Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Side 15
FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990.
15
Nýlenduveikiit
íslendingar standa í stórræöum
um.þessar mundir. Viö hugsum
stórt aö vanda og þaö fer ekki fram
hjá nokkru mannsbarni. Aö
minnsta kosti ekki skattgreiðend-
um.
Nýlega lukum við byggingu á
meiri háttar flugstöö á Miðnes-
heiöi. Byggöum rausnarlega yflr
bæöi Seðlabankann og sjálfa
Byggðastofnun. Reistum þjóðinni
útvarpshús og Blönduvirkjun.
Breyttum gömlu ballhúsi í Lista-
safn og Mjólkurstöð í Þjóðskjala-
safn. Snerum Víðihúsi í Náms-
gagnastofnun og Rúgbrauösgerö í
sérlegan næturklúbb fyrir Ríkis-
stjómina. - Kringlan lengi lifi.
Álengdar híma svo Krýsuvíkur-
skób og Kröfluvirkjun. Bráöum
verður Útvegsbankahúsi umturn-
að og síðan Sláturfélagshúsi. ís-
lenska þjóðin á því í mörg hús að
venda og ekki eru öfl kurl komin
til grafar. Er þá ekki með talinn
auður húsakostur á loðdýrabýlum
og tómar fiskeldiskvíar við strend-
ur landsins.
En þar með er ekki öll sagan sögð
og við megum ekki gleyma þeim
glæsilegu skrauthúsum sem stöð-
ugt rísa af grunni í þessu mikla
húsaralli þjóðarinnar. En fyrst
skulum við bregða okkur yflr hafið
og svipast um í öðrum löndum álf-
unnar fyrr á tímum.
Nýlendur og herramenn
Evrópuþjóðir voru flestar ný-
lenduþjóðir á sínum tíma, eins og
eldri Islendingar muna vel frá
valdatíma Dana. Úthaldið í nýlend-
unum kostaði herraþjóðirnar bæði
peninga og mannslíf í átökum við
innfædda. - Þess vegna reyndu
nýlenduherrarnir að sýna þegnum
sínum heima fyrir einhvern ávinn-
ing af nýlendustefnunni og reistu
KjaJlarinn
Ásgeir Hannes
Eiríksson
þingmaður Reykvíkinga
í því skyni halhr yfir aðalinn.
Risavaxnar skrauthallir standa
því á bökkum fljóta á borð við
Thames og Signu. Gjaldþrota
Frakkar reistu ótrúlegar sýningar-
hallir í Versölum og eingöngu til
að sýnast. Fólkið sjálft fékk hins
vegar hvorki meira brauð né betra
að borða.
Svona brugðust gömlu nýlendu-
kóngarnir við gagnrýni og þennan
lífsmáta hafa íslensku smákóng-
arnir tamið sér í dag. Þeir súpa nú
úr hóffari gömlu herranna. Þetta
er nýlenduveikin frá Versölum og
hún er að verða þjóðfélaginu dýrt
sport.
Milljarðar og mæringar
Nýjustu tölur herma að kosta
muni um einn milljarð að skipta
um svalir í Þjóðleikhúsinu. Líklega
kostar annað eins að reisa litla
þorpið við forsetasetrið á Bessa-
stööum og kannski meir. Þjóðar-
bókhlaðan þarf sína tvo miÚjarða
í viðbót áður en yfir lýkur. Þá er
Þjóðminjasafnið að niðurlotum
komið og vill fá sinn milljarð eða
tvo. Þjóðskjalasafnið er ekki langt
undan og ekki er gott að segja hvor-
um megin við milljarðinn sú fram-
kvæmd hafnar um síðir. Og ekki
má gleyma garminum honum
Katli!
