Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990.
2
Sviðsljós
Það var mikill mannfjöldi á bílauppboði Vöku og stemningin eins og best verður á kosið. DV-myndir GVA
Bílauppboð Vöku:
Þúsundkall fyrir Skóda
Um síðustu helgi voru boðnar upp
meira en áttatíu bifreiöir í bíla-
geymslu Vöku á Smiðshöfða. Um 70
bílar seldust og var verðið allt frá
1.000 krónum fyrir ’84 árgerð af
Skóda upp í 550.000 fyrir ’84 árgerð
af Bronkó.
Að sögn Steinars Más Gunnsteins-
sonar, verkstjóra hjá Vöku, gæti
Bronkóinn kostað í kringum milljón
á bílasölu ef hann er í góðu lagi en
það vita kaupendur ekki fyrirfram.
Þeir eiga þess einungis kost að kaupa
það sem þeir sjá og fá engar upplýs-
ingar um innra ástand farartækj-
anna. Kaupendur geta því allt eins
keypt köttinn í sekknum jafnframt
því að eiga möguleika á að gera reyf-
arakaup.
Steinar Már sagöi það mikið sömu
mennina sem kæmu á uppboðin og
byðu í bíla. Mest væru það bifvéla-
virkjar, réttingamenn, sprautarar og
ósköp venjulegir braskarar.
Um 400 manns voru viðstödd upp-
boðið um helgina og stemningin var
eins og hún gerist best, að sögn Stein-
ars Más. -H.Guð.
Gamli draumurinn að eignast Bens þarf kannski ekki að vera svo fjarlæg- „Jú, jú, stýrið er á sínum stað og útiitið ekki sem verst..
ur eftir allt.
Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, kom fyrir rétt þann
9. nóvember síðastliðinn. Þar fara fram vitnaleiðslur um hvort henni
beri að láta af hendi gersemar að jafnvirði fimm milljarða dala sem
hún og maður hennar, Ferdinand Marcos, eru sökuð um að hafa komið
undan í forsetatíð Marcosar. Þarna er um að ræða ýmsar þjóðargersem-
ar sem Filippseyingar telja að tiiheyri þjóðinni en þau hjón segja að sé
■ eigu þeirra sjálfra. Imelda Marcos dvelur nú í útlegð í Bandaríkjunum.
Zsa Zsa Gabor „ætt-
leiöir'' svertingja
Oft hefur ungverska leikkonan Zsa
Zsa Gabor gengið fram af nágrönn-
um sínum en aldrei eins og nú.
Nýlega „ættleiddi" hún svertingja-
mæðgur sem hún kynntist þegar hún
innti af hendi þegnskylduvinnu í
kt'ennaathvarfi.
Með Zsa Zsa og mæðgunum tókst,
að leikkonunnar sögn, svo innileg
vinátta að leikkonan ákvað að taka
þær inn á villu sína í Hollywood þar
sem hún býr með manni sínum,
Prince Frederick von Anhalt.
Ekki hefur frúin á bænum nú gert
þetta eingöngu af tómri miskunn-
semi því þær mæðgur vinna fyrir
mat sínum og vel það. Þær þrífa hús-
ið, elda mat og halda húsmóðurinni
selskap, þannig að líkast til hefur Zsa
Zsa hreinlega séð fram á að þarna
næði hún í ódýrt vinnuafl. Tímar
þrælahaldsins eru. greinilega ekki
liðnir, en það skiptir höfuðmáli að
allt sé gert undir réttum formerkjum.
Zsa Zsa Gabor með „dætrum" sínum.
Ólyginn
sagði
Rob Lowe
er að stillast ef marka má yfirlýs-
ingar hans sjálfs. Hann hefur nú
lýst því yíir að dagar víns og rósa
séu liðnir og nú helgi hann sig
rólegri áhugamálum.
„Ég er crðinn fullorðinn," segir
Robbi. „Áður fyrr, meðan ég var
unglingur, helgaði ég mig starfs-
framanum af öllu hjarta á meðan
jafnaldrar mínir slettu úr klauf-
unum. Eftir að ég náði markmið-
um mínum og var orðinn þekktur
og eftirsóttur leikari tók ég út
minn skammt af gleðinni sem ég
fór á mis við þegar ég var að klifra
upp á toppinn. Nú hef ég hins
vegar náð því sem ég sóttist eftir
en þegar ég fullorðnaöist og
þroskaðist fór gildismat mitt að
breytast. Nú nýt ég þess að eiga
rólegar stundir,” segir þessi
ókrýndi prins.
Brooke Shields
Japanir halda nú niðri í sér and-
anum eftir að hafa komist á snoð-
ir um að krónprins þeirra, hinn
þrítugi Naruhito, sé að draga sig
eftir bandarísku leikkonunni
Brooke Shields. Þau ku hafa átt
leynilega samfundi í Tokyo fyrir
skemmstu og fregnir herma að
vel fari á með þeim skötuhjúum.
Prinsinn varð fyrst uppvís að
áhuga sínum á Brooke árið 1985.
Japönsk blöð birtu myndir úr
herbergi hans hátignar í Oxford
háskólanum. Þar mátti sjá stærð-
arinnar plakat af leikkonunni
ungu hangandi fyrir ofan hina
konunglegu hvílu.
Skömmu seinna birtust myndir
af Brooke og prinsinum þar sem
hann var í heimsókn í Princeton
háskólanum í New Jersey, en
Brooke stundaði þar nám.
Hvort hér er á ferðinni nýtt Grace
Kelly-ævintýri er ekki gott að
segja en víst er að Japanir bíða
spenntir eftir aö frétta nánar af
ástarmálum prinsins og leikkon-
unnar fallegu.
Joan Collins
var nýlega í viðtali á breskri sjón-
varpsstöð. Eftir þáttinn settist
hún makindalega í sófa í stúdíó-
inu til að gefa ljósmyndurum og
áhorfendum í sjónvarpssal tæki-
færi til aö mynda sig.
Þá stóð áttræð kona upp til að
mynda leikkonuna frægu en ekki
tókst betur til en svo að gamling-
inn hnaut um koll og kútveltist
eftir endilöngum salnum. Joan
Collins þaut upp eins og flugeldur
og stumraði yfir þeirri gömlu þar
til hjúkrunarlið kom á vettvang.
Það var síðar haft eftir gömlu
konunni að hún væri hæstánægð
með umhyggju Collins og að bylt-
an sú arna hefði borgað sig.