Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDÁGÍJR 22. JANUAR' 1991. Afmæli Þórarinn Þórarinsson Þórarinn Þórarinsson, fyrrum bóndi í Vogum í Kelduhverfi, nú til heimilis aö Hvammi, dvalarheimili aldraöra á Húsavík, er áttræður í dag. Starfsferill Þórarinn fæddist aö Grásíöu í Kelduhverfi. Hann missti ungur fööur sinn en ólst upp á Grásíðu hjá móöur sinni ásamt þremur yngri sy stkinum en móöir hans stóö áfram fyrir búi eftir lát manns síns. Að loknu barnaskólanámi var Þór arinn í unglingaskóla í Lundi í Öxarfirði í þrjá mánuöi í ársbyrjun 1930 og í Laugaskóla veturinn 1930-31. Er Þórarinn kvæntist hófu þau hjónin búskap á Grásíðu og bjuggu þar fyrstu árin en 1937 byggöu þau nýbýhð Voga úr landi Grásíðu og bjuggu þar til ársins 1981 er þau fluttu í Hvamm, dvalarheimili aldr- aöra á Húsavík. Þar hefur Þórarinn búiö síðan en konu sína missti hann 1983. Auk bústarfanna, sem lengst af reyndust ærið dagsverk, sótti Þór- arinn ýmsa vinnu utan heimilisins. Á þeim árum voru ekki iðnaðar- menn á hverju strái en tækninýj- ungar að halda innreið sína. Vann hann þá ásamt öðrum, m.a. við að leggja vatnsmiðstöðvar í hús og setja upp kokseldavélar á mörgum bæjum. Þórarinn gegndi mörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Hann tók á yngri árum þátt í íþróttum, starfaði í íþróttafé- lagi og ungmennafélagi og sat þar í stjóm um tíma. í stjóm búnaðarfé- lagsins var hann í áratugi sem rit- ari og forðagæslumaður í mörg ár. Þá söng hann í Kirkjukór Garðs- kirkju um áratuga skeið, var for- maður kórsins um árabil og einnig formaður Kirkjukórasambands Norður-Þingeyinga í nokkur ár. Hann var í mörg ár formaður sókn- arnefndar og formaður áfengis- varnanefndar. Þá endurskoðaði hann reikninga Kelduneshrepps um árabil og reikninga Kaupfélags Norður-Þingeyinga í tíu ár. Þórar- inn sat í skattanefnd Keldunes- hrepps í áratugi og eftir að nefndin var lögð niður vann hann í mörg ár í hlutastarfl á skattstofunni á Húsa- víkeðaframtil 1984. Fjölskylda Þórarinnkvæntist30.6.1934 Jó- hönnu Haraldsdóttur frá Austur- görðum í Kelduhverfi, f. 3.7.1900, d. 1983, en hún var dóttir hjónanna í Austurgörðum, Haralds Júlíusar Ásmundssonar og Sigríðar Sigfús- dóttur, sem þar bjuggu í þrjátíu ár. Jóhanna var þriðja elst í hópi átta systkina. Þórarinn og Jóhanna eignuðust íjóra syni: Þórarinn, f. 16.4.1935, b. og bifreiðastjóri í Vogum, kvæntur Maríu Pálsdóttur frá Hofi í Hjalta- dal og eiga þau fimm börn; Haraldur Björn, f. 15.4.1937, d. 13.8.1990, húsa- smiður á Húsavík, en eftirhfandi kona hans er Ásdís Kristjánsdóttir frá Klambraseli í Aðaldal og eru synir þeirra tveir; Sigurður Svavar, f. 18.4.1939, fulltrúi sýslumanns á Húsavík, kvæntur Hafdísi Jósteins- dóttur frá Húsavík og eiga þau fjög- ur börn; Guðmundur, f. 5.1.1946, b. og bifreiðastjóri i Vogum, ókvæntur og barnlaus. Langafabörn Þórarins eru nú þrjú talsins. Á heimili Þórarins og Jóhönnu í Vogum dvöldu svo langdvölum auk sonanna fjögurra Þorkell Halldórs- son, sem kom þangað sumarið 1938, þá sextán ára og heilsuveill vegna ofnæmis en náði þar fullri heilsu og átti þar heima í ellefu ár. Anna Hjördís Sölvadóttir kom í Voga 1944, ellefu ára, og ólst þar upp til fullorð- insára. Þá flutti í Voga 1952 Jóhanna Albína Jónsdóttir, þá öldruð og átti Þórarinn Þórarinsson. þar heimili og athvarf þangað til hún flutti til sjúkrahúsvistar á Húsavík 1974. Ýmsir dvöldu svo í Vogum í skemmri tíma, t.d. sumar- dvalarbörn í mörg sumur. Systkini Þórarins: Kristbjörg, Þor- björg og Þorgeir Einar. Foreldrar Þórarins: Þórarinn Þór- arinsson og síðari kona hans, Sigur- rós