Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Qupperneq 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsinaar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022-FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Engin rós fyrír Jón
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins,
hugðist fá rós fyrir frammistöðu í álmáhnu. Stórt álver
skyldi rísa á Keilisnesi, og það sem skipti ráðherrann
mestu: Hann ætlaði sér efsta sæti Alþýðuflokkslistans
í Reykjaneskjördæmi og skyldi vinna' glæstan sigur.
Suðurnesjamenn fógnuðu þessum höfðingja, sem mundi
reisa við byggðarlag þeirra. Engu skipti, þótt Kaninn
minnkaði við sig; álverið tæki við öllu og margfalt
meira. Vogar á Vatnsleysuströnd og aðrir bæir á svæð-
inu mundu margfaldast. Þúsundir aðkomumanna
mundu gera svæðið að unaðsreit.
Foringjar Alþýðuflokksins hugðu gott til glóðarinnar.
Alþýðuflokkurinn mundi vinna mann í Reykjaneskjör-
dæmi. Við bættist, að listi sjálfstæðismanna í kjördæm-
inu reyndist slaklega mannáður. í áldraumnum miðjum
litu menn ekki við Alþýðubandalaginu, og forsætisráð-
herra og hans flokkur mundu að líkindum missa mann.
Geislabaugurinn var hvort eð var dottinn af Steingrími.
En ekki er sopið kálið. Nú hefur komið í ljós, að samn-
ingarnir um álverið frestast. Menn greinir á um, hve
lengi málið frestist, en iðnaðarráðherra talar í DV í gær
um, að samningsgerð verði lokið innan þriggja mánaða.
Flestir aðrir munu telja lengri drátt sennilegan. Kannski
tefst málið um eitt ár, og kannski fer draumurinn alger-
lega búinn. Ljóst er allavega, að álmálið verður ekki sú
rós í hnappagat iðnaðarráðherra sem hann vænti. Hann
verður að vera býsna útsmoginn í kosningabaráttunni
og nýta sjónvarpsauglýsingar til hins ýtrasta, eigi hon-
um að takast að sannfæra Suðurnesjamenn um þá full-
yrðingu, að álverið sé borðliggjandi. Efasemdir sækja
að kjósendum, og margir þeirra fara að vefengja ágæti
frammistöðu ráðherrans. Við bætist, að samráðherrann,
Ólafur Ragnar Grímsson, herðir yfirlýsingar um tap á
álverinu. Allt þetta er mikilvægt um svo stórt kjör-
dæmi, og kosningarnar eru ekki langt undan, þegar
grannt er skoðað.
Pjármögnun álversins er vandasöm, og sá vandi hef-
ur ekki verið leystur. Segjum, að álverið kosti talsvert
yfir 60 milljarða króna, og stóru aðilarnir leggi fram
um 20 milljarða sem eigið fé, eða tæplega það. Þá þarf
40-50 milljarða að láni, sem ekki fæst í bankanum á
næsta horni. Bandarískir bankar eiga í miklum örðug-
leikum um þessar mundir og eru hræddir við að taka
áhættu. Svona álver þarf að fjármagna með samvinnu
margra banka. Sem dæmi má nefna, að kanadískt álver
af þessu tagi þurfti samvinnu um tuttugu banka. Menn
munu nú hugsa sér samstöðu banka í Kanada og Japan
til að fjármagna álverið hér. Þar þarf mikla vinnu, og
langt er síðan menn gerðu sér grein fyrir, að hún tæki
mikinn tíma, meiri tíma en iðnaðarráðherra sagði í
áróðri sínum. Persaflóastríðið hefur vissulega valdið
óróa, þótt það sé ekki höfuðorsök tafanna við íjármögn-
un álversins.
Kostnaðartölur þessa fyrirhugaða álvers hafa stöðugt
farið hækkandi; hærra orkuverð verður nauðsynlegt.
Bandaríkjadollar er á rás og kann að falla mikið á næst-
unni, sem skapar vanda í fjármálaheiminum. Líklegt
er, að fresturinn á álverinu og virkjanaframkvæmdum
þess vegna, verði þeim ekki flýtt af pólitískum ástæðum,
verði að minnsta kosti eitt ár.
Þá verður landinn löngu búinn að kjósa nýtt þing og
nýja ríkisstjórn yfir sig. Ný sjónarmið um álverið munu
láta að sér kveða.
