Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1991. 15 Hvað heff ur áunnizt? Milliuppgjör eftir mánaöar lang- an Flóabardaga bendir til þess aö bandamenn séu vel á veg komnir með aö vinna stríðið en eigi hins vegar á hættu að tapa friðnum. Hernaöurinn gengur vel, reyndar ótrúlega vel, en pólitísk staða Vest- urlanda fer versnandi með hverri vikunni sem liður. Stríð er pólitík Þýzki herfræðingurinn von Clausewitz sagði að hernaður væri ekkert annað en stjórnmálabarátta eftir svolítið öðrum leiðum. Sú er reyndin í þessu stríði sem öðrum. Pólitískir hagsmunir vestrænna ríkja í Miðausturlöndum eru þess- ir: að reyna að tryggja stöðugleika og frið á svæðinu, og eiga vinsam- leg samskipti við hófsamar ríkis- stjórnir þar, helzt lýðræðislegar líka ef því verður við komið. Þetta eru náttúrlega hagsmunir okkar alls staðar, en þeir eru sérlega mik- ilvægir í Miðausturlöndum. Hvernig hefur Persaflöastríðið þjónað þessum hagsmunum fram að þessu? Rennum augunum yfir landakortið. Harðstjórarnir hagnast íran: Þeir sam hagnast mest og tapa minnstu á þessu stríði eru ír- anar. Þeir bíða á hliðarlínunum á meðan trúleysinginn ber á erki- ijandanum og standa uppi sem sig- urvegarar hvernig sem allt veltur Þeir hafa sterkari pólitíska stöðu á svæðinu og hefur auk þess tekizt að opna dyr tO umheimsins með friðarumleitunum. írönsk yfirvöld hafa öðrum fremur fjármagnað og skipulagt hryðjuverk og mannrán í Miðausturlöndum. Sýrland: Assad Sýrlandsforseti hefur lagt nafn sitt til hernaðar- bandalagsins og fengið að launum vinsamleg orð að vestan og heim- sókn frá Bandaríkjaforseta. Auk- reitis litu allir undan þegar hann KjaHarinn Karl Th. Birgisson stjórnmálafræðingur „levsti" borgarastyrjöldina í Lí- banon sem snöggvast fyrr í vetur eins og hann hefur lengi viljaö. Hann hefur ekki staðið írönum langt að baki í morðum og hryðju- verkum gegn Vesturlandabúum á undanförnum árum. Jórdanía: Hussein konungur hef- ur verið hófsamasti stuðningsmað- ur Vesturlanda á svæðinu árum saman og hléypt af stokkunum lýð- ræðislegra stjórnarfari í landi sínu en þekkist víða annars staðar. Jórdanía er hlutlaus að forminu til en bæði kóngur og alþýða eru nú komin á band íraka. Bandaríkja- stjórn brást við því með því að „endurskoða" efnahagsaðstoð til landsins, að líkindum til að tryggja enn vinsamlegra samband við þennan nauðsynlega bandamann í framtíðinni. ísrael: í kjölfar loftárása íraka tókst ísraelsmönnum að endur- heimta töluvert af því áliti sem þeir- höföu misst á Vesturlöndum vegna oföeldis síns á herteknu svæðunum. Þeir notuðu tækifærið og hertu enn ógnartökin á Palest- ínumönnum og Shamir forsætis- ráðherra tók að auki inn í ríkis- stjóm sína Rehavam Zeevi, ofstæk- ismann sem berst fyrir enn frekari stækkun Ísraelsríkis (á borð við Stór-ísrael það sem Steingrímur sá á peningnum fræga). Líkurnar á friðsamlegri lausn Palestínuvand- ans eru minni en nokkru sinni fyrr. Varla þarf að nefna fjöldagöngur í Túnis, Marokkó og Alsír sem fremur er beint gegn Vesturlönd- um en til stuönings Saddam Huss- ein. Ugg ættu þó að vekja viðbrögð almennings í Pakistan, þess gamla bandamanns vestrænna ríkja sem hefur komið sér upp þokkalegu búri kjarnorkuvopna. Það kemur ófriður eftir þennan Allt ofangreint hlýtur að skrifast debet-megin í bókhaldinu þegar Persaflóastríðið er gert upp og er þá ónefnt getuleysi Vesturlanda til að bregðast rétt viö þróun mála i Sovétríkjunum. En hvað hefur þá áunnizt? „Pólitískir hagsmunir vestrænna ríkja í Miðausturlöndum eru þessir: að tryggja stöðugleika og frið á svæðinu, og eiga vinsamleg samskipti við hóf- samar ríkisstjórnir þar.. „Hussein konungur