Sigurgeirsdóttir. í' dag dvelur Þórarinn á heimili sona sinna og tengdadóttur heima í Vogum og tekur þar á móti gestum. Hjörleifur Sveinsson Hjörleifur Sveinsson útgerðarmað- ur, Keilufelli 10, Reykjavík, er ní- ræðurámorgun. Hjörleifur er fæddur í Selkoti und- ir Eyjafjöllum og ólst þar upp. Starfsferilll Hjörleifur hefur skipstjórapróf og var útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um 1922-1938. Hann var sjómaður í Vestmannaeyjum 1921-1940 og vann í verksmiðjunni Magna í Vest- mannaeyjum 1940-1950. Hjörleifur vann í smiðjunni í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum 1950-1955, var netamaður hjá syni sínum í Vest- mannaeyjum 1955-1973. Fjölskylda Hjörleifur kvæntist 16. október 1926 Þóru Arnheiði Þorbjörnsdótt- ur, f. 18. október 1903, d. 6. júlí 1970. Foreldrar Þóru: Þorbjörn Eiríksáon b. í Reyðarfirði, og Friöbjörg Einars- dóttir. Börn Hjörleifs og Þóru eru: Sveinn, f. 1. ágúst 1927, fyrrv. skip- stjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Aðalheiði Pétursdóttur; Anna, f. 31. aprh 1929, póstmaður í Rvík, gift Sigmundi Lárassyni múrarameist- ara; Friðrik Ágúst, f. 16. nóvember 1930, sendibílstjóri í Rvík, kvæntur Önnu Jóhönnu Oddgeirsdóttur sjúkrarliða; Guðbjörg Marta, f. 20. júlí 1932, fiskvinnslukona í Vest- mannaeyjum, gift Agli Kristjáns- syni húsasmið og Hjörleifur Þór, f. 7. mars 1940, d. 8. mars 1940. . Systkini Hj örleifs: Guðrún, f. 25. ágúst 1897, d. 25. maí 1988, gift Jóni Hjörleifssyni, b. og oddvita í Skarðs- hlíð; Guðjón, f. 30. ágúst 1898, d. 15. maí 1968, sjómaður í Vestmannaeyj- um, kvæntur Mörtu Eyjólfsdóttur; Tómas, f. 14. ágúst 1903, d. 24. apríl 1988, sjómaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Líneyju Guðmundsdóttur; Gróa, f. 18. júlí 1906, gift Gissuri Gissurarsyni, er látinn, b. í Selkoti, og Sigfús, f. 24. apríl 1907, sjómaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Guð- rúnu Gissurardóttur. Ætt Foreldrar Hjörleifs voru Sveinn Jónsson, f. 7. október 1874, d. 15. jan- úar 1920, b. í Selkoti, og kona hans, Anna Valgerður Tómasdóttir, f. 11. ágúst 1871, d. 5. maí 1963. Sveinn var sonur Jóns, b. á Lambafelli, Jóns- sonar, b. á Heiðarseli, Jónssonar, b. og hrepstjóra í Hlíð, Jónssonar, b. í Eystri-Dal í Fljótshverfi, Eyjólfs- sonar, b. í Eystri-Dal, Jónssonar, b. áÞverá, Jónssonar. Arnheiður var dóttir Tómasar, b. á Raufarfelli, Stefánssonar, b. og stúdentsd Selkoti, Ólafssonar, gull- smiðs í Selkoti, Jónssonr, lögréttu- manns í Selkoti, ísleifssonar, ætt- Hjörleifur Sveinsson. föður Selkotsættarinnar. Móðir Stefáns var Guðlaug Stefánsdótir, stiftprófasts í Laufási, Einarssonar og konu hans, Jórannar Steinsdótt- ur, biskups á Hólum, Jónssonar. Móðir Tómasar var Anna Jónsdótt- ir, prests í Miðmörk, Jónssonar og konu hans, Ingveldar, systur Bene- dikts, afa Benedikts Sveinssonar al- þingismanns, föður Einars skálds. Ingveldur var dóttir Sveins, prófasts í Hraungerði, Halldórssonar og konu hans, Önnu Eiríksdóttur, syst-. ur Jóns konferensráðs. Móðir Arn- heiðar var Gróa Arnórsdóttir. Hjörleifur tekur á móti gestum eftir kl. 18 á afmælisdaginn hjá syni sínum og tengdadóttur á Keilufelh 10. Björg Andrea Magnúsdóttir, Ham- arsgötu 1, Fáskrúðsfirði, er áttræð ídag. Starfsferill Björg er fædd á Hafnarnesi og ólst upp frá eins árs aldri hjá Ólafi Jóns- syni og Kristjönu Jónsdóttur á Gvendamesi. Björg var fiskvinnslu- kona á Fáskrúðsfirði 1950-1980. Fjölskylda Björg giftist 1934 Jens Lúðvíks- syni, f. 29. septemebr 1910, d. 24. mars 1969, útgerðarmanni á Fá- skrúðsfirði. Foreldrar Jens voru Lúðvik Guðmundsson, verslunar- maður á