Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990.
Afmæli
Guðmundur Daðason
Guömundur Daöason, fyrrv. bóndi
á Ósi á Skógarströnd, Hraunbæ 152,
Reykjavík, er níræður í dag.
Starfsferill
Guðmundur er fæddur á Dröng-
um á Skógarströnd en ólst upp í
foreldrahúsum aö Narfeyri í sömu
sveit og síðan á Setbergi. Hann
kynntist ungur öllum almennum
sveitastörfum og vann á búi foreldra
sinna og bróður á Setbergi uns hann
kvæntist og var b. á Ósi 1933-1968.
Guðmundur flutti til Reykjavíkur
1968 og vann í Gúmmísteypu Þor-
steins Kristjánssonar. Guðmundur
og kona hans hafa verið á Ósi flest
sumur fram til þessa. Guðmundur
var í hreppsnefnd Skógarstrandar-
hrepps um árabil og var oddviti eitt
kjörtimabil. Hann var gjaldkeri
búnaðarfélags sveitarinnar og
deildarstjóri í kaupfélagsdeild Skóg-
arstrandar um árabil. Þá var Guö-
mundur formaöur sjúkrasamlags-
insáannanáratug.
Fjölskylda
Guðmundurkvæntist22.júlí 1933
Sigurlaugu Jónsdóttur, f. 10. júlí
1908, d. 5. maí 1990. Foreldrar Sigur-
laugar eru: Jón Loftsson, b. á Keis-
bakka á Skógarströnd, og kona
hans, Þórunn Magnúsdóttir ljós-
móðir.
Guðmundur og Sigurlaug eignuð-
ust fimm börn sem öll eru á lífi. Þau
eru Þórir, f. 21. júlí 1934, skrifstofu-
maður í Reykjavík, kvæntur Hlíf
Samúelsdóttur og eiga þau fimm
börn, auk þess sem hún átti eitt
barn frá því áður; María, f. 9. janúar
1936, starfsmaður hjá Sparisjóði
Borgarness, gift Braga Jósafatssyni
verslunarmanni og eiga þau fjögur
börn; Daníel Jón, f. 1. júní 1937, skip-
stjóri í Stykkishólmi, kvæntur Kol-
brúnu Gunnarsdóttur ogeiga þau
fimm börn; Ásdís, f. 11. mars 1940,
gift Rögnvaldi Jónssyni leigubíl-
stjóra í Reykjavík, og eiga þau eina
dóttur, auk þess sem Ásdís átti tvö
börnfrá því áður; Auöur, f. 17. maí
1946, gift Sólmundi Jónssyni, kenn-
ara í Reykjavík og fyrrv. skólastjóra
á Stöðvarfirði, og eiga þau fjögur
börn.
Guðmundur átti fjórtán systkini
Þau eru: Katrín, gift Birni Kristjáns-
syni á Straumi en þau eignuðust
fimm börn; Kristín, lést nýfædd;
Ingibjörg, gift Sigurði, hreppstjóra í
Stykkishólmi, og eignuðust þau
fimm dætur, en Ingibjörg lést
hundrað og þriggja ára og Sigurður
var hundrað ogfjögurra ára er hann
lést; Valdimar, lést í barnæsku; Ing-
ólfur, var lengi verkstjóri hjá All-
iance í Reykjavík, kvæntur Lilju
Halldórsdóttur og eignuðust þau sjö
börn; Theodóra, lést fjögiirra ára;
Sesselja, gift Klemens Samúelssyni,
kennara á Gröf í Miðdölum; Sigurð-
ur, var lengi verkamaður í Keflavík;
Theodóra, gift Ólafi Jónssyni frá
Elliðaey en þau eignuðust einn son;
Valdimar, var tollþjónn í Reykjavík,
kvæntur Ragnheiöi Erlendsdóttur
en þau eiguðust tvo syni; Kristín,
lést uppkomin; Jón, b. í Miðhúsum
í Reykhólasveit, en fyrri kona hans
var Petrína Halldórsdóttir og eign-
uðust þau þrjú börn og síðari kona
hans var Ingibjörg Árnadóttir og
eignuðust þau eina dóttur; Ólafur,
húsgagnabólstrari í Reykjavík,
kvæntur Guðnýju Guðjónsdóttur en
þau eignuðust fiögur böm.
