Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Side 3
pREGENT MÖBEL Á ÍSLANDI É wsgSugSí&iföð&i1 ■ Teg. Campo FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990. Fréttir - innheimtar tekjur ríkisins á næsta ári fara 127,9% framleiðslunnar Verið er að setja nýtt íslandsmet í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt flárlagafrumvarpinu eru innheimtar tekjur ríkisins fyrir næsta ár að fara í 27,9 prósent af framleiðslunni í landinu brúttó. Þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra, og það gæti hækkað enn á næstunni. Hlutfalliö átti að verða 27,4 prósent samkvæmt frumvarpinu, þegar það var lagt fram í byijun þingsins. Hlut- fallið er 27,6 prósent 1990, heldur minna árið áður og mun minna árin þar á undan. Ríkið hafði þá tekið til sín miklu hærra hlutfall en var fyrr Sjónarhom Haukur Helgason á árum. Fjárlagafrumvarpið var í vetur lagt fram með halla, það er gjöld á árinu 1991 mundu verða meiri en tekjur. Smám saman hefur orðið ljóst, að þessi halli var mún meiri en þeir 3,7 milljarðar, sem sagði í frum- varpinu. Hallinn var sumpart falinn, en auk þess jukust útgjöld í meðferð þingsins við aðra umræðu. Tekjuliðir hækkaðir Niðurskurður ríkisútgjaldanna hefði komið til greina, en er nánast ekki á dagskrá. Hins vegar er flár- málaráðherra að færa upp tekjuliði, það er að tekjuliðir næsta árs verða látnir gefa meira af sér en gert var ráð fyrir, þegar frumvarpið kom fram. Með þessu verður rekstrar- hall- inn auðvitað minni á pappírnum en tekjur ríkisins meiri. Því eru flárlög- in komin upp úr þvi, að tekjur ríkis- ins verði 27,4 prósent af framleiðsl- unni, upp í 27,9 prósent af framleiðsl- unni. Þannig er sett skattamet, þótt ríkistekjurnar hafi síðustu tvö árin á undan verið hærra hlutfall af fram- leiðslunni en áður var. (Sjá með- fylgjandi graf.) Jafnvel þetta hlutfall getur enn hækkað, því að ýmis frumvörp um tekjuöflun ríkisins eru á döfinni. Auk þess ber að skoða, að mikill felu- leikur er iðkaður, þegar þessi mál eru gerð upp og ríkistekjur ársins 1991 reiknaðar. Hinar miklu lántök- ur ríkisins koma ekki inn í slíkar tölur, en auðvitað verður að lokum að aíla tekna til að standa undir þeim lánum. Bitnar hart á fyrirtækjum Aukin skattheimta ríkisins mun á næsta ári bitna harðast á fyrirtækj- unum. Nýr skattur, tryggingagjald, á að koma í stað launaskatts og nokkurra annarra launatengdra skatta. Þetta verður prósenta af launagreiðslum fyrirtækjanna og mun leggjast á landbúnað, sjávarútveg og iðnað, sem ekki greiða nú launaskatt, auk þess sem tryggingagjaldið leggst á aðrar atvinnugreinar. Ætlunin er, að í fyrstu lotu verði skatturinn 6 prósent á þeim greinum, sem nú greiða launaskatt, en 2,5 prósent á hinum. Þarna eru auðvitað á ferðinni nýjar álögur á undirstöðuatvinnu- vegi eins og þeir eru stundum kallað- ir. Ólafur Ragnar Grímsson flár- málaráðherra hyggst síðan láta tryggingagjaldið ákvarðast til fram- búðar frá og ineð árinu 1993 og verða þá 4,25 prósent af launagreiðslum fyrirtækjanna. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur síðustu daga streitzt gegn þessum fyrirætl- unum Ólafs Ragnars. Hlutfall launa í veltu fyrirtækja er auðvitað mjög mishátt eftir atvinnu- greinum , og auðvitað eru laun því mjög óheppilegur skattstofn eins og BJOR wwHOLUNi HF. HELGARSTLIÐ Föstudagurinn 21. desember og laugardagurinn 22. desember Dúettinn „SÍN“ heldur uppi frábærri jólastemningu Þorláksmessa, 23. desember Ollum gestum boðið upp á jólaglögg og piparkökur milli kl. 21 og 22 Einar Jónsson og Torfi Olafs- son sjá um tónlistina Annar jóladagur, 26. desember Einar Jónsson og Ann Andreasen skemmta gestum Munið dansgólfið þar sem léttir snúningar eiga sér stað. Opið í hádeginu kl. 12-15 laugardag og sunnudag. Snyrtilegur klæðnaður. BJÓRWHÖLUNhf GERÐUBERG11 111REYKJAVÍK SÍMI 74420 Innheimtar tekjur ríkissjóðs % 30 25 20 15 10 5 0 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 - sem hlutfall af landsframleiðslu - nnm meðal annars er bent á í fréttatil- kynningu, sem barst frá Landssam- bandi iðnaðarmanna í fyrradag. Ágreiningur er sem sagt um þetta frumvarp í 'ríkisstjórninni, en sam- staða um að þrengja að fyrirtækjun- um með þessum nýja skatti á næsta ári. Skattpíning hér á landi Óbreytt skatthlutfall tekju- og eign- arskatts fyrirtækja þýðir, að skatt- byrði fyrirtækja eykst verulega. En þannig lítur frumvarpið nú út. Verð- bólga hefur minnkað og því minna gagn en áður fyrir fyrirtækin í að fá skatt sinn innheimtan eftir á. Viður- kennt er af öllum, að skattbyrði fyrir- tækjanna mun því aukast nú, verði skatthlutfallið látið vera óbreytt, og menn héldu, að flármálaráðherra ætlaði að lækka það. Landssamband iðnaðarmanna leggur nú til dæmis til, að tekjuskattshlutfall fyrirtækja á næsta ári verði 44 prósent. í því fælist, að skattbyrði fyrirtækja yrði óbreytt á næsta ári, segir sambandið réttilega. Þannig vegur ríkisstjórnin enn sem komið er þyngst að fyrirtækjunum, þegar hún setur sitt skattamet. Ýms- ir ráðherrarnir hafa um skeið látið líta svo út sem skattar hér séu tiltölu- lega lágir miðað við sambærlegar þjóðir. Þetta hefur þó ekki staðizt eins og útreikningar sýna. Þegar til- ht er tekiö til hernaðarútgjalda ann- arra ríkja, eru skattar hér á landi síður en svo lágir, þvert á móti eru þeir háir. íslandsmet í skattheimtu L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.