Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Page 12
12
Spumingin
Hvað finnst þér um vinn-
ingslagið í söngvakeppn-
inni?
Kristín Bjarnadóttir nemi: Ég hef
ekki heyrt það.
Katrin Rut Reynisdóttir nemi: Ég
verð nú að viðurkenna að ég hef ekki
heyrt lagið. Maður er bara alveg
hættur að fylgjast með þessu enda
ekkert varið í þessi lög
Katla Þorgeirsdóttir skrifstofumað-
ur: Ég heyrði brot af því og fannst
það ekkert sérstakt.
Erla Baldursdóttir skrifstofumaður:
Það er mjög gott.
Nanna Harðardóttir viðskiptafræð-
ingur: Mér finnst það bara ágætt.
Dagur Gunnarsson grúskari: Ég heí
nú aldrei heyrt það alveg í botn er
held að þaö sé ágætt. Þau eru nú öll
eins þessi lög.
Lesendur
Loðnuveiðar leyfðar á ný:
Nú byrjar slagurinn
Magnús Sigurðsson skrifar:
Nú er loksins búiö að draga í land
af hálfu hins opinbera varðandi
loðnuveiðar. Sjávarútvegsráðherra
hefur tilkynnt að veiða megi tæpar
200 þúsund lestir af þessum fiski.
Sjómenn hafa því unnið þessa orr-
ustu. Hefðu þeir ekki staðið í fiski-
l fræðingunum, sem héldu því fram
að ekki væri meira til skiptanna í
bih, hefði engin viðbótarveiði verið
leyfð. Og hvers vegna hefði ekki átt
að leyfa veiði þegar vitað er að loðnu-
ganga er á fuhu og skipin veiða úr
henni og landa nánast fullfermi dag
eftir dag?
En hvað hefur þessi bamingur
kostað sjómenn, útgerðarmenn og
þjóðina alla? Áreiðanlega hefur það
ekki verið reiknað út, enda engum
til gagns héðan af. Það má hins vegar
spyrja sjálfan sig að því hvaða gagn
fiskifræðingar gera. Þeir staðhæfa
fyrst að ekki sé forsvaranlegt að
veiða loðnu. Síðan, þegar á er knúið
af sjómönnum, þá er sent út rann-
sóknarskip, líklega th málamynda,
rétt til þess að koma til móts við sjó-
menn. Skipin eru á miðunum og
fiskiskip, sem fengu leyfi til að fara
með á miðin, fá strax fullfermi. Þá
fyrst er farið að draga í land með því
að segja að nú verði þetta allt athug-
að á nýjan leik.
Ég veit ekki hvað þessi leikara-
skapur hingað th hefur átt að þýða.
Annað hvort var búið að fullrann-
saka loðnustofninn eða ekki. Hann
hefur ekkert verið rannsakaður frek-
ar núna. Loðnuganga kom einfald-
lega í ljós og þá var ekki hægt að
standa á móti veiðiheimhdum, svo
einfalt er þetta. Nú er komin ný
ganga svo að fiskifræðingarnir hafa
þá eitthvað fyrir stafni á meðan þeir
mæla hana. Og einhvem veginn
verður að fóðra ahan þann mann-
skap sem er á launum við rannsókn-
ir „í þágu sjávarútvegsins“, eins og
tekið er til orða þegar mikið liggur
við. - Eitt megum við þó vita, engin
endanleg lausn er fundin varðandi
veiðanlegan sjávarafla og slagurinn
er nú byrjaður á ný.
—---------
■■ li
„Hvers vegna hefði ekki átt að leyta loðnuveiði, þegar loðnuganga er á fullu á miðunum?"
Samstaða Alþingis með Lithaum:
Marklaust plagg?
Þórður Guðmundsson skrifar:
Skyldi það vera rétt sem utanríkis-
ráðherra Danmerkur lætur hafa eftir
sér um samþykki Alþingis um stjórn-
málasamband við Litháen, að þetta
sé einungis marklaust plagg? Það
myndi framsóknarþingmaðurinn Ól-
afur Þ. Þóröarson líklega taka undir.
