Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1991, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1991. Spumingin Ferðu á skíði? Bergþóra Guðmundsdóttir: Það eru mörg ár síðan svo að ég kann bara vel við snjóleysið. Siggeir Siggeirsson rafeindavirki: Já, en ég hef ekkert komist í vetur og er svekktur yfir því. Ég stunda bæði svig og göngu. Er fyrir hádegi á svig- skíöum en skipti yfir þegar örtröðin myndast við lyfturnar. Magnús Ásvaldsson: Nei, ég er ekk- ert spenntur fyrir því. Kári Jóhannsson nemi: Nei, lítið nú orðið. Ég gerði þaö þegar ég var yngri. Þorbjörg_V. Kristjánsdóttir nemi: Nei, ég hef bara farið í skóla-skiöa- ferðalög. Edda Lind Ágústsdóttir nemi: Já, stundum, ef þaö myndi snjóa ein- hvem tíma. Lesendur Sjónvarpið vill ekki Sky „Álitshnekkir fyrir Sjónvarpið að kasta áhorfendum í fang Stöðvar sem sendir út frá CNN-stöðinni.“ T.K. hringdi: Nú hefur Sjónvarpiö fengið sínu framgengt og þar með valtað yfir fréttastofu þess, sem útvarpsstjóri sagði bera ábyrgð á fréttasendingum Sky News. Sjónvarpið telur sem sé að landsmenn séu búnir að horfa nóg á þessa vinsælu útsendingu og ætlar að loka fyrir hana að mestu. Aðeins verður hægt að horfa á sendingu Sky á þeim tímum sem flestir eru við vinnu að deginum og á kvöldin lýkur sendingum kl. 01 eftir miðnætti. En Sjónvarpið lokar líka fyrir sendingar að deginum og ekki þarf neina næt- urvakt á þeim tíma. Er þá nokkuö annað til ráða fyrir þá sem vilja halda áfram að fylgjast með þessum erlendu útsendingum en að horfa á útsendingar CNN- stöðvarinnar á Stöð 2 sem enn hefur ekki tilkynnt neinar breytingar á útsendingartíma? Ég segi fyrir mig að mér finnst CNN-stöðin vera að mörgu leyti betri en Sky þar sem fréttamenn CNN eru miklu fjöl- mennari og eru staðsettir nánast alls staðar, eða svo sýnist mér, þegar eitt- hvað fréttnæmt gerist í heiminum. Sky News er að vísu afbragðsgóð stöð en virðist ekki hafa eins fjölmennt lið fréttamanna. Þar sem þetta framtak sjónvarps- stöðvanna beggja, aö fá þessar er- lendu stöðvar, fékk hinar bestu við- tökur hjá þjóöarsálinni almennt er það verulegur álitshnekkir fyrir Rík- isútvarpið að ganga á undan í því að loka nánast fyrir útsendingar aftur svo skömmu eftir að þær hófust og kasta áhorfendum í fang Stöðvar 2 þar sem víðsýni og skilningur á fjöl- þjóöaefni í sjónvarpi er sýnilega meiri. Staðhæfmgar RÚV um að dregið hafi úr spennu í Persaflóastríðinu þessa dagana er einkar barnaleg því að enginn veit hvaö þar gerist fyrr en það kemur i fréttum og þá einnig á báðum þessum þekktu sjónvarps- stöðvum. 011 ber þessi ákvörðun yflr- manna Sjónvarpsins því keim af an- dúð á Sky-stöðinni sem slíkri fremur en þörf á að loka fyrir hana af fjár- hagsástæðum. Verðum að standa við stóru orðin Konráð Friðfmnsson skrifar: Eystrasaltsríkin krefjast nú sjálf- stæðis. Þar er fólk óánægt með að Kremlverjar skuli ráðskast með þá. Það telja þessar þjóðir sig fullfærar um sjálfar. Þessum fullyrðingum er mótmælt í höfuðstöðvunum í Moskvu og svo fór raunar aö lokum að herinn var látinn tala og menn féllu og særðust í átökum. Af gefnu tilefni kallaði hæstvirtur forsætisráðherra sovéska sendiherr- ann á sinn fund og afhenti honum mótmæli frá þjóð sinni. Skömmu síð- ar fór svo utanríkisráöherra utan til höfuðborga Eystrasaltsríkjanna til að líta á eyðilegginguna með eigin augum. ítrekaði hann um leið stuðn- ing íslendinga við þarlenda valds- menn og lagði ■ blómsveig á leiði hinna föllnu. Síðan leið og beið eða allt þar til Sovétmenn létu ríkisstjórn okkar fá orð í eyra og sögðu aö afskipti er- lends aðila af innanríkismálum ann- arrar þjóðar væru hinn mesti yfir- gangur og skerðing á ákvörðunar- rétti þjóða. Einnig var stjórnarslitum hótað af þeirra hálfu. Og hvað átti til bragðs að taka? Síld og ull voru í hættu. Þá var reynt að bakka út úr vandanum á fullri ferö og er komið var í öngstræti var aftur stansað - til að hugsa. Niðurstaöa varð þó sú að samþykkja stuöning við Litháen og lofa stjórnmálasam- band eins fljótt og verða mætti. Skyn- samleg niðurstaða miðað við það sem á undan var gengið. Mótmæli Sovétmanna vegna stuðningsyfirlýsingarinnar sanna því að hlustað er á málflutning land- ans erlendis. Við erum því ekki valdalaus peö meðal smáþjóðanna eins og margir virðast álíta. Þess vegna verður líka að vanda allan málflutning svo að unnt sé að standa við öll stóru orðin. Og það vafninga- laust, annaö