Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1991. 41 Lífsstm Nýtt ráð við hrotum: Lítið plast- stykld í nös Hrotur eru vandamál sem hrjáir fjölda fólks. Áætla má aö um einn sjötti hluti íslendinga eigi við hrotu- vanda að stríða. Það er þvi fagnaðar- efni þegar þær fréttir berast frá frændum vorum Svíum að fundið hefur verið upp einfalt tæki úr plasti sem hefur reynst mjög vel gegn hrot- um. Þessi uppfinning hefur fengið mjög góðar viötökur og hafa selst yfir 80 þúsund tæki í Svíþjóð. Verið er að kynna það í Danmörku um þessar mundir. Plaststykkið er sáraeinföld hönnun. Það er u-laga með sérhönn- uðum töppum á endunum sem gegna því hlutverki að glenna sundur nasa- vængina. Það auðveldar alla öndun og kemur í veg fyrir titring í nasa- vængjum sem í mörgum tilfellum orsakar hrotuhljóðið. Betri öndun inn um nefið kemur í mörgum tilfell- um í veg fyrir hrotur. Þrír af hverjum fjórum fá bata Rannsóknir á virkni þessa litla hlutar benda til þess að 30-50% þeirra sem nota það losni alveg við hroturnar. Önnur 30-40% til við- Neytendur bótar hrjóta minna en fyrir um það bil einn af hverjum fjórum hefur tækið ekki komið að neinum notum. Það táknar að um 3 af hverjum fjór- um fá einhverja eða fulla lækningu við notkun nýja hrotustopparans. Uppfinningamaðurinn er sænskur læknir sem heitir Bjöm Petruson. Hann er háls-, nef- og eymasérfræð- ingur á sjúkrahúsi í Gautaborg. Pe- truson hefur lengi velt fyrir sér þessu Verðlag á drykkjarvörum í grunnskólum: Lækkun frá í september í fyrra Verðlagsstofnun gerði nýlega verð- könnun á drykkjarvörum í grunn- skólum. í henni kom fram að allt að 88% verðmunur var á verði á drykkj- arvörum milli skóla. Kom þar í ljós að í einhverjum grunnskólum er mjólkin einnig seld yfir leiðbeinandi álagningarverði Mjólkursamsölunn- ar. Neytendasíða DV gerði í september á síðasta ári verðkönnun á drykkjar- vörum í grunnskólum og komu þá svipaðar niðurstöður í ljós. Þó er greinilegt að nokkrir skólar hafa lækkað verðið frá könnun DV en enginn þeirra hefur hækkað það. í könnun DV frá í september kostaði V* 1 af mjólk 20 krónur í Austurbæj- arskóla, Grandaskóla ogÆfingadeild KHÍ. í öllum þessum skólum hefur veröið lækkað. í Austurbæjarskóla er verðið nú 11 krónur, í Granda- skóla 13 krónur og 15 krónur í Æf- ingadeild KHÍ. I sömu könnun kostaði V, 1 af kókó- mjólk 45 krónur í Álftamýrarskóla, Hagaskóla og Seljaskóla. í Réttar- holtsskóla kostaði kókómjólkin 50 krónur. Tveir þessara skóla hafa lækkað verðið, Réttarholtsskóii og Seljaskóh, en þar kostar hún nú 40 krónur. Álftamýrarskóli og Haga- skóli halda sig hins vegar við sama verð enn, 45 krónur. Greinilegt er að verðkönnun DV frá í september hefur orðið til þess að einhver lækkun hefur orðið á drykkjarvörum í grunnskólum. Eigi að síður er ekki nóg að gert og betur máefdugaskal. ÍS Nýi hrotustopparinn lætur ekki mikið yfir sér en er þó talinn gefa mikinn árangur og hefur hjálpað fjölda manns að ráða niðurlögum vandamálsins. vandamáli, enda hefur hann sjálfur átt við það að stríða. Uppfinningin hefur fengiö heitið „Nozovent" og •fiöldi þekktra manna í sænsku þjóð- lífi hefur farið lofsorðum um hana. Meðal þeirra er Ingvar Carlsson for- sætisráðherra og Jan Carlzon, for- stjóri SAS-flugfélagsins. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hrot- ur ágerast með aldrinum. Rúmlega 60 af hundraði karla á aldrinum 41-65 ára hrjóta og um 44% kvenna. Frá 60 ára aldri er vandamáhð meira og jafnt milli karla og kvenna. Athygli vekur að Bjöm Petruson hefur ekk- ert hagnast á uppfinningu sinni held- ur eyðir hann öllum þeim peningum sem hann fær fyrir sölu á Nozovent í áframhaldandi rannsóknir. ÍS ALTERNATORAR STARTARAR Fólksbíla Vörubíla Vlnnuvólar Bátavólar Mjög hagstætt verð - Póstsendum BÍLRAF H/F BORGARTLJNI 19, S. 24700 ilmandi Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. | Við veljum bestu baunimar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess. %V ^ KÁFFIBRENNSLA akureyrar hf BÍLAMARKAÐllRINN v/REYKJANESBRAUT --SMIÐJUVEGI 46 E, KÓPAVOGI_ ® 67 18 00 Vantar nýlega bíla á staðinn Chevrolet Astro, 7 manna, ’86, rauður, 6 cyl., ssk., ek. 54.000, vandaður fjölskyldu- og ferðabill. V. 1.280.000, sk. ód. Chrysler Le Baron turbo ’85, gull- sans., 5 g., sóllúga, rafm. i öllu, skemmtilegur framdrifsbíll. V. 780.000, sk. ód. VW Goll CL 1800 '87, rauður, 5 g., ek. 52.000, GT-innrétling o.ll. aukahl. V. 680.000. Blazer S-10 '87, rauður, sjálfsk., með overdrive, ek. 61.000, ný dekk p.fl. V. 1.800.000. M. Benz 190 '88, blár, beinsk., ek. aðeins 36.000, ýmsir aukahl. V. 1.580.000, sk. á nýl. minni bíl. Ford Bronco XLT '89, grár, 4 gíra, ek. 23.000, rafm. í rúöum o.fl. aukahl. V. 2.300.000. Suzuki Swift GTi '88, grásans., 5 g., ek. aðeins 17.000. Verð kr. 690.000. Ford Escort XR 3i '87, hvílur, 5 g., ek. 54.000. V. 690.000. Citroén AX 11 TRE ’88, blásans., 5 g., ek. 27.000. V. 520.000 (sk. ód.). Daihatsu Charade CS ’87, hvítur, ek. 60.000. V. 420.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.