Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Side 32
E
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjalst, óháÖ dagblað
FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990.
Stálbræðslan:
Sprenging
í háspennu-
herbergi
Mikil sprenging varð í háspennu-
herbergi í bræðsluhúsi stálbræðsl-
unnar í Hafnarfjaröarhrauni í gær-
morgun. Sprengingin var svo öflug
að um 25 fermetra hlaðinn útveggur
herbergisins þeyttist út í heilu lagi
og fór í mél. Engin slys uröu á mönn-
um en veggurinn féll þar sem lítið
er um mannaferðir, á bak við stál-
bræösluna. Veggir inn í bræðsluna
héldu.
Orsök sprengingarinnar má rekja
til bilunar í olíufylltum aflrofa. Við
bilunina hefur myndast neisti og
valdið sprengingunni.
Aö sögn Páls Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra íslenska stálfélagsins
hf., varð tjónið af völdum sprenging-
arinnar ekki umtalsvert. Búnaður-
inn, sem bilaði, er í ábyrgð framleið-
anda og fæst því bættur. Umræddur
rofi hleypir spennu á ofnspenninn
en starfsemi bræðslunnar truflaðist
aðeins lítils háttar við sprenginguna.
Aðspurður sagði Páll þessa bilun og
rafmagnstruflanir í Hafnarfirði vera
tvö alls óskyld mál. -hlh
Forsætisráðherra:
Vonbrigði
Vatn lak inn
í Listasaf nið
Vatn lak niður á.gólf í anddyri
Listasafns íslands í nótt.
Mikill krapi safnaðist fyrir í nótt á
þakinu við samskeyti á milli gler-
byggingar og kaffistofu. Viðvörunar-
keríl fór í gang þegar vatn fór að leka
inn í bygginguna. Að sögn lögreglu-
þjóns, sem kom fyrstur á staðinn,
„bunaöi" vatnið niður. Kallað var á
starfsfólk sem hófst handa við að
þurrka upp.
Að sögn Beru Nordal forstöðu-
manns hefur áður lekið inn í húsið
en í morgun var um óvenjumikinn
leka að ræða. Hún sagði að skemmd-
ir hefðu ekki orðið á listaverkum.
-ÓTT
LOKI
Agalegaerþettaþing
þreytandi, ég verð að
segja það!
Dómur í máli fimmmenninganna sem struku af Litla-Hrauni í vor:
Sýknaðir af ákæru
um samantekin ráð
Fimm menn, sem struku úr fang-
elsinu á Litla-Hrauni 3. apríl síðast-
liðinn, voru sýknaðir í Sakadómi
Reykjavíkur af ákæru um að hafa
sammælst um aö strjúka af vinnu-
hælinu. Ekki þótti sannað að um
samantekin ráð hefði verið að
ræða. Strok úr fangelsí er ekki
refsivert nema ef slikt sannast.
Dóminn kvað upp Arngrímur ís-
berg sakadómari.
Fimmmenningarnir voru á hinn
bóginn allir sakfelldir og dæmdir
til að greiða skaðabætur fyrir að
hafa stolið bíl á Stokkseyri og ekið
honum til Reykjavíkur þar sem
lögregla handtók flóra þeirra.
Fimmta manninum tókst að flýja í
hús í Breiðholti en hann gaf sig
fram skömmu síðar. Mennirnir
hafa aliir komið margoft við sögu
sakamála.
Siötti maðurinn i málinu, sem var
í Reykíavík þegar fangarnir
struku, var sakfelldur og dæmdur
til að greiða 25.000 krónur í ríkis-
sjóð, fyrir aö hafa farið ásamt unn-
ustu eins fangans áleiðis til Stokks-
eyrar til að aðstoða fimmenning-
ana.
Við yfirheyrslur fyrir dómi báru
fangarnir ýmist fyrir sig minnis-
leysi vegna ölvunar þegar strokið
fór fram, þeir hafi „bara iúst“ af
tilviljun í hesthúsi nálægt fangels-
inu eftir að þeir struku, og einn bar
fyrir dómi að „flótti hans hefði ver-
ið af tilviljun“. Við yfirheyrslur í
sakadómi bar einn mannanna að
hann hefði sammælst við tvo fanga
um að strjúka. Þegar samprófun
fór fram bar hann hins vegar fyrri
framburð um hin samanteknu ráð
til baka.