En þaö eru þó enn fleiri sem það
gera eftir að þessi tillaga utanríkis-
málanefndar Alþingis var samþykkt.
Það er nefnilega miklu flóknara mál
að koma Litháum th raunverulegrar
hjálpar en svo að það veröi gert með
óskhyggjunni einni.
Það kom mörgum á óvart að á Al-
þingi skyldu ekki fleiri taka til mals
um þingsályktunartillöguna um
stjórnmálasamband við Litháen en
kom fram m.a. í sjónvarpi og út-
varpi. Ég sá t.d. ekki að neinn þing-
maður Sjálfstæðisflokksins kæmi í
ræðustól og talaði með tillögunni,
heldur ekki neinn frá Alþýðubanda-
laginu - og raunar enginn frá Fram-
sóknarflokknum annar en Ólafur Þ.
Þórðarson. Þetta er afar einkenni-
legt. Menn bjuggust við mikilli sam-
stöðu í orði.
Hvar voru nú allir hinir frelsisunn-
andi þingmenn? Þeir hefðu einhvern
tíma látið til sín taka í svona umræð-
um. En allir þögðu þunnu hljóði.
Voru þeir kannski ekki alveg vissir
í hjarta sínu, eða voru þeir að forð-
ast að láta á sér bera, gagnvart full-
trúum Sovétríkjanna hér á iandi? Ég
á bágt með að trúa augnþjónkun upp
á þingmenn. En hugur einn það veit.
En eitt er víst, meirihluti þing-
manna á ekki stóra aðild að sam-
komulaginu sem samþykkt var á
Alþingi sl. mánudagskvöld þótt það
hafi hlotið fylgi. Það má því hugsa
sig tvisvar um áður en því er and-
mælt kröftuglega að samþykktin sé
marklaust plagg eftir allt.
Vafasöm sjónarmið í Persaflóastríði:
Hví vilja menn uppgjöf ?
Ásgeir Sigurðsson skrifar:
Maður hefur það á tilfinningunni
að sumir hér á landi óski þess heitt
að Persaflóastríðinu ljúki sem fyrst
og þá þannig að Bandamenn gefist
hreinlega upp við það hlutverk sem
þeir hafa tekið að sér þar eystra, að
koma Hussein íraksforseta á kné fyr-
ir fullt og aht. Þetta er afar einkenni-
leg afstaða og vafasamt sjónarmið
þeirra sem svona tala. Við íslending-
ar erum"ekki stikkfrí í þessari deilu,
við erum aðilar að henni og styðjum
stjómmálalega ahar aðgerðir þarna
ásamt öðrum ríkjum Sameinuðu
þjóðanna.
Það er talað um að nú hafi svo og
svo margir fahið í írak, þar á meðal
börn og aðrir saklausir borgarar.
Hvemig er það í stríði, falla ekki
saklausir jafnt og sekir? Hverjum
stendur næst að gæta borgara íraks,
að sjálfsöðgu Saddam Hussein. Hann
„Hverjum stendur næst að gæta
borgara íraks?“ spyr bréfritari m.a.
Simamynd Reuter
er ábyrgur. Því yfirgefur hann ekki
Kúvæt og þar með hnnir loftárásum
á hans land? Hussein spilar á tilfinn-
ingar Vesturlandabúa eins og þeirra
sem segja að nú sé nóg komið, hætta
eigi að kasta sprengjum á írak og
ganga til samninga.
Það yrði síðasta glappaskotið sem
Bandamenn gerðu ef þeir gengju til
samninga við Hussein og slepptu
honum við svo búið. Þetta er hins
vegar það sem margir vilja, bæði hér
á landi og annars staðar. En sem
betur fer eru ráðamenn Banda-
manna, bæði í Bandaríkjunum og
Evrópulöndum, sem em beinir aðil-
ar að stríösrekstrinum, harðari af sér
en svo að hlusta á hjáróma raddir
manna sem ekki vilja nálægt þessum
hlutum koma th að firra sig allri
ábyrgð af frelsisbaráttu. Shkir menn
kunna ekki að meta frelsi.
FÖÖTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991.