Fáskrúðsfirði, og Helga Jensdóttir. Synir Bjargar og Jens: Róbert Dan, f. 2. júh 1935, forstööu- maður Sjómæhnga ríkisins, kvænt- ur Kristbjörgu Stefánsdóttur hjúkr- unarfræðingi; Kristmann Dan, f. 14. mars 1937, d. 30. maí 1941, og Krist- mann Dan, f. 21. apríl 1942, d. 10. ágúst 1988, tækjamaður hjá Frysti- húsinu á Fáskrúðsfirði, kvæntur Elsu Hjaltadóttur. Systur Bjargar: Margrét, er látin, verkakona á Akureyri, gift Ingólfi Arnasyni verkamanni; Jóhanna, húsmóðir á Eskifirði, gift Guðmundi Stefánssyni, og Sigurlaug, húsmóðir í Rvík, gift Kristjáni Stefánssyni. Systkini Bjargar sammæðra: Þóra Sigurðardóttir Kemp, húsmóðir í Rvík, gift Júlíusi Kemp skipstjóra, og Ragnar Steinsson, er látinn, vél- stjóriíRvík. Ætt Foreldrar Bjargar voru Magnús Guðmundsson, d. 1910, b. og sjómað- ur á Hafnamesi á Fáskrúðsfrði, og kona hans, María Sigurðardóttir. Magnús var sonur Guðmundar, b'. á Hafnamesi í Stöðvarfirði, Einars- sonar, b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði, Guðmundssonar, b. á Dísarstöðum, Ámasonar, b. í Kelduskógum, Jóns- sonar, prests í Selvogsþingum, Giss- urarsonar. Móðir Guðmundar í Hafnamesi var Kristín Bjarnadótt- ir, b. á Þverhamri, Stefánssonar, b. á Þverhamri, Magnússonar, prests á Hahormsstað, Guðmundssonar. Móðir Magnúsar var Þuríður Ein- arsdóttir, b. í Vík í Fáskrúðsfirði, Jónssonar, b. á Sævarenda í Fá- skrúðsfirði, Magnússonar, b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, Jónsson- Björg Andrea Magnúsdóttir. ar, ættfóður Brimnesættarinnar. María var dóttir Sigurðar Frið- rikssonar, b. í Borgargerði, Ras- mundssonar. Móðir Maríu var Guðný Höskuldsdóttir, b. á Þver- hamri, Bjamasonar, systir Kristín- ar í Hvammi. Móðir Guðnýjar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugssonar. Móðir Jóns var Oddný Erlendsdóttir, b. á Ásunnarstöðum, Bjarnasonar, ætt- fööur Ásunnarstaðaættarinnar. Til hamingju með afmælið 22. janúar 90 ára_____________________ Helga Óskarsdóttir, Ögmundarstöðum, Staöarhreppi. Hún verður að heiman á afmælis- daginn. Sigurrós Kristinsdóttir, Kvistageröi 5, Akureyri. 85 ára Einar O. Eiriksson, Breiðagerði 21, Reykjavik. Valgeir Elíasson, Miklaholti I, Miklaholtshreppi. Friðþj ófur Þorsteinsson, Ásgötu 13, Raufarhöfn. Jens Kristjón Gestsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. 80ára Björg Magnúsdóttir, Hamarsgötu 1, Fáskrúðsfirði. BjarniGíslason, Höfðavegi 7, Höfn í Hornafirði. 75 ára SiggeirGeirsson, Sléttabófi I, Skaftárhreppi. Vafborg V. Emilsdóttir, Borgarholtsbraut 27, Kópavogi. Herdís Kjerulf, Vahholti, Fljótsdalshreppi. 70 ára Hlaðgerður Oddgeirsdóttir, Aðalbraut 49, Raufarhöfh. 60 ára Auður Gunnarsdóttir, Stóragerði25, Reykjavík. 50ára Bryndís Sigurðardóttir, Arnartanga 28, Mosfellsbæ. 40 ára Björgvin Þór Jóhannsson, Bræðratungu 20, Kópavogi. Jórunn Sigurðardóttir, Hofgörðum20, Seltjamarnesi. Margrét Gunnhildur Lárusdóttir, Urðarbraut 23, BlönduósL Gunnar K. Gunnlaugsson, Starmýri9, Neskaupstað. Stefán Magnússon, Esjuvöhum 17, Akranesi. Eiríkur Karlsson, Bakkatúni20, Akranesi. Baldvin Jónsson, Garöastræti 14,Reykjavik. Svanhildur Ágústsdóttir, Grjótaseli 7, Reykjavík. Kristín Sigurbjörg Björnsdóttir, Bankastræti 6, Skagaströnd. VERKAMANNAFÉLAGID DAGSBRÚN Framboðsfundur Félagsfundur verður haldinn í Bíóborg (áöur Austur- bæjarbíó) miðvikudaginn 23. janúar 1991 kl. 17. Dagskrá: Komandi stjórnarkosningar í Dagsbrún. Dagsbrúnarmenn eru beðnir að koma beint úr vinnu. Atvinnurekendur eru beðnir um að hindra ekki að menn komist á fundinn. Félagar, fjölmennið. Stjórn Dagsbrúnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.