Samkvæmt ákæru áttu mennirn-
ir að hafa hist í klefa eins mann-
anna um kvöldið, lokað honum
með hespu innanfrá, losað um rúðu
og rimla fyrir glugga og klifrað nið-
ur eftir .öðrum gluggarimlum á
húsinu rúma 5 metra niður á jörð.
Mennirnir fóru inn i nálægt hest-
hús en tveir þeirra héldu síðan til
Stokkseyrar þar sem annar þeirra
tók bíl traustataki. Fimmmenning-
amir fóru allir í honum til Reykja-
vikur um nóttina.
Lögreglan hafði fyrr um nóttina
handtekið sjötta manninn og unn-
ustu eins fangans er þau vom á
leið til Stokkseyrar að aðstoða
fangana. Lögreglan varð vör við bíl
fanganna við Rauðavatn um klukk-
an 5 um morguninn og veitti hon-
um eftirför að hesthúsumun í
Víðidal. Þar yfirgáfu mennimir bil-
inn. Lögregla handtók flóra þeirra
strax en sá fimmti gaf sig fram síð-
ar.
Strokufangarnir eru nú allir á
Litla-Hrauni þar sem þeir afplána
sína dóma aúk hegningarauka
vegna ýmissa afbrotamála sem
dæmt var í samtimis ofangreindri
ákæru.
-ÓTT
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra segir að .verði afkoma
bankanna jafngóð og margir spá að
hún verði sé nafnvaxtahækkun Bún-
aðarbanka og sparisjóðanna núna
ein versta aðför að þjóðarsáttinni
sem gerð hefur veriö.
„Ég er ekki að mæla meö því að
bankar séu reknir með tapi eða geng-
ið sé á eiginíjárstöðu þeirra. En vit-
anlega verða bankarnir, eins og aðr-
ir,aöhaldaaðsérhöndum.“ -JGH
Guðni Ágústsson:
Steingrímur
er mikill
Það er ekki þrautalaust að sitja á Alþingi síðustu dagana fyrir jólaleyfi. Fundir hafa staðið frá því
snemma á morgnana og langt fram á nótt. Öðruvísi hefði ekki tekist að afgreiða þau mál sem
afgreiða varð. Þar ofan í kaupin hafa verið annir hjá ráðherrum við að semja um þetta og hitt,
bæði innbyrðis og við stjórnarandstöðuna. Það er því ekki nema von að forsætisráðherra sé orð-
inn þreyttur enda hefur mest á honum mætt.
DV-mynd GVA
„Ég er mjög undrandi á orðum for-
sætisráðherra. Steingrímur er geysi-
lega mikill íþróttamaður. Eins og
gengur með mikla íþróttamenn kem-
ur þaö fyrir að í góðum málum gangi
þeir of langt. Þannig er það í þessu
máli. Það er gjörsamlega eins og
Steingrímurvviti ekki hvað nafn-
vextir eru. Ég fæ raunar ekki betur
séð en að Guðmundur J. hafi ært
hann út af brautinni."
Þetta sagði Guðni Ágústsson, þing-
maður Framsóknarflokksins'á Suð-
urlandi og formaður bankaráðs
Búnaðarbankans, um óvenjuharða
gagnrýni Steingríms Hermannsson-
ar forsætisráðherra á bankaráð Bún-
aðarbankans eftir vaxtahækkun
bankans í gær.
Guöni segir ennfremur að í þjóðar-
sáttinni sé þess beinlínis krafist af
bönkunum að það ríki jafnræði á
milli óverðtryggðra og verðtryggðra
kjara bankanna. Nafnvaxtahækkun-
inni núna sé fyrst og fremst ætlað
að jafna þennan mun.
„Þess vegna vísa ég þessum orðum
Steingríms á bug og finnst það mjög
alvarlegt að forsætisráðherra viti
ekki hvað nafnvextir eru.“ -JGH
Veðrið á morgun:
Éljagangur
sunnan-og
vestanlands
Á morgun verður sunnan- og
suðvestanátt, nokkuð stíf vestan-
lands en kaldi norðaustanlands.
Kalt er í veðri og éljagangur
sunnanlands og vestan en létt-
skýjaö á Noröur- og Austurlandi.
Frost verður á bilinu 1 til 6 stig,
kaldast norðanlands.
D'OR
f
$
V
f
4
f
i
4
f
f
f
f
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4