Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Side 26
34
Afmæli
W)'sfÚdÁGUá Í5. í'ÉfeiRÚÁR 1991.
Þorsteinn Geirsson
Þorsteinn Guölaugur Geirsson
ráðuneytisstjóri, Asbúð 88,
Garðabæ, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Þorsteinn fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA1961 og embættisprófi
í lögfræði frá HÍ1966.
Þorsteinn var fulltrúi hjá Árna
Guðjónssyni hrl. 1966, fulltrúi í í]ár-
málaráðuneytinu frá desember
1971, deildarstjófi þar frá ársbyijun
1973 og skrifstofustjóri frá 1974-84.
Hann var ráðuneytisstjóri í sjávar-
útvegsráðuneytinu frá 1.5. og til árs-
loka 1984 og hefur verið ráðuneytis-
stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu frá ársbyrjun 1985.
Þorsteinn var m.a. formaður
samninganefndar ríkisins í launa-
málum 1977-84, formaður tollskrár-
nefndar frá 1977, í stjórn Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins frá árs-
byrjun 1981 og formaður 1984-90 og
í Félagsdómi, tilnefndur af fjármála-
ráðherra, 1981-83.
Hann var formaður FUF í Reykja-
vík og sat í miðstjórn Framsóknar-
flokksins 1970-72 og sat í stjórn Lög-
mannafélags íslands 1968-71.
Fjölskylda
Þorsteinnkvæntist 28.12.1962
fyrri konu sinni, Guðrúnu Kol-
brúnu Siguröardóttur, f. 15.6.1943,
d. 8.3.1983, kennaraogleirkera-
smið, en hún var dóttir Sigurðar
M. Helgasonar, fyrrv. borgarfógeta
í Reykjavík, og konu hans, Þor-
bjargar Gíslasonar húsmóður.
Börn Þorsteins og Guðrúnar Kol-
brúnar eru Sigurður, f. 19.4.1963,
starfsmaður hjá ÁTVR í Reykjavík,
en sambýliskona hans er Rose
Marie Andrésdóttir; Þóra Björg, f.
12.5.1965, starfsmaðurLáunaskrif-
stofu ríkisins; Vala Rebekka, L20.ll.
1973, nemi við MR.
Þorsteinn kvæntist 22.11.1986
seinni konu sinni, Maríu Friðriku
Haraldsdóttur, f. 13.9.1949,húsmóð-
ur og fyrrv. gjaldkera en hún er
dóttir Haralds Þorvarðssonar, skrif-
stofumanns hjá SÍS í Reykjavík, og
konu hans, Marselíu Adólfsdóttur
húsmóður.
Sonur Þorsteins og Maríu er Har-
aldur Geir, f. 12.12.1986. Sonur Mar-
íu og fóstursonur Þorsteins er Sig-
urþór Smári Einarsson, f. 24.3.1975,
nemi.
Systkini Þorsteins eru Steinunn
Guðrún, f. 31.1.1930, húsmóðir í
Reykjavík, gift Ingvari Þorsteins-
syni húsgagnasmíðameistara og
eiga þau fimm börn; Magnús, f. 18.9.
1931, formaður Rafiðnaðarsam-
bands íslands, kvæntur Unni
Bryndisi Magnúsdóttur húsmóður
og eiga þau þrjú böm; Ágúst, f. 18.3.
1933, símstjóri í Reykjavík, kvæntur
Kristínu Zoega og eiga þau þrjú
böm; Valgeir, f. 29.11.1936, d. 15.10.
1962, stýrimaður, en sambýliskona
hans var Ásthildur Jóhannesdóttir
og eignuðust þau eina dóttur; Geir,
f. 4.5.1939, löggiltur endurskoðandi,
kvæntur Hugrúnu Einarsdóttur og
eiga þau fjögur börn; Sigurður, f.
10.4.1943, skólastjóriRafiðnaðar-
skólans, kvæntur Guðlaugu Jónu
Aðalsteinsdóttur og eiga þau tvo
syni.
Foreldrar Þorsteins vom Geir
Magnússon, f. 30.10.1897, d. 2.8.1955,
sjómaður í Reykjavík, og kona hans,
Rebekka Þorsteinsdóttir, f. 15.9.
1899, d. 3.4.1945, húsmóðir í Reykja-
vík.
