Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990.
DV
11
Útlönd
Kosið í skugga efnahagskreppu í Færeyjum á laugardaginn:
KJósendur vondauf ir um að
nýtt Lögþing leysi vandann
- jafnaðarmönnum undir forystu Atla Dam spáð sigri
Kosningabaráttan í Færeyjum hef-
ur til þessa einkennst af vantrú jafnt
frambjóöenda sem kjósenda á að nið-
urstaða kosninganna breyti nokkru
um stöðuna í stjómmálum eyjanna.
Kosningar til Lögþings á síðustu
árum hafa engu breytt um valdahlut-
fóll flokkanna. Þegar síðast var kosið
fluttist aðeins eitt þingsæti milli
flokka og ekkert bendir til að auð-
veldara verði að mynda nýja land-
stjórn eftir þessar kosningar en var
eftir þær síðustu.
Núna hafa allir flokkarnir einka-
væðingu atvinnulífsins á stefnuskrá
sinni. Síðustu flmmtán ár hefur öll-
um þótt sjálfsagt að landstjórnin
hefði forystu um uppbygginu at-
vinnulífsins. Nú þegar afleiðingarn-
ar af forsjárstefnu stjórnarinnar eru
að hellast yfir Færeyinga tala stjórn-
málamennirnir um markaðslögmál
og sjálfstæðan atvinnurekstur þótt
fátt sé um skýr svör við því hvernig
fótunum skuli komið undir fyrirtæk-
in á ný.
Því er spáð að Atla Dam og jafnaðarmönnum verði falið að mynda nýja
landstjórn í Færeyjum að loknum kosningum. Hann beið ósigur i kosningun-
um 1988 og varð þá að víkja úr embætti fyrir Jogvan Sundstein.
Færeysk stjórnmál hafa verið í
pattstöðu í mörg ár og þrátt fyrir að
sú staða verði tæpast leyst núna þá
er kosningabaráttan samt um margt
ólík því sem verið hefur á undanförn-
um árum. Til þessa hafa allir flokk-
arnir háð baráttuna í nafni framfara
og betri lífskjara en nú býður hver
flokkur sína útgáfu af niðurskurðar-
pólitík.
Landsjóður
á hausnum
Öllum er ljóst að lífskjör fara
versnandi í Færeyjum og eiga eftir
að versna til muna á næstu árum.
Undanfarin ár hafa Færeyingar búið
við falskan hagvöxt og nú er komið
að því að greiða skuldirnar. Staða
landsjóðsins er afa slæm, greiðslu-
getan lítil og hallinn á sjóðnum á síð-
asta ári var um 20%. Svo mikill halli
þekkist hvergi meðal þjóða á norður-
hveli jarðar.
Ástæðan fyrir hallanum er að land-
sjóðurinn hefur tekið á sig miklar
skuldbindingar vegna útgerðar frá
eyjunum. Landsjóðurinn hefur
ábyrgst lán sem síðan hafa fallið á
sjóðinn viö gjaldþrot útgerðarfélaga
og við það bætist að sjóðurinn hefur
haldið útgerð gangandi með beinum
styrkjum.
Klofningsflokkur
með litla framtíð
Sósíalíski sjálfstæðisflokkurinn er
þama engin undantekning þótt hann
hafi skipað sér yst á vinstri væng
stjórnmálanna. Flokkurinn varð til
nú í haust eftir að landstjórnin féll.
Fyrir honum fara menn sem áður
vom flestir í Þjóðveldisflokknum og
einnig fólk sem ekki hefur áður látið
til sín taka í stjórnmálunum.
Það er sundurleit hjörö sem stend-
ur að Sósíalíska sjálfstæðisflokkn-
um. Nú þegar er komin upp óeining
um stefnuna og jafnvel talað um full
vinslit milli róttækra og hófsamra
flokksmanna. Flokknum er ekki
spáð miklum árangri í kosningunum
og útilokað talið að hann fái mann á
þing fyrir Þórshöfn, stærsta kjör-
dæmið. Erfiðara er hins vegar að
segja fyrir um útslitin í minni kjör-
dæmunum.
