Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Síða 32
44 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1991. iFréttir Fréttir Stjóm BSRB sendir frá sér opið bréf: Læknasérfræðingar príla upp bakið á launafólki - dæmi um hóp sem klórar til sín stærri hlut 1 krafti aðstöðu sinnar Stjórn Bandalags starfsmanna rík- is og bæja hefur sent frá sér opið bréf þar sem íjallað er um þjóðarsátt- ina og stöðu hennar um þessar mundir. Þar segir meðal annars: „Þótt launamenn og samtök þeirra hafi almennt staðið viö sinn hlut að - > öllu leyti er því ekki að leyna að nokkrir hópar hafa í krafti aöstöðu sinnar reynt að klóra til sín stærri hlut í samræmi við gamla hugs- unarháttinn. Þessir sjálfsafgreiðslu- hópar virðast alltaf hafa komist upp með að príla upp bakið á almennu launafólki og skammta sér sömu hækkun og aðrir og iðulega gott bet- ur. Sameiginlegt einkenni á þessum hópum er að þeir búa við miklu betri kjör en láunafólk almennt en virðast hafa þau ítök að það dugi þeim elleg- ar þeir eru hreinlega í þeirri aðstööu að ákveða eigin kjör...“ Síðan segir: Nýjasta dæmið um þetta eru samningar læknasérfræð- inga. Þeir kröfðust þess að fá allan kostnaðarauka bættan og vel það og síðan þjóðarsáttarprósentuna að auki. En hversu sjálfsagt mál er það? Okkur er spurn...“ Framferði banka og fjármagnsfyr- irtækja í vaxtamálum er fordæmt sem og hækkanir tryggingafélag- anna á iðgjöldum. Bent er á að heild- arafkoma þeirra skili tugmilljóna króna hagnaði. í lokin er bent á að samningar séu lausir í haust. Þá verði reynslan af þjóðarsáttinni metin og það mat ráði afstöðu launafólks til nýrra kjara- samninga. Og lokaorð þessa opna bréfs eru þessi: „Þeim sem stýra verðlagi á vörum og þjónustu í hækkunarátt þessar vikumar er hollt áð minnast þess að það kemur dagur eftir þennan dag.“ -S.dór Flugmálastjórn hefur tekiö neyðarrafstöö i notkun í húsakynnum sínum á Reykjavikurflugvelli. Stöðin mun sjá stofnuninni fyrir rafmagni ef eitthvað fer úrskeiðis vegna veiturafmagns. Búnaðurinn tryggir að starfsemi fiugvallar- ins varðandi flugumferð innanlands og á N-Atlantshafssvæðinu verði ekki fyrir truflunum vegna rafmagnsskorts. Ef straumrof verður á aðalveitu fara tveir 414 hestafla dísilhreyflar neyðarrafstöðvarinnar í gang innan 6 sek- úndna. Helmingur kostnaðar við rafstöðina var greiddur af Alþjóða flugmálastofnuninni. Menning___________________________ Regnboginn - Litli þjófurinn ★★ Uppreisn og óheiðarieiki Uppreisn og óheiðarleiki eru viðfangsefni þessarar kvikmyndar franska leikstjórans Claude Miller sem er gerð eftir handriti hins látna meistara Francois Truffaut. Aðalsöguhetjan er Janine, tæplega 16 ára unglingur sem lifir í einhvers konar draumaheimi þar sem hún er ung og glæsileg kona en ekki klunnalegur táning- ur. Þannig flýr hún harkalegan raunveruleikann en hún elst upp hjá fátæku frændfólki sínu vegna þess að móðir hennar stakk af skömmu eftir fæðinguna. Janine er ólæknandi stelsjúk og það veröur til þéss á endanum að hún fer að heiman og gerist vinnukona hjá nýríku fólki. Janine er ákveðin í að kynnast ástinni og innan skamms er hún komin á kaf í ástarsamband við harð- giftan miðaldra kórstjóra. Sá segir henni upp þegar hún stelur orgeh kórsins. Janine kynnist ungum pilti á glapstigum sem er á svipuðum slóðum og hún og saman fremja þau afbrot sem verður til þess að Janine endar á stofnun fyrir ungar stúlkur á refilstigum. Þegár Janine uppgötvar að hún er barni aukin verð- ur hún að ákveða hvort hún ætlar að vera unglingur áfram eða taka ábyrga afstöðu eins og fullorðin mann- eskja. Þetta er að mörgu leyti falleg og skemmtileg mynd. Tíðarandi sjötta áratugarins lifnar við og svarthvítar fréttamyndir, sem Janine sér í bíói, auka gildi myndar- innar. Janine flýr undan