Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Síða 11
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991. 11 Útlönd Vinátta ísraela og Bandaríkjamanna stendur tæpt. Teikning Lurie. Baker ávítar sendi- heira ísraels James Baker, utanríMsráöherra Bandaríkjanna, kallaði í gær sendi- herra ísraels á sinn fund og ávítaði hann vegna ásakana í garð Banda- ríkjanna í viðtah fyrr um daginn. Sendiherrann, Zalman Shoval, haföi í viðtali við Reuterfréttastofuna sakað Bandaríkin um að reyna að fara í kringum beiðni ísraela um lán til að byggja yfir gyðinga frá Sovét- ríkjunum sem flutt hafa til ísraels. Bandaríkjamenn samþykktu í okt- óber að veita ísraelum 400 milljóna dollara lán en ísraelar hafa enn ekki fengið það. Baker tjáði Bandaríkja- þingi í síðustu viku að upphæðin yrði ekki afhent fyrr en Israelar hefðu staðið við loforð sitt um að veita Bandaríkjunum nákvæmar upplýsingar um áætlunina varðandi landnema á herteknu svæðunum. Fregn um að ísraelar væru að ráð- gera byggingu tólf þúsund nýrra húsa fyrir landnema á vesturbakk- anum og Gazasvæðinu hefur vakið deilur í Bandaríkjunum. Bandaríkja- stjórn hefur lýst sig mótfallna land- námi á herteknu svæðunum. ísraelski sendiherrann hafði einnig kvartað undan því að ísrael hefði enn ekki fengið neinar bætur fyrir tjón það sem þeir hafa orðið fyrir vegna Persaflóastríðsins. Bandaríkjamenn benda á að það sé ekki satt því Patri- pt-gagnflaugar hafi veriö sendar til ísraels á kostnað Bandaríkjanna auk þess sem Þjóðverjar hafi reitt fé af hendi sem verja á til viögerða á bygg- ingum sem skemmst hafa í loftárás- um. Reuter Hrakti þjófana á f lótta Grímuklæddir menn gripu bresk- an aðalsmann í gær og héldu honum fóngnum á meðan þeir reyndu að láta greipar sópa um heimili hans. Aðalsmaðurinn var á leið til vinnu sinnar þegar fjórir menn réðust á hann og stungu honum í bíl sinn. Þeir handjámuðu hann, tóku af hon- um lykla og óku síðan að heimih hans þar sem kona hans vaknaði við að ókunnugir menn stóðu viö rúm hennar og kröföust aðgangs að ör- yggishólfi fjölskyldunnar. Henni tókst að ýta á viðvörunarhnapp og réðust þjófarnir þá á hana en flúðu þegar hún sagði að lögreglan kæmi á hverri stundu. Hún veitti þeim eft- irfór út á götu með kúst reiddan á loft en á meðan tókst eiginmanninum aðflýja. Reuter Tilboó helgarinnar Sérríbœtt krabbasúpa, nautafilet-steik með piparkornum, koníakssósu, grcenmeti og bakaðri kartöflu kr. 1.190,- Réttur dagsins kr. 560,- Veisluþjónusta Hamraborg 11 - sími 42166 si I GLÆSILEGUR BOKAMARKAÐUR í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR! Nú stendur yfir í bókabúðum Máls og menningar stórkostlegur bókamarkaður. Þar má gera reyfara- kaup á góðum bókum, gömlum sem nýjum - verðið er allt frá 50 kr,- og úrvalið er ótrúlegt! Hversdagshöllin kiljuútgáfa 1590 kr. Eva Luna kiljuútgáfa 1590 kr. Eva Luna segir frá kiljuútgáfa 1790 kr. Hús andanna kiljuútgáfa 1390 kr. r Bókabnð LmALS & MENNINGAR J LAUGAVEGI 18 - SÍMI 24240 Bókabúð LMÁLS &MENNINGAR J SÍÐUMÚLA 7-9 - SÍMI 688577

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.