Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Qupperneq 3
' ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. 3- Fréttir Nú vilja tryggingafélögin stórhækka slysatryggingu ökumanna: Þrefaldast iðgjöldin á aðeins þremur árum? - um 90 prósenta hækkun gæfi félögunum tæplega 700 miiljónir í auknar tekjur Um áramótin hækkuðu iðgjöld af fasteignatryggingum um allt að 48,5%, af húseigendatryggingum um allt að 40% og almennum slysatryggingum um 10% að meðaltali. Nú er komiö að stórhækkun á slysatryggingu öku- Bifreiðaeigendur mega búast við að tryggingafélögin hækki slysa- tryggingu ökumanns og eiganda um allt að 90% á næstunni. Þau hafa þegar óskað eftir hækkun til Trygg- ingaeftirlitsins og er búist við að það verði við þessum beiðnum á næst- unni. Samkvæmt upplýsingum frá Bif- reiðaskoðun íslands eru um 120 þús- und fólksbílar og um 10 þúsund vöru- og fólksflutningabifreiðar á landinu. Ef af hækkuninni verður mun hún því þýða hátt í 700 milljónir í auknar tekjur fyrir tryggingafélögin á árinu. Þrefaldast iðgjaldið frá 1988? Tryggingin var sett á með lögum 1. mars 1988 og hefur iðgjaldið verið hækkað í tvígang síðan þá, eða um 16,5% 1989 og 15% 1990. Verði af umræddri hækkun nú hefur gjaldið þvi þrefaldast frá því lögin tóku gildi þann 1. mars 1988. Þá var gjaldið um 3200 krónur en yrði rúmlega 10 þús- und krónur eftir hækkun. Miðað við þróun launavísitölu frá því lögin tóku gildi ætti gjaldið að vera um 4300 krónur en er í dag um 5700 krón- ur. Að sögn Ágústs Karlssonar, for- stjóra Tryggingar hf., er 70 til 80% hækkun á þessum slysatryggingum ökumanna og bifreiðaeigenda síður en svo of há. Hann segir að þegar lögin voru sett haíi menn ákveðið iðgjaldið í blindni og að í ljós hafi komið að útreikningar sérfræðinga þá voru vitlausir. „Þó það sé óvinsælt að segja það þá þyrfti hækkunin að verða minnst 90% til að rétta af tapið hjá okkur vegna þessarar tryggingar sem við vorum látnir taka að okkur með lög- um.“ Aukning á slysum í umferð- inni Að sögn Ragnars Ragnarssonar, deildarstjóra hjá Tryggingaeftirlit- inu, hefur orðið mikil aukning á slys- um í umferðinni þó svo að fjöldi bif- reiðaóhappa hafi ekki aukist í sama mæli. Hann segir að miðað við allt árið 1988 hafi samtals 952 öðlast rétt til bóta vegna þessarar tryggingar, en á árinu 1989 hafi sú tala verið komin upp í 1113 einstaklinga. Á síöasta ári reyndust hins vegar 1323 hafa öðlast rétt til þessara bótagreiðslna. Með öðrum orðum, aukningin á fjölda bótagreiðslna hefur verið milh 17 og 18% á ári eða samtals um 40%. Ragnar segir að á árunum 1988 og 1989 hafi tryggingafélögin aUs inn- heimt um 1310 milijónir í slysatrygg- ingu ökumanns og eiganda en á sama tíma þurft aö taka að sér greiðslu á tæplega tveim milljörðum í bætur. Hann segir því ljóst að félögin hafi orðið að taka á sig umtalsvert tap vegna þessarar tryggingar. Miklar hækkanir á öllum svið- um. En þessar hækkanir eru ekki þær einu hjá tryggingafélögunum. Um áramótin hækkuðu þau iðgjöld af fasteignatryggingum um allt að 48,5%, af húseigendatryggingum um allt að 40% og almennum slysatrygg- ingum um 10% að meðaltali. Þá hafa mörg féláganna breytt skilmálum heimilistrygginga og til dæmis hækkað tryggingalágmarkið veru- lega. í sumum tilfellum hafa þessar breytingar falið í sér allt að helmings hækkun á iðgjöldum. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort tryggingafélögin muni hækka iðgjöld af ábyrgðartryggingum á bifreiðum á næstunni. Margir telja þó óhjá- kvæmilegt að hækka þessar trygg- ingar um allt að 10% til að mæta tapi af þeim. Ekki er þó talið brýnt að fara út í þessa hækkun enda vegur hagnaður tryggingafélaganna af kaskótryggingum þetta tap upp að stórum hluta. -kaa Baðstrandaferðir í gæðaflokki og á gæðaverði Flogið alla þriðjudaga frá 28. maí-11. sept. Með þotuflugi Flugleiða/Balkan Airlines. Kef-Lux-Var (dagflug) Gistingar: 28. maí 18. júní-4. sept. 4. sept. Grand Hotel Varna 72.000 83.500 77.000 Dobrudsja Hotel 61.000 72.500 66.000 Slavianka Hotel 58.000 68.000 63.000 Bratislava Hotel 55.000 63.000 60.000 Villa Jug (sumarhús) 55.000 60.000 60.000 Innifalið flug, gisting, morgunmatur, leiðsögn, akstur frá flugv. á hótel fram og til baka. Verð miðað við 24. jan. '91. Augnlækningar, tannlækningar.'heilsurækt. Skoðunarferðir innanlands og utan. Uppbót á gjaldeyri. Barnaafsláttur að 12 ára aldri. Tekið á móti pöntunum á skrifstofu okkar. Opið alla virka daga 8-17 og laugardaga 9-12. Pantið tímanlega. Fá sæti í hverri ferð. Lærið ensku í Englandi Við bjóðum upp á enskukennslu í Harrow House, Swanage, suðurströnd Englands, skammt frá Bournemouth. Hægt er að fara alla sunnudaga í flugi frá Keflavik - London. Nemendur eru sóttir á flugvöll. Gist er á heimilum eða i skólanum (heimavist fyrir unglinga). Boðið er upp á kennslu í ensku 30 tíma á viku. Verð í 4 vikur 102.870,-. Enskukennslu til undirbúnings prófum í ensku, 15 vikur. Verð kr. 296.580,-. Enskunám og íþróttir (golf - tennis - veggbolti), ennfremur enskunám fyrir unglinga, yngri en 16 ára, á páskum og 22.06.-7.09. Hægt að dveljast eins lengi og hver óskar. Innifalið í verði: Flug, gisting. Fæði hálft frá mánudegi-föstudags. Fullt um helgar. Kennsla, námsbækur, þátttaka í iþróttaklúbbi Harrow House, tölvuað- stoð við nám. Úll umönnun og læknisþjónusta. Verð er miðað við gengi og flugverð 24. jan. 1991. Við sendum enska bæklinga og lánum myndbönd. Seljum allar tegundir farseðla, útvegum hótel, lesta- og skipafarmiða. Viðurkennd I.A.T.A. skrifstofa - tölvuvædd. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonaf Gnoðarvogi 44-104 Reykjavik-Simi 91-68 62 55 Simnefni: Istravel - Telex 6504016294 MCI UW FAX-91-688518 Kanaríeyjar alla mánudaga - miðvikudaga - föstudaga. Fiogið samdægurs um London með Fiugieiða- þotu - Iberia Airbus. Koka Studio eða íbúðir. Verð: 3 vikur, 79.000 (studio), 88.500 (íbúðir) miðað v. 2. Hægt að vera allt að 2 mánuðum og stoppa í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.