Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. 9 Utlönd Alvara gerð úr hótunum um að skýlast á bak við stríðsfanga: írakar segja f angana sára eftir loftárásir - Bandaríkjamenn saka Saddam Hussein um stríðsglæpi írakar segja aö stríösfangar, sem þeir hafa í haldi, hafi særst í loftárás- um bandamanna á landið. írakar hafa áður hótað að nota stríðsfanga sem „mannlegan skjöld“ við hernað- arlega mikilvæga staði. Engin stað- festing hefur fengist á að þeir hafi gert alvöru úr þessum hótunum sín- um fyrr en nú ef rétt reynist að fang- arnir hafi verið hafðir í haldi við skotmörk baridamanna í írak. Það var útvarpið í Bagdad sem lét fréttina um stríðsfangana frá sér fara. Þar var ekki sagt hverrar þjóð- ar hinir særðu væru, aðeins að um væri að ræða flugmenn, sem skotnir hefðu verið niður yfir írak síðustu daga. írakar eru með bandaríska, hreska og ítalska flugménn í haldi. í frétt útvarpsins sagði að nokkrir flugmenn hefðu særst í árásum bandamanna á almenna borgara í landinu. Þá var tekið fram að ekki væri vitað hvort nokkur flugmann- Þannig hugsa menn sér vigstöðu Saddams Hussein í skjóli stríðsfanga. anna hefði látið lífið. Tuttugu og sjö flugmanna banda- manna er nú saknað frá því gagn- sóknin gegn írak hófst þann 17. jan- úar. Það er sá fjöldi sem bandamenn viðurkenna að hafi ekki snúið heim eftir árásarferðir en ekki er vitað hvort einhverjir þeirra hafi látið lífið þegar þeir voru skotnir niður. Viðurkennt er að það stríði gegn Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga ef þeim er haldið föngn- um á hættusvæðum. Bandaríkja- menn hafa hótað Saddam Hussein ákæru fyrir stríðsglæpi geri hann alvöru úr hótunum sínum um að nota stríðsfanga sem „mannlega skildi". Bandaríkjamenn hafa jafnframt sagt að það hafi engin áhrif á hemað- aráætlanir þeirra þótt írakar hóti að skýla hernaðarmannvirkjum með stríðsföngum. Reuter Bandamenn hófu sókn gegn írökum á landi í nótt Aðeinsfimm prósenthern- aðarmann- virkjaeyðilögð Þrátt fyrir linnulausar loftárás- ir bandamanna á hernaðarmann- virki íraka hafa aðeins fimm pró- sent þeirra eyðilagst. Þetta er haft eftir ísraelskum leyniþjón- ustumönnum. Þýskir heimildarmenn segja ísraelska leyniþjónustumenn hafa- greint þýskum ráðamönn- um, sem voru í heimsókn í ísrael í siðustu viku, frá þessu. Abu Nidal ásjúkrahúsi íBelgíu? Stjórn sjúkrahúss í Bmssel í Belgíu kvaöst f gær ekki geta úti- lokað að palestinski skæruliða- leiöto'ginn Abu Nidal hefði verið sjúklingur þar en frétt þess efnis birtist í belgísku vikuriti. Vikuritið, Le Vif L’Express, sagði evrópskum leyniþjónustum hafa borist fregnir um að Abu Nidal, sem sagður er hafa skipu- lagt fjölda hryðjuverka í að rainnsta kosti tuttugu og.átta löndum, hefði nokkrum sinnum legið á sjúkrahúsinu vegna hjartaveilu en undir fólsku nafni. Vikuritið hefur það eftir heim- ildarmönnum að lækni á sjúkra- húsinu, sem myrtur var í október 1989, hafi veriö komið fyrir katt- arnef þar sem hann heföi þekkt Abu Nidal. Fyrr í þessum mánuði kom einn starfsmanna ráðsins í heimsókn til Belgíu í boði belgíska utanrík- isráðuneytisins. Ræddi hann um lausn belgískrar fjölskyldu sem rænt var 1987 i skiptum fyrir fanga í Belgiu. Reuter Vinningstölur laugardaginn 26. janúar VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 7.231.840 o £.. 4af5^jM 5 150.728 3. 4af5 243 5.349 4. 3af5 - * 7.555 L, r; ' 401 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 12.314.842 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Auðbrekku 14, sími 64-21 - hörfuöu eftir að hafa skotið 72 fallbyssuskotum á herinn í Kúvæt Bandamenn gerðu í nótt stórskota- liðsárás frá Saudi-Arabíu á herlið íraka í Kúvæt. Notaðar voru fall- byssur af stærstu gerð til að sprengja skotmörk um 10 kílómetra fyrir inn- an landamærin. Þetta er í fyrsta sinn sem banda- menn btósa til sóknar á landi þótt ekki hafi verið um annað en skyndi- árás að ræða því að liðið hörfaði aft- ur eftir að hafa skotið 72 skotum. Til þessa hafa bandamenn aðeins svarað í skærum við íraska landherinn. Skotmark bandamanna í árásinni var birgðastöð. Ekki er vitað með vissu hvort árásin heppnaðist en hermennirnir sögðu að eldar hefðu blossað upp handan landamæranna. Ekki er talið að þessi árás sé upphaf- ið að sókn á landi heldur gæti hún þjónað þeim tilgangi að sýna að bandamenn séu reiðubúnir til sókn- ar þegar minnst varir. Ekkert lát er á loftárásum banda- manna á írak. Lítið er enn um lið- hlaup úr íraska hernum þótt hann hafi dögum saman verið skotmark sprengjuflugvélanna. Þar á meðal hafa B-52 flugvélar haugað sprengj- um niður á úrvalssveitir íraka í Kú- væt. Hernaöarsérfræðingar benda á að aldrei í sögunni hafi loftárásir leitt til fjöldauppgjafar hermanna og svo virðist ekki ætla að verða nú. Því hallast flestir að því að sækja verði á landi gegn íraska hernum. Enginn veit nú hvernig ástandið er í hði íraka í Kúvæt eftir árásirn- ar. Liðið heldur til í neðanjarðar- byrgjum en bandaménn halda því fram að þeir hafi yfir sprengjum að ráða sem geti sprengt upp slík byrgi. Enn hefur herstjórn þeirra þó ekki gefið út áreiðanlegar upplýsingar um árangur af árásunum. Nú hafa flug- herir bandamanna farið um 25 þús- und árásarferðir til íraks og Kúvæt. í gærkveldi gerðu írakar enn árás með Scud-eldflaugum á ísrael. Þetta var 26 flaugin sem beint er að ísrael. Hún kom niður á vesturbakka Jórd- anar sem ísraelsmenn hertóku í sex daga stríðinu. Þar búa einkum arab- Saudi-arabiskir hermenn virða fyrir sér hluta úr Scud-eldflaug íraka fyrir utan Riyadh í gærkveldi. Flaugin var skotin niður. Simamynd Reuter ar. ísraelska herstjórnin sagöi að engin slys hefðu orðið á fólki. Patri- ot-gagnflaug var ekki beint gegn Scud-flauginni. Scud-flaug var einnig skotið að Riy- adh í Saudi-Arabíu en flaugin var skotin niður með gagnflaug og kom niður fyrir utan borgina. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.