Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991.
11
Utlönd
Júgóslavneski herinn í viðbragðsstööu í Króatíu:
Forseti lýðveldisins
varar við hörmungum
Forseti lýöveldisins Króatíu í
Júgóslavíu hefur beðiö herinn um
aö láta ekki til skarar skríöa í lýö-
veldinu þar sem hemaðaraðgerðir
myndu leiða til mikilla hörmunga.
Orö forsetans eiga rætur að rekja til
ótta viö aö júgóslavneska hernum
yrði fyrirskipað aö afvopna sjálf-
stæðar hersveitir í Króatíu yrðu þær
ekki við beiðni um að skila af sér
vopnum sínum.
Lögregla er í viðbragðsstöðu í
- segir stjómvöld leita tylliástæðna til valdbeitingar
Króatíu og Slóveníu, þeim lýðveldum
Júgóslavíu sem standa mest uppi í
hárinu á sambandsstjórninni. For-
seti Króatíu hefur varað herinn við
að afvopna lögreglu í Zagreb, höfuð-
borg Króatíu.
Leiðtogar Króatíu og Slóveníu hafa
sagt að þeir tryðu ekki á ofbeldisað-
gerðir hersins gegn lýðveldunum en
ef svo færi yröi svarað í sömu mynt.
Leiðtogar í lýöveldinu Bosníu styðja
Króata og Slóvena gagnvart mögu-
legum hernaðaraðgerðum.
Reiði er mikil í yfirstjórn Júgóslav-
íu vegna sjálfstæðistilhneiginga í
Slóveníu óg Króatíu. Óttast menn
vopnaða uppreisn. Því var skipun
um afvopnun gefin út 9. janúar.
Slóvenía og Króatía hafa farið sínar
eigin leiðir í síauknum mæli eftir að
45 ára kommúnistasfjórn leið undir
lok í Júgóslavíu í fyrra. Ráðamenn
lýðveldanna tveggja vilja aö hin sex
lýðveldi Júgóslavíu verði framvegis
í lauslegu ríkjasambandi þar sem
hvert lýðveldi varöveitir sjálfstæði
sitt. Yfirstjórn Júgóslavíu og ráða-
menn í Serbíu, stærsta lýðveldinu,
vilja sterkari miðstýringu.
Herklædd lögregla gætir þinghúss-
ins og sjónvarpshússins í Zagreb. Að
sögn yfirmanna lögreglunnar ber
þeim að skjóta ef á þá er ráðist.
Varainnanríkisráðherra Króata
hefur sagt aö varalið lögreglu verði
kallað út komi til átaka við herinn.
Hann sagði marga Króata hafa skilað
ólöglegum vopnum en margir héldu
þeim áfram vegna ótta um átök.
Væru margir hræddir og hefði fólk
hamstrað nauðsynjar. Hann sagði að
í þessu máli væri ekki tekist á um
ólögleg vopn heldur væri herinn að
leita tylliástæðna til valdbeitingar í
Króatíu í þeim tilgangi að stöðva
hraða lýðræðisþróun þar.
Reuter
Haraldur V. sór eið
sem konungur Noregs
Haraldur V. sór eið sem konung-
ur Noregs í norska stórþinginu í
gærdag. Það var um hádegisbil sem
Haraldur og Sonja drottning komu
akandi niður Karls Jóhannsgötu, í
átt að þinghúsinu. Þúsundir manna
höfðu staðið og beðið konungs-
hjónanna og þegar bíll þeirra leið
hjá mannfjöldanum ríkti þögn til
minningar um hinn látna konung,
Ólaf V.
í fyrsta skipti í 69 ár kom konung:
ur í þingið í fór konu sinnar. Sonja
drottning stóð svartklædd viö hlið
manns síns meðan á athöfninni
stóð. Meðal viðstaddra voru þing-
menn, hæstaréttarforsetar og
sendiherrar erlendra ríkja.
Áður en Haraldur sór eið sem
konungur las Jo Benkow, forseti
þingsins, formlega tilkynningu um
lát Ólafs konungs og tilkynnti kon-
ungsskiptin.