Haukur Helgason
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991.
' I (: < 1 ,1 0 - , n r r . x ,, , T-^r>.. , >
Lexíur frá
Víetnam
Allt síðan Víetnamstríðinu lauk
hefur bandaríski herinn og stór
hluti almennings reynt að breyta í
huga sér niðurstöðu þess stríðs
með því að neita að viðurkenna
staðreyndir, fyrst og fremst þá
staðreynd að Bandaríkin töpuðu.
Ástæðan fyrir því að stríðið vannst
ekki er í huga hersins fyrst og
fremst sú að herinn fékk ekki
frjálsar hendur, eða eins og Bush
forseti segir, Bandarikjamenn
börðust með aðra höndina bundna
fyrir aftan bak.
Það á ekki að endurtaka sig í
þessu stríði. Þær lexíur sem herinn
iærði í Víetnam koma æ betur í ljós
í stríðinu við írak. Herinn og marg-
ir aðrir standa í þeirri trú að ástæð-
an fyrir ósigrinum í Víetnam haíi
fyrst og fremst verið að ekki fékkst
leyfi til að gera loftárásir á Hanoi
og Haiphong í Norður-Víetnam fyrr
en undir lok stríðsins, þegar of
seint var orðið að stöðva birgða-
fiutninga Sovétmanna til Norður-
Víetnams. En umfram allt telja
hermenn að fjölmiðlar hafi eyðilagt
fyrir sér sigurinn með fréttaflutn-
ingi sem sneri almenningi gegn
stríðinu.
Sú staðreynd að 13 ára hernaður
dugði ekki til að buga baráttuþrek
Noröur-Víetnama og Vietcong
skæruliða er ekki viðurkennd í
Pentagon. Að áhti endurskoðunar-
sinna þar voru það stjómmála-
menn sem misstu kjarkinn og
studdu ekki við bakið á hemum.
Það er látið liggja í láginni að
Bandaríkjamenn vörpuðu tvöfalt
fleiri sprengjum á Víetnam á þess-
um ámm en voru notaðar af öllum
stríðsaöilum samanlagt í allri síð-
ari heimsstyrjöldinni og banda-
ríski herinn og bandamenn þeirra
í Suður-Víetnam drápu vel yfir
tvær milljónir manna.
Ennfremur unnu Bandaríkja-
menn nær allar ormstur sem þeir
tóku þátt í en töpuðu stríðinu samt.
Ósigurinn hefur sviðið allri banda-
rísku þjóðinni sárt allt siðan 1975
en engum eins og hermönnum. Nú
eru þeir liðsforingjar sem vom
lautinantar og kapteinar í Víetnam
orðnir ofurstar og generálar í
æðstu stjóm herliðsins viö Persa-
flóa. Nú á að sjá til þess að Víetnam
endurtaki sig ekki.
Fjölmiðlar
Fyrsti lærdómurinn frá Víetnam
er að múlbinda fjölmiðla. Frá
Persaflóa berast þær fréttir einar
sem hemum em þóknanlegar.
Fréttamenn á staðnum hafa ekkert
athafnafrelsi. Reyni þeir að afla
frétta á eigin spýtur eru þeir svipt-
ir skilríkjum sínum og starfsrétt-
indum á staðnum. Fréttir frá írak
um stórfelldar loftárásir á óbreytta
borgara, nú síðast viljandi árás á
loftvarnabyrgi í íbúðarhverfi, þar
sem hundruð manna létu lífið, era
óhjákvæmilega kallaðar áróður og
fréttamenn sem slíkar fréttir flytja
kallaðir landráðamenn.
Bandaríkjamenn segjast ein-
göngu ráðast á hemaðarleg skot-
mörk og ef óbreyttir borgarar láta
lífið sé það óviljandi. Því til sönn-
unar eru sýnd myndbönd með eins
konar sjónvarpsleikjum eða Nint-
endo sem sýna frækilega frammi-
stöðu sprengjuflugmanna. En hvað
em hemaðarleg skotmörk? Það eru
örfáir menn í aðalstöðvunum í
Rijad sem ákveða það. Þeir liggja
yfir loflmyndum af Bagdad og velja
úr byggingar sem á að eyðileggja.
Sumar þessar byggingar eru lög-
mæt skotmörk en þeim fækkar
óðum.
