Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1991. Sviðsljós Myndlistarmaðurinn Guðjón ásamt Bjarna Guðjónssyni, föður sínum, Al- bert Guðmundssyni sendiherra, Jósef Daly-Laud og Bergljótu Rist. Sýningin Caryatid íParís Ingibjörg Stephensen, DV, Paris: Listamaðurinn Guðjón Bjarnason hélt nýverið málverkasýningu í Par- ís í boði Cité Internationaledes Arts. Guðjón dvaldist hér í París við störf um tveggja mánaða skeið og vann að undirbúningi fimmtu einkasýn- ingar sinnar sem ber titilinn Cary- atid. Þetta framandi orð gæti í laus- legri þýðingu merkt mannsúla en í verkum sínum vitnar Guðjón .í verk frægra látinna listamanna þessarar aldar. Til að mynda Newmans, Louis og Smithsons svo að einhverjir séu nefndir. ■ Á sýningunni sem haldin var helg- ina 25.-27. janúar voru 35 málverk, unnin meö blandaðri tækni, til sýnis. Guðjón notar við listsköpun sína ol- íuliti, vatnsmálningu, plastlakk, fúa- vörn, steypu, salt og, að eigin sögn, yfirleitt allt sem hann nær í. Þrátt fyrir að Parísarbúar hafi ver- ið lamaðir af hræðslu um tíma, vegna ástandsins við Persaflóa, var margt um manninn við opnun sýningarinn- ar og þar á meðad var Albert Guð- mundsson sendiherra. Guðjón er með þessa sömu sýningu í Menningarstofnun Bandaríkjanna við Neshaga nú í febrúar. Síðan held- ur hún áfram vestur um haf, til New York, þar sem Guðjón mun taka þátt í sýningu sem opnar þann 7. mars í Scandinavian Art Center og nefnist New York - Nordic. íslenskir listamenn í París virðast önnum kafnir um þessar mundir. Þann 7. febrúar opnaði Nína Gauta- dóttir, sem búsett er hérna, mál- verkasýningu sem hún nefnir Ec- riture d’Egypte eöa Egýpsk tákn. Nína sýndi þessi verk á Kjarvalsstöð- um síðastliöið sumar. DV ied shark anu- --------------------- A whale of a time, Viking-style Þorrablót í London vekur athygli DV-myndir IS Hann vakti athygli bresku pressunnar, þessi íslendingur sem tók svo hraustlega til matar sins á þorrablótinu. Grein um blótið ásamt þessari mynd birtist i hinu víðlesna blaðið The Independent. Þvi miður höfum við ekki nafnið á manninum með sviðakjammann. Átta af stúlkunum tiu sem keppa um titilinn Ungfrú Norðurland. F.v.: Fjóla Pálmadóttir, Ingunn Hallgrimsdóttir, María Sif Sævarsdóttir, Hildur Rós Símonardóttir, Sveindís Benediktsdóttir, Herdís ívarsdóttir, Katrin Guðmunds- dóttir og Kristjana Ösp Birgisdóttir. Guðjón Bjarnason við verkið Isis unborn á sýningunni. Ólyginn sagði... Karl Bretaprins mun ætla að hjálpa til viö að skrifa handrit að sjónvarpsmynd sem gera á viö bamasögu sem hann sjálfur skrifaði fyrir mörg- um árum fyrir yngri bræður sína tvo. Framleiðandi myndarinnar tilkynntí þetta fyrir skömmu. Þetta er hálftímalöng teiknimynd gerð við söguna Gamli maðurinn frá Lochnagar. En það eru sjón- varpsstöðvar frá Skotlandi og Wales sem standa saman að gerð hennar. Bókin var geíin út árið 1980 en sagan segir frá ævintýr- um gamals manns í skoskri sveit nærri Balmoral-kastalanum sem er í eigu Elísabetar drottningar. Julio Iglesias vann nýlega málaferh er hann lenti í vegna eins af frægustu lög- um er hann hefur flutt. Enrique nokkur Chia vildi meina að hann hefði samiö lagið Es árið 1978 sem hljómi nákvæmlega eins og lagið Hey sem Julio hefði tekið tíl flutnings síðar. Dómarinn komst að því að höfundur Hey, Mario Balducci, hefði frumflutt það nokkru fyrr en Iglesias síðan samið textann. Iglesias mun vera afskaplega feginn málalokum því að þetta lag mun vera honum kærast af þeim er hann hefur sungið á ferli sínum. „Ég syng það reyndar á hverjum degi,“ sagði hann dómaranum í áheyrn fjölda aðdáenda er viðstaddir voru réttarhöldin. Sean Connery segist tilbúinn að leika James Bond aftur ef honum býðst það en vill að vísu fá góðar fjárfúlgur fyrir sinn snúð og setur ýmis skil- yrði. Hann vill láta taka út ýmis hasaratriði sem hafi gengið út í öfga í seinni Bond-myndum. Connery lék í fyrstu Bond-mynd- inni árið 1962 en hættí áriö 1971 eftír sex myndir. Fóru aðrir leik- arar í gervi Bonds næstu árin, Georg Lazenby, Roger Moore og Timothy Dalton. En mörgum þykir enginn þeirra hafa jafnast á við Connery í hlutverkinu. Kannski sjá þeir Bond aödáendur fram á bjartari tíma. ið á St. Ermins hótelinu í hjarta borgarinnar við góðar undirtektir félagsmanna sem fjölmenntu á samkunduna þrátt fyrir að sam- göngumál séu ekki með besta móti í London þessa dagana. Úlfar Eysteinsson veitíngamaöur sá um þorramatinn og er það í sext- ánda skipti sem hann sér um þá hliö mála. Honum til aðstoðar var sonur hans, Stefán. Veislustjóri var Jóhann Sigurjónsson en hljóm- sveitin Nýdönsk lék fyrir dansi. Góður rómur var gerður að leik hljómsveitarinnar en hún varð að skilja trommusettíð eftír sökum þess aö farmbréf gleymdist. Nýtt sett var leigt á síðustu stundu og var ekki að heyra að það kæmi að sök. Meðal gesta á blótinu voru full- trúar bresku pressunnar og í kjöl- farið birtíst væn umfjöllun um þennan íslenska sið í einu víðlesn- asta blaði Breta, The Independent. Blaðamaðurinn kemur víða við í grein sinni en kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu einhverra hluta vegng að matseðilhnn myndi ekki eiga upp á pallboröið hjá Greenpe- ace samtökunum. arkliunbeen brUytan. id you can •iucli fílack you like' Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Hið árlega þorrablót íslendinga- félagsins í London var haldið fyrir skömmu. Að venju var blótið hald- Gestirnir á blótinu voru á öllum aldri og hér sjást tveir fulltrúar yngri kynslóóarinnar, þær Sigríóur Halldórsdóttir og Anna Ólafsdóttir. DV-símamynd GS Ungfrú Norðurland: Tíu keppa um titilinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tíu stúlkur munu keppa um titil- inn „Ungfrú Norðurland", en keppn- in verður haldin í Sjallanum á Akur- eyri 22. febrúar. Stúlkurnar koma allar frá Akur- eyri nema ein sem er frá Dalvík. Æfingar þeirra fyrir keppnina hafa staðið yfir að undanförnu og verður svo fram að keppninni. Sigurvegar- inn í keppninni á Akureyri tekur þátt í keppninni um títilinn „Ungfrú Island" sem fram fer í Reykjavík í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.