Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991. Fréttir Tveir danskir hestamenn: Á íslenskum hestum frá Danmörku til Kína - ætla að vera tvö ár á leiðinni á sex hestum Tveir danskir hestamenn, Paul Rásk og Steen Gees Christensen, ætla aö taka sér á hendur mikla ævintýra- ferð á íslenskum hestum og feröast frá Danmörku til Kina. Þeir félagar nota tvö næstu árin til að skipuleggja feröina, enda má hvergi vera laus endi þegar lagt verð- ur af staö 1. mars 1993. Þeir fara með sex hesta og er áætlað að ferðin taki tvö ár, enda er leiðin milli 13.000 og 15.000 km. Fariö verður frá Dollerup í Dan- mörku 1. mars og riðið til Kiel. Farið verður inn í Pólland viö Stettin, til Varsjár og inn í Sovétríkin við Brest. Farið verður suður af Kiev og fylgt 48. breiddarbaugnum til Volgograd norður um Kaspíahav, inn í Mongól- íu, um Ulan Bator og að lokum til Peking. Ekki er að efa að ferð þeirra á eftir að vekja mikla eftirtekt, sérstaklega í Kína, þar sem hestamenn voru van- ir að ríða í öfuga átt þegar þeir réð- ust inn í Evrópu. Rask fór í leitir á Landmanna- afrétti Ferðin verður þaulskipulögð í alla staöi. Alhr pappírar þurfa að vera löglegir og gististaðir tilbúnir. Paul Rask hefur verið að undirbúa sig og fór meðal annars í göngur á Land- félagi hans Steen Gees Christensen og tryggja sér þannig þekkingu fyrir undirþettaferðalagþónokkurntíma mannaafrétt í fyrrahaust. Rask og ætla sér einnig í göngur næsta haust ævintýraferðina miklu. -EJ/Tölt Hér sjást þeir félagar Paul Rask, til vinstri, á Toppi, og Steen Gees Christensen á Blakk, tveimur þeirra hesta sem fara alla leið til Kina. DV-mynd Ulla la Cour DV Reykjavlk: Kona á níræðis- aldri léstí bílslysi ígær - sól blindaði ökumanninn Kona á níræðisaldri lést á Borg- arspítalanum í gærkvöldi eftir að hafa oröið fyrir bil við Auðar- stræti í Reykjavík síðdegis í gær. Að sögn lögreglu er talíð að konan hafi verið að ganga í aust- ifrátt að göngustig sem liggur á milli Auðarstrætis og Gunnars- brautar. Þetta er þó ekki alveg Ijöstþar sem enginn sjónarvottur var að slysinu sem varð um klukkan fiögur síðdegis. Öku- maður lítillar Daihatsubifreiðar ók suður Auðarstræti og sá hann illa út vegna sólarinnar sem var lágt á lofti. Bifreiðin skall síðan á konunni og féll hún í götuna. Hún hlaut meðal annars höfuð- áverka og var flutt á slysadeild Borgarspítalans. Þar gekkst hún undir höfuðaðgerð en lést síðan um klukkan sjö í gærkvöldi. . Hemlafór eftir bifreiðina í Auð- arstræti voru stutt aö sögn lög- regunnar. Ekki er talið að um neinn hraðakstur hefði verið að ræða. Ekki ér hægt að greina frá nafni konunnar að svo stöddu. Hún var fædd árið 1906. -ÓTT Hryssan og folaldið í blíðviðrinu i Skagafirði sl. sunnudagsmorgun. DV-mynd Þórhallur Ástarllf utan áætlunar: Hryssa kastaði á miðjum þorra Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Það er fremur fágætt að hryssur eignist afkvæmi á miðjum þorra en það væsti ekki um Blökk, fimm vetra hryssu í Keldudai í Skagafirði, þegar hún kastaði aðfaranótt sl. laugardags og voru bæði hryssan og foldaldið hin sprækustu morguninn eftir. Foreldrar Blakkar eru Hrafn frá Holtsmúla og Gola frá Gufunesi og var þetta hennar annaö folald. Hitt átti hún þriggja vetra. Blökk er ættbókarfærð hryssa og að sögn Leifs bónda Þórarinssonar stóö til að temja hana í vetur til verð- launa í vor. En þaö að stóðhestur losnaði einu sinni meðan hrossin voru í húsi í fyrravetur breytti þeirri áætlun. Davíð Oddsson boðar endurskoðun á orkuverði