Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. 17 fþróttir • Július Jónasson er annar markahæsti leik- maður frönsku 1. deildarinnar. Júlíus slæst við Júgóslavana - um markakóngstitilinn í frönsku 1. deildinni Júlíus Jónasson, sem leikur meö Paris Asnieres, er annar markahæsti leikmaður í frönsku 1. deildinni í handknattleik meö 47 mörk og er aðeins einu marki á eftir Saracevic, júgóslavneska landsliösmanninum sem leikur með Bordeaux. Saracevic þessi er vinstri handar skytta og hef- ur oft gert íslenska landsliöinu skrá- veifu meö sínum þrumuskotum. í þriöja sæti er annar júgóslavneskur landshösmaður, Isaakovic, en hann 'hefur skoraö 46 mörk. Júlíus og félagar léku ekkert um helgina vegna Evrópuleikja franskra félagsliöa. Um fyrri helgi vann París- arliðið mikilvægan sigur á Ivry, 18-19, í æsispennandi leik. „Við vorum yfir mestallan tímann og leiddum með 2-3 mörkum. Undir lok leiksins jöfnuðu leikmenn Ivry og komust yfir, 18-17, og hélt maður þá að reynsluleysi okkar ungu stráka ætlaði enn einu sinni að verða okkur að falli en við náðum að skora tvö síðustu mörkin og tryggja okkur sig- ur,“ sagði Júlíus Jónasson í samtali við DV. Júlíus skoraði 5 mörk í leiknum og var í strangri gæslu allan tímann. Paris Asnieres er í 4. sæti í sínum riðh en á leik til góða gegn meistur- unum frá i fyrra, Nynies, á miðviku- daginn. Sigri liðið í þeim leik hoppar þaö um tvö sæti. -GH • Michael Gross hefur fengið frábæra tíma að undanförnu og er til alls líklegur á ný. Albatrosinn aftur kominn á fleygtferð - Michael Gross aftur 1 þýska landsliðið „Ég er mjög ánægður með árangurinn sem ég náði á þessu móti og um leið vann ég mér sæti í þýska landsliðinu í heims- meistarakeppninni í Ástralíu," sagði „al- batrosinn" Michael Gross, einn sterkasti sundmaður allra tíma, eftir þýska meist- aramótið í sundi sem lauk í Munchen á sunnudaginn. Gross, sem er 26 ára að aldri, hefur ekki náð sér á strik í langan tíma vegna meiðsla en virðist vera á upp- leið að nýju, Þjóðverjum til mikiÚar ánægju. Michael Gross sigraði í tveimur grein- um, synti 100 metra flugsund á 54,07 sek- úndum, sem er mjög góður tími og í 200 metra flugsundi á 1:59,06 sekúndum. Gross er til alls vís á næstunni en hann hefur verið að synda á frábærum tímum á æfing- um. Það bar einnig til tíðinda á mótinu að stúlkurnar, sem áður syntu fyrir hönd Austur-Þýskalands, náðu ekki tilskildu lágmarki fyrir HM í Ástralíu og eru litlar sem engar líkur á að þær vinni sér sæti í landsliðinu sem keppir í Ástrahu. Þær sem hér um ræðir eru heimsmeistararnir Heike Friedrich og Astrid Strauss og tvö- faldur Evrópumeistari, Anke Möehring. -JKS Erlendur þjálf ari til Framara í stað Gústafs? - Gústaf Björnsson hættur sem þjálfari Fram Gústaf Björnsson hætti í gær störf- um sem þjálfari 1. deildar hðs Fram í handknattleik karla en hann hefur stýrt hðinu í hálft þriðja ár. Þorberg- ur Aðalsteinsson landshðsþjálfari mun verða Frömurum th aðstoðar með þjálfun þar til eftirmaður Gú- stafs er fundinn en samkvæmt heim- hdum DV eiga Framarar i viðræðum við þekktan erlendan þjálfara og vonast th þess að geta samið við hann th að minnsta kosti tveggja ára. Handknattleiksdehd Fram sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var að þetta væri niðurstaða viðræðna stjórnar deildarinnar og Gústafs um helgina og bein afleiðing af slæmri stöðu liðsins í 1. dehd. Framarar sitja þar á botninum eftir N 10 umferðir, hafa ekki unnið leik og eru aðeins með tvö stig. Heimirmeð Fram- liðiðgegn FH Heimir Ríkharðsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeildinni, sem jafn- framt er hðsstjóri Framliösins, mun stýra því í næsta leik í 1. deildinni gegn FH annað kvöld. „Gústaf var ekki rekinn, hann opn- aði umræðuna sjálfur og það varð til þess að við fórum að skoða stöðuna af fullri alvöru. Við sættum okkur ekki við að sitja á botni deildarinnar og ætlum að freista þess að bæta stöðuna. Gústaf er mjög hæfur þjálf- ari og hefur reynst félaginu mjög vel 1 aha staði og þetta var rosalega erfið ákvörðun sem við verðum að standa og falla með,“ sagði Heimir í samtah við DV í gærkvöldi. Sagðist hætta ef vilji væri fyrir því „Það er ekki rétt sem fram kemur í tilkynningunni að þetta hafi verið niðurstaða viðræðna. Eftir tapið gegn Gróttu á laugardaginn tilkynnti