Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991. Viðskipti Valur Valsson, formaður Sambands vlðskiptabankanna: DV Það sem þykir gott úti þykir slæmt hérlendis - Euromoney telur þá banka góða sem hafa mikinn vaxtamun og mikla arðsemi eigin Qár Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka og formaður Sambands viðskiptabankanna, segir að það sem þyki neikvætt við banka á íslandi sé hins vegar talið mjög jákvætt og sterkt við banka erlendis. Þetta kom fram á fundi Sambands viðskipta- bankanna með blaöamönnum á dög- unum. Valur sagði: „Nýlega birti virtasta íjármálatímarit samtímans, Euro- money, val sitt á bestu bönkum í heimi. Að sjálfsögðu er ekki auðvelt að skilgreina hvað sé best í þessum efnum fremur en öðrum og eflaust yerða margir til að gagnrýna að- ferðir Euromoney." Þetta einkennir bestu banka í heimi „En eftir sem áður er áhugavert að skoða hvaða atriði Euromoney telur ráða því hvort banki sé góður banki eða ekki. Þeir völdu átta þætti í starfsemi eða rekstri viðkomandi banka og gáfu hverium þætti mis- munandi vægi.“ Eftirtalda þætti telur Euromoney ráða mestu og er vægi hvers þáttar innan sviga: 1. Arðsemi eigin fjár. (15%) 2. Arðsemi heildaríjármagns. (10%) 3. Rekstrarkostnaður í hlutfalli við samtölu vaxtamunar og annarra tekna. (5%) 4. Vaxtamunur. Því meiri sem hann er því betra. (5%) 5. Hagnaður. (5%) 6. Raunávöxtun fjármagnsins. (10%) 7. Opinbert mat á lánstrausti. (25%) 8. Alit sérfræðinga á viðkomandi bönkum. (25%) „í ljósi umræðunnar á íslandi er sérstaklega eftirtéktarvert aö ýmis- legt sem hefur neikvæða ímynd hér á landi er talið jákvætt í mati þeirra hjá Euromoney. Ég nefni til dæmis vaxtamun, arösemi eigin fjár og hversu mikill hluti rekstrarkostnað- ar er borinn af öðrum tekjum en vöxtum." Banco Popular Espanol er númer eitt hjá Euromoney Valur sagði að Euromoney hefði samkvæmt ofantöldum atriðum ný- lega valið spænska bankann, Banco Popular Espanol, besta banka í heimi. í öðru sæti varð Toronto- Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka og formaöur Sambands við- skiptabankanna, segir að erlendis sé mikill vaxtamunur, hagnaður og arðsemi eigin fjár bankanna talið bera vott um styrkleika. Dominion í Kanda og í þriðja sæti Banc One Corp. í Bandaríkjunum. Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, flutti erindi á fundin- um um nýjar alþjóðareglur um eigið fé banka. Þær miðast við nýjan áhættugrunn við mat á eigin fé og að eiginfjárhlutfallið hækki úr 5 pró- sentum í 8 prósent. Landsbankinn þarf að bæta eiginfjárstöðu sína „Hér á landi hefur lauslega verið kannað hvernig eiginfjárstaöa ís- lenskra banka er samkvæmt hinum nýju reglum. Að Landsbankanum undanskildum virðast bankarnir vera sæmilega yfir 8 prósent lág- markinu. Frekari athugana er þó þörf þar til hægt er að staðhæfa þetta með vissu,“ sagði Björn. - Sigurður B. Stefánsson, hagfræð- ingur og framkvæmdastjóri Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka, sagði jniklar breytingar framundan á ís- lenskum fjármálamarkaði vegna Evrópubandalags Evrópu og fulls afnáms takmarkana á gjaldeyrisvið- skiptum íslendinga 1. janúar 1993. íslendingar verða að beygja sig undir aga markaðarins „Mesti ávinningurinn af frjálsum Sigurður B. Stefánsson hagfræðing- ur segir að íslendingar verði að beygja sig undir erlenda markaði í framtíðinni við stjórnun viðskiptalífs- ins. gjaldeyrisviðskiptum þegar til lengd- ar lætur er vegna þess að íslendingar veröa að beygja sig undir aga hins frjálsa markaðar og íslensk fyrirtæki - bankar og fjármálafyrirtæki ekki síður en önnur - veröa að keppa við önnur.fyrirtæki í Evrópu um arð- semi, framleiðni og þjónustu við við- skiptavini." Sigurður varpar fram þeirri hug- mynd að um aldamótin muni innlán banka og sparisjóða, markaðsverð- bréf og erlent fé samtals hafa því sem næst tvöfaldast. Á núverandi verð- lagi gætu fjármunir á þessum mark- aði numið um 800 til 900 milljöröum króna eða nálægt tvöfaldri lands- framleiðslu á þeim tíma. Erlendar skuldir aukast - inneign erlendis eykst Hann telur jafnframt að um alda- mótin verði erlendar skuldir þjóðar- innar um 63 prósent af landsfram- leiðslu en vegna eigna íslendinga í erlendum verðbréfum verði nettó- skuldin viö útlönd um 49 prósent. Hún er nú um 52 prósent af lands- framleiöslu. Afkoma íslenskra fyrirtækja er léleg Sigurður sagði að afkoma íslenskra Björn Lindal, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, segir um væntan- lega nýjar alþjóðareglur um eigið fé banka: „Að Landsbankanum und- anskildum virðast bankarnir vera sæmilega yfir 8 prósent lágmark- inu.