gengur greinilega ekki lengur. Hér má sjá frægar konur, vel - Svona pistlar sjást stundum í erlendum timaritum, segir m.a. í bréfi Margrétar. eða illa klæddar, í lok siðasta árs. Þær best og verst klæddu Margrét hringdi: í Pressunni hinn 31. jan. sl. var lesning sem náði yflr hátt á aðra blaðsíðu. Þetta var „dómur“ um best og verst klæddu konur landsins. Svona pistlar hafa stundum sést í erlendum blöðum og tímaritum. - En við ættum ekki að apa slíkt eftir, til þess erum viö of fá, því sagt er að allir þekki alla hér á bæ. Þótt einhvers konar „dómnefnd" taki stórt upp í sig, og dæmi ein- hverjar kunningjakonur hér í borg best klæddu konur á landinu, þá get- ur fólk sem best tekið svona dóm sem skemmtilegt hjal. En öðru máli gegn- ir um þær verst klæddu. Ekki er víst að sú umsögn verði tekin sem mein- laust grín, heldur sem illkvittni. Það er t.d. sagt um eina þingkon- una að hún sé „ótrúlega smekklaus og gamaldags". Önnur er „ósmekk- leg, hörmuleg ímynd fyrir þing- heim.“ Ein konan er „púkaleg og ósmekkleg", og enn önnur „druslu- leg og gamaldags". - Og áfram er haldið með sama rætna orðbragðinu. Kvenráðherrann okkar, sem þykir fyrirmynd í framkomu og klæöa- burði fær líka lítilsvirðandi raus. Kannski fær svona dómnefnd sama tóninn til baka - að hún sé sjálf hryllilegur samsetningur, og ótrú- lega smekklaus. Og hvað segir ekki máltækið: „Allt er best í hófi“. Notum útstrik- aniróspart Garðar hringdi: Nú eru kosningar ffamundan og eflaust á eftir að verða tals- verður handagangur hjá flokk- unum að draga kjósendur á kjör- stað. Ekki er ólíklegt að margir vendi kvæði sínu í kross í þetta sinn og hugsi sér að skila auðu - eða jafnvel aö mæta ekki á kjör- stað. Það hefur nefnilega runnið upp fyrir mörgum að harla lítið breytist hér við stjórnarskipti. En það er annað sem fólk. þarf líka að átta sig á. Það er hægt að nota útstrikanir á kjörstað, þ.e. aö strika yfir nöfn þeirra fram- bjóðenda sem þeim líkar ekki eða þeir telja ekki líklega til að standa sig á þingi. Þessar reglur þarf að kynna kjósendum vel einmitt nú. Ég hvet kjósendur til að nota út- strikanir óspart í þetta sinn. Svefnlyf á sjúkrahúsum: Vegna vinnuálags Margrét Ólafsdóttir skrifar: Ég verð að lýsa furðu minni á ummælum eins læknis hér í borginni, sem hafa verið staðfest af landlækni, að svefnlyf séu not- uð í óhófi á sjúkrahúsum hér á landi og að ástæðuna megi rekja til mikils vinnuálags hjúkrunar- fólks. Ef þetta er rétt hlýtur að myndast hér nýtt viðhorf til þess- arar stéttar. Svona mál og staðfesting á því myndi hvar sem er í heiminum vera tekiö alvarlega og veröa að sæta nákvæmri rannsókn heil- brigðisráðuneytis og jafnvel dómskerfisins. Ég held að þessi uppljóstrun leiði í ljós aö við er- um sem þjóð á afar lágu plani, ef ég má oröa það svo, hvað varð- ar siðferöi og viðhorf til félags- legrar ábyrgðar. Ráðherrakaf- færir fréttamenn Þorsteinn Þorsteinsson skrifar: Ég horfði á sjónvarpsfréttir beggja sjónvarpsstöðvanna sl. miðvikudagskvöld. Fjármálaráð- herra var tekinn tali á báðum stöðvunum og var þar sitt hvort málið til umræðu. Á Stöð 2 var álversmálið til umræöu. Frétta- maður reyndi að koma að spurn- ingu í lokin en þá brá svo við að ráðherrann yfirkeyrði frétta- manninn jafnharðan og bókstaf- lega kaffærði hann þar til yfir lauk. Fréttamaðurinn lét i minni pokann! í Sjónvarpinu kl. 20 var ráð- herrann einnig kominn. Þar lét hann Ijós sitt skína um varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli. Frétta- maður spurði: „Hvert er þitt álit... ?“ (Ég man ekki nákvæm- lega orðalagið). Þá svaraði ráð- herrann að bragði: „Það er ekki mitt að svara því... “ Dæmigerð- ur málflutningur þessa ráðherra! Öllumstörfum fylgirábyrgð Kristbjörg hringdi: Ég vil koma á framfæri athuga- semd vegna ummæla Kolbrúnar í nýjasta VR-blaðinu þar sem hún virðist líta pylsusölu sem óábyrgt starf. Við pylsusölu þarf aö gæta ýtrasta hreinlætis. Sósur sem settar eru ofan á pylsumar eru í flestum tilfellum ekki í einnota umbúðum og þarf því að gæta þar mikils hreinlætis og varkámi í allri meðferö. Öllum störfum fylgir ábyrgð og enginn ætti að halda því fram að hann hafi meiri ábyrgð eða vinni merkilegra starf en annar. VR- blaðið er málgagn og fréttabréf þúsunda launþega og á að hafa þetta að leiðarljósi. Þar á fremur að fara viöurkenningarorðum um þessi störf en gagnrýnisorð- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.