Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1991. 11 DV Útlönd Veturinn hefur verið Sovétmönnum erfiður. Frosthörkur eru miklar og al- mennur skortur á nauðsynjum. Símamynd Reuter Æðsta ráðið ræðir efnahagsumbætur í dag: Sovétmenn óttast óðaverðbólgu Æðsta ráð Sovétríkjanna kemur saman í dag eftir nokkurt hlé til að ræða lög um efnahagslegar umbæt- ur. Búist er við að umræður verði heitar því fyrir liggur að verð á nauð- synjum hækkar verulega á næstu dögum með afnámi niðurgreiðslna. A dagskránni er einnig að staðfesta samkomulag sex þjóða um samein- ingu Þýskalands og ný lög um mann- réttindi og umbætur innan hersins. Enn er stefnan að breyta hagkerf- inu í átt til markaðsbúskapar. Þar á meðal er einkavæðing í atvinnuiíf- inu, frjálslegri aðferðir en nú eru notaðar við að ákveða vöruverð og hugmyndir um að koma á verðbréfa- viðskiptum. Þessar hugmyndir hafa verið að þvælast fyrir Æðsta ráðinu um all- langan tíma án þess að niðurstaða hafi fengist. Upphaflega voru hug- myndirnar mun róttækari en þær sem líkur eru á að verði samþykktar nú. Þrátt fyrir að breytingarnar á hag- kerfinu veki mikla athygli í Sovét- ríkjunum hafa flestir um þessar mundir meiri áhuga á að frétta af breytingum á vöruverði. Undan- farna mánuði hefur verið skortur á nauðsynjum í Sovétríkjunum. Við skortinn bætist að veturinn hefur verið mjög harður þannig að Sovét- menn hafa vart búið við þrengri kost allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar. Búist er við að vöruverð geti jafn- vel tvöfaldast ef ekki þrfaldast á sum- um varningi þegar niðurgreiðslur verða felldar niður. íbúar Sovétríkj- anna hafa allt síðasta ár búið sig undir að mæta veröhækkunum. Þeg- ar í maí á síðasta ári fór að bera á hamstri en nú er svo komið að fáir eiga möguleika á að safna byrgðum því flestar vörur eru skammtaðar. Víst er að verðhækkanirnar eiga eftir að mælast illa fyrir og liggur ríkisstjórnin þegar undir gagnrýni fyrir að ráðfæra sig ekki við stjórnir lýðveldanna um hækkanirnar. Breytingarnar, sem nú standa fyrir dyrum, verða því að ölium líkindum til að auka enn á sundrungina í Sov- étríkjunum.'-^ Reuter Létu sjónvarpið gabba sig Eistlendingar urðu óttaslegnir á laugardagskvöldið þegar tiikynnt var í skemmtiþætti í sjónvarpinu að finnski seðlabankinn hefði ákveðið að ógilda alla hundrað marka seöla. Sagt var að Finnar gætu skipt seðlum sínum í flnnskum bönkum en að ekki yrði hægt að skipta í Eistlandi. Margir íbúanna í Tallinn, höfuð- borg Eistlands, æddu samt út og reyndu að skipta finnskum pening- um sínum á hótelum og veitingastöð- um. Á sumum bensínstöðvum neit- uðu afgreiðslumenn að taka við hundrað marka seðlum. Margir gerðu sér þó grein fyrir að um grín var að ræða. Finnska markið er eftirsóttur og gjaldgengur gjaldrniðill í Eistlandi. Samkvæmt opinberum upplýsingum eru um 200 milljónir fmnskra marka í umferð í Eistlandi. Gengið á götunni er miklu hærra en hið opinbera. Fyrir eitt mark er hægt að fá þijátíu og fjórar rúblur en samkvæmt opinbera genginu samsvara sjö mörk einni rúblu. Eitt flnnskt mark samsvarar fimmtán ís- lenskum krónum. FNB Gorbatsjov ver stef nu sína - Eystrasaltsríkjunum boðnar viðræður Gorbatsjov Sovétforseti varði ákaft stefnu sína í Eystrasaltsríkjunum á fundi með utanríkisráðherrum Lux- emburgar, ítahu og Hollands á laug- ardaginn, að því er sovéska Tass- fréttastofan greindi frá í gær. Tass hafði það eftir Gorbatsjov að leið- togar Eystrasaltsríkjanna virtu ekki réttindi minnihlutahópa. Yfirvöld í Moskvu halda því fram að stjórnin í Litháen sé að reyna að koma í gegn lögum sem séu óhagstæð rússneska minnihlutanum í landinu en Rússar eru tíu prósent íbúanna þar. Landsbergis, forseti Litháens, hefur vísað þessu á bug og sagt að réttindi allra minnihlutahópa verði virt. Talsmaður sovéska þingsins, Ana- toh Lukjanov, tjáði forseta Evrópu- Gorbatsjov hitti nokkra utanrikisráð- herra Evrópubandalagsins um helg- ina og varöi þá stefnu sína í málefn- um Eystrasaltsríkjanna. Simamynd Reuter ráðsins, sænska þingmanninum Anders Björck, á fostudaginn að hann hefði í bréfi til leiðtoga Eystra- saltsríkjanna lagt til að viðræðurnar milli þeirra og miðstjórnarinnar hæfust í þessari viku. Sendinefnd Evrópuráðsins fór frá Moskvu um helgina til Eystrasalts- ríkjanna. Samkvæmt Björck vill Evrópuráðið kanna ástandið á staðn- um í kjölfar blóðbaðsins í Litháen og Lettlandi í síðasta mánuði. Sovésk yfirvöld höföu í fyrra áheymarfulltrúa í Evrópuráðinu. Fyrr í þessum mánuði sagði Björck að samskipti Evrópuráðsins og Sov- étríkjanna væm meðal annars háð þróuninni í Eystrasaltslöndunum. Reuter og TT Sparið allt að 60% Ef þú ætlar að gera góð kaup á gólfdúk, teppum eða mottum þá ERTÆKIFÆRIÐ NÚNA Hellingur af stökum teppum og mottum - hrúga af teppabútum. fermetrar af teppum 2.500 fermetrar af gólfdúk BYGGINGARMARKAÐUR VESTURBÆJAR Teppadeild - Hringbraut 120 - Sími 28605

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.