“ fyrirtækja væri léleg miðað við það sem gerðist hjá erlendum fyrirtækj- um. „Raunávöxtun eigin fjár er afar slök. Meðalarðsemi 50 stærstu fyrir- tækja á íslandi árið 1989 var aðeins 4,2 prósent í samanburði við 20,5 pró- sent arðsemi hjá 25 stærstu fyrir- tækjum í Evrópu.“ Og áfram: „Um 75 prósent af eigin fé 50 stærstu fyrirtækja á íslandi er í eigu ríkis og sveitarfélaga og hagn- aður þeirra í hlutafalli af eigin fé var aðins 2,4 prósent árið 1989.“ Líklegt að Evrópumynt verði notuð hérlendis Þá sagði Siguröur: „Með beinni samkeppni og samanburði viö fjár- málamarkað í nágrannaríkjunum er líklegt að viðmiðun í íslenskum fjár- málum færist hægt og bítandi frá verðtryggðum íslenskum krónum í erlenda viðmiðun. Ef þær áætlanir Evrópubandalagsins ganga eftir verður aðeins einn gjaldmiðill í Evr- ópu um næstu aldamót - eða tveir ef við teljum íslensku krónuna með. Ef Evrópumynt verður þá ekki notuð be'int í viðskiptum á íslandi er líklegast að gengi krónunnar verði tengt þessum nýja gjaldmiðli. Við- miðun á fjármálamarkaöi verður því Evrópumynt - sem við myndum nú kalla gengistryggingu - en ekki hefð- bundin verðtrygging með lánskjara- vísitölu eins og verið hefur síðasta áratuginn." -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3-3,5 Lb . Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Lb.Sp 6mán. uppsögn 4-4,5 Sp 12 mán. uppsögn 5 Lb.lb 18mán. uppsögn 10 ib Tékkareikningar,alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp Sértékkareikningar 3-3,5 Lb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allirnema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,25 Bb Sterlingspund 12-12,6 Sp Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Bb.Sp Danskarkrónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 13,5-14,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5 Allir Útlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,75 Lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 13,25-14 Lb SDR 10,5-11,0 Lb Bandaríkjadalir 9,5-10 Lb Sterlingspund 15,5-15,7 Allir nema Vestur-þýsk mörk 10,75-11,1 Sp Lb.ib Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. jan. 91 13,5 Verðtr. jan. 91 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 3003 stig Lánskjarpvísitala jan. 2969 stig Byggingavísitala feb. 565 stig Byggingavísitala feb. 176,5 stig Framfærsluvísitala jan. 149,5 stig Húsaleigubisitala 3% haekkun ' . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,364 Einingabréf 2 2,901 Einingabréf 3 3,522 Skammtímabréf 1,798 Kjarabréf 5,276 Markbréf 2,809 Tekjubréf 2,054 Skyndibréf 1,570 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,574 Sjóðsbréf 2 1,829 Sjóðsbréf 3 1,786 Sjóðsbréf 4 1,544 Sjóðsbréf 5 1,077 Vaxtarbréf 1,8137 Valbréf 1,7000 Islandsbréf 1,114 Fjórðungsbréf 1,067 Þingbréf 1,113 Öndvegisbréf 1,102 Sýslubréf 1,121 Reiðubréf 1,092 Heimsbréf 1,021 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88 Eimskip 5,64 5,92 Flugleiðir 2,43 2,55 Hampiðjan 1,76 1,84 Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,84 Eignfél. Iðnaðarb. 1,91 2,00 Eignfél. Alþýðub. 1,40 1.47 Skagstrendingur hf. 4,15 4,35 Islandsbanki hf. 1,45 1,52 Eignfél. Verslb. 1,36 1.43 Olíufélagið hf. 6,00 6,30 Grandi hf. 2,28 2,38 Tollvörugeymslan hf. 1,07 . 1,12 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 JÚtgerðarfélag Ak. 3,50 3,68 Olís 2.15 2,28 Hlutabréfasjóður VlB 0,95 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05 Auðlindarbréf 0,96 1.01 islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb = islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Dálítið sérstakt: Leið ullarinn- ar hiá Álafossi Leið innfluttrar ullar hjá Alafossi er athyglisverð. Hún kemur að mestu frá Nýja-Sjálandi. Hún er unnin hér heima og síðan flutt út til Japans, Banda- rikjanna og Evrópu. Álafoss hf„ sem tapað hefur um 2,1 milljarði króna á núgildandi verðlagi síðastliðin þrjú ár, flytur inn erlendis frá stóran hluta ull- arinnar sem fyrirtækið notar. Athyghsvert er að skoöa leið ullarinnar sem ílutt er inn. Mest er um að ræöa ull frá Nýja-Sjá- landi en einnig mun eitthvað af ullinni koma frá Ástralíu og Bret- landi. Fyrir nokkrum árum var um 60 til 70 prósent af allri ull, sem Álafoss notaði, innflutt og það eingöngu frá Nýja-Sjálandi. Þá gerði markaðurinn í Evrópu og Bandaríkjunum miklar kröfur um mýkt og Ijósa liti ullarinnar og stóðst íslenska ullin ekki sam- keppnina. Hlutur íslensku ullarinnar hjá Álafossi hefur hins vegar verið að aukast allra síðustu árin á kostnað innfluttrar ullar. Að sögn Ólafs Ólafssonar, for- stjóra Álafoss, er eingöngu ís- lensk ull í þeim vörum frá fyrir- tækinu sem fluttar eru út til Sov- étríkjanna. Innflutta ullin fer hins vegar mest á markaði Álafoss í Banda- ríkjunum, Evrópu og Japan. Þetta er athyglisverð leið. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.