Eftir að Haraldur V. hafði svarið
eiðinn sem konungur Noregs sagð-
ist hann vona að hið góða samband
sem verið hafði milli þingsins og
föður síns, og afa þar á undan, yrði
áfram og þróaðist í takt við þau
verkefni sem norska þjóðin stæði
fammi fyrir í framtíðinni.
Þingforseti minntist síðan Ólafs
konungs og talaði loks til hins nýja
konungs. Kom fram að Haraldur
tók við krúnunni á sama aldri og
faðir hans og væri vel undir starf-
ann búinn. Lagði hann áherslu á
þátttöku Sonju í athöfninni. Eftir
athöfnina, sem tók um 20 mínútur,
yfirgáfu konungshjónin þinghúsið
ogfundivarslitið. Ritzau
Haraldur V. Norgskonungur yfirgefur þinghúsið i Osló i gær eftir að
hafa svarið eið sem konungur Noregs. Símamynd Reuter
Valdbeiting við Eystrasalt dregur dilk á eftir sér:
Kornviðskipti Sovétmanna
við Bandaríkin í hættu
Milljónaviðskipti Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna, þar sem Sovétmenn
kaupa kom, eru í stórhættu. Valda
aðgerðir Sovétmanna í Eystrasalts-
ríkjunum þar miklu auk vöntunar
Sovétmanna á beinhörðum gjaldeyri
í viðskiptunum. Meirihluti útflutn-
ings Bandaríkjanna til Sovétríkj-
anna er kom. Á síðasta ári keyptu
Sovétmenn bandarískt kom fyrir 3,4
milljarða Bandaríkjadollara og fyrir
4,3 milljarða árið á undan.
Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt
sovéska ráðamenn til að forðast vald-
beitingu í Eystrasaltsríkjunum og
segir áhyggjur vegna ástandsins þar
vaxandi. Þær fréttir bámst úr Hvíta
húsinu í síðustu viku að efnahagsað-
stoð við Sovétríkin yrði jafnvel hætt
vegna hægrisveiflu í stjórn Mikhails
Gorbatsjovs.
Bandarískir kornkaupmenn sjá
fyrir sér mikla óvissu í viðskiptum
við Sovétríkin ekki síst eftir að
bandaríska þingið hvatti Bush til að
hætta efnahagsaðstoð við Sovét-
menn. Við bætist mikil samkeppni
frá Evrópu og Suður-Ameríku en ríki
þar bjóða Sovétmönnum milljarða
dollara lán til kaupa á landbúnaðar-
afurðum.
Reuter
Búlagría:
Sovéskur f lugræn-
ingi yf irbugaður
Búlgarskar öryggissveitir yfir-
buguðu sovéskan flugræningja og
frelsuðu 151 farþega úr gíslingu í
borginni Burgas í gærdag. Var flug-
ræninginn yflrbugaður þremur tím-
um eftir að sovésk vél, sem hann
rændi, hafði lent í Burgas.
Véhnni var rænt í áætlunarflugi
milli Tashkent og Odessu. Flugræn-
inginn skipaði áhöfninni að fljúga til
Instanbul í Tyrklandi en þar var vél-
inni neitað um lendingu. Flugræn-
inginn haföi pakka í fórum sínum,
sem ekki var vitað hvað var í, og
hótaöi að sprengja vélina í loft upp
yrði áhöfnin ekki við fyrirmælum
hans.
Eftir lendingu í Burgas var vélin
samstundis umkringd og hófust
samningaviðræður við ræningjann.
Hann lét sig ekki og létu öryggis-
sveitir því til skarar skríöa. Meðal
151 farþega vélarinnar voru fimm
börn.
Ræninginn mun vera sovéskur af-
brotamaður sem nýlega var látinn
laus úr fangelsi.
Reuter
iiii iy ii ™'
Arshátíðir, afmæli, þorrablot
Nefndu það, við framkvæmdum það!
Veitingahús
Laugavegi 45 (uppi)
s. 11220, 626120
Vinningstölur laugardaginn 19- janúar 1993
i®#
VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN J VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 I 2.897.252,-
O pws(agg(fi 4. 4af5^fM 2 251.262,-
3. 4af 5 128 6.772,-
4. 3af 5 4.658 434,-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
6.288.164,- kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002