Almennt er talið að jafnaðarmenn
undir forystu Atla Dam fái besta
kosningu. Flokkurinn hefur verið í
stjórnarandstöðu frá árinu 1988 og
er ekki kennt um þrengingarnar í
efnahagslífnu nú. Jafnaðarmenn lofa
m.a. að koma atvinnuleysistrygging-
um á fót en þær hafa ekki þekkst í
Færeyjum til þessa. Þá lofa jafnaðar-
menn að draga úr skattlagningu en
skattahækkun á síðasta ári mætti
mikilli mótspyrnu.
En þótt jafnaðarmenn fari með sig-
ur af hólmi verða þeir eftir sem áður
að fmna sér samstarfsflokk til að
mynda með næstu landstjórn. Þó er
búist við að jafnaðarmenn verði í
forystu fyrir næstu stjórn sem
stærsti flokkur Færeyja.
Þjóðveldismönnum spáð
fylgistapi
Spámenn um færeysk stjórnmál
þykjast einnig sjá það fyrir að hlutúr
Þjóðveldisflokksins verði rýr í kosn-
ingnum. Sagt er að flokkurinn hafi
fórnað öllum sínum baráttumálum
fyrir að fá að leiða fráfarandi land-
stjórn með Sambandsflokknum og
Þjóðarflokknum. Áður voru sam-
bandsslit við Danmörku helsta bar-
áttumál flokksins en því varð að
fórna til að ná samstöðu með Sam-
bandsflokknum.
Gömlum flokksmönnum þykir sem
Þjóðveldisflokkurinn hafl við þetta
færst mikið til hægri en hann var
áður talinn vinstri- og miðflokkur.
Fyrir síðustu kosningar hafði Þjóð-
veldisflokkurinn lofað því að land-
stjórn undir forystu hans tæki að sér
flest þau mál sem enn heyra undir
stjórnina í Kaupmannahöfn. Þessum
fyrirheitum varð einnig að slá á frest
og nú stendur flokkurinn uppi án
málefna.
í leit að nýjum baráttumálum hafa
þjóðveldismenn viljað gera afstöð-
una til Evrópubandalagsins að aðai-
máh kosninganna. Aðrir flokkar
vilja sem minnst um bandalagið tala
enda standa fyrir dyrum erflðar við-
ræður við það um fiskveiðimál. Þjóð-
veldismenn vilja öðlast sérstöðu í
færeyskum stjórnmálum sem eini
flokkurinn með skýra aftöðu gegn
Evrópubandalaginu en allir hinir
flokkarnir segjast einnig vera á móti
þannig færeyskir stjórnmálaský-
rendur sjá litla atkvæðavon í Evr-
ópuumræðunni.
Ógætileg ummæli um EB
Þó kann svo að fara að Þjóðarflokk-
urinn tapi á ógætilegum ummælum'"
eins frambjóðanda síns um Evrópu-
bandalagið. Hér á í hlut Birgir Dani-
elsen sem áður var einn helsti út-
gerðarmaður og fiskverkandi í Fær-
eyjum. Birgir hefur viðrað þá skoðun
að Færeyingar ættu að ganga í Evr-
ópubandalagið.
Ekki er búist við að hlutur fær-
eyskra kvenna verði stærri í stjórn-
málunum eftir þessar kosningar en
var fyrir. Aðeins 13,5% frambjóð-
enda eru konur og það er bara í Sós-
íalíska sjálfstæðisflokknum sem
konur hafa fengið einhvern hljóm-
grunn. Staða flokksins er hins vegar
nánast vonlaus.
Karin Kjölbro kom á þing fyrir
Þjóðveldisflokkinn árið 1978 en hún
hverfur nú af þingi. Nú eiga þrjár
konur sæti á Lögþinginu og þær
verða tæpast fleiri eftir kosning-
arnar.
Á liðnum árum hafa Færeyingar
talið það sjálfsagða skyldu sína að
kjósa og kjörsókn jafnan verið mjög
mikil. í síðustu kosningum kusu
87,2% atkvæðisbærra manna en nú
er því spáð að margir sitji heima og
mótmæli á þann veg vanmætti
stjórnmálamannanna til að leysa
brýnustu mál Færeyinga.
Ritzau
EINDAGI
STAÐGREIÐSLUFJÁR
ER 15. HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skil tímanlega!
RÍKISSKATTSTJÓR!