Flokkamir
auglýsi sig
Pétur Kristjánsson skrifar:
Ég vil taka undir þá skoðun sem
fram kom í lesendabréfi í DV fyr-
ir nokkru að stjórnmálaflokkarn-
ir ljái ekki eyru þeim uppástung-
um aö bamia auglýsingar í Ijós-
vakamiðlunum. Eg held að bæði
verði kosningabaráttan líflegri
með snarpri kynningu í fjölmiðl-
um og svo verði það þeim öllum
til framdráttar og auki kosning-
aþátttökuna. Sá eða þeir flokkar
sem ekki vhja taka þátt í þessu
þeir láta það auðvitaö vera. En
hræddur er ég um að það verði
þeim ekki til framdráttar.
Ég fagna því að t.d. Alþýðu-
flokkurinn skuh ekki taka undir
það samkomulag sem aðrir flokk-
ar hafa reifað gegn auglýsingum.
Það verður þá honum einum til
framdráttar. Hvað óttast hinir
flokkarnir?
Ósæmileg
ferðaauglýsing
Þórður Kristjánsson skrifar.
Ég heyrði auglýsingu frá einni
feröaskrifstofunni þar sem verið
er að herma eftir rödd forsætís-
ráðherrans. Mér þykir einkar
ósmekklegt og ósæmilegt af
ferðaskrifstofu að taka upp svona
nokkuð. Auðvitað á þetta aö vera
eins konar grín og lífga upp á
auglýsinguna. Það bara gerir það
ekki og gerir auglýsinguna sjálfa
ómerka fyrir vikið.
Mér finnst alltof mikið í gangi
af kjánalegum auglýsingum þar
sem verið er að blanda saman
nauösynlegum upplýsingum og
lélegu gríni sem ekki fer saman
við skilaboð sem eru greidd með
svimandi háum fjárhæðum. Aug-
lýsingar geta verið skemmtilegar
og eiga að vera það en án þess
að auglýsandinn geri nánast at i
áhorfendum eða hlustendum.
„Þaueigatvöböm<(
Lilja skrifar:
Það er æ algengara að sjá til-
kynningar fyrirtækja í fjölmiðl-
um er þau ráða nýja starfsmenn.
Einkum er þetta tíðkað þegar um
er að ræða starfsmenn í stöður
sem flokkast undir feitari bitana
í viðkomandi fyrirtæki - eða þá
hjá ríkinu.
Þetta eru staðlaöar tilkynning-
ar sem eiga lítið erindi til al-
mennra blaðalesenda og líta út
eitthvað á þessa leið: - „Gleði- og
gervibankinn hefur nú ráðið nýj-
an bankastjóra, Lopt Stöðmann,
33 ára. Hann kemur frá Lundi,
þar sem hann lauk námi í glað-
beitingu og mannblendni. Hann
er kvæntur Eydísi Altaks og eiga
þau tvö börn, 6 og 8 ára, Málhildi
Ögn og Smyril Vagn. Þau eru
bæði við nára i ísaksskóla en
hyggja á frekara nám á Norður-
löndunum eða í Austurlöndum
nær að stríði loknu.“
Léttvægar umræður
Áslaug skrifar:
Ég held að flestir taki eftir því
að á Alþingi eru umræður orðnar
áberandi strjálar og hthvægar.
Ef ekki hefði komið upp Litháen-
málið hetði ekki verið neitt frétt-
næmt frá þinginu í vikunni. Þetta
er því dæmigert kosningaþing
þar sem aht snýst um að láta tím-
ann líða. Þingmenn reyna þó eftir
mætti að koma með eina og eina
„bombu“ sem lítið verður svo úr
þegar henni er kastað.
Þaö er líka annað sem fólki er
farið aö oíhjóða varðandi þing-
setu í tómarúmi sem skapast á
kosningaþingi. Það er kostnaður-
ínn viö þinghaldiö sjálft, að halda
úti þingstörfum til málamynda
án þess að nokkur mál séu af-
greidd fyrr en þá alveg í lokin.
Best hefði veriö aö fría þjóðina
viö kostnað sem þessu þinghaldi
fylgir.