Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Side 5
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991.
Fréttir
sjá lóuna
Nokkrar fuglategundir, sem
ekki er vanalegt að sjá hér á
landi, hafa sést undanfarið. Þar á
meðal eru krákur, vepjur, tjald-
ur, krossnefur og lóa.
Jóhann Brandsson hjá Nátt-
úrufræðistofnun íslands segir að
krákur komi hingað með nokk-
urra ára millibili og teljist ekki
mjög sjaldgæflr flækingar.
„Tjaldurinn er hér meira og
minna allan veturinn og gjaman
síðla vetrar hérna viö Suðvestur-
landið. Með lóuna er hins vegar
annað máh Ég vil fá að sjá hana
áður en ég segi nokkuð. En svo
mikið get ég sagt að lóan er ekki
komin, allavega ekki okkar lóa.
Þetta getur verið einhver lóuteg-
und,“ segir Jóhann.
Þótt þetta sé ekki alvanalegur
timi fyrir þessa fugla segir Jó-
hann aö þeir séu flækingar sem
geti komið hvenær sem err Veðrið
hafi lítil sem engin áhrif á komu
þeirra. -ns
„Það er ekki hætta á ferðum
fyrir gróðurimi enn sem komið
er. Ef þetta hlýindaskeið stendur
í tvær til þrjár vikur til viðhótar
gætu tré, runnar og blóm farið
að taka við sér. Ef svo kólnaði
skyndílega gæti gróðurinn farið
illa,“ segir Hafsteinn Hafliðason
garðyrkjumaður.
„Það er frekar fátt sem fólk get-
ur gert til að vernda gróðurinn.
En ef það á tiltækt lauf eða grein-
ar er til bóta að leggja þær yflr
beð. Laukar og flölærar jurtir eru
yfirleitt farnar að gægjast upp á
þessum árstíma en plönturnar
láta þar við sitja uns sól fer að
hækka á loítí og það fer að hlýna
í veðrí.
Árið 1963 kom langt hlýinda-
skeið en í apríl kólnaði skyndi-
lega sunnanlands og þá fóru lauf-
tré rojög illa, sérstaklega aspir og
grenitré. Þessar aspir voru af
suðrænu kvæmi en þær aspir,
sem fólk ræktar í görðnm sínum
í dag, eru mun harðgerðari og
þola því betur kuldaköst og það
samagUdirumgrenið.“ -J.Mar
Óvenjuleg irmheimta:
Hengja upp
nafn skuldara
íversluninni
Verslunin Fellakjör í Iðufelli
hefur nokkuð óvenjulegar aö-
ferðir við að innheimta skuldir
hjá viðskiptavinum sínum. Nöfn
þeirra og heimilisföng eru hengd
upp við kassann í versluninni,
þeim og öðrum til aðvörunar.
Núna hangir uppi nafn og heimil-
isfang konu einnar þar sem til-
tekiö er hversu mikið hún skuld-
ar versluninni.
Aðstoðarverslunarstjóri Fella-
kjörs segir þetta vera gert til
koma skilaboðum til skuldar-
anna. Aðspurður um hvort ekki
væri hægt að gera það á annan
hátt sagði hann:
„Ég vil ekki svara þér, þetta er
ekki þitt mál.“
- Eru þetta venjulegir viðskipta-
hættir hjá ykkur?
„Já, ég hugsa að konan eigi
þetta skilið fyrst hún skuldar
þetta.“
- En er ekkí hægt að komast í
samband við hana öðruvísi?
„Hún vill ekki hafa það svoleið-
is.“
- Fyrst þetta tíðkast hjá ykkur,
ber þetta góðan árangur?
„Þér kemur það bara ekki við.
Égvilekkertviöþigtala.“ -ns
Skyldutrygging bifreiða á íslandi:
Iðgjöld fjórum sinn-
um hærri en í Svíþjóð
- samt vilja tryggingafélögin aHt að 20 prósent hækkun 1. mars
íslenskir ökumenn verða að greiða
flórfalt hærra verö fyrir skyldu-
tryggingu á bifreiðum sínum heldur
en sænskir bifreiðaeigendur. Kjör á
kaskótryggingum virðast hins vegar
vera sambærileg. Á íslandi er sjálfs-
ábyrgðin hærri en í Svíþjóð en á
móti koma lægri iðgjöld.