Ætt
Foreldrar Guðmundar voru Daði
Daníelsson, b. á Setbergi og víðar á
Skógarströnd, en hann lést 1939, og
kona hans, María Magdalena And-
résdóttir, f. í Flatey á Breiðafirði
1859, en hún var hundrað og sex ára
er hún lést og mun er best er vitað
hafa orðið þriðji elsti íslendngurinn.
Systur Maríu voru hinar þjóðkunnu
skáldkonur, Herdís og Ólína. Daði
var sonur Daníels, b. í Litla- Langa-
dal á Skógarströnd, Sigurðssonar,
b. í Litla-Langadal, Sigurðssonar, b.
hreppstjóra og skálds í Litla-
Langadal, Daðasonar, b. á Leiti á
Skógarströnd, Hannessonar. Móðir
Sigurðar Sigurðssonar var Þorbjörg
Sigurðardóttir, b. á Setbergi, Vigfús-
sonar. Bróðir Þorbjargar var Sig-
urður stúdent, langafi Elíasar, afa
Elíasar Snælands Jónssonar, að-
stoðarritstjóra DV. Sigurður var
einnig langafi Steinunnar, ömmu
Þorsteins Jónssonar í Líf og sögu.
Systir Daníels var Þorbjörg, lang-
amma Guðbergs, föður Jóns, for-
manns Átaks gegn áfengi og öðrum
vímuefnum, og Þóris, ellimálafull-
trúa Reykjavíkurborgar. Móðir
Daníels var Ingibjörg Daðadóttir,
systir Sigurðar skálds.
María var dóttir Andrésar í Flatey
Andréssonar í Flatey Björnssonar.
Móðir Andrésar Andréssonar var
Guðrún. Systir Guðrúnar var Þóra,
móðir Matthíasar skálds Joch-
umssonar. Bróðir Guðrúnar var
Guðmundur, prestur á Kvenna-
brekku í Miðdölum, en María Daða-
dóttir ólst upp hjá honum. Dóttir
Guömundar og uppeldissystir Mar-
íu var Ásthildur, kona Péturs Jens
Guðmundur Daðason.
Thorsteinssonar, kaupmanns ogút-
gerðarmanns á Bíldudal, móðir
Muggs og Katrínar Briem, móður
Péturs Thorsteinssonar sendiherra.
Guðrún var dóttir Einars, b. í Skál-
eyjum, Ólafssonar og konu hans,
Ástríðar Guðmundsdóttur. Móðir
Ástríðar var Guðrún Eggersdóttir,
b. í Hergilsey, Ólafssonar.
Móðir Maríu var Sesselja Jóns-
dóttir frá Djúpadal, systir Sigríðar,
móður Bjöms Jónssonar, ráðherra
og ritstjóra, föður Sveins Bjömsson-
arforseta.
Guðmundur tekur á móti gestum
í sal Stangaveiðifélagsins, Háaleitis-
braut 68, laugardaginn 17. nóvemb-
er kl. 15-19.
Ami Bergmann Pétursson
Árni Bergmann Pétursson raf-
virkjameistari, Tjamarlundi 15H,
Akureyri, er fertugur í dag.
Starfsferill
Árni fæddist á Skeggjastöðum í
Skeggjastaðahreppi í Norður-Múla-
sýslu og ólst upp á Bakkafirði og á
Skeggjastöðum. Hann stundaði raf-
virkjanám viö Iðnskólann á Akur-
eyri og lauk þaðan prófum.
