Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990.
27
LífsstHI
Sápur og þvottaefni
skal nota sparlega
- geta verið skaðleg í miklu magni
Sápu- og þvottaefnanotkun í of miklu magni getur verið skaðleg, bæði mönnum og móður náttúru.
Sá sem vill vera þrifalegur notar
mikið af sápu eða þvottaefnum ýmiss
konar, hvort sem þrifin beinast að
honum sjálfum eða dauðum hiutum.
Það þótti hér í eina tíð af hinu góða
að vera ekki spar á þvottaefnin. Nú
hin síðari ár hafa komiö upp efa-
Neytendur
semdir um ágæti þess. Of mikil notk-
un á sápuefnum getur hvort tveggja
valdið umhverflsmengun og ofnæmi
hjá notendum.
Gúmmíhanskar til varnar
Til þess að fá sérfræðiáht varðandi
notkun á þessum sápu- og þvottaefn-
um var haft samband við Sigurhelgu
Pálsdóttur, hjúkrunarfræðing á at-
vinnusjúkdómadeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar. „Starfsfólk á spítölum,
matsölustöðum, heimilum, í fisk-
vinnu og fleiri stöðum, sem er mikið
starfandi í blautvinnu, er mjög gjarnt
á að fá ertingarexem ýmiss konar,
vegna mikillar notkunar á sápu og
hreinsiefnum. Þó skal það tekið fram
að það er mjög einstaklingsbundið
hvaða fólk glímir við þessi vanda-
mál. Oft er hægt að koma í veg fyrir
þessi ofnæmistilfelh með notkun á
gúmmíhönskum til þess að hindra
snertingu húðar við kemísk efni.
Þeim sem hafa ofnæmi fyrir gúmmii
er bent á að hægt er að fá í öllum
apótekum handhæga bómullar-
hanska í öllum stærðum sem hægt
er að hafa á höndum innanundir
gúmmíhönskum." sagði Sigurhelga.
„Einnig er töluvert algengt, og fær-
ist í aukana, að fram komi ertandi
áhrif vegna aukaéfna í þvottaefhum
sem notuð eru til að þvo fatnað. Fólk
gerir sér ekki grein fyrir hvað þvott-
ur er almennt htið óhreinn og þar
af leiðandi oft lítil þörf á þvottaefni
og sápu. Menn skyldu því ávallt nota
eins lítið og hægt er að komast af
með. Hér á atvinnusjúkdómadeild-
inni fást tveir upplýsingabækhngar
um þessi mál. Annar heitir „Ráðlegg-
ingar fyrir fólk sem hefur haft exem
á höndum.“ og hinn „Hanskar og
exem“. Þeir eru mjög fræðandi fyrir
þá sem vilja kynna sér þessi mál.“
sagði Sigurhelga að lokum.
Minnka sápu í þvottavélar
Blaðamaður DV hafði samband við
Ásbjörn Einarsson, efnaverkfræðing
hjá sápugerðinni Mjöll, og leitaði
upplýsinga um hvað væri hæfilegt
magn þvottaefnis hverju sinni. „Er-
lendis er mælt með 20-25 g notkun
fyrir hvert khó af fatnaði í þvottavél-
ar. Eðhlsþyngd þvottaefnis er um 500
g á lítra og það samsvar því um 40-45
ml notkun á hvert kíló fatnaðar.
Fólk notar yfirleitt svipað magn og
mælt er með en mitt álit er það að
vatnið hér sé það mikið „mýkra", sé
með minna kalk- og steinefnainni-
hald að ekki sé þörf á eins miklu
magni af þvottaefni hér á landi og
mælt er með erlendis. Vegna hins
„harða" vatns erlendis eru þvotta-
efnin þannig uppbyggð aö þau
hreinsa bæði vatnið og þvottinn. Ég
tel að 15-20 g (30-40 ml) sé hæfilegt
við íslenskar aðstæður á hvert kíló
fatnaðar.
Ef notað er of mikið þvottaefni við
þvott sést það oft á því að gulir blett-
ir sjást á þvotti sem stafar af því að
þvottaefnið leysist ekki allt upp og
sest á efni með þessum afleiðingum.
