Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 27
27 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. Bridge ísak Sigurðsson Austur fékk færi á snilldarvörn í spili dagsins og suður féll í gildruna. Spilið kom upp í sterkri sveitakeppni í Banda- ríkjunum fyrir skömmu og austur heitir Ami Fisher. Fisher opnaði á veiku grandi sem lofaði 10-12 punktum. Austur gjaf- ari, NS á hættu: * G964 V K1062 ♦ 75 + 976 * K * G9832 * KD942 + ÁK * ÁD1075 ¥ -- ♦ 103 + DG10842 Austur Suður Vestur Norður 1 G 2+ 3* Pass 4f 44 - Dobl p/h Tvö lauf lofuðu laufi og öörum lit og þrjú hjörtu vesturs var geimkrafa. Suður ákv- að síðan að segja Qóra spaða þrátt fyrir að hann væri á hættunni. Þar sem fjögur hjörtu standa alltaf var ljóst að spilið yrði gott ef suður færi aðeins einn niður í spilinu (200) en tvo niður þyrfti hann að forðast (500). Vestur hóf vörnina á tíg- ulkóng, fékk hvatningu frá félaga og spil- aði öðrum tigli. Austur spilaði laufi til baka og vestur tók sína tvo slagi þar. Vestur spilaði síðan hjarta, suður setti kóng og var bæði hissa og glaður þegar hann hélt slag. Hann svínaði nú spaða og vestur fékk á kónginn blankan, tveir niður. Austur vissi að sagnhafi gat ekk- ert grætt á niðurkastinu í hjarta og leyfði honum að eiga slag. Kostirnir voru aug- ljósir. Sagnhafi fékk innkomu í borð og ef hann gat svínað spaða var hún dæmd til að mistakast. Ef sagnhafi hefði ekki komist inn í blindan hefði hann verið neyddur til að leggja niður spaðaás með góðum árangri og þess vegna átti sagn- hafi að sjá þetta fyrir. Vörnin gat auð- veldlega haldið honum frá hendi blinds og því í ósköpunum voru þeir að gefa honum ókeypis innkomu? Skák Jón L. Árnason Á opnu móti í Koblenz fyrir skemmstu kom þessi staða upp í skák sigurvegarans Doncevic, sem hafði hvítt og átti leik, og Schulman: 1 # 1 A A 4iA Wk m 1 A 3 A aáa A 1 ABCDEFGH Yfirburðir hvíts eru augljósir en stysta vinningsleiðin er21.Hxf7!Kxf722.Dh5+ Kf8 Eða 22. - Ke6 23. Dg4 + Kf7 24. Dg6 + o.s.frv. 23. Hfl+ Rf6 24. exf6 og svartur gafst upp. Krossgáta Lárétt: 1 málhelti, 7 ljá, 8 fugl, 10 furði, 13 gegnsæ, 14 grunir, 16 kvenfugl, 18 horfa, 19 hnifur, 20 undirforul, 22 fiskarn- ir. Lóðrétt: 1 svif, 2 óheppinn, 3 utan, 4 sjór, 5 karlmannsnafn, 6 svik, 9 dreifa, 11 and- vörpuðu, 12 vinna, 14 reykir, 15 þykkni, 17 beita, 21 fljót. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 regn, 5 fés, 7 æfa, 8 ólum, 10 fluga, 11 ná, 12 lifandi, 14 arms, 16 dug, 18 rá, 20 ekran, 22 urt, 23 sat. Lóðrétt: 1 ræflar, 2 eflir, 3 gauf, 4 nóg, 5 flandra, 6 smái, 9 undu, 13 asks, 15 met, 17 gný, 19 ár, 21 at. ©KFS/Distr. BULLS oeí>[4> ReiNgR En hvað um allar máltíðirnar sem ég hef eldað og hafa EKKI sent þig á spítala?!!I Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsiö 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögregl'an 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 18. janúar til 24. janúar, að báðum dögum meötöldum, verður í Háa- leitisapóteki. Auk þess verður varsla í Vesturbæjarapóteki kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opiö í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfínnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17—8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki i síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-iostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 Og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19^19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Þriðjud. 22. janúar Skipaútgerðin leigirSæbjörgu. Hún sinnir þó björgunarstörfum sem áður. Spakmæli Sóaðu ekki nýjum tárum á gamlar sorgir. Evrípídes. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi fyrir hópa í okt - maí. Safnkennari tek- ur á móti skólabörnum. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opiö mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugar- og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardága kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - Iaugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga nema mánudaga 11-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarijöröur, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seítjamarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál aö stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Liflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 23. janúar. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú mátt búast við því að fólk leiti til þín með ráðleggingar og skipulagningu. Þú gætir lent í því að stilla til friðar milli stríð- andi afla. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú ert mjög ráðvilltur og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Reyndu að kanna mál vel áður en þú tekur ákvörðun. Ferðalag ætti að lífga upp á daginn. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þér finnst þú ekki tilbúinn til þess að taka ákvörðun varðandi ákveðið mál sem er á döfinni. Gerðu ekkert á móti þinni betri vitund.'og bíddu eftir upplýsingum. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú ert mjög vantrúaður á hugmyndir annarra og fmnst þær vera mjög óraunverulegar. Að hika er stundum sama og að tapa. Happatölur eru 6,18 og 35. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Dagurinn verður mjög ánægjulegur. Þú ert kannski að snúast í of mörgu í einu. Þú hefur meiri tíma fyrir sjálfan þig síðdegis. Krabbinn (22. júní-22. júli); Vingjamlegt og jákvætt andrúmsloft er það sem þú þarft að hafa í kringum þig í dag. Fólk tekur þá betur í hugmyndir þínar og sjónarmið. Hafðu gát á eyðslusemi þinni. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú færð upplýsingar varðandi mál sem virtist komið í hnút. Þú getur lent í vandræðum með neikvætt fólk. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Taktu daginn snemma því þér verður mest úr verki fyrri hluta dagsins. Treystu á kunnáttu þína frekar en heppni, en í samvinnu við aðra. Happatölur em 4,15 og 33. Vogin (23. sept.-23. okt.): Reyndu að velja það sem þér fmnst réttast og gefur mest af sér. Eitthvað sem þú velur gæti orðið til lengri tíma en þú heldur. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú verður að vera sérstaklega hreinskilinn varðandi ákveðið mál til aö ná árangri í umræðum. Ef þú reynir að verja aðra persónu kemur það niður á þér og þínum málstað. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Reyndu að bjrjótast undan viðjum vanans og taka þér eitthvað nýtt fyrir hendur. Taktu það rólega sérstaklega gagnvart flöl- skyldunni. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú verður að tala skýrt til að ekki verði ruglinguf varðandi fyrir- ætlanir þínar. Þú gætir þurft að endurskipuleggja áætlanir þínar í fljótheitum. ímyndunarail þitt er mjög llflegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.