Ætt og frændgarður
Geir var sonur Magnúsar, b. á
Ytri-Þurá í Ölfusi, Jónssonar, b. í
Saurbæ, Guðnasonar. Móðir Jóns
var Sigríður, vinnukona í Saurbæ,
dóttir Snorra Magnússonar, tómt-
húsmanns í Þorlákshöfn, og konu
hans, Þuríðar Jónsdóttur.
Móðir Geirs var Katrín, systir
Valgerðar, móður Vals Gíslasonar
leikara, föður Vals bankastjóra. Val-
gerður var einnig amma Guðmund-
ar H. Garðarssonar alþingismanns.
Katrín var dóttir Freysteins, b. á
Hjalla í Ölfúsi, Einarssonar, b. á
Þurá, bróður Jóns, langafa Halldórs
Laxness. Systir Einars var Sólveig,
langamma Arinbjamar Kolbeins-
sonar læknis. Einar var sonur Þórð-
ar „sterka", b. á Vötnum, Jónsson-
ar, b. á Sogni, Þórðarsonar.
Móðir Einars var Ingveldur, systir
Gísla, langafa Vilborgar, ömmu Vig-
dísar forseta. Ingveldur var einnig
systir Guðmundar, langafa Ólafs,
afa Ólafs Ólafssonar landlæknis.
Guðmundur var einnig langafi
Lilju, ömmu Karls Kvaran. Þá var
Ingveldur systir Jóns, langafa Kon-
ráðs, langafa Júlíusar Hafstein
borgarfulltrúa.
Ingveldur var dóttir Guðna, b. í
Reykjakoti, ættföður Reykjaköts-
ættarinnar, Jónssonar og konú
hans, SigríðarHelgadóttur.
Móðir Freysteins var Sigríður
Jónsdóttir, b. á Þurá, Freysteinsson-
ar. Móðir Katrínar var Vcdgerður
Þorbjörnsdóttir, b. á Yxnalæk, Jóns-
sonar, silfursmiðs á Bíldsfelli, lang-
afa Einars, langafa Jóhönnu Sigurð-
ardóttur ráðherra. Móðir Valgerðar
var Katrín, systir Odds, langafa Sal-
varar, ömmu Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar. Oddur var einnig
langafi Steindórs, afa Geirs Haarde
alþingismanns. Katrín var dóttir
Björns, b. á Þúfu, Oddssonar og
konu hans, Guðrúnar Eyjólfsdóttur,
b. á Kröggólfsstöðum, Jónssonar,
ættföður Kröggólfsstaðaættarinnar.
Rebekka var dóttir Þorsteins,
skipstjóra í Þormóðsey og síðan Ell-
iðaey á Breiðafirði, Lárussonar, b. á
Saurum í Helgafellssveit, bróður
Gísla, afa Þórðar Kárasonar fræði-
manns. Gísli var einnig afi Svavars
Gests, hljómlistarmanns og dag-
skrárgerðarmanns, og langafi Vil-
borgar Harðardóttur, fyrrv. rit-
stjóraÞjóðviljans.
Þorsteinn Geirsson.
Láms var sonur Sigurðar, b. á
Saurum, Gíslasonar og Elínar, syst-
ur Guðmundar, langafa þeirra
bræðra, Kristjáns, fyrrv. hrepp-
* stjóra í Hólahreppi, og Gunnars, for-
manns Framleiðsluráös landbúnað-
arins, Guðbjartssona, en bróðir
Guðbjarts var Stefán, faðir Alex-
anders, fyrrv. ráðherra. Þá var Guð-
mundur faðir Halldórs, langafa Ing-
ólfs Margeirssonar ritstjóra. Annar
bróðir Elínar var Jóhannes, langafi
Guðmundar. J. Guðmundssonar.
Elín var dóttir Þórðar Jónssonar,
b. á Hjarðarfelli og ættföður Hjarð-
arfellsættarinnar.
Móðir Þorsteins var Guðrún
Andrésdóttir, b. á Sellátri við Stykk-
ishólm, Hannessonar, b. á Knarrar-
höfn í Hvammssveit, Andréssonar.
Móðir Rebekku var Steinunn Pét-
ursdóttir frá Helhssandi.
Þorsteinn er að heiman á afmælis-
daginn.
Ömólfur Ámason
Örnólfur Árnason rithöfúndur,
Bræðraborgarstíg 8, Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Örnólfur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR1960, stundaði nám í
lögfræði viö HÍ í tvö ár án þess aö
ljúka prófi, var síðar við nám við
HÍ í ensku og enskum bókmennt-
um og stundaði nám í spænskum
bókmenntum við háskólann í
Barcelona og nám við leiklistar-
háskólann í Barcelona.