í samanburði sem DV hefur gert á
iðgjöldum tryggingafélaga í Svíþjóð
og á íslandi var gengið út frá þeirri
forsendu að greiðandinn sé 35 ára
gamall, hafl ekið tjónlaus í 4 til 5 ár
í borgarumferð, og eigi þriggja ára
gamla Volvó bifreið, GLE 240. Leitað
var til tveggja íslenskra tryggingafé-
laga, Sjóvá-Almennra og VÍS, og
tveggja stórra félaga í Svíþjóð, Vasa-
försákringer og Skandia försákrin-
ger. Stuðst var við iðgjaldaskrá félag-
anna 1. febrúar síðasthðinn.
Hjá sænsku tryggingafélögunum
er iðgjaldið á skyldutryggingunum
um 13 þúsund krónur en hjá þeim
íslensku er það ríflega 40 þúsund. í
öllum tilfellunum var miðað við að
bifreiðeigandinn hafl áunnið sér 50
prósent í bónus. Þess má geta að hjá
íslensku félögunum getur afsláttur-
inn hæstur orðið um 65 prósent eftir
10 ára öruggan akstur. í Svíþjóð get-
ur hann náð allt að 75 prósentum.
Miðað við þær forsendur er verð-
munurinn því enn meiri, getur orðið
allt að fimmfaldur.
Hvað varðar kaskótryggingar er
verðmunurinn minni á iðgjöldum.
Hjá sænsku tryggingafélögunum er
iðgjaldið 57 til 59 þúsund krónur,
miðað við 50% bónus og sjálfsábyrgð
upp á 11 til 14 þúsund krónur. Þar
getur bónusinn hins vegar farið upp
í 75 prósent og iðgjaldið þar með far-
ið niður í 41 þúsund krónur. Hjá ís-
lensku tryggingafélögunum er ið-
gjaldið rúmar 33 þúsund krónur,
miðað við hámarks bónus upp á 40
prósent og sjálfsábyrgð upp á tæp-
lega 25 þúsund krónur.
Þrátt fyrir þennan mikla mun á
iðgjöldum sænskra og íslenskra
tryggingafélaga má búast við að
munurinn aukist enn frekar um
næstu mánaðarmót. íslensku trygg-
ingafélögin ætla á næstunni sækja
um allt að 20 prósent hækkun á
ábyrgðartryggingu ökutækja, sem
ásamt slysatryggingu ökumanna,
eru skyldutryggingar. Um síðustu
mánaðarmót hækkaði slysatrygging-
in um 78% og er nú 10.600 krónur.
Rök tryggingafélaganna fyrir þess-
ari hækkun ábyrgðartryggingarinn-
ar eru að félögin hafi tapað allt að
500 milljónum vegna hennar á síð-
asta ári. Fyrir mánuði síðan komu
félögin með samskonar rök hvað
varðar slysatrygginguna.
-kaa
Frumvarp um nýskipan lyflamála:
llla unnið
og heimsku*
legt kosninga
plagg
- segirWernerRasmussonapótekari
„Þetta frumvarp er í raun lævísleg
leið til að svipta apótekara eignum
sínum. Við eigum að fá greidda
ákveðna þóknun fyrir að sjá um
lyfiadreifinguna og standa undir
flárfestingum okkar. Stærriapótekin
eiga að fá minna í þóknun heldur en
þau minni og það fær ekki staðist.
Kostnaður apótekara er svo misjafn
að allt mat á sanngjarnri þóknun
verður ósanngjarnt," segir Wemer
Rasmusson apótekari um frum-
varpsdrög þau um nýskipan lyfla-
mála sem Guðmundur Bjarnason
heilbrigðisráðherra kynnti í síðustu
viku.
Werner segir frumvarpið vera illa
unnið kosningaplagg sem sé gert af
vanþekkingu og í því sé að finna
ýmsar rangtúlkanir á raunveruleik-
anum. Hann segir frumvarpið ge'ra
ráð fyrir óheyrilega miklu valdi í jafn
sérhæfðum málaflokki eins og lyfia-
innkaup séu og að það sé þvert á þá
þróun sem hafi átt sér stað í Evrópu
að undanförnu.
„Ráðherra heldur því fram að til-
gangurinn sé að ná fram spamaði.