Upp úr Reykjavíkurtjöm skreið-
ist másandi ráðhúsbragginn og
mun sennilega kosta nálægt þrem-
ur milljörðum króna þegar öllu er
til skila haldið. Nýlega vígðu borg-
arbúar leikhús á stærð við meðal-
stóra flugstöð. Efst á Öskjuhlíð
trónir svo makalaust veitingahús
og bíður þess að snúast senn í
hringi með prúðbúna gesti borgar-
stjórnar undir svignandi veislu-
borðum. Það væri ósanngjarnt að
reikna með lægri fjárhæð en tveim
til þrem milljörðum fyrir þann
snúning.
Húsakostur og húsatóftir
Öll eiga þessi hús sjálfsagt eftir
að hýsa einhverja starfsemi og mis-
jafnlegar þarfir, eins og gengur. Þá
læðist oft sá grunur að mönnum
að þrengra mættu sáttir sitja í sum-
um þessara húsa og önnur væru
betur komin undir annað starf hjá
ríki og borg.
En gamla nýlenduveikin lætur
ekki að sér hæða hvort sem blakk-
ir höfðingjar við miðbaug hengja
glitrandi skraut framan á sig eða
fólir höfðingjar við heimskauts-
baug reisa sína bautasteina. - Ekki
fær þjóðin meira eða betra brauð
fyrir bragðið. Manni er nær að
halda að hún þurfi að láta brauð
sitt af hendi rakna, svo skrauthall-
ir aðalsmanna rísi af grunni á rétt-
um tíma.
En mitt í þessum glæsileika öll-
um má sjá annað fólk á ferli í
landinu að reyna að koma þaki yfir
höfuðið. Bæði fyrir fjölskyldur sín-
ar og ýmsa starfsemi sem það telur
til heilla horfa í þjóðfélaginu. Smá-
ræði á borð við sjúkrahús og skóla.
Fangelsi og meðferðarstöðvar. Elli-
heimili og endurhæfingu. - Svona
hitt og þetta sem tafið gæti fyrir
því að nýlenduhallirnar fái að rísa
með eðlilegum hraða.
Nýlendan í landinu
Nýlenduveikin er vond pest og
ekki er gott að segja hvaða toll hún
heimtar áður en valdamenn ná að
liggja hana úr sér.
Einkenni hennar eru þó smám
saman að koma í ljós víðs vegar
um þjóðfélagið og veikin er um það
bil að skipta þjóðinni í tvo hluta: í
öðrum hópnum eru þeir sem fyrir
löngu eru orðnir ónæmir fyrir al-
mannafé. í hinum hópnum eru aðr-
ir landsmenn. - Gleðileg jól!
Ásgeir Hannes Eiriksson
Einn milljarður til að skipta um svalir í Þjóðleikhúsinu. - Líklega kostar
annað eins að reisa litla þorpið við forsetasetrið á Bessastöðum.
„Hvort sem blakkir höfðingjar við mið-
baug hengja glitrandi skraut framan á
sig eða fölir höfðingjar við heimskauts-
baug reisa sér bautasteina. - Ekki fær
þjóðin meira eða betra brauð fyrir
bragðið.“
Baráttan við skammdegið
Það er kannski megintilgangur
dagblaða aö taka þátt í baráttu al-
mennings við að fmna sér ljósglætu
í skammdeginu. Ég hugsa að þetta
m.a. hafi verið ástæöa þess að fór
ég að veita DV fylgi mitt. - Lestur
þess yfir kvöldmatnum er á við
góðan vin. Þessi orð eiga að vera
almenn hugvekja um baráttu fólks
gegn þunglyndi og við slen skamm-
degisins.
Forn ráð og ný
Skrifa mætti heila bók um bar-
áttuaðferðir Frónbúa gegn myrkr-
inu og yrði hún kannski þjóðlegust
bóka.
Byrja mætti með landnámi ís-
lands en þá hefur mönnum brugðið
í brún við vetrarmyrkrið, öðrum
en þeim sem komu frá Norður-
Noregi og Lapplandi. Svo mætti
fjalla um hvemig tröll og draugar
gerðust ferlegri öll í íslenskum
munnmælum en í Skandinavíu. Og
hvemig íslensk þjóðlög virðast
endurspegla einsemd fólks í
myrkri og kuldatrekki. Og síðan
er fer að rofa til með tilkomu raf-
magnsins en þá mun draugagangur
allur hafa snarminnkað.