Örnólfur var blaðamaður við
Morgunblaðið 1963-66, leiklistar-
gagnrýnandi þar 1966-69, kennari
í íslensku og ensku við gagnfræða-
stigið 1966-70, fararstjóri og síðast
aðalfararstjóri Útsýnar á Spáni
1968- 78, umsjónarmaður fastra
þátta um leiklist í sjónvarpi
1969- 70, og í útvarpi 1973-74, fram-
k væmdastj óri Kvikmyndafélagsins
Óðins hf. 1980-87 og framleiðandi
kvikmyndanna Punktur, punktur,
komma strik og Atómstöðin.
Örnólfur var formaður Leik-
skáldafélags íslands 1975-86, for-
maður Leikskáldafélags Norður-
landa 1980-82, varaformaður
Fastanefndar leikskálda (PPC) við
Alþjóðaleikhússtofnunina hjá
UNESCO1981-85, ritari Leiklist-
arráðs íslands 1978-85, fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar í
Reykjavík 1979-83 og fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndahátíðar
1980-83.
Frumsamin verk Örnólfs eru
Svartfugl, leikrit eftir skáldsögu
Gunnars Gunnarssonar, sýnt í
Þjóðleikhúsinu 1971; Samson, leik-
rit sýnt í íslenska og norska sjón-
varpinu 1971; Viðtal, leikrit flutt í
ríkisútvarpinu 1975 og einnig út-
varpað í Noregi, Finnlandi, Holl-
andi, Þýskalandi og Portúgal; Aö
selja sólina, handrit að heimildar-
kvikmynd um Andalúsíu, sjón-
varpi 1976; Costa del Sol - Andalús-
ía, ferðahandbók 1977; Costa Brava
- Mallorca - Costa Blanca, ferða-
handbók 1978; Upp úr efstu skúffu
(Blessuð minning), leikrit í ríkisút-
varpi 1977, einnig útvarpað í Nor-
egi, Belgíu og á írlandi, flutt á sviði
í London og á Edinborgarhátíðinni
samaár; Silkitromman, óperulí-
brettó, sýnt í Þjóðleikhúsinu 1982
og í þjóðleikhúsi Venesúela 1983;
Atómstöðin (ásamt öðrum), kvik-
myndahandrit 1983; The Secret of
the Icecave (ásamt öðrum), kvik-
myndahandrit fyrir Cannon Film
1989.
Þá hefur Örnólfur þýtt fjölda leik-
rita eftir ýmis þekkt skáld og rit-
höfunda.
Fjölskylda
Kona Órnólfs er Helga E. Jóns-
dóttir, f. 28.12.1945, leikari er starf-
ar við Þjóðleikhúsið, en hún er
dóttir Jóns Kristinssonar, fyrrv.
forstöðumanns elliheimilanna á
Akureyri, og Arnþrúðar Ingimars-
dótturhúsmóður.
Börn Örnólfs og Helgu eru Mar-
grét Örnólfsdóttir, f. 21.11.1967,
hljómlistarmaður; Jón Ragnar, f.
22.9.1970, tónlistarnemi; Álfrún
Helga, f. 23.3.1981, og Árni Egill,
f. 24.7.1983.
Systur Ömólfs eru Margrét
Árnadóttir, f. 11.6.1951, leikari, og
Olga Guðrún Árnadóttir, f. 31.8.
1953.
Foreldrar Ömólfs eru Árni Þor-
steinn Egilsson, f. 22.3.1918, loft-
skeytamaður og fyrrv. fulltrúi hjá
Pósti og síma, og Finnborg Örnólfs-
dóttir, f. 22.11.1918, fyrrv. útvarps-
þulur ogleikkona.
Ætt og frændgarður
Árni er sonur Egils, veitinga-
manns í Tjarnar-Café, Benedikts-
sonar, b. á Þorbergsstöðum í Döl-
um, Kristjánssonar, hreppstjóra
þar, Tómassonar, b. á Ketilsstöð-
um, Eiríkssonar. Móðir Kristjáns
var Hólmfríður Hallgrímsdóttir, b.
í Blönduhlíð í Hörðudal, Magnús-
sonar. Móðir Hallgríms var Stein-
unn Jónsdóttir, systir Jóns, afa
Sveins, föður læknanna Kristjáns
og Jónasar og afa Sveins Jónsson-
ar, formanns KR. Móðir Benedikts
var Ása Egilsdóttir frá Hornstöðum
Jónssonar. Móðir Ásu var Margrét
Markúsdóttir, b. á Svarfhóli, bróð-
ur Magnúsar, langafa Stefáns frá
Hvítadal. Móðir Egils var Margrét
Steinunn Guðmundsdóttir, b. í
Snóksdal, Guömundssonar.