Nú eru geröar loftárásir loftárás-
anna vegna, þær þjóna ekki hern-
aðarlegum tilgangi lengur. Ráö-
stefnuhús, vatnsveita eða ráðu-
neytisbygging í Bagdad er ekki lög-
mætt skotmark í stríði til að frelsa
KjaUariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
Kúvæt. Loftárásirnar hafa þegar
gengið of langt, sumir bandamenn
em famir að ókyrrast, þeirra á
meðal Sovétmenn.
Höfuðborgirnar
Þetta er líka arfur frá Víetnam.
Sú þráhyggja bandaríska hersins
að hann hafi ekki fengið að
sprengja nógu mikið nógu tíman-
lega í Hanoi á sínum tíma rekur
þá til öfga í Bagdad. Herinn stendur
í þeirri trú að Hanoi hafi verið lyk-
iiiinn að Víetnamstríðinu, nú á
Bagdad að vera lykillinn að Kú-
væt. Þaö er rétt, svo langt sem það
nær, en sá grunur læðist að að öll
yfirherstjómin sé í raun og vera
stödd í Kúvætborg sjálfri og loftár-
ásimar á Bagdad hafi lítil sem eng-
in áhrif á herinn eða herstjórnina
á vígstöðvunum.
James Blackwell, hernaðarsér-
fræðingur CNN, sem hefur hingað
til sagt rétt fyrir um allt sem gerst
hefur í stríðinu, segir að herinn í
Kúvæt hafi nægar birgðir til
margra mánaða hernaðar nú þegar
og þurfi ekki á birgðum frá írak
að halda. Það sem hann þurfi sé
um 2000 tonn af vatni og vistum á
dag og það megi auðveldlega flytja
til þeirra þrátt fyrir loftárásimar.
Herstjórnin segir 20.000 tonn nauð-
synleg. Auk þess em birgðastöðvar
í Kúvætborg sem er ennþá friðhelg
fyrir loftárásum. En Bandaríkjaher
svalar þörfmni fyrir loftárásir á
Hanoi með loftárásum á Bagdad,
enda era nú engar pólitískar höml-
ur á því sem herinn getur gert.
Bush forseti gaf hernum frjálsar
hendur og í því fólst að hemaðarleg
en ekki póhtísk sjónarmið yrðu
ahsráðandi í stríðinu við írak.
Umboðið
Þetta er vitanlega póhtískt mál.
Sameinuðu þjóðimar gáfu Banda-
ríkjunum og bandamönnum þeirra
umboð til að reka íraka frá Kúvæt,
ekki til að eyöileggja írak. Enn sem
komið er hefur herUðið við Persa-
flóa sáralítið herjað á herinn í Kú-
væt. Hernaðurinn hefur nær aUur
verið gegn írak sjálfu og ekki að-
eins hemaðarlegum skotmörkum
heldur iðnaði, samgöngum, jafnvei
vatnsveitum og orkuverum.
írak er þegar lamað, aUur iðnað-
ur þar og atvinnulíf á áratuga upp-
byggingu fyrir höndum. Þetta var
ekki það sem umboð var veitt til.
Loftárásirnar á írak eru komnar
fram yfir það að hindra íraka í að
verja Kúvæt, þær em hernaður
gegn írak sjálfu, þvert ofan í sam-
þykkt Sameinuðu þjóðanna.
Þrátt fyrir loftárásir á herinn í
Kúvæt er fátt sem bendir til að
bardagageta hans hafi verið skert
svo nokkru nemi. Oftrú bandaríska
flughersins á flugskeytum sínum
og öðrum tölvuleikfongum getur
ekki komið í veg fyrir landhernað
í Kúvæt. Bandaríska herstjórnin í
Saudi-Arabíu stendur frammi fyrir
því aö endurtaka mistökin frá Víet-
nam, skefjalausar loftárásir á
óbreytta borgara geta enn breytt
hugmyndum umheimsins um rétt-
mæti þessa stríðs og fært Saddam
Hussein siðferðilegan sigur á silf-
urfati.
Gunnar Eyþórsson
„Þetta er vitanlega pólitískt mál. Sam-
einuðu þjóðirnar gáfu Bandaríkjunum
og bandamönnum þeirra umboð til að
reka Iraka frá Kúvæt, ekki til að eyði-
leggja írak.“