Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR-1991. 11 Utlönd Eistland ráðgerir eigin þjóðar- atkvæðagreiðslu Eistlendingar ætla að halda eigin þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði landsins áður en þjóðarat- kvæðagreiðslan um nýja sambands- ríkjasamninginn fer fram. Forsætis- nefnd eistneska þingsins ákvað þetta í gær. Þjóðaratkvæðagreiöslan um sjálf- stæði Eistlands verður haldin 24. fe- brúar en þjóðaratkvæðagreiðslan um sambandsríkjasamninginn verð- ur haldin í öllum sovésku lýðveldun- um 3. eða 17.mars. Samkvæmt nýja samningnum fá lýðveldin meira sjálfsforræði en nú en gagnrýnendur hans segja að í raun verði ómögulegt fyrir lýðveldi að segja sig úr sovéska ríkjasam- bandinu. Eystrasaltsríkin hafa lýst því yfir að þau muni ekki skrifa undir samn- inginn þar sem þau hafi aldrei geng- iðlöglegaíríkjasambandið. Tf Fulltrúi lettnesku alþýðufylkingarinnar: Gorbatsjov hef ur svikið Letta Romuldas Razukas, fulltrúi Al- þýðufylkingarinnar í Lettlandi, hef- ur miklar áhyggjur af því sem kann að gerast 1. febrúar þegar sovéski herinn tekur við löggæslu í landinu. „Við höfum géð það sem gerst hefur í Litháen. Hermennirnir misþyrma ,fólki, ræna það og skjóta á það. Þetta er það sem getur gerst þegar sveitir sovéska innanríkisráðuneytisins og herinn taka við löggæslunni. Hætta er á að hermennirnir fari inn í bæki- stöðvar okkar og taki öll okkar skjöl,“ sagði Razukas í gær. I dag ætlar Alþýðufylkingin að efna tú mótmæla gegn tilskipuninni frá Moskvu um löggæslu sovéska hers- ins. Razukas sagði að Gorhatsjov Sovétforseti hefði enn einu sinni svikið Letta og að nýja tilskipunin væri brot á mannréttindum og stjórnarskránni. Sovéski herinn hefði engan rétt til að ónáða eða handtaka óbreytta borgara. Gorb- atsjov væri að gera hræðileg mistök. Gorbunovs, forseti Lettlands, God- manis forsætisráðherra, Vaznis inn- anríkisráðherra og lögreglustjórinn í Rigu efndu í gær til fundar með lettnesku lögreglunni og gerðu grein fyrir ástandinu. Godmanis sagði það mikilvægt fyr- ir stjórnina að geta haft eftírlit með gerðum lögreglunnar. í lögreglunni eru aðeins fjórtán prósent Lettar. Aðrir lögreglumenn eru af r ússnesk- um uppruna eða öðru þj óðerni. tt Kosnlngarnar í Panama: Stjórnarandstaðan hefur undirtökin Flest bendir til að stjórnarandstað- an fari með sigur af hólmi í nýaf- stöðnum þingkosningum í Panama. í kjördæmunum þar sem talningu er þegar lokið hafa frambjóðendur stjórnarandstöðunnar víðast haft betur. Talningu er þó ekki lokið og kenna menn bilunum í tölvukerfi um. Þetta eru fyrstu kosningarnar í Panama frá því Bandaríkjamenn hröktu harðstjórann Manuel Nori- ega frá völdum. Stjórnarandstaðan fylgdi áður Noriega að málum. Þótt hann hafl verið alræmdur í landinu nýtur skjólstæðingur Bandaríkja- manna á forsetastóli ekki mikilla vinsælda og hafa stuðningsmenn hans átt undir h'ögg að sækja. Þátttaka í kosningunum var með eindæmum lítil og segja heimamenn að almenningur hafl mjög litla trú á stjórnmálamönnum landsins og gildi þar einu hvort um er að ræða fylgis- menn Noriegas eða Endara forseta. Endara var kjörinn forseti áður en Noriega var hrakinn frá völdum árið 1989. Noriega neitaði að viðurkenna kosningu hans og í kjölfarið gerðu' Bandaríkjamenn innrás og settu Endara í forsetastól. Reuter Keníumenn lofa að veita Siad Barre hæli Stjórn Keníu hefur boðið Siad Barre, flóttaforseta frá Sómalíu, hæli í landinu. Barre lagði um helgina á flótta frá höfuðborginni Mogadishu eftir að hafa átt þar í höggi við upp- reisnarmenn frá því um áramót. Hann hafði þá verið forseti í Sómalíu í 21 ár. Siad Barre hóf fór sína í suðurátt að landamærum Keníu í skriðdreka á sunnudaginn rétt í þann mund sem liðsmenn hans töpuðu fótfestunni í höfuðborginni. Með honum eru nokkrir nánustu stuðningsmennirn- ir og það litla sem eftir er af stjórnar- hernum. Þegar síðast fréttist var fylking forsetans komin