Þvottaefni í uppþvottavélar er yfir-
leitt notað í réttu magni hér á landi, '
eöa samkvæmt leiðbeiningum. 'Érf-
iðara er að henda reiöur á notkun
sápu við venjulegan búsáhaldaþvott
í höndunum. Þar er oft um ofnotkun
sápu að ræða en menn geta allt eins
notað of lítið sem nægir þá oft ekki
til að losa fitu úr vaski,“ sagði Ás-
björn. „Þess má hins vegar geta að
íslenskir framleiöendur í sápugerð
nota ahir efni sem brotna vel niður
í náttúrunni," sagði Ásbjörn að lok-
um.
Umhverfisvæn þvottaefni
Framleiðendur þvottaefna ýmiss
konar hafa, th dæmis i Svíþjóð, haf-
ist handa við framleiðslu á þvottaefn-
um sem innihalda ekki efni sem geta
valdið ofnæmi og eru óæskileg. Það
eru helst efni eins og ensím, ilmefni,
ljósvirk bleikiefni og litarefni. Enn
sem komið er hefur ekki reynst unnt
að rannska þau á hlutlausan hátt og
neytendur verða því að gera sér að
góðu að taka upplýsingar framleið-
anda trúanlegar þar til rannsóknir
hafa farið fram á umhverfisvænu
þvottaefni. Þó er greinilegt að fram-
leiðendur eru að vaknajil vitundar
um það að þvottaefni geta verið
hættuleg, bæði mönnum og móður
náttúru. v
-ÍS
Ef vanfærar konur neyta of mik- vítamíntöflum, hylkjum, lifrar-
illar lifrar getur það valdið fóst- paté, pylsum ýmiss konar og fleiri
urskaða. Þaö er niðurstaða vís- fæðutegundum.
indamanna sem breska stjórnin Gerð var neyslukönnun á fæðu-
skipaði til þess að kanna eiturefni tegundum og vítamíninntöku á A-
í matvælura. Ástæðan er sú að lifr- vítamíni i Bretlandi og kom í ljós
in er talin innihalda of mikla í þeirri könnun aö meðaltahð er
skammta af A-vítamíni sem geta yflr 1.000 míkrógrömm en heil-
valdiö eitrunaráhrifum í hkaman- brigöisráðuneytiö breska mælir
um. Vísindanefhdin hefur ráðlagt með 750 míkrógramma meðal-
vanfærum konum að takmarka neysluádag.Þóertaliðaðvítamín-
neysluna við 120 grömm á viku. ið sé ekki til skaða nema meðal-
neyslan fari upp í 15.000
Það hefur lengi verið tahð gott míkrógrömm á dag í nokkurn tíraa
fyrir vanfærar konur að neyta lifr- í senn til að fram komi eituráhrif.
ar enda er þaö vissulega reyndin, Eigi að siður telur nefndin að full
sé hennar neytt í hóflegum ástæða sé th að vara konur við of
skömmtum. Hins vegar hefur borið mikilli neyslu enda er nokkuð um
á því á meðal vanfærra kvenna aö fósturskemmdir af þessum sökum.
neyslan haii verið óhófleg og þá Rétt er að taka það fram að ýmsar
sérstaklega á síðasta áratug. Vís- aðrar fæðutegundir, sem eru ríkar
indamenn í Finnlandi höfðu fyrr á af A-vítamíni, svo sem fiskur, eru
þessu ári bent á þessa hættu. Lifrin ekki taldar skaðlegar.
er einkar rik af A-vítamíni en A- -ÍS
vítamín er eirinig hægt að fá úr
Rúgbrauð gegn krabbameini
Gamla góða rúgbrauðið dregur úr
hættunni á að fá krabbamein.
Finnski prófessorinn Herman Adl-
ercreutz, sem er sérfræðingur í hor-
mónastarfsemi, ráðleggur fólki að
gera miklu meira að því að borða
dökkt rúgbrauð vegna þess að í því
er efni kahað SHBG sem dregur úr
hættunni á að konur fái brjósta-
krabbamein og karlar krabbamein í
blöðruhálskirth.
Á síðustu áratugum hefur þróunin
orðið sú í neyslu á brauðum að ljós-
ari brauð hafa tekið viö af gamla
góða rúgbrauðinu en ljósu brauðin
innihaldi ekki SHBG-efnið. Prófessor
Adlercreutz vísar í sínu tilfelh til
sambærhegra rannsókna í Japan
sem benda th þess aö í Soya sósu, sem
er mikið notuö þar í landi, sé einmitt
þetta sama efni SHBG sem hefur
þessi fyrirbyggjandi áhrif.
ÍS.
Finnskur prófessor staðhæfir að rúgbrauö innihaldi efni sem vinnur gegn krabbameini. DV-mynd BG