Árni hefur veriö búsettur á Akur-
eyri frá 1968 að undanskildum árun-
um 1973 og ’74 er hann bjó á Þórs-
höfn. Hann hefur stundað raf-
magnseftirlitsstörf á vegum RARIK
og er formaður Félags rafverktaka
á Norðurlandi, frá 1987.
Fjölskylda
Árni kvæntist 25.8.1973 Oddnýju
Hjaltadóttur, f. 26.5.1952, húsmóður,
dóttur Hjalta Sigurðssonar og Ingi-
bjargar Kristjánsdóttur, fyrrv.
bændahjóna að Hjalla í Blönduhlíð
í Skagafirði.
Árni og Oddný eiga þrjú börn. Þau
eru Hugrún Arnadóttir, f. 23.7.1973;
Inga Sigríður Árnadóttir, f. 3.11.
1981, og Pétur Bergmann Árnason,
f.27.4.1983.
Árni á fimm bræöur. Þeir eru:
Kristinn Pétursson, f. 12.3.1952, al-
þingismaöur á Bakkafirði, kvæntur
Hrefnu Sigrúnu Högnadóttur og
eiga þau tvö börn; Bjartmar Péturs-
son, f. 14.12.1954, framkvæmdastjóri
í Hafnarfirði, kvæntur Aðalheiði
Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn;
Baldur Pétursson, f. 11.1.1958, deild-
arstjóri í iðnaðarráðuneytinu í
Reykjavík, kvæntur Salóme Herdísi
Viggósdóttur og eiga þau eitt barn;
Brynjar Bergmann Pétursson, f. 3.3.
1961, útgerðarmaður á Bakkafiröi,
kvæntur Svanhildi Káradóttur, og
Ómar Pétursson, f. 9.4.1969, stúd-
ent, búsettur á Bakkafirði.
Foreldrar Árna: Pétur Bergmann
Árnason, f. 8.5.1924, rafveitustjóri á
Bakkafirði, og kona hans, Sigríður
Guðmundsdóttir, f. 24.7.1929, d.
29.11.1989, húsmóðir á Bakkafirði.
Ætt og frændgarður
Pétur var sonur Árna, útvegsb. í
Höfn í Bakkafirði, Friðrikssonar, b.
á Hafursstöðum í Þistilfiröi, Einars-
sonar. Móðir Friðriks var Ásta, syst-
ir Guðrúnar, langömmu Kristjáns
frá Djúpalæk. Ásta var dóttir Benja-
míns, b. í Kollavíkurseli, Ágústínus-
sonar í Múla, Jónssonar, b. á Arn-
dísarstöðum, Halldórssonar, bróður
Jóns, afa Jóns Sigurðssonar á
Gautlöndum, langafa Jóns Sigurðs-
sonar ráðherra. Móðir Árna var
Guðrún Árnadóttir, b. á Mel, Jóns-
sonar og konu hans, Rannveigar
Gísladóttur, b. í Höfn, Vilhjálmsson-
ar. Móðir Gísla var Hallný Gísla-
dóttir, b. í Strandhöfn, Jónssonar.
Móðir Gísla í Strandhöfn var Elísa-
bet Jónsdóttir, b. í Geitavík, Árna-
sonar. Móðir Jóns var Ingibjörg
Jónsdóttir, „Galdra-Imba“.
Móðir Péturs írar Petrína Péturs-
dóttir, b. í Dalshúsum, Sigurðsson-
ar, bróður Hólmfríðar, ömmu
Gunnars Gunnarssonar skálds.
Bróðir Péturs í Dalshúsum var Jón,
afi Jóns Gunnlaugssonar, læknis á
Seltjarnarnesi.
Móðursystir Árna er Guðríður,
skólastjóri og oddviti á Bakkafiröi.