Menn höfðu ýmis ráð gegn
myrkrinu. Eitt hefur verið að fara
snemma í háttinn. Annað að kveða
vísur og segja sögur í myrkrinu.
Svo var hægt að nýta ljóstýrur viö
upplestra og hannyrðir í baðstof-
unni fram eftir kvöldi.
Nýtt tímabil kemur með tilkomu
rafmagns. Þá gátu menn framlengt
daginn eftir því sem kraftar entust,
til aukinnar vinnu og afþreyingar.
Og svo koma dagblöðin, næturlífið
og sjónvarpið til liðs við óvini
myrkursins, að ógleymdum sólar-
KiaUarinn
Tryggvi V. Líndal
þjóðfélagsfræðingur
landaferðum og sálfræðingum.
Nýjasti liðsaukinn er kráar-
menningin með tónlist sinni og vín-
menningu.
Haldgott uppeldi
Hvernig menn vinna bug á
skammdeginu í huga sínum og
hjarta er þó fyrst og fremst per-
sónulegt en um leið mælikvarði á
hversu haldgott uppeldi íslending-
um hefur tekist að skapa sér hér á
Isalandi. Alkunn er vísan „Löngum
var ég læknir minn, lögfræðingur,
prestur...“ Kannski er megin-
boðskapur hennar til nútímafólks
sá að við þurfum að ala sjálf okkur
og börnin okkar upp í haldgóðum
áhugamálum. En til þess þarf að
skapa umhverfi menningarheimil-
is, með gnótt tíma, öryggis og bók-
menntaáhuga. En slíkt er vænleg-
ast til að ala upp einstakling sem
getur jafnan fundið sér farveg fyrir
sköpunarkraft sinn, í leik eða
starfi, hvað sem kulda og myrkri
hður.
Víða eru shkar aðstæður á und-
anhaldi á heimilum þótt þær séu í
sókn í skólum.
Þeir sem fá ekki rönd við reist
lenda margir í heilsutjóni eða jafn-
vel ótímabærum dauða. Og segja
má um lífið og heilsuna að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Þá fyrst er menn missa ást-
vin fyrir aldur fram skilja þeir að
myrkur er ekki sama og dauði og
að líf og áhugi geta gert alla daga
jafnverðmæta, hvort sem er að
vetri eða sumri.
Jarðvegurinn er grýttur
Hugleiðingar sem þessar er helst
að finna í ljóðum og í ræðum
presta. Þó munu þær hin hollasta
lesning og styöur það tilgátu mína
að skáldskapurinn sé lífæð íslend-
inga.
Mér hefur auðnast að koma orð-
um að mörgu slíku í ljóðum, t.d. í
Lesbók Mbl. En menn fá ekki til-
finningu fyrir hve jarðvegurinn er
grýttur fyrr en þeir takast á við
sinnuleysi fólks í návígi.
Þetta hef ég reynt, bæði sem
kennari og með því að gefa út eigin
ljóðabók. En best fann ég það þó
síðasta sumar þegar ég var að spila
íslensk þjóðlög í Þjóðminjasafninu,
á þverflautu og trompet. Erlendu
gestirnir sýndu mikinn áhuga,
enda opnir fyrir öhu. En íslensku
gestimir, blessaðir mörlandamir
okkar, vom að mestu lokaðir,
vegna vanabundinnar feimni og
tímaleysis. Þeir hefðu engu að síð-
ur haft gott af að stíga út fyrir ein-
stigi sitt, að sumri jafnt sem vetri.
Tryggvi V. Líndal
„Menn höfðu ýmis ráð gegn myrkrinu.
Eitt hefur verið að fara snemma í hátt-
inn. Annað að kveða vísur og segja
sögur í myrkrinu.“