til bæjarins Kismayu og átti þá 200 kílómetra ó- farna úr landi. Háttsettur embættismaður í utan- ríkisráðuneyti Keníu sagði við Reut- ersfréttastofuna að tekið yrði við Siad Barre og mönnum hans. „Regl- an er sú að ef einhver kemur að landamærum okkar og hiður um hæli vegna þess að hann á að öðrum kosti líflát yfir höfði sér þá veitum við honum hæli,“ sagði embætt- ismaðurinn. Enn er þó ekki vitað hvort Siad Barre ætíar að setjast að í Keníu því sögur eru þar á kreiki um að hann hyggist fara til Ítalíu og leita ásjár stjórnarinnar þar. Sómalía var áður ítölsk nýlenda. Siad Barre tók völdin eftír uppreisn hersins árið 1969. Hann er nú um áttrætt. Þrátt fyrir að Siad Barre hafi setið á valdastóli í rúma tvo ára- tugi þá náðu völd hans aldrei langt út fyrir höfuðborgina. Hann var því oft auknefndur „borgarstjórinn í Mogadishu" en ýmsir ættflokkahöfð- ingjar stjórnuðu á landsbyggðinni. Höfðingjarnir hafa nú náð saman um sinn og heita því að koma á lýð- ræðislegu stjórnarfari og efna til kosninga áður en langt um líður. Reuter Símamynd Reuter Litháen: Sovéskir hermenn á ferð nálægt þinghúsinu í Vilnius i Litháen. Sprengju varpað úrflugvél - löggæslu hermanna mótmælt Sprengju var varpað úr flugvél í gær milli tveggja þorpa í suðurhluta Litháens. Enginn særðist en nokkrar skemmdir urðu við bóndabæ. At- burðurinn átti sér stað klukkan 15.40 að staðartíma en ekki fréttíst af hon- um fyrr en í gærkvöldi. Að sögn blaðafulltrúa þingsins í Litháen höfðu margir íbúar þorp- anna Staynai og Cuizakampiai, sem eru um 40 kílómetra sunnan við Vilnius, heyrt í flugvél en enginn sá vélina. Því næst heyrðist mikil sprenging. Stór gígur myndaðist þar sem sprengjan féll og fundu menn sprengjubrot. Sovéski herinn hafði í gærkvöldi ekki tjáð sig um málið. Blaðafulltrúi þingsins í Litháen sagði menn gera ráð fyrir því að um óhapp hefði verið að ræða. Þingið í Litháen ætlar að fara þess á leit við Gorbatsjov Sovétforseta að tilskipunun til hersins um löggæslu í öllum sovéskum borgum frá og með 1. febrúar komi ekki tíl framkvæmda í Litháen. Þetta sagði Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, á þingi í gær. Landsbergis sagði að tilskipunin, sem undirrituð var af innanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Boris Pugo, og varnarmálaráðherranum, Dmitri Jazov, myndi auka spennuna í Eystrasaltsríkjunum og að áfram- haldandi samningaviðræður milli yfirvalda í Litháen og Moskvu yröu ómögulegar. Á sunnudagskvöld eyðilögðu sov- éskir hermenn tvær tollstöðvar og misþyrmdu tollvörðum. Kröfðust hermennirnir þess að tollverðirnir í bæjunum Laboriskis og Medimnkei afhentu vopn sín. Verðirnir gátu ekki orðið við skipuninni þar sem þeir voru óvopnaðir og eyðilögðu þá her- mennirnir tollskrifstofurnar. TT Utfór Olafs Noregskonungs á morgun: Miðborg Óslóar skreytt blómum og myndum - miklll ótti við að hryðjuverkamenn láti til sín taka Mikill viðbúnaður er í Noregi vegna útfarar Ólafs Noregskon- ungs á morgun. Norska sjónvarpið búið að koma fyrir sjónvarpsvélum víða í miðborg Óslóar þar sem lík- fylgdin fer um. Öllu verður sjón- varpað beint. Víða hefur verið komið upp stór- um myndum að hinum látna kon- ungi og við þær logar á kertum og blómakransar eru undir. Snjó hef- ur verið rutt af öllum götum og gangstéttum í miðborginni til að mannfjöldinn getí komist fyrir en búist er við að allir borgarbúar sem vettíingi geta valdið verði á staðn- um. Lögreglan hefur mikinn við- búnað í borginni því óttast er að hryðjuverkamenn noti tækifærið til að ráðast gegn einhverjum þeirra fjölmörgu þjóðhöfðingja, sem viðstaddir verða. Enn er þó allt með friði. Meðal þeirra sem verða við út- fórina eru frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands. Þá er von á Karli Bretaprins og Dan Quale, varafor- setaBandaríkjanna. NTB Ólafur Noregskonungur verður borinn til grafar á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.