Sigríður var dóttir Guömundar
Kristins, b. í Kolsholtshelli í Flóa,
Sigurjónssonar, b. í Moldartungu í
Holtum, Daníelssonar, b. í Kaldár-
holti, Jónssonar. Móðir.Daníels var
Sigþrúður Daníelsdóttir, systir Guð-
rúnar, langömmu Guðmundar
Daníelssonar rithöfundar.
Móðir Sigríðar var Marta, systir
Valdimars, afa Haralds Jóhanns-
sonar hagfræðings. Marta var dóttir
Brynjólfs, b. á Sóleyjarbakka í
Hrunamannahreppi, Einarssonar,
b. á Sóleyjarbakka, bróður Matthí-
asar, föður Rósu, langömmu Jónu
Gróu Sigurðardóttur borgarfulltrúa
og Ásgeirs Friðjónssonar fíkniefna-
dómara. Einar var sonur Gísla, b. á
Sóleyjarbakka, Jónssonar, b. á
Spóastöðum, Guðmundssonar, b. á
Kópsvatni, Þorsteinssonar, ættföð-
ur Kópsvatnsættarinnar, langafa
Magnúsar, langafa Ásmundar Guð-
Arni Bergmann Pétursson
mundssonar biskups og Sigríðar,
móður Ólafs Skúlasonar vígslubisk-
ups. Móðir Mörtu var Guðríður
Eyjólfsdóttir, systir Ingunnar,
ömmu Boga Ingimarssonar hrl., en
önnur systir Guðríðar var Valgerð-
ur, amma Ólafs Ketilssonar.
Tekið verður á móti gestum þann
13.11. frá klukkan 20.00-23.00 í Lóni
við Hrísalund á Akureyri.
Hansína Einarsdóttir
Hansína Einarsdóttir, Engjavegi 29,
ísafirði, er fimmtug í dag.
Hansína fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð en fór á ööru ári í fóst-
ur í Hnífsdal og ólst þar upp.
Fjölskylda
Kjörforeldrar Hansínu voru Einar
Steindórsson, f. 20.8.1896, d. 6.2.
1982, framkvæmdastjóri ogoddviti
í Hnífsdal, og Ólöf Magnúsdóttir, f.
24.11.1909, d. 18.2.1968, húsmóðir frá
Hóli í Bolungarvík.
Eiginmaður Hansínu er Kristján
K. Jónasson, f. 19.11.1934, húsa-
smíðameistari og framkvæmda-
stjóri, en foreldrar hans voru Jónas
Guðjónsson og Jóna P. Siguröar-
dóttir.
Böm Hansínu og Kristjáns eru
Einar Valur, f. 9.1.1957, húsasmíða-
meistari og byggingaverktaki á
ísafirði, kvæntur Guörúnu Aspe-
lund, f. 10.1.1961, og eiga þau saman
tvö börn, Karl, f. 30.9.1984, og Agn-
esi Kristínu, f. 5.7.1988, auk þess
sem Einar á dóttur frá því fyrir
hjónaband, Hönnu Lísu, f. 13.11.
1979; Kristinn Þórir, f. 13.1.1958,
húsasmíðameistari og skrifstofu-
stjóri á ísafirði, kvæntur Berglindi
Ólafsdóttur, f. 28.11.1962, og eiga
þau tvær dætur, Ömu Ýr, f. 11.4.
1982, og Ingu Rut, f. 18.10.1987;
Steinar Orn, f. 6.3.1960, húsasmíða-
meistari í Noregi, kvæntur Maríu
Valsdóttur, f. 9.12.1956, og eiga þau
saman tvö börn, Kristján Jóhann,
f. 1.7.1983, og Tómas Hauk, f. 25.12.
1987, auk þess sem María á tvö börn
frá því áður, Söndru, f. 25.11.1973,
og Val Björn, f. 2.9.1976; Ólöf Jóna,
f. 6.10.1961, stúdent, búsett í Frakk-
landi, gift dr. Björgvini Hjörvars-
syni, f. 15.10.1958, kjarneðlisfræð-
ingi, og eiga þau þrjú börn, Einar
Örn, f. 2.1.1983, Margréti, f. 16.8.
