Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991.
3
Fréttir
Þannig hefur veðurspá DV litið út fyrir 20. apríl síðastliðin fimm ár.
Veðurhorfur á kosningadaginn 20. apríl
Meiri líkur á ofsaveðri
heldur en um miðjan maí
- miðað við veðurfar síðustu ára eru litlar líkur á vondu veðri
„í Reykjavík er úrkoma á þessum
tíma að jafnaði 6 til 7 dagar af hverj-
um tíu. Oftast er hún þó lítil. Helli-
rignig er aðeins 1 til 2 dagar af hverj-
um 10. Algéngasti hiti er 3 til 7 stig.
Næturfrost eru um það bil fjórðu
hveija nótt á þessum árstíma," segir
Trausti Jónsson veðurfræðingur á
Veðurstofunni um veðurhorfur á
kosningadaginn sem verður þann 20.
apríl næstkomandi.
„Sól frá morgni til kvölds er fremur
sjaldgæf, um það bil einn dag af
hverjum tíu. Sjaldan er þó alveg sól-
arlaust. Vindgangur er algengari og
það má húast við að vindur sé 4 til 5
vindstig alla vega hluta dagsins. Af
hveijum 10 dögum kemst vindur í 7
vindstig í um það bil éinn dag.
Af næturfrosti má ráða að nokkrar
líkur eru á hálku, alla vega yfir nótt-
ina.
Það viðrar hins vegar nokkuð
öðruvisi á Raufarhöfn en í Reykja-
vík. Þar er kaldara en í höfuðborg-
inni og þar má því búast við nætur-
frosti í um það bil 5 til 6 nætur af
hveijum 10. Þar er mjög líklegt að
úrkoma falli sem snjór eða slydda.
Ofviðralíkur á þessum árstíma eru
ekki miklar en þó um það bil fjórfald-
ar á við það sem er um miðjan maí.
Hvað varðar færð á fjallvegum eru
nokkrar líkur á ófærð jafnvel við
norðurströndina, en að öðru leyti eru
fremur litlar líkur á að óveður spilli
kosningum,'1 segir Trausti.
Þegar veðurkort síðasthðinna
fimm ára eru skoðuð kemur í ljós að
versta veðrið hefur verið þann 20.
apríl 1989. Þá voru skil yfir miðju
landinu og súld á syðri helmingnum
en snjókoma fyrir norðan. í fyrra
hékk hann þurr um allt land þennan
dag en víða var nokkur vindur, sex
til sjö vindstig um mest allt landið.
-J.Mar
Loðnan:
Hrossið frá Sólvöllum drapst samstundis.
DV-mynd Þórhallur
Norðurland vestra:
Fjórtán hross haf a
drepist í árekstrum
frá haustdögum
ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Sauaðárkróki:
Fjórtán hross hafa drepist í um-
ferðarslysum í Húnavatns- og Skaga-
fiaröarsýslum í vetur, átta í Skaga-
firði en sex í Húnavatnssýslum. Síð-
asta óhappið var í fyrri viku þegar
hross varð fyrir híl við bæinn Sól-
velli í Skagafirði og drapst samstund-
is. Það var ómarkað en talið eign
bóndans á bænum. Bílstjórinn var
einn í bíl sínum og var fluttur á
sjúkrahús. Reyndist hann lítið
meiddur en bíllinn af Madza-gerð er
hins vegar gjörónýtur.
Þetta er áttunda hrossið sem drepst
á vegum í Skagafirði í vetur í fimm
óhöppum frá haustdögum. Á síðasta
ári var 14 sinnum ekið á hross í sýsl-
unni þannig að þau drápust eða
þurfti að aflífa. Oftast hafa þessi
óhöpp átt sér stað á Vatnsskarði eða
á veginum milli Varmahlíðar og
Sauðárkróks. Tvö hross hafa drepist
á þessu ári en vitað er um tilvik þar
sem bílar hafa skemmst en hross
sloppið við áverka.
i Húnavatnssýslum hafa sex hross
drepist í umferðinni frá því í haust
Leyft að veiða 175 þús. tonn
Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ás-
grímsson, hefur ákveðið að loðnu-
flotinn, sem er 42 skip, fái að veiða
175 þúsund tonn af loðnu á vertíð-
inni. Raunar eru ótahn tvö skip en
þau hafa lokið .við aö veiða upp í
kvóta sína.
Samtals höfðu fiskifræðingar mælt
loðnustofninn 525 þúsund tonn og
höfðu þeir mælt með að 400 þúsund
tonn yrðu skihn eftir til hrygningar.
-J.Mar
’ ■; . c ; ' ■ ' ■■
Mazda-btll gjörónýtur en bilstjórinn
slapp við meiðsli.
DV-mynd Þórhallur
í fiórum árekstrum. Fjögur féllu eftir
áramótin, þar af þrjú í sama óhapp-
inu. Oftast eru slysin fyrir norðan
Blönduós á Norðurlandsvegi og á
veginum til Skagastrandar.
/
LADA SKUTBILL:
mBismrn í mrn
1 . •
- ' • Mörg fyrirtæki og fjölmargir
. • idnaöarmenn hafa nýtt sér
' | i ■ frádráttarbæran _
. v ' viröisaukaskattinn auk lága
" ^ verösins á LADA SKUTBÍL og ^
. j eignast frábæran vinnubíl,
' rúmgóöan og kraftmikinn.
\
Kr. 346.000 án vsk.
•\
Tökum gamla bfíinn upp í nýjan
og semjum um eftirstöðvar. -
\ I I • V
Opið laugardaga f rá kl. 10-14.
\ * • ' * \ '
miistiLM
Stafigr. verð
1200 SAFÍR 4ra g ...345.268,-
1500 STATION 4rag 429.763,-
1500 STATION 5ra g 452.711,-
1500 STATION LUX 5 g 467.045,-
1600 LUX5 g 454.992,-
1300 SAMARA 4 g.r 3 d... 452.480,-
1300 SAMARA 4 g., 5 d... 492.349,-
*1500 SAMARA 5 g., 3 d.. 495.886,-
*1500 SAMARA-LUX 5 g., 3 d. 507.714,-
‘1500 SAMARA 5 g., 5 d.. 523.682,-
*1500 SAMARA-LUX 5 g., 5 d. 542.029,-
1600 SP0RT 4 g 678.796,
1600 SP0RT 5 g 723.328,-
* „Metallic" litirkr. 11.000-
* . I —■ 1 \