hefur verið hófsamasti stuðningsmaður Vesturlanda á svæðinu árum saman ..." - Jórdaníukonungur i heimsókn á íslandi árið 1989. Að nafninu til er Persaflóastríðið háð til að halda uppi þeirri megin- reglu alþjóðalaga aö eitt ríki geti ekki beitt annað tilefnislausu of- beldi, hvað þá innlimaö það eins og gerðist í þessu tilfelli. Röksemd- in er sú að ef samfélag þjóðanna bregzt nógu harkalega við oföeldi íraka þá muni það reynast öðrum harðstjórum með svipaðar fyrir- ætlanir ærin viðvörun. Þessi röksemd stenzt ekki gagn- rýni. Það dettur varla nokkrum manni í hug að Sameinuðu þjóðirn- ar séu reiðubúnar að beita slíkum og viðlíka viðbúnaði til að fram- fylgja þessari reglu til hlítar. Mætti búast við öðru stríði ef Tansanía réðist inn í Rúanda, svo hæfilega fáránlegt dæmi sé notað? Spurn- ingin er svo kjánaleg að hún svarar sér sjálf. Bandaríkin, eina landið sem hef- ur hernaðarmátt til að gegna slíku lögregluhlutverki, hafa einfaldlega ekki efni á að taka að sér alheims- löggæzlu - né heldur er vilji til þess meðal almennings og stjórnmála- manna að fórna bandarískum ung- mennum fyrir óljósan málstað. Þrenns konar ávinningur Þegar upp er staðið er það þrennt sem ávinnst með hernaðinum gegn írak. Endurreisn furstafjölskyld- unnar í Kúvæt (sem er áreiðanlega einhvers virði fyrir hana), eyði- legging á hernaðarmætti íraka (sem er mikils virði fyrir nágranna þeirra) og sæmilega tryggur að- gangur að olíu á eðlilegu verði (sem skiptir öllu máli fyrir heimsbyggð- ina). Öllum þessum markmiðum hefði að líkindum mátt ná með frið- samlegum hætti, þ.e. því víðtæka viðskiptabanni gegn írak sem aldr- ei var leyft að hafa áhrif. Það hefði orðið merkilegt fordæmi um frið- samlegar refsiaðgerðir og hefði að auki skilið Vesturlönd eftir í mun betri pólitískri stöðu til að hafa áhrif á frið og stöðugleika í þessum mikilvæga heimshluta. Karl Th. Birgisson Frelsarar nútímans Á dögunum birtist hér greinar- stúfur sem nefndist Farísear nú- tímans og var eftir Ólaf nokkum Ragnarsson, er nefnir sig tónlistar- mann og útgefanda, og var beint gegn orðum Jónasar Gíslasonar, vígslubiskups og prófessors í guð- fræði, í viötali nú fyrir skemmstu. Sem prestur og reyndar gamall nemandi Jónasar verð ég að fá að leggja hér nokkur orð til málsins því sjaldan hef ég lesið jafnundar- legan pistil og þarna var á ferð- inni. Árásir greinarhöfundar minna helst á eldflaugasendingar íraka á Gyðingaland; það er skotið út í bláinn, án nokkurrar ígrund- unar eða frumrannsóknar. Líking- in um bjálkann og flísina kemur óneitanlega sterkt upp í hugann. En nóg um það. Ólafur virðist býsna laginn við að misskilja hlutina. Það er ekki í einu heldur öllu. Fáfræðin er al- gjör. Orðin standa enn Það voru ekki prestar íslensku þjóðkirkjunnar sem þýddu eða rit- uðu Biblíuna, eins og Olafur virðist halda. Það voru ýmsir menn í fyrndinni og þeir rituöu þetta á löngum tíma. Það sem í Bibíunni stendur er því ekki tilbúningur blessaðra klerkanna hér uppi á skerinu í miðju Atlantshafmu held- ur vitneskja úr römmustu fortíð. Orðin standa enn í þessari bók eins og þau gerðu forðum og hafa alltaf gert. Og þau munu halda áfram að vera þar, hvað sem ein- hver mótþróamaðurinn segir eða vill. Og prestarnir munu flytja þau Kjallariim Sigurður Ægisson sóknarprestur í Bolungarvík menn annars siðar, ekki kristinnar trúar. Að líkja þeim saman væri líkt og aö kenna öllum hermönnum í veröldinni um það sem rómversk- ir starfsbræður þeirra gerðu forð- um í Jerúsalem. Gáfulegt eða hitt þó heldur! Auðvitað er þjóðkirkjan mein- gölluð stofnun eins og hún er í dag. Auðvitað eru margir prestar henn- ar langt frá því að vera til fyrir- myndar í kristilegri breytni. En aö segja að Jónas Gíslason, vígslu- biskup og prófessor, beri djúpstætt hatur til einhverra manna er með öllu fráleitt. Það er kærleikur í brjósti hans sem kallar fram þessi viðbrögð. Það tel ég mig vita þótt ekki telji ég mig vera í hópi upp- lýstra sona ljóssins. „Nýhaldarhreyfingin er bein árás á kristna trú eins og hún kemur fram í Nýja testamentinu. Þess vegna er brugðist jafnharkalega við og raun ber vitni.