1986, og Hönnu Báru, f. 22.3.1990;
Guðmundur Annas, f. 27.5.1964,
nemi í tölvunarfræðum í Svíþjóö,
kvæntur Svanhildi Ósk Garðars-
dóttur, f. 24.7.1966, en dóttir þeirra
er Geröur, f. 13.9.1985.
Hálfsystkini Hansínu, sammæðra,
eru Margrét, f. 21.4.1945, d. 1.3.1987,
en hún átti þrjú börn; Anna, f. 21.6.
1946, gift Gísla Snorrasyni frá Esju-
bergi, og eiga þau tvo syni; Magnús,
f. 25.7.1949, kvæntur Eygló Guðjóns-
dóttur og eiga þau eina dóttur, og
Þórdís, f. 26.11.1955, d. 3.1.1957.
Hálfsystkini Hansínu, samfeöra,
eru Jón Árni, f. 16.5.1943, og á hann
tvö börn; Sigrún Lilja, f. 23.1.1954;
Hjörtur, f. 14.8.1956, kvæntur Ingi-
björgu Magnúsdóttur og eiga þau
þrjú böm; Ásta,*f. 22.10.1957, og á
hún eitt barn. Fósturbróðir Hansínu
Hansína Einarsdóttir.
er Guöjón Ágúst Jónsson, f. 29.8.
1944, kvæntur Birnu Geirsdóttur og
eigaþaufjögurbörn.
Foreldrar Hansínu: Jósíana Sig-
ríður Magnúsdóttir frá Bolungar-
vik, f. 26.11.1919, ogHjörtur Jóns-
son, f. 5.2.1920.
Jósíana er dóttir Hansínu Jóhann-
esdóttur frá Súgandafirði og Magn-
úsar Kristjánssonar formanns.
Hjörtur er sonur Sigrúnar Jóns-
dóttur og Jóns Hjartarsonar, kaup-
manns í Hafnarfirði.
Tilli n *
umn 2111 fflvO olfflÆllO IJi I lOVcfflDcl
85 ára
50 ára
Sigrún Gunnlaugsdóttir,
Víöílundi 14E, Akureyri.
80 ára
Sigríður Óskarsdóttir,
Móabarði 12B, Hafnarfirði.
ÞráinnPálsson,
Heiðarbrún 67, Hveragerði.
Kristinn Sigmundsson,
Þingvallastræti 29, Akureyri.
40 ára
75 ára
Bragi Agnarsson,
Asparfelli 10, Reykjavík.
Jóhann Þorkelsson,
Brekkustíg 11, Sandgerði.
70 ára
Guðrún Eyjólfsdóttir,
Yrsufelli 13, Reykjavík.
60 ára
Gerða Pálsdóttir,
Gránugötu 20, Siglufirði.
Kristin Auðunsdóttir,
Kleifarseli 31, Reykjavík.
Kristín Þóra Sverrisdóttir,
Heiðnabergi 14, Reykjavík.
Sigurður Reynir Þórarinsson,
Leirutanga 39B, Mosfellsbæ.
Baldur Garðarsson,
Álfaheiði 11, Kópavogi.
Elín Rögnvaldsdóttir,
Lindarseli 7, Reykjavík.
Stefania Eygló Aðalsteinsdóttir,
Suðurengi3, Selfossi.
Gunnar Halldórsson,
Löngumýri2, Garðabæ.
Gunnar Þorsteinsson,
Dverghömrum 24, Reykjavík.
Bryndís Magnúsdóttir,
Túngötu 11, Seyðisfirði.
Rut Agnarsdóttir,
Grettisgötu 3, Reykjavik.
Sara Guðfinna Jakobsdóttir,
Heiðmörk 9, Stöðvarfirði.