ég stjórnarmönnum að ef vilji væri fyrir því að ég hætti með liöið myndi ég hlíta því. Það væri i höndum þeirra og leikmanna. í dag, mánu- dag, höfðu þeir síðan samband við mig og tjáðu mér að niðurstaðan væri sú að ég myndi hætta með lið- ið,“ sagði Gústaf í samtali við DV í gærkvöldi. Óbreytt lið glapræði „Það liggja ýmsar ástæður á bak við þennan slaka árangur liðsins en það er fyrst og fremst ungt og reynslu- laust. Þegar við unnum 2. dehdina í fyrravor höfðu stjórnarmenn á orði að það væri glapræði að tefla fram óbreyttu hði í 1. deildinni í vetur en síðan var ekkert gert til að styrkja liðið,“ sagði Gústaf Björnsson. -VS Keppendur voru73á haustmótinu Haustmót Júdósambandsins fór fram um nýliðna helgi í íþróttahúsi Kennaháskóla ís- lands. Keppendur voru frá Ár- manni, Júdófélagi Reykjavíkur, KA og Ungmennafélagi Grinda- víkur, samtals 73. Keppt var í 7 þyngdarflokkum yngri en 15 ára og 6 þyngdarflokkum karla. Úr- slit einstakra flokka urðu eftir- farandi: Drengir yngri en 15 ára, -25 kg 1. Sævar Jónsson, Ármanni 2. Bjarni Þ. Sigurjónsson, UMFG 3. Leon Hafsteinsson, UMFG 3. Birkir Hrafnsson, UMFG -30 kg 1. Páll B. Sæþórsson, Ármanni 2. Kristinn Amberg, UMFG 3. Ármann Sveinsson, UMFG 3. Edgar Atlason, JR -35 kg 1. Olafur Baldursson, JR 2. Bjarni Tryggvason, Ármanni 3. Bogi Hallgímsson, UMFG 3. Þorsteinn Davíðsson, Ármanni -40 kg 1. Bergur Sigfússon, Ármanni 2. Sæþór Sæþórsson, Ármanni 3. Stefán I. Aðalbjömsson, Árm. 3. Guðfinnur Karlsson, UMFG -45 kg 1. Magnús Ö. Sigurðsson, UMFG 2. Atli Hrafnsson, JR 3. Karl O. ísleifsson, UMFG 3. Teresa Vachunóva, JR -50 kg 1. Atli Árnason, Ármanni 2. Egili Egilsson, Ármaimi 3. Atli Gylfason, Ármanni + 50 kg 1. Kári Agnarsson, Armanni 2. Ásgrímur Guðbjartsson, Árm. 3. Óskar Sigurðsson, Ármanni Karlar -60 kg 1. Hilmar Kjartansson, UMFG 2. Jón Á. Brynjólfsson, Ármanni 3. Gígja Gunnarsdóttir, Ármanni 3. Eiður Birgisson, Ármanni -65 kg 1. Baldur Stefánsson, KA 2. Jóhannes Hai-aldsson, UMFG 3. Þorvaldur Sturiuson, JR 3. Ólafur H. Þorgrimsson, Árm. -71 kg 1. Stanislav Michalovski, UMFG 2. Jón K. Þórsson, JR 3. Karl Erlingsson, Ármanni 3. Tryggvi Gunnarson, Ármanni -78 kg 1. Freyr Gauti Sigmtmdss., KA 2. Ómar Sigurðsson, UMFG 3. Sigurður Leví, Ármanni 3. Þór Þorsteinsson, Ármanni -86 kg 1. Halldór Hafsteinsson, Armanní 2. Guðlaugur Halldórsson, KA 3. Jóhann G. Sigurösson, KA 3. Elías Bjamason, Ármanni + 86 kg 1. Bjarni Friðriksson, Ármanní 2. Torfi Ólafsson, KA -GH i vondu lann hafi ta hann. „Búið að afhenda Liverpool titilinn“ - Arsenal missir tvö stig og Manchester United eitt „Kampavínsílöskurnar verða opnaðar í Liverpool í kvöld. Við erum það lið sem átti mesta mögu- leika á að berjast við leikmenn Li- verpool um meistaratitilinn í vetur en nú er svo gott sem búið að af- henda þeim titilinn,“ sagði David O’Leary, hinn reyndi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Arsenal, í gær. Arsenal var í gær svipt tveimur stigum í 1. dehdinni og Manchester United einu af stjórn deildakeppn- innar vegna slagsmálanna sem brutust út á meðal leikmanna lið- anna þegar þau mættust fyrir skömmu. Þetta þýðir að Liverpool er nú komið með átta stiga forskot á Arsenal á toppi 1. deildar en sex stig skildu liðin að áður. Félögin hafa 14 daga frest til að áfrýja dómnum. Arsenal fékk þyngri refsingu en United vegna þess að þetta var í annað skiptið á einu ári sem leik- menn liðsins taka upp á því að slást inni á vellinum. Það gerðu þeir í leik gegn Norwich á síðasta keppn- istímabili. Þetta er í fyrsta skipti í sögu ensku knattspyrnunnar sem lið eru svipt stigum vegna agabrota en áður hefur það gerst hjá liðum sem ekki hafa mætt til leiks eða teflt fram ólöglegum leikmönnum. Þarf Leeds að leika án áhorfenda Svo kann að fara að Leeds þurfi að leika næstu heipialeiki sína án áhorfenda vegna óeirða stuðnings- manna liðsins á útileik gegn Manc- hester City á sunnudaginn. Leeds fékk skhorðsbundinn dóm í fyrra- vor eftir svipaða uppákomu í Bour- nemouth og má því búast við þungri refsingu í þetta skipti. -VS Handbolti Víkingur - KR Stórleikur 11. umferðar í Laugardaishöll í kvöld __________kl. 20.00._______ Handboltaunnendur fjölmennum á leikinn. ÁFRAM VÍKINGUR sióváUíSaimennar Nýtt félafi sterkar rætur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.