til álvers: Málið verr statt en látið er í veðri vaka „Ég er sammála Jóni Sigurðssyni um að allar líkur séu á að álver komi en ég er jafnsannfærður um að flest bendi nú til aö því muni seinka. Varðandi efasemdir fólks um að ál- ver verði nokkurn tíma byggt þar sem fyrirvarar eru á öllum samning- um og frestanir eru fyrirsjáanlegar segi ég nákvæmlega það sama og ég sagði í september. Þá var mér ekki trúað. Þá sagði ég að málið væri alls ekki eins vel statt og látið var í veðri vaka. Það er komið á daginn núna,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri og stjórnarmaður í Landsvirkjun, í samtali við DV. „Þegar við höfum betri upplýsing- ar í höndunum þurfum við að meta kalt og rólega hvort þær forsendur, sem menn hafa gefið sér, ganga gagn- vart Landsvirkjun. Það er alveg ljóst að við höfum ekki leyfi til þess sem stjómarmenn í fyrirtækinu, hversu viljugir sem við kunnum að vera, að samþykkja orkuverð sem þýöir að framkvæmdir vegna álversins standi ekki undir sér. Við veröum að geta staðið við það gagnvart almenningi að orkuverð ’ vegna stóriðjunnar sé þannig að það hleypi ekki upp verð- inu til almennings. Um það segir beinlínis í lögum. Þetta eru menn að skoða. Það er auðvitað alveg fráleitt að semja um orkuverð og binda það einhvem tíma, ailt að ári, áöur en aðrir samningar nást.“ Um tilboð í virkjanaframkvæmdir, sem opnuð verða í byrjun mars, sagði Davíð að öll tilboðin væru auglýst með fyrirvara. Miöað við útlit mála nú muni Landsvirkjun væntanlega ræða við lægstbjóðanda séu tilboðin hagstæð. Verði þá kannað hvort við- komandi vilji binda tilboð sitt með verðlagsbreytingum til tiltekins tíma. Ella segja menn að málinu verði frestað um einhvern tíma og verði verkið þá boðið út að nýju. „Landsvirkjun mun þannig ekki binda sér neina bagga en á hinn bóg- inn mundum við fá gríðarlega góðar upplýsingar um mat markaðarins á okkar kostnaði. Við getum þá borið það saman viö kostnaðaráætlanir okkar eigin manna. Við urðum að bjóða verkin út til að geta verið i stakk búnir og menn gætu ekki sagt að við drægjum lappirnar í málinu.“ Davíö sagði að kóstnaður vegna orkusölunnar hefði hækkað í raun í íslenskum krónum talið. Það væri þó ekki þar með sagt að sú raun- hækkun ætti að koma í veg fyrir að dæmið gengi upp. Ekki. væri hægt að leika sér með gjaldmiðla varðandi kostnað en tekjurnar eru mældar í dollurum. Hins vegar yrðu menn að meta hvort spár helstu sérfræðinga um að gengi dollarans sé nú lægra en líklegt sé að það verði til lengri tíma litið séu réttar. -hlh Landlæknisembættið: Lömunarveiki gerir vart við sig í Búlgaríu í frétt frá landlæknisembættinu segir aö búlgörsk heilbrigðisyfirvöld hafi tilkynnt aö lömunarveiki, öðru nafni mænusótt, hafi gert vart við sig í landinu. Frá því um miðjan jan- úar hefur þessi hættulegi sjúkdómur fundist hjá sex sígaunabömum. Ekk- ert þeirra hafði fengið fullnægjandi bólusetningu gegn veikinni. Mikill fjöldi íslendinga ferðast ár- lega til Búlgaríu, einkum á sumrin. Rétt þykir að benda þeim sem eru á leið þangað á að athuga gaumgæfi- lega hvort þeir hafa verið bólusettir. Veiran, sem veldur lömunarveiki, getur borist beint á milli manna með neyslu fæðu eða vökva. í upphafi eru einkenni sjúkdómsins hálsbólga, höfuðverkur og hiti en síðar verkir í baki og hálsi, máttleysi og jafnvel lömun. Astæða er til að benda þeim sem nýkomnir eru frá Búlgaríu og telja sig hafa þessi einkenni að snúa sér beint til læknis. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.