Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22, JANÚAR 1991. Merming Mörg lífleg atriöi eru í Rocky Horror Show, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. „Rocky Horr- or“ í Iðnó Fáir söngleikir hafa eignast jafnmarga trygga aödá- endur og áhangendur og „The Rocky Horror Show“, sem var fyrst frumsýndur áriö 1973 í London. Á þeim tíma vakti tiltækið furðu og hneykslan margra siða- vandra borgara enda var daðrað við hvers kyns bann- helga hluti í verkinu, oröbragðið var ekki ýkja pent og alls konar furðufuglar léku þar lausum hala. En engu að síður sló verkið hraustlega í gegn hjá ungu fólki, sem leit allt öðrum augum á það, því fannst tónlistin „algjört æði“ og efnið rokfyndið. Þær kyn- slóðir, sem á eftir komu, horfðu upp til agna á kvik- myndina, sem var gerð 1975 og hefur verið sívinsæl æ síðan. Söngleikurinn hefur ekki verið færður upp á íslandi fyrr en nú, þegar Leikfélag Menntaskólans við Hamra- hlíð leggur í það þrekvirki að koma upp stórsýningu með meira en 100 þátttakendum. Gamla Iðnó fyllist af lífi þegar ungir leikarar og söngvarar fylla hvem krók og kima og kröftug tónlist- in fær veggina til að titra. Kolbrún Halldórsdóttir leik- stjóri hefur náð ótrúlega góðum árangri með leikend- um og tónlistarfólki, sem að öðm jöfnu hefur allt ann- að fyrir stafni en að koma fram á leiksviði. Það er ljóst, hversu óhemjuleg vinna og natni við hvert smá- atriði liggur á bak við sýningu eins og þessa og þau Kolbrún, Jón Ólafsson tónlistarstjóri og Ástrós Gunn- arsdóttir danshöfúndur hafa greinilega tekist á við verkefnið af fullri alvöm. Hér á áram áður var öflug leikstarfsemi í M.H., en síðan dalaði áhuginn. Á síðustu árum hefur hann hins vegar aukist aftur og nemendur hafa staðið fyrir nokkmm mjög frambærilegum sýningum. Uppfærslan á „Rocky Horror“ er hins vegar lang- viðamesta skólasýning, sem ég man eftir í svipinn, og raunar ótrúlegt að hópur menntaskólanema skuli geta staðið undir allri þeirri vinnu sem í hana er lögð. Tónlistin, sem á dijúgan hlut í vinsældum og frægð verksins, er flutt af sjö manna hljómsveit og söngvur- um. Flutningurinn er kröftugur og þáttur hljómsveit- arinnar undir stjórn Gunnlaugs Guðmundssonar er stór í þeim góða árangri, sem næst. Páll Óskar Hjálmtýsson leikm- sjálfan Frank’n’Furt- er af mikilli innlifun og öryggi og það er varla á neinn hallað þó að hann teljist stjama kvöldsins fyrir til- þrifamikinn leik og söng. Leiklist Auður Eydal Katrín Kristjánsdóttir leikur Janet og Jón Atli Jónas- son, Brad. Guðjón Bergmann er í hlutverki Riff Raff og þær Edda Björg Eyjólfsdóttir og Steinunn Þórhalls- dóttir leika Magentu/sætavísu og Columbíu. í öðmm hlutverkum era Guðlaugur Ingi Harðarson, Rocky, Bergur Már Bemburg, Eddie, Dofri Jónsson, Dr. Scott og loks Gestur Svavarsson, sem leikur sögu- manninn. Þar er skemmst frá að segja að þessi ungmenni skila sínum hlut með miklum ágætum og mörg bráðvel bæði leik og söng. Sérstaklega vakti það athygli mína að framsögn var undantekningarlaust góð og söng- hæfileikar margra leikendanna komu á óvart. Tækni- vinna við hljóðblöndun var góð, þannig að söngatriðin komu mjög vel út og ekki bar á öðru en þessi kröftuga og hráa tónlist hljómaði mætavel í Iðnó. Eins ög áður var sagt er þaö með ólíkindum hversu mikla vinnu nemendur M.H., leikstjóri og aðrir hafa lagt í þessa sýningu, en árangurinn er líka eftir því. Búningar í sígildum „Rocky Horror“-stíl og viðamikil leikmynd em unnin af nemendunum sjálfum og hvers kyns tæknivinna er í þeirra höndum. Þarna hefur íjöldi ungmenna fengið tækifæri til að virkja margvíslega hæfileika í skapandi starfi og þó að það kosti einhveijar tafir frá öðru námi, læra þau áreiðanlega margt jafnnytsamlegt af því að starfa sam- an að verkefni sem þessu. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlið sýnir í Iðnó: Rocky Horror Söngleikur eftir Richard O’Brian íslensk þýðing: Veturliði Guðnason Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir Leikmyndarráðgjafi: Guðrún Sigriður Haraldsdóttir Ljósahönnuður: Eglll Ingibergsson Hljóðblöndun: Sigurður Bjóla Garöarsson Aðstoðarleikstjóri: Ásdís G. Sigmundsdóttir -AE Tilkyimiiigar Ofbeldi spurning um þroskastig Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnaríjarö- ar hefur í samráði við Samtök félagsmiö- stöðva gefið út plakatið „Ofbeldi spum- ing um þroskastig". Markmiðið með út- gáfunni er að vekja ungt fólk til um- hugsunar um vaxandi ofheldi í þjóðfélag- inu og meö þessu móti leggja sitt af mörk- um til þess að spoma við þeirri neikvæðu þróun sem orðið hefur undanfarin ár. Það er því von þeirra að plakatið fari sem víðast og verði sem flestu ungu fólki í huga þegar leysa þarf ágreiningsmál. Flóamarkaður í sal Hjálpræðishersins í dag, þriðjudag og miðvikudag, kl. 10-17 báða dagana. Hjónaband Þann 6. október sl. vom gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Krist- jáni Þorvaröarsyni Kristín Sigrún Árna- dóttir og Einar Kjartan Rúnarsson. Heimili þeirra er að Veghúsum 23, Reykjavík. Kvenfélag Kópavogs Þorrakvöld Kvenfélags Kópavogs verður haldið 24. janúar nk. kl. 20 í félagsheimil- inu. Matur, fjölbreytt dagskrá. Konur, takið með ykkur gesti. Þátttaka tilkynn- ist í s. 40332, Helga, 41726, Þórhalla, og 40388, Ólöf. Ljósmyndaklúbburinn HugmyndlOára í febrúar 1981 var ljósmyndaklúbburinn Hugmynd '81 stofnaður. Síðan em hðin 10 ár. í tilefni afmæhsins hyggst Hug- mynd ’81 standa fyrir ýmsum uppákom- um á árinu, svo sem ljósmyndasam- keppni, sýningum á verkumfélagsmanna og mörgu fleira. Starfsárið hefst með af- mæhsfagnaði er haldinn verður laugar- daginn 2. febrúar 1991 frá kl. 17 til 19.30 í húsnæði Hugmyndar ’81 að Klapparstíg 26, 3. hæð til hægri. Öhum þeim sem áhuga hafa á Ijósmyndun er velkomið að koma, þiggja veitingar og kynna sér starf- semi klúbbsins. Fundir ITC-deildin Harpa heldur reglulegan deildarfund sinn í kvöld kl. 20 að Brautarholti 30, 2. hæð. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar gefa Ágústa, s. 71673, og Guörún, s. 71249. Aglow, kristileg samtök kvenna, halda fyrsta fimd á árinu mánudaginn 28. janúar í kafftsal Bústaðakirkju. Hefst fundurinn kl. 20 og stendur tU kl. 22. Dögg Harðardóttir er gestur þessa fundar og mun hún predika út frá orði Guðs. Er fundurinn opinn öhum konum og eru konur hvattar til þess að byrja nýtt ár með djörfung og bjóða með sér gestum. Verið minnugar þess að uppskeran er mikil. Andlát Knútur Haraldur Einarsson, fyrrver- andi bifreiðarstjóri SVR, andaðist á Landspítalanum 19. janúar. Pála Jónína Pálsdóttir, Hofi, Öræf- um, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Sélfossi, sunnudaginn 20. janúar sl. Endurski ✓ í Júlía Matthíasdóttir frá Litlu-Hólum, Vestmannaeyjum, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 19. janúar sl. María Sophia Bjarnadóttir lést á Landspítalanum laugardaginn 19. janúar. María S. Bjarnadóttir lést á Land- spítalanum laugardaginn 19. janúar. Sigríður Bjarnadóttir, áður hús- freyja á Hömrum, Grímsnesi, lést á Kumbaravogi laugardaginn 19. jan- úar. Eggert Benónýsson útvarpsvirkja- meistari, Ljósalandi 16, andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 20. jan- úar. Kristín Ástgeirsdóttir frá Litlabæ, Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 19. janúar. Jarðarfarir Karles Tryggvason, Þórunnarstræti 134, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. janúar kl. 13.30. Ingólfur Tómasson, Lönguhlíö 25, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. janúar kl. 15. Valgeir Ólafsson, Álfaskeiði 64, B6, Hafnarfirði, áður Mjósundi 3, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þann 9. janúar. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Utfor Stefáns Hilmarsson fv. banka- sfjóra, verður gerð í dag frá Hall- grímskirkju kl. 13.30. ITC Seljur, Selfossi, halda fund í Hótel Selfoss í kvöld, 22. jan- úar, kl. 20.10 stundvíslega. Stef fundar: Menn vantar ekki kraftinn heldur vilj- ann. Fundarefni íjölbreytt að vanda, hefðbundin fundarstörf ásamt áhuga- verðum skyndiræðum og úr bókaskápn- um. Upplýsingar hjá Kristínu, s. 98-21957, og Svövu, s. 98-22238. Félag eldri borgara Opiö hús í dag, þriöjudag, í Risinu, Hverf- isgötu 105, frá kl. 13. Leikhópurinn Snúð- ur og Snælda hittist kl. 17. Haldin verður snyrtivörukynning í Risinu á morgun, miðvikudag, kl. 14. Kiwanisklúbburinn Harpa heldur fund í kvöld kl. 20 að Smiðjuvegi 13a, Kópavogi. Ræðumaður kvöldsins er Jón Hilmar Alfreðsson, yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans. Allir vel- komnir. Safnadarstarf Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu í dag kl. 18.30. Fyrir- bænaefnum má koma á framfæri viö sóknarprest í viðtalstímum hans þriðju- daga til fóstudaga kl. 17-18. Dómkirkjan: Starf eldri barna (10-12 ára) í safnaðarheimilinu í dag kl. 17. Mömmumorgnar í safnaðarheimilinu miðvikudaga kl. 10-12. Grensáskirkja: Biblíulestur í dag kl. 14 í umsjón sr. Halldórs S. Gröndals. Síðdeg- iskaffi. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Opið hús fyrir aldraða á morgun, mið- vikudag, kl. 14.30. Langholtskirkja: Starf fyrir 10 ára og eldri miðvikudag 16. janúar kl. 17. Óskar Ingi Óskarsson og Þór Hauksson leiða starfið. Seltjarnarneskirkja: Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 15-17. Magnús Er- lendsson kemur í heimsókn og ræðir um nýaldarhreyfinguna. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús kl. 10. Gestur frá samtökum heimavinnandi fólks. Tapað fundið Fressköttur í óskilum frá Austurbergi Þessi fressköttur hefur verið týndur frá 20. desember sl. Hann heitir Brandur og er grábröndóttur. Ef einhver hefúr fund- ið hann þá vinsamlegast hafið samband við heimilisfólkiö í Austurbergi 34, sími 78109. Álkerra tapaðist úr Garðabæ Álkerra hvarf frá Lyngási 10, Garðabæ, aðfaranótt fimmtudagsins sl. Ef einhver hefur séð kerruna eða veit hvar hún er niðurkomin þá vinsamlegast hafið sam- band í sima 652759. Fundarlaun. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í grein í DV í gær, þar sem fjallað var um Menn- ingarverðlaun DV, að aíhendingar- dagurinn var sagður 21. desember. Hér átti að sjálfsögðu að standa 21. febrúar. Em lesendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. -HK Manns saknað frá4.janúar Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hauki Matthíassyni, 73 ára vist- manni í Gunnarsholti í Rangárvalla- sýslu. Haukur er dálítið hærri en meðalmaður og sköllóttur. Líklegt er talið að hann sé klæddur í jakkafót, ljósan rykfrakka og sé með hatt. Þeir sem hafa séð til ferða Hauks eftir föstudaginn 4. janúar, eða vita hvar hann er nú, eru beönir að hafa sam- band við lögregluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.