“ orð til landsmanna, hvað sem ljón- in tannlaus öskra og rymjá. Annars væru þeir að falsa boðskapinn, leyna hinu óþægilega, hylma yfir það erfiða. Engin rós er án þyrna. Það var klerkastéttin í Gyðinga- landi sem lét taka Jesú höndum og krossfesta hann. Satt er það. En sú klerkastétt á ekkert skylt við kristna menn. Það voru kenni- Mannkynssagan er vitni Ef börnin mín eru að gera eitt- hvað sem ég veit að er rangt en þau ekki, sökum reynslu- og þroska- leysis, gríp ég í taumana og reyni að leiða þeim fyrir sjónir að það sé ekki rétt að gera svona eða hinseg- in. Eflaust finnst börnunum mín- um ég vera leiðinlegur fyrir bragð- ið; kannski finnst þeim áð ég beri ai avonunum... •em «g kalla oft „bræðralag jvörtu koma 4 eftlngu safnaftarUfv og þaft Afl lokum víl ég belna m4U mlnu hcmpunnar". skull nota nafh og aé hennar baráttuaftferfl gegn ný U1 samfarflamanna minna Verum kennlngar fneflarans 1 hraflalu og aldanlnnum" ttaftfftst og Ottumat ekkl hrteflalu tkelftngarboflakap alnum. elna og Þama t)íum vtfl hvafl klrkjan boflUtap nokkur. manna. Vlfl get ar. Jflnaa gortr I vifltalinu. þar »em hyggtt gera 4 n»Kunnl. htin «lar um treyit anda lannleikani sem hann liklr sannlelksleltendum vifl ekki afl fnefta og upplýsa mennlna bkes i brlósti okkar og veltlr okkur „Þaö er umhugsunarefni aö þaö var prestastéttin sem lét taka Jesú af lífi á krossinum vegna þess aö hann hirti ekki um vald stéttarinnar...“ Farísear nútímans Ólalur Ragnarsson IflnllaUrmaður og útgafandi Grein Olafs Ragnarssonar, sem Sigurður vitnar i, birtist í DV 8. febr. sl. hatur til þeirra. En vitanlega er svo ekki. Ég elska börnin mín, þess vegna tyfta ég þau og aga með því að leiða þeim fyrir sjónir hvað sé rétt og gott. Það sama er uppi á teningnum hjá Jónasi. Hann er kristinn maður og fylgir orðum meistarans eftir. Telji hann einhvern rangtúlka þennan boðskap verður hann, sem fylgjandi Krists, að leiðrétta málið. Það myndi hver maður gera í hans sporum. Nýaldarhreyfingin er bein árás á kristna trú eins og hún kemur fram í Nýja testamentinu. Þess vegna er brugðist jafnharkalega við og raun ber vitni. Þú gefur ekki djöflinum í nefið þegar hann vill tala við þig heldur á nefið. Svo einfalt er málið. Árás er alltaf árás, þótt hún sé gerð í nafni sannleika og frelsis. Úlfurinn er ennþá úlfur þótt hann klæðist sauðargæru. Blekkingin er ennþá blekking þótt í finu dressi sé. „Frelsarar“, eins og greinarhöf- undur, hafa oft komið fram á hðn- um öldum með „sannleikann" í höndunum eöa í • kollinum eða brjóstinu eða annars staðar en þeir sveimhugar hafa allir kvatt án þess að fólk hafi látið blekkjast, nema þá kannski um stundarsakir. Mannkynssagan er vitni um það. Og hún er líka til vitnis um það hvernig þeim löndum og þjóðum reiðir af sem ekki hirða um kristna trú. Eða hvað er að gerast í komm- únistaríkjunum þar sem trúar- brögð voru til skamms tíma bönn- uð? Eða á Indlandi þar sem hindú- isminn ræður? Og nú á að koma þessum síðamefnda fjanda upp á skerið, í nýjum þúningi uppljóm- unar, friðar og kærleika! Mætti ég þá frekar biðja um Jón Vídalín í öllum sínum krafti. Sigurður Ægisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.