Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Page 25
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991. 33 Lífestm Paprika Jútf Afl. Sapl. OkL Nóv. Oii. Jan. F.b. Tómatar Verð í krónum 245 Júfc’ ÁgúBtS.pl. OkL Nóv. D«i. Jkn Féb. DV kannar grænmetismarkaðinn: Mikil verðhækk- un á blómkáli - verðlækkun á tómötum og grænum vínberjum Neytendasíöa DV kannaöi að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi Hafnarfirði, Fjarðarkaupi Hafnaríirði, Hagkaupi Kringlunni, Kjötstöðinni Glæsibæ og Miklagarði, Kaupstað í Mjódd. Bón- usbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. TU að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Lækkun sem nam 11% varð á með- alverði á tómötum frá í síðustu viku og er meðalverðið nú 245 krónur. Tómatar voru á hagstæðasta verðinu í Bónusi á 97 krónur. Næst á eftir kom verðið í Fjarðarkaupi, 232, Kjöt- stöðin og Hagkaup voru með sama verðið, 298, og Mikhgarður 299 krón- ur. Munur á hæsta og lægsta verði var 208%. Það virðist nánast regla að munur á hæsta og lægsta verði á tómötum sé meira en 200%. Meðalverð á gúrkum hækkaði um 10 af hundraði milli vikna og er það nú 322 krónur. Gúrkur voru ódýrast- ar í Bónusi á 185 krónur kílóið. Næst kom verðið í Fjarðarkaupi, 326, Miklagarði, 348, Hagkaupi, 369 og Kjötstöðinni, 380. Munur á hæsta og lægsta verði á gúrkum var 105%. Lækkun varð á meðalverði á sveppum sem nam 6 af hundraði og er það nú 466 krónur. Sveppir voru ódýrastir í Bónusi en þar var kíló- verðið 330 krónur. Næstódýrast var jrerðið í Fjarðarkaupi, 444, Kjötstöðin seldi sveppi á 448, Mikligarður 545 og Hagkaup á 564 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 71 af hundraði. Meðalverð á grænum vínberjum lækkaði um 12% og er það nú 313 krónur. Græn vínber voru á hag- stæðasta verðinu í Bónusi á 145 kr. en næst komu Fjarðarkaup, 246, Mikligarður, 345, Hagkaup, 355 og Kjötstöðin, 475 krónur. Töluverður munur var á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum eða heil 228%. Hækkun um 9% varð á meðalverði á grænni papriku frá í síðustu viku. Græn paprika var á hagstæðasta verðinu í Bónusi en þar kostaði kíló- ið 226 krónur. Síðan kom verðið í Fjarðarkaupi, 316, Kjötstöðinni, 322, Miklagarði, 398, og Hagkaupi, 495. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku var 119%. Meðalverð á kartöflum lækkaði lít- ið eitt frá í síðustu viku en lækkunin nam 4 af hundraði. Meðalverðið er nú 74 krónur. Bónus var með lægsta verðið, 55 kr„ síðan kom Fjarðar- kaup með 75,50, Kjötstöðin 79, Mikli- garður 79,50 og Hagkaup 82 krónur. Munur á hæsta og lægsta veröi á kartöflum var 45%. Blómkál fékkst ekki í Bónusi en meðalverðið á hinum fjórum saman- burðarstöðunum var 252 krónur kílóið. Það er mikil hækkun, nemur 34% frá í síðustu viku. Blómkál fékkst á hagstæðasta verðinu í Fjarð- arkaupi, 195, síðan kom Kjötstöðin, 243, Hagkaup, 249, og Mikligarður, 319 krónur. Það munaði 64% á hæsta og lægsta verði á blómkáli að þessu sinni. Meðalverðið á hvítkáli er nú 110 krónur en það er hækkun um 7% frá meðalverðinu í síðustu viku. Hvítkál var ódýrast í Bónusi en þar kostaði kílóið 93 krónur. Mikligarður seldi hvítkál á 98, Fjarðarkaup 99, Hag- kaup 109 og Kjötstöðin 152 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáli var 63%. Meðalverðið á gulrótum er nú 143 krönur og hækkaði um 6% frá í síð- ustu könnun. Gulrætur kostuðu minnst 96 krónur kílóið í Bónusi, næstminnst 130 í Fjarðarkaupi, 155 í Hagkaupi, 157 í Miklagarði og 176 í Kjötstöðinni. Það munaði 83 af hundraði á hæsta og lægsta verði á gulrótum að þessu sinni. ÍS Verð á grænmeti í Bónusi er yfirleitt lægsta verðið í grænmetiskönnun DV. DV-mynd Hanna Sértilboð og afsláttur: Nautainnlæri og þurr- kryddað lambalæri í verslunum Bónuss gat að líta á sértilboði Gillette Sensor blöð, rakvél og sápu saman í pakka, á 499 krón- 'ur, myndbandsspólur frá Casin, 3 klst., á 499, Ariel Ultra þvottaefni, 2 kg, á 798 krónur og kókómjólk, 18 x % 1, á 663 krónur. Meðal tilboðsvara hjá versluninni Fjaröarkaupi voru fjórir ístoppar frá MS saman í pakka á 223 krónur, ör- bylgjupopp, allar tegundir frá.Orvil- les, 3 pokar saman í pakka, á 159 krónur. Hunts tómatsósa, 907 g, kost- aði 139 krónur og Granini ávaxtasafi í 700 ml glerflöskum var á 129 krónur stykkið. Verslunin Hagkaup í Kringlunni var með þurrkryddað lambalæri á 689 krónur kílóið og nautainnlæri á 1599 krónur kílóið en með í þannig kaupum fylgdi kryddsósa. Kinda- bjúgu, 2 stk. í pakka, kostuðu 149 krónur og konfekts- og portvínssíld, 580 ml, var á tilboðsverðinu 344 krón- ur. Kjötstöðin Glæsibæ bauð gul epli á kílóverðinu 59 krónur, Hellas lakk- rískonfekt, 454 g, á 189 krónur og C-U þvottaefni, 3 kg, á 399 krónur pakkinn. Einnig mátti fá kókómalt frá Lucerne, 907 g, á 459 krónur dós- ina. í kaupstað í Mjódd, sem er Mikla- garðsverslun, var Kínakál á afslátt- arverði, 99 krónur kílóið. ítölsk smá- bráuð voru á tilboði, 250 g á 155 krón- ur, kílóiö af kjúklingum á 389 kr. og franskar kartöflur frá Fransman, 700 g, kostuðu 99 krónur og 1 'h kg 199 krónur. ÍS Pl KARTÖFLUR (íslenskar) -4% § 1 X 79,5 55 P SVEPPIR -6% I s I 564 330

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.