Ég hef hins vegar ekki fengið neinn
rökstuðning fyrir því að svo verði
né séð tölur sem benda til þess. Þvert
á móti er ýmislegt sem bendir til
þess að útgjöldin aukist,“ segir
Werner.
Werner segir mikið óhagræði og
aukinn kostnað felast í því ef ríkið
tæki að sér öll lyfiainnkaup og
greiddi apótekurum einungis
ákveðna þóknun fyrir lyflaafgreiðslu
eins og fmmvarp heilbrigðisráð-
herra geri ráð fyrir. Þannig myndi
til dæmis hin nýja lyfiastofnun í raun
eiga allar lyflabirgðir í apótekunum.
Shkt fyrirkomulag myndi draga úr
hagkvæmni lyfiadreifingarinnar og
ábyrgðarkennd apótekara.
„Lyfladreifingin yrði án eðlilegs
á’ðhalds. Ég gæti til dæmis pantað
ótakmarkað af lyfium frá stofnun-
inni án þess að borga fyrir þau og til
lengdar myndi það kalla fram aukin
afföll og rýrnun. í dag þarf ég sjálfur
að taka á mig slíkan kostnað. Og ef
það yrði komið upp lyflakvótum á
hvert apótek myndi það óhjákvæmi-
lega leiða til þess að við yrðum að
visa viðskiptavinum okkar á dyr þeg-
ar birgðir þrjóta. Hvað á ég þá að
segja við kúnnann? „Farðu annað,
því ég er búinn með kvótann!" Þetta
er heimskulegt og maður verður
bara að vona að alþingismenn beri
gæfu til að skoða þetta frumvarp
mjög vel.“ -kaa
Kaskótrygging á bifreiöum
Verðsamanburður á iðgjöldum
í Svíþjóð og á (slandi (meðaltal)
Þús kr. -i
Iðgjald
33.119
41.072
Sjálfsábyrgð
24.500
(sland
12.555
Svíþjóð
Við samanburðinn er miðað við iðgjaldaskrár tveggja trygginga-
félaga á íslandi og tveggja félaga í Svíþjóð , 1. febr. 1991.
Við athugunina er gengið út frá að tryggingataki hefði hámarks-
bónus (40% á íslandi og 75% í Svíþjóð.) og að hann ætti
Volvo 240 GLE, árgerð 1987.
Skyldutrygging á bifreiðir
Þús kr.
Verðsamanburður á iðgjöldum
í Svíþjóð og á íslandi (meðaltal)
40.291
12.863
Svíþjóð
Abyrgðartrygging
30.091
Slysatrygging
zvvmmmmmm 10.200
ísland
Við samanburðinn er miðað við iðgjaldaskrártveggjatrygginga-
félaga á íslandi og tveggja félaga í Svíþjóð , 1. febr. 1991.
Við athugunina er gengið út frá að tryggingataki hefði
50% bónus og að hann ætti Volvo 240 GLE, árgerð 1987.
Islenska skáklandsliðið í skólaskák.
DV-mynd BG
Norræn skólaskák:
Islendingar haf a
verið sigursælir
Einstakhngskeppni í norrænni
skólaskák hófst í Þórshöfn, Færeyj-
um, í gær og stendur til 17. febrúar.
Keppni þessi er árviss viðburður og
hafa íslendingar hingað til staðið sig
vel. Þeir sigruðu í tveimur flokkum
af fimm á síðasta ári og flórum árið
1989. Fyrir utan það náðu íslensku
skákmennirnir bestri heildarút-
komu þessi ár.
í einstaklingskeppninni er teflt í
fimm aldursflokkum og á hvert
Norðurlandanna rétt á að senda tvo
keppendur í hyern flokk. Að þessu
sinni fara fyrir íslands hönd í A-flokk
þeir Sigurður Daði Sigfússon og
Magnús Pálmason, í B-flokk fara
Ragnar Fjalar Sævarsson og.Þórleif-
ur Karlsson, í C-flokk Ilelgi Áss Grét-
arsson og Magnús Öm Ulfarsson, í
D-flokk Arnar E. Gunnarsson ög
Matthías Kjeld og í E-flokk Berg-
steinn Einarsson og Jón Viktor
Gunnarsson. Fararstjórar eru Ólafur
H. Ólafsson og Ríkharður Sveinsson.