. Reuter
Símamynd Reuter
Israelskir lögreglumenn handtaka araba i gær, Handtakan fór fram eftir
að lögreglan hafði eyðilagt nokkur arabísk heimili sem byggð höfðu verið
í leyfisleysi. Simamynd Reuter
Námsmenn grýttu lög-
reglumenn í París
Lögreglustjórinn í Jerúsalem, þar
sem átján Palestínumenn voru
skotnir til bana af lögreglu í byrjun
síðasta mánaðar, hefur verið hækk-
aöur í tign. Talsmaður ísraelsku lög-
reglunnar sagði í gær aö lögreglu-
stjórinn, Arieh Bibi, hefði verið skip-
aður yfirmaöur mannaflans í ísra-
elsku lögreglunni.
Því hafði verið spáð í ísrael að lög-
reglustjórinn yrði hækkaður í tign
sem sárabót fyrir stöðumissinn í
Jerúsalem. ísraelsk nefnd, sem rann-
sakaði morðin á Musterishæðinni í
Jerúsalem, hefur gagnrýnt lögregl-
una fyrir að hafa ekki veriö nógu vel
undirbúin undir óeirðirnar.
Utanríkisráðherra ísraels, David
Levy, tilkynnti í gær að ísraelsk yfir-
völd myndu samþykkja komu eins
rannsóknaraðila á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Skilyrðið er að Banda-
ríkjamenn lofi að hætta að ræða um
morðin. ísraelsk yfirvöld hafa vísað
á bug fordæmingu Öryggisráös Sam-
einuöu þjóðanna á morðunum.
Reuter
Óeirðalögregla barðist viö ung-
menni á Bastillutorginu í París í
gær. Námsmenn fóru þar í mótmæla-
göngu og kröfðust betri aðstæðna í
menntaskólum landins. Mótmæla-
gangan endaði með uppþotum og of-
beldi.
Lögreglan segir að um 90 menn úr
liði hennar hafi slasast en enginn
veit enn hve margir úr hópi náms-
mannanna gegnu sárir af velli. Um
50 mótmælendur voru handteknir.
Gangan fór.friðsamlega fram þar
til lögreglan ákvaö aö loka einni brú
yfir Signu til að koma í veg fyrir að
göngumenn gætu lagt leið sína að
Elyseehöll þar sem Francois Mitter-
rand býr.
Lögreglan hafði þó fengið fyrir-
mæli um að láta lítið fyrir sér fara í
von um að allt færi friðsamlega fram.
Þegar námsmenn hófu grjótkast hik-
aöi lögreglan við að dreifa mann-
fjöldanum. Ófriðurinnn magnaðist
þá og særðust margir lögreglumenn
af grjótkastinu.
Við svo búið var óeirðalögreglan
kölluð út og beitti hún háþrýstidæl-
um og táragasi til að stöðva för náms-
mannanna. Að lokum tókst að hrekja
þá af brúnni en þegar námsmennirn-
ir dreifðust um borgina kveiktu þeir
í nokkur bílum og einni járnbrautar-
stöð.
Nokkrir fréttamenn slösuðust þeg-
ar mótmælendumir réðust gegn
þeim og spörkuðu þá niður: Urðu
kvikmyndatökumenn aðallega fyrir
þessu.
Talið er að ekki færri en 200 þúsn-
und námsmenn hafi veriö í mót-
mælagöngunni. Vitni segja að flestir
hafi farið með friði og ólætin megi
rekja til lítils hóps sem hafi verið
staðráðinn í að hleypa mótmælunum
upp.
Reuter
Morðin í Jerúsalem:
Lögreglustjórinn
fær stöðuhækkun
Aíbrýðisöm eiginkona skotin til bana 1 Texas:
För húsavillt í leit að
ótrúum eiginmanni
Húsmóðir í Houston í Texas var
skotin til bana þegar hún reyndi
að ráðast inn í hús þar sem hún
átti von á að eiginmaður hennar
héldi við konu nokkra. Hún fór þó
húsavillt og eiginmaðurinn fannst
síðar í öðru húsi. Grunur konunn-
ar reyndist hins vegar á rökum
reistur.
Að sögn lögreglunnar í Houston
voru málavextir þeir að Prisciila
Brayboy fór ásamt vinkonu sinni
út seint um kvöld að leita að eigin-
manninum í einu úthverfa Hous-
ton. Þær komu auga á gráan Volvo
af sömu gerð og eiginmaðurinn ók
utan við hús nokkurt. Viö svo búið
ákváðu þær að ráðast þar til inn-
göngu.
Brayboy barði að dyrum en var
svarað með ókvæðisorðum. Hún
ákvað þá að bijóta sér leið inn en
í þann mund sem hún kom inn úr
dyrunum skaut húsráðandi á hana
úr haglabyssu. Vinkonan hljóp þá
eftir hjálp en haföi ekki farið langt
þegar hún gekk fram á rétta gráa
Volvoinn.
Lögreglan fann síðar eiginmann-
inn í því húsið og sagði að hann
hefði ekki verið einn þar. Brayboy
var ílutt með þyrlu á sjúkrahús og
lést hún af skotsárunum þegar
þangað var komið.
Enn hefur enginn verið hand-
tekinn vegna þessa máls og ekki
liggur ljóst fyrir hvort húseigand-
inn, sem skaut á konuna, verður
sóttur til saka því hann telur sig
hafa gripið til vopna í sjálfsvörn.
Reuter