raunveruleikanum í bíó. Til- Kvikmyndir Páll Ásgeirsson burðir hennar í ást og afbrotum eru oft á tíðum óborg- anlega fyndnir og grátbroslegir. Hún er frábærlega vel leikin af Charlotte Gainsbourg sem ljær hlutverk- inu þann klunnalega þokka sem því hæfir. Frásögnin er samt dálítið skrykkjótt og virkar ögn endaslepp. Það er líkt og Miller hafi umgengist arf Traffauts af fullmikilh virðingu og ekki þorað að hnika til einu orði. Á heildina litið er samt óhætt að mæla með þessu sem hinni bestu skemmtan og kærkominni tilbreytingu frá grunnhyggnum hugsunarhætti amer- íska meginstraumsins. La Petit Vouleuse - frönsk Leikstjóri: Claude Miller eftir handriti Truffaut. Aóalhlutverk: Charlotte Gainsbourg og.Simon De LaBrosse. Grásleppuhrogn: Hlutdeild íslendinga 17 þúsund tunnur „Reynsla síðustu þriggja ára hefur kennt grásleppusjómönnum að það þýðir ekki að salta meira af hrognum en þeir geta selt. Þaö var búið að gera sölusamninga í nóvember við erlenda aðila um kaup á 9.000 til 10.000 tunnum af grá- sleppuhrognum fyrir 1.025 þýsk mörk tunnuna,“ segir Guðjón Mar- geirsson, framkvæmdastjóri Steina- varar. Fulltrúar frá Landssambandi ís- lenskra smábátaeigenda og Sölusam- tökum lagmetis áttu fund í London fyrir skömmu með hrognaframleið- endum í Noregi, Danmörku og Kanada og þar komu menn sér sam- an um að framleiða ekki meira en 42 þúsund tunnur af hrognum en það magn nægir í alla kavíarframleiðslu heimsins. Þjóðirnar skiptu með sér aflánum og komu 17 þúsund tunnur í hlut íslendinga og áhka magn í hlut Kanadamanna en Norðmenn og Dan- ir fá að salta í 7000 tunnur hvorir. Ekki hefur enn verið gengið frá sölu á hrognum til íslenskra kavíar- verksmiðja en samkvæmt reynslu undangenginna ára er markaður fyr- ir á milli 6000 og 7000 tunnur innan- lands. „Hrognaútflytjendur hér á landi gera sölusamninga við sjómenn og þvi getur hver og einn sjómaður gengið að því vísu áður en vertíðin hefst í hversu margar tunnur hann getur saltað hrogn og haft trygga sölu á. Ef sjómenn veiða meira er það á þeirra eigin ábyrgð hvort þeir geta selt eða ekki. Við vonum að þetta verði th þess að stöðugleiki myndist í hrognaframleiðslunni og verð hækki hægt og róléga á næstu árum,“ segir Guðjón. -J.Mar Þessir hestamenn létu leiðindaveður ekki attra sér frá útreiðartúrnum við Rauðavatn um helgina. Hrossin þurfa náttúrlega hreyfingu og sagt er að enginn verði verri þótt hann vökni. DV-mynd BG Andlát Jóhann B. Valdórsson frá Eyri í Reyðarfirði lést á Vífilsstöðum að kvöldi 14. febrúar. Friðgeir Gislason, Suðurhóium 4, lést á Landspítalanum 14. febrúar. Samúel Björnsson bifreiðarstjóri, Dalbraut 21, Reykjavík, lést flmmtu- daginn 14. febrúar. Guðmundur Hólm, Skeggjagötu 23, andaðist á elliheimilinu Kumbara- vogi 15. febrúar sl. Sigríður Kristjánsdóttir, Njálsgötu 92, lést á Vífilsstöðum miðvikudag- inn 13. febrúar. Runólfur Ólafsson, Vailarbraut 13, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 14. febrúar. Jardarfarir Sigurður Kristinn Þórðarson, Hraunbæ 102a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 18. febrúar, kl. 13.30. Gottskálk Þ. Gíslason húsgagna- smíðameistari verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Marsibil S. Bernharðsdóttir, Bólstað- arhlíö 45, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 15. Margrét Stefánsdóttir, írafossi, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. fe- brúar kl. 13.30. Viðar Sigurðsson prentari, Suður- braut 28, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðar-kirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 15. Þorsteina (Steina) Sófusdóttir, Strandaseli 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 18. febrúar, kl. 15. [ ÖLVUNAR AKSTUR AKS'HJB' S 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.