Móðir Árna var Margrét Árna-
dóttir, prests í Kálfatjörn, bróður
Steinunnar Guðrúnar, móður Þór-
is Bergssonar og Magnúsar Jóns-
sonar, prófessors og ráðherra. Árni
var einnig bróöir Þorsteins, langafa
Karítasar, móöur Jóhönnu Sigurð-
ardóttur ráðherra. Árni var sonur
Þorsteins, b. í Úthlíð, Þorsteinsson-
ar, b. á Hvoh í Mýrdal, hálíbróður
Bjarna Thorsteinssonar amt-
manns, fóður Steingríms skálds.
Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. í
Kerlingadal, Steingrímssonar,
bróður Jóns eldprests. Móðir Áma
Ástrós
Þorsteinsdóttir
Ástrós Þorsteinsdóttir, Höföa-
götu 16, Stykkishólmi, er íimmtug
ídag.
Eiginmaður hennar er Ólafur
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Skipasmíðastöðvarinnar Skipavík-
urhf.
Þau hjónin taka á móti gestum í
dag í félagsheimili Tannlæknafé-
lags íslands, Síðumúla35, Reykja-
vík, millikl.l8og21.
Örnólfur Árnason.
var Sesselja Árnadóttir, b. á Naust-
um í Eyjafirði, Sigurðssonar. Móðir
Margrétar var Ingibjörg Valgerður
Sigurðardóttir, b. í Þerney í Kolla-
firði, Arasonar.
Finnborg er hálfsystir Valdimars
íþróttakennara en hún er dóttir
Örnólfs, kaupmanns ogútgerðar-
manns á Suðureyri við Súganda-
fiörð, Valdimarssonar, bókhaldara
þar, Örnólfssonar, skipstjóra á
Isafirði, Þorleifssonar, hreppstjóra
á Suðureyri, Þorkelssonar. Móðir
Valdimars var Margrét Jónsdóttir
Sumarliðasonar og Þorbjargar Þor-
varðardóttur, b. í Eyrardal við
Álftafjörð, Sigurðssonar, b. í Eyr-
ardal og ættföður Eyrardalsættar-
innar, Þovarðarsonar. Móðir Örn-
ólfs var Guðrún Sigfúsdóttir, tré-
smiðs á ísafirði, Pálssonar í Þó-
runnarseli Þórarinssonar á Vík-
ingsvatni.
Móöir Finnborgar var Finnborg
Kristjánsdóttir, útvegsb. á Suður-
eyri, Albertssonar, b. á Gilsbrekku,
Jónssonar.
Örnólfur verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Tilham-
ingju með
15.febrúar
85 ára
Guðmundur Halldórsson,
Lagarfelli 21, Fellahreppi.
Ásgeir Pétursson,
Kópavogsbraut 1A, Kópavogi.
Jón Sigurðsson,
Ægissíðu 50, Reykjavík.
80 ára
Björg Bóasdóttir,
Túngötu 7, Reyðarfirði.
Halldóra Sigurðardóttir,
Grænumörk 3, Selfossi.
70 ára
Kristín Jónsdóttir,
Njálsgötu 31A, Reykjavík.
60 ára
Álfheiður Björnsdóttir,
HÖrgatúni 11, Garðabæ.
Unnur Björnsdóttir,
Grænahjalla 29, Kópavogi.
Þær systur taka á móti gestum að
Fannborg 1, Kópavogi, kl. 15-18
Iaugardagínn 16. febrúar.
Ástríður Karlsdóttir,
Faxatúni 19, Garðabæ.
50 ára
Fanney Ágústa Jónsdóttir,
Grenigrund 36, Akranesi.
40 ára
Kristjana G. Guðmundsdóttir,
Safamýri 87, Reykjavik.
Andrés Andrésson,
Efstalandi 10, Reykjavik.
Ema Lúðvíksdóttir,
Stjörnusteinum 1, Stokkseyri.
Svandis Erla Ingólfsdóttir,
Ásgarði 143,Reykjavík.
Engilbert Gislason,
Skógarási 13, Reykjavík.
Hrafnhildur Steingrímsdóttir,
Hryggjarseli 1, Reykjavík.