Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 4
*4 ■ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1991-. Fréttir Flugleiðamót í bridge: Fádæma yfirburðir Kanada mannanna Baran og Molson - íslenskt par varð í þriðja sæti Tíunda Flugleiðamóti í tvímenn- ingi lauk um kvöldmatarleytið á laugardag. Meðal keppenda voru 18 erlendir spilarar sem margir hverjir eru í fremstu röð spilara í heiminum. Þeirra þekktastur er þó án efa Omar Sharif, sem sennilega er þekktari fyrir feril sinn á hvíta tjaldinu heldur en við græna borðið. Öruggir sigurvegarar á mótinu, með fádæma yfirburðum, voru Kanadamennimir Boris Baran og Markland Molson. Verðlaun í tví- menningskeppninni námu samtals 7.400 Bandaríkjadölum sem eru 400 þúsund íslenskar krónur. Verðlaun voru veitt fyrir 6 efstu sætin. Áætlað var að Omar Sharif spilaði við einn frægasta spilara Frakk- lands, Paul Chemla. Paul Chemla þurfti hins vegar að bíta í það súra epli að vera veðurtepptur á Orly flug- velh í París í hátt í sólarhring vegna snjóa. Mótsnefnd brást skjótt við og einn besti spilari íslands, Jón Bald- ursson hljóp í skarðið og var spila- félagi leikarans í tvímenningskeppn- inni. Chemla kom til landsins á laug- ardag og mun verða spilafélagi Sha- rifs í sveitakeppni Bridgehátíðar. Omar Sharif og Jóni Baldurssyni gekk afleitlega í byrjun og voru neð- arlega fyrstu umferðirnar. Þeim tókst þó að rífa sig upp og náðu 16. sæti af 50 þegar upp var staöið. Fjöldi áhorfenda fylgdist með mót- inu og jafnan flestir þar sem Sharif spilaði. Senunni stálu hins vegar Kanadamennimir Boris Baran og Markland Molson sem stungu alla keppinauta sína af og sigruðu með einstökum yfirburðum. Þeir höfðu í mótslok 211 stigum meira en næsta par, og náðu hæsta skori sem nokk- um tíma hefur náðst í tvímenningi Flugleiðamóts. Þeir fengu 557 stig yfir meðalskor sem jafngildir 61,84% skori. í verðlaun fengu þeir 2.300 Banda- ríkjadah sem jafngildir tæpum 125 þúsund krónum íslenskum. í öðm sæti urðu ekki síður frægir spilarar, Pakistaninn Zia Mahmood og ísra- elsmaðurinn Schmuel Lev. í þriðja sæti var síðan íslenskt par, Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson. Langt er síðan íslenskt par hefur hrósað sigri í tvímenningskeppni Flugleiða. Lokastaða varð þannig: 1. Boris Baran - MarklandMolson........557 2. Zia Mahmood - SchmuelLev............346 3. Ragnar Magnússon - PállValdimarsson......255 4. Öm Arnþórsson - GuðlaugurR. Jóhannsson.,.253 5. Alfred Kadlec -Franz Terraneo.........234 6. Helgi Jóhannsson - AðalsteinnJörgensen.....232 7. Heinrich Berger - WolfgangMeinl..........231 8. Ib Lundby - IngeKeithHansen.........226 9. Páll Hjaltason - HjaltiEhasson...........184 10. Jón Sigurbjömsson - Ásgrímur Sigurbjömsson....l55 Baran og Molson eru eitt af betri spilapörum heims í dag. Þeir komust meðal annars í íjögurra sveita úrsht á heimsmeistaramóti í sveitakeppni sem háð var í Genf í Sviss á síðasta ári. Baran og Molson náðu foryst- unni í 19. umferð og létu hana ekki af hendi eftir það. Þeir verða sveita- félagar Svíans Tommy Gullberg og Bandaríkjamannsins Mike Polowans á sveitakeppni Bridgehátíðar sem hófst í gær. Henni lýkur um kvöld- matarleytið í dag. Alger metþátttaka er í sveitakeppninni því er lokað var á skráningu höfðu 50 sveitir tilkynnt þátttöku sína. ÍS Leikarinn frægi Omar Sharif er meðal þátttakenda á Flugleiðamóti i bridge sem stendur yfir á Hótel Loftleiðum. DV-mynd EJ Boris Baran og Markland Molson frá Kanada urðu öruggir sigurvegarar í tvímenningi. DV-mynd Brynjar Gauti Búnaðarþing hafið Búnaöarþing hófst í morgun á fjalla um tillögur að breytingu á á 15 búnaðarsambandssvæðum. Hótel Sögu. Samkvæmt venju fjall- félagskerfi landbúnaðarins ogmál- Áætlaö er að þingið standi í viku ar Búnaðarþing um þau landbún- efni leíðbeiningaþjónustunnar. til tíu daga. Formaður Búnaðarfé- aðarmál sem eru til umfjöllunar á Búnaðarþing sitja 25 fulltrúar sem lags íslands og forseti þingsins er Alþingi. Þingið mun meðal annars eru kjörnir til fjögurra ára í senn HjörturE. Þórarinsson. -JJ Skákkeppni stof nana og fyrirtækja Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1991 hefst í kvöld með keppni í A- riöh en B-riðill byrjar á miðvikudag. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi i hvorum riðli. Um- hugsunartími er ein klukkustund á skák fyrir hvern keppenda. Keppt er í félagsheimili Taflfélags Reykjavík- ur á mánudögum og miðvikudögum fram til 20. mars. -JJ í dag mælir Dagfari Margt er skrítið í kýrhausnum. Og nú eru góð ráð dýr. Borgaraflokk- urinn mælist ekki í skoðanakönn- unum og situr þó enn í ríkisstjórn íslands með tvo ráðherra og hefur stuðning af þremur eða fjórum al- þingismönnum, sem fengu á sínum tím’a umboð til þingsetu út á Albert Guðmundsson. Nú er Albert löngu farinn til Parísar og fylgið í askana en eftir sitja umboðslausir þing- menn og ráðherrar sem vilja leita endurkjörs. Sem væri svosem í góðu lagi, ef einhveijir fyndust sem vildu styðja þá. Þeir hafa hinsvegar ekki komið fram í skoðanakönnun- um og þeir koma ekki fram á fund- unum og þingmennimir eru orðnir úrkula vonar um að þeir finnist í kjörkössunum. Að vísu hafa sumir fyrrverandi þingmenn Borgaraflokksins haft vit á því að leita á náðir annarra flokka, sem kann að koma spánskt fyrir sjónir, vegna þess að Borgara- flokkurinn var einmitt stofnaður af þvi fólkinu í Borgaraflokknum var svo iha við hina flokkana. En hvað gera menn ekki fyrir þingsæt- in og Inga Bimi Albertssyni var tekið sem týnda syninum í Sjálf- stæðisflokknum og Hreggviður fór í framboð en var svo óheppinn að Framboð í Breiðholti búa í Kópavoginum, þar sem sjálf- stæðismenn mundu ekki eftir að hafa týnt honum. Ásgeir Hannes Eiríksson mun hafa gert tilraunir til þess sama og um tíma var talið að Framsóknar- flokkunnn tæki við honum og mis- skildu Ásgeir þegar hann bauðst til að taka sæti á lista þeirra í Reykja- vík. Ásgeiri Hannesi var boöið sjötta sætið sem auðvitað er ekkert vonarsæti hjá Framsókn. Ásgeir vill komast í sæti sem hleypir hon- um aftur inn á þing og þegar Fram- sókn hafði ekki skilning á veröleik- um Ásgeirs Hannesar, fór Ásgeir heim og ákvað að bjóða sig fram í Breiðholtinu. Hann er sem sagt búinn að tilkynna um framboð sitt í efri byggðum Reykjavíkur, þar sem hann sjálfur býr með konu sinni og íjölskyldu. Nú er það að vísu rétt að Ásgeir Hannes Eiríksson hefur lagt fram tillögur á þingi um einmennings- kjördæmi. En sú tillaga hefur enn ekki verið samþykkt og Reykjavík mun því enn vera eitt kjördæmi þegar síðast fréttist. Ásgeir Hannes Eiríksson getur reyndar tilkynnt um framboð sitt í efri byggðum Reykjavíkur en ef hann vill ekki fá atkvæði úr öðrum hverfum Reykjavíkur vandast máhð fyrir kjörstjóm, þegar hún þarf að fara að greina á milli atkvæða úr Breið- holtinu annars vegar og Þingholt- unum hinsvegar. Nema niðurstað- an veröi sú, að Ásgeir fái það fylgi sem mælist hjá Borgaraflokknum. Þá þarf kjörstjóm ekki aö telja nein atkvæði til eða frá. Allt kemur þetta undarlega fyrir sjónir en hitt kann hka að vera rétt, að þegar Ásgeir Hannes talaði um einmenningskjördæmi á þingi, hafi hann átt við að hann einn væri kjördæmi. Þannig geta bæði hann og aðrir þeir sem eru með þingmanninn í maganum og em í leit að kjósendum boðið sjálfan sig fram í sínum eigin kjördæmum og hlotið kosningu án þess að þurfa á stuðningi annarra aö halda. Þá verða þingmenn Borgaraflokksins og aörir þeir sem týna fylgi sínu, til brúks áfram. Þeir verða ekki einnota eins og dósirnar sem fara á haugana. Þá komast þeir í endur- vinnslu! Þessi hugmynd Ásgeirs Hannesar að bjóða sig fram í efri byggðum Reykjavíkur er sjálfsagt heppileg fyrir hann sjálfan. Ekki hefur hins- vegar spurst hvernig þeir í efri byggðum taka þessum óvænta hðs- auka. Ekki veit Dagfari um neitt sem Breiðhyltingar eða Árbæingar hafa gert af sér sem verðskuldar framboð Ásgeirs Hannesar. En þeir hafa eflaust verið honum góðir nágrannar og ekki áttað sig á þvi hvaða afleiðingar það hefur fyrir þá að heilsa Ásgeiri á götu. Alla- vega er þó ljóst, ef úr þessari fram- boðstilraun verður, að aðrir Reyk- víkingar vita þá upp á víst að til þess er ekki ætlast að þeir kjósi Ásgeir Hannes né heldur Borgara- flokkinn. Þá er aö minnsta kosti sá vandinn leystur, að búið er að ein- angra framboðsraunir flokksins við efri byggöir og óbyggðir. Er ekki næsti leikur hjá Ásgeiri Hann- esi að bjóða sig fram fyrir götuna þar sem hann býr? Hægra megin við miðju! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.