Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990. Utlönd Biðin við Persaflóann er orðin löng. Nú er aftur farið að tala um átök eftir friðártal fyrr í jólamanuöinum. Símamynd Reuter Loks ályktað gegn ísrael Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur nú loks samþykkt vítur á ísra- elsmenn fyrir að reka Palestínumenn úr landi i kjölfar andófs á herteknu svæöunum. Ályktunin hefur verið á borðum fulltrúanna í Öryggisráðinu frá því sumarið 1989 en Bandaríkja- menn hafa til þessa komið í veg fyrir að hún yíði sámþykkt. Ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn beita ekki lengur neitunarvaldi í ráð- inu gegn ályktuninni er sú að nú skiptir mestu máli að halda góðu sambandi við ríki Araba. Persaflóa- deilan hefur þegar haft þau áhrif að Bandaríkjamenn geta ekki legnur stutt ísraela jafnafdráttarlaust og áður. Þó hefur til þessa ekki verið talið skynsamlegt að blanda þessum tveimur deilum saman. Þó ber að hafa í huga að þetta er ekki upphaflega ályktunin sem nú var samþykt. Bandaríkjamenn hafa unnið að því að fá orðalaginu breytt þannig að nú er allt bit farið úr kröf- um á hendur ísraelum. ísraelar eru engu að síður mjög ósáttir við að Bandaríkjamenn skuli taka meira tillit til araba en gyðinga. Haft var eftir embættismönum þar að Saddam Hussein gleddist mjög yfir dvínandi stuðningi við ísrael. Reuter Þjóðverjar ákváðu að gef 250 mönnum úr herliði þeirra frí um jóiin. Hér má sjá Klaus Werner Steffen liðsforingja kyssa dóttur sína við heimkomuna til Hamborgar í morgun. Þjóðverjar hafa ekki sent herlið út fyrir landa- mæri ríkisins frá þvi á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar og heima sætti það mikilli gagnrýni að menn skyldu sendir til Persaflóans. Símamynd Reuter Stríðstal heyrist aftur frá herforingjunmn við Persaflóann: Sigrum íraka í einni loftárás - segir breskur varamarskálkur úr flughemum Háttsettur foringi í breska flug- hernum heldur því fram að auðvelt sé að vinna sigur á írökum ef gerð sé á þá umfangsmikil loftárás í upp- hafi átaka um Kúvæt. Það er Bill Wratten varaflugmar- skálkur sem heldur þessu fram. Hann stjórnar herjum Breta við Persaflóann. Hann sagði að eftir mikla loftárás á írak mætti búast við að þéir gæfust upp frekar en að berj- ast áfram gegn ofurfli liðs. Nú þegar ljóst er að samningar um firðsamlega lausn Persaflóadeilunn- ar takast ekki í bráð heldur upp- bygging herafla vesturveldanna áfram. Þó er ekki lengur samkomu- lag um hverjir skuli greiða kostnað- inn af úthaldinu við Flóann. í gær kom fram á Bandaríkjaþingi sú skoð- un að Saudi-Aröbum beri að greiða bróðurpartinn enda sé málum nú svo komið það þeir græði manna mest á deilunni. Það voru tveir öldungadeildar- þingmenn sé viðruöu þá skoðun að best væri að senda heimamönnum reikninginn fyrir herkostnaðinum við Persaflóadeiluna þvi þeir hefðu þegar grætt milljarða dollara vegna þess hve verð á olíu hefur hækkað eftir innrásina í Kúvæt. Tyrkir hafa nú farið fram á að NATO flytji til þeirra aukinn flug- flota. Talið er líklegt að orðið verði við bón þeirra og varasveitir fluttar frá Þýskalandi til að efla loftvarnir í nágrenni Flóans. Tyrkir ótast að írakar ráðist á þá ef til átaka kemur. Þar eru varnir veikastar og kjörið að dreifa athygl- inni með því að gera árás á óvæntum stað. Þess vegna vilja Tyrkir að bandamenn gefi vörnum þeirra meiri gaum. Reuter 'úfcvó-i s j m ■’fír --v ' ' • ■ '*r,rr h' : wm Fflm ■4: 'Ciji, 'fáií : v Má, /% f Ws'r:-r, ■ v -’V ■ ;«s avr U'V • ' ■■ <'■-' . • .*'. ... ': bíí ■ ‘^ESSSBmh'fiUí , . o9 W® ,i vrtgSSmri* bnost<Bð' Xfi*1000 SS-S* StitS